Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÁSMUNDUR Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAÐ ER allt eins líklegt að þeir sem heimsækja Yoga- stúdíó í Hátúni þessa dag- ana hitti Ásmund Gunn- laugsson fyrir í vinnuslopp með sög eða hamar á lofti. As- mundur og félagi hans innréttuðu húsakynnin frá grunni fyrir liðlega ári og undanfarið hefur hann verið að breyta herbergjaskipan. Hann segist vilja hleypa dagsbirtunni betur inn í húsið en áður. Ég ber upp á Ásmund að smiðs- gallinn sé ekki mjög jóga-legur og við ræðum um það að hin staðlaða ímynd jógaiðkandans sé af manni sem dregur sig í hlé frá lífinu og situr flötum beinum í reykelsis- ilmi. Ásmundur svarar að hún sé jafnmikil einföldun og aðrar „sterí- ótýpur“. „Margir hafa misskilið jóga þannig að það gangi út á að mað- ur dragi sig í hlé frá daglegu lffi. Þvert á móti, það er úti í lífinu sem hið innra jóga skiptir máli og skil- ar árangri. Það færir innri ró sem gerir að verkum þú einbeitir þér að þínu hlutverki og virðir þín tak- mörk en ert ekki með athyglina í öðru. Spumingin er hvort menn taka þátt í daglegu lífí í spennu, ótta og vanlíðan eða með frið hið innra. Þú getur tekið þátt í leiknum án þess að vera of spenntur yfír útkomunni. Það er spennuvaldur- inn. Maður nær ekki árangri í í kappleik ef maður er stöðugt með athyglina á stigatöflunni.“ — Hvernig kynntistu jóga? „Það var þegar ég labbaði inn á fyrirlestur, árið 1990 minnir mig, þar sem Amrit Desai, öðru nafni Guradev, hélt fyrirlestur um jóga og kynnti heigamámskeið sem átti að vera í kjölfarið. I fyrir- lestrinum sagði hann meðal annars að jóga mundi losa um tilfinninga- spennu og djúpstæða spennu í huganum o g líkamanum sem íþróttir myndu aldrei gera. Á þess- um tíma þjáðist ég af kvíða og var mjög slæmur andlega og líkam- lega. Suma daga treysti ég mér ekki út úr húsi. Ég hafði reynt að stunda íþróttir en það gagnaðist mér ekki, ég hafði líkamlegan styrk en leið illa og var í raun heilsuveill. Ég fór á þetta helgamámskeið og síðan hef ég ekki verið samur maður. Það gerðist eitthvað innra með mér þessa helgi sem ég hef ekki getað skiiið en ég náði mjög góðum tengslum við Amrit og fann að það var eitthvað innra með mér KRINGUM- STÆDUR SEM LÍFIfl ÝTTI MÉR ÖT í * Fyrír sex árum var Asmundur Gunnlaugsson svo illa haldinn af sjúklegum kvíða að suma daga treysti hann sér ekki út úr húsi. Hann þakkar ástundun jóga það að hann náði tök- um á lífi sínu og hefur síðan miðlað 7-800 manns af reynslu sinni á sérstökum nám- skeiðum auk þess að kenna almenningí jóga. Pétur Gunnarsson hitti að máli flugvirkjann sem hætti að fljúga og fór að kennajóga. sem „harmoneraði“ við þessa hug- myndafræði og ég átti strax auð- velt með að nema hana.“ Fyrir tilverknað örlaganna Ásmundur segir að strax eftir þetta námskeið hafí hann tileinkað sér lífsstíl og heimspeki jógans og smám saman farið að stunda jóga- æfingar. Á fjórða ár leið þar til hann náði sér í réttindi til að kenna þessa fornu indversku list, sem hann aftekur að sé trúarbrögð. „Jóga er í mesta lagi lífsstíll. Það er borin virðing fyrir öllum trúar- brögðum," segir hann. Auk þess að kenna bytjendum í jóga grann- atriði og leiðbeina iðkendum í opn- um tímum í jógastöðinni sem hann rekur ásamt sambýliskonu sinni, hefur Ásmundur haldið námskeið sem hann kallar ,jóga gegn kvíða“ og beinast eins og nafnið gefur til kynna að því að kenna fólki að nota jóga til að takast á við kvíða og erfíð breytingarskeið í lífinu. Hann segir þessi námskeið vera upphafíð að því að hann fór að kenna jóga og um leið séu þau í raun uppi- staðan í starfí hans. Kvíða-námskeiðin eru orðin fjöratíu talsins og þau hafa sótt 7-800 manns. Tilkoma þeirra á sér sérstakan að- draganda. „Ég var bú- inn að starfa við flug- virkjun í 14 ár, það var mín mennt- un og ég hafði aldrei haft áform um að gerast jógakennari eða neitt slíkt. En fyrir tilverknað örlaganna var mér fenginn þessi starfsvett- vangur. Ég hef bara verið að bregðast við þeim kringumstæðum sem lífið ýtti mér út í. Ég hafði leitt kvöldvökur og tek- ið þátt í kynningarstarfi í Heims- ljósi. Einn daginn — þetta var held ég síðla árs 1993, áður en ég var orðinn jógakennari — var hringt í mig og ég beðinn að koma í sjón- varpsþáttinn í sannleika sagt. Ég fékk klukkutíma fyrirvara. Ég vissi ekki um hvað þátturinn væri þegar ég mætti en Valgerður Matthías- dóttir, sem sá um þáttinn, sagði mér að hann væri um kvíða og þau hefðu viljað fá breidd í þáttinn og boðið einum úr „heildræna geiran- um“. Það var ég, af því að einhver annar hafði forfallast. Lagðist allt á eitt Ég fékk orðið seinustu 30 sek- úndurnar í þættinum og sagði að ég hefði í mörg ár þjáðst af sjúk- legum kvíða, víðáttufælni og fleiru en hefði notað jóga og skyldar leið- ir til að koma mér úr því ástandi. Það var eins og við manninn mælt að strax um kvöldið fór síminn að glóa; í myndverinu, í Heimsljósi og heima hjá mér og gerði það í marga daga og vikur á eftir. Fólk hringdi með fyrirspurnir og beiðnir um námskeið um hvernig hægt væri að komast úr vanlíðan með jóga- Ég sagði við fólk: Eg er ekki einu sinni jógakennari og er sjáif- ur í bata, ég er ekki sálfræðingur og veit ekkert í minn haus, ég fór bara í sjónvarpið og sagði frá því hvað hefði komið fyrir mig. Ég hélt áfram að streitast á móti og taldi mig ekki hæfan og ekki hafa neitt að gefa og óttaðist að heil- brigðiskerfið færi að skipta sér af ef ég færi að bjóða námskeið af þessu tagi. En það lagðist allt á eitt um að þrýsta á mig að gera eitthvað í málinu og þess vegna setti ég upp ramma að nám- skeiði. Sá rammi varð til fyrir- hafnarlaust í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni, byggður á eigin reynslu og engu öðru. Ég fór svo á jógakennaranámskeið til Bandaríkjanna og byrjaði að kenna þegar ég kom heim.“ — Hver er þín reynsla? „Ég losnaði við kvíðann og ótt- ann þegar ég hætti að flýja undan tilfínningum mínum. Það sem ég uppgötvaði var að sá kvíði og sú vanlíðan sem ég fann var bara toppurinn á ísjakanum. Frá því að ég var bam hafði ég verið tilfinn- inganæmur og viðkvæmur. Ég hafði lokað mig fyrir lífinu, reynt að halda dauðahaldi í það sem ég þekkti og upplifði sem ánægjulegt og reynt að ýta út öllu sem var sársaukafullt, hvort sem það vora tilfinningar, æskuminningar eða eitthvað annað.“ Mótþrói við lífinu „Tilfinningarnar eru síbreyti- legar og taka á sig ýmsar mynd- ir. Maður getur orðið hræddur við að verða hræddur, reiður yfir því að verða reiður. Þetta er mótþrói við lífinu eins og það birtist. Sum- man af þessum flótta undan eigin tilfinningum birtist sem nagandi ótti og kvíði. Hann fór ekki strax en með því að nota öndun, önd- unartækni og jógastöðurnar byrj- aði ég að styrkja líkamann og koma honum í lag og þá varð ég hæfari til að takast á við hlutina. Smám saman kom upp sorgin, óttinn, vanmetakenndin og allur pakkinn sem hafði kraumað innra með mér síðan í árdaga. Ég legg ríka áherslu á það, að áður en menn fara að takast á við sársaukann þarf fyrst að styrkja og raða saman. Þegar þú höndlar sársaukann, þá kemur hann. í gegnum jógaæfingarnar og í gegnum öndunina kemur innri styrkur og maður fer að sjá að þessi darraðardans tilfinninganna, það er ekki hinn raunverulegi þú. Með vaxandi ástundun vex innra með manni sá partur sem er óum- breytanlegur og getur horft á lífið eins og það er og tekið á móti því eins og það birtist. Þetta er mín reynsla og um leið og þessi nám- skeið eru afurð minnar eigin reynslu er ég að læra af því fólki sem ég kenni, því þetta er mín þroskabraut í þessu lífi.“ Ásmundur segir að námskeiðin hafi auðveldað honum að ganga í gegnum um mesta erfiðleika- tímabil sem hann hefur gengið í gegnum í lífinu en á þessum tíma stóð hann uppi sem einstæður faðir með brotið heimiii í kjölfar erfiðra veikinda eiginkonu hans. „Ég var án fastrar atvinnu og með ekkert í höndunum. Þannig var ástandið þegar ég fór að halda fyrsta námskeiðið. Vinir mínir höfðu áhyggjur af því að ég þyldi ekki þetta álag með heimilið eins það var en mér fannst það styrkja mig frekar en auka álagið, að geta á þessum tíma varpað mínum málum til hliðar og séð að það var fullt af fólki að glíma við stærri vandamál en ég.“ Opna leiðir — Hvað er það sem þú miðlar þeim sem leita til þín vegna kvíða? „Það sem ég vil fyrst og fremst gera er að styrkja fólk og vekja það til meðvitundar og umhugsun- ar um hvað er að gerast í lífi þess; kenna því aðferðir til að losa um yfirborðsspennu og opna leiðir að rótum sársaukans, leiðir sem standa opnar ef fólk vill. Ég tel að bataferli verði að fylgja ein- hvers konar sjálfsskoðun, því venjulega er það eitthvað sem hefur verið með fólki í lengri eða skemmri tíma sem veldur því hvernig komið er í dag.“ — Þú sagðist áðan hafa óttast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.