Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ R AÐ AUGL YSINGAR V _X Samkeppni Leikfélags Reykjavíkur um leikhúsverk Leikfélag Reykjavíkur minnir á að skilafrestur í samkeppni um leikhúsverk í tilefni af 100 ára afmæli félagsins rennur út þann 11. nóvember. Utanáskriftin er: Leikfélag Reykjavíkur - Samkeppni um leikhúsverk - pósthólf 3390 - 123 Reykjavík. VIIMIVIUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and heaith Bíldshöfða 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Réttindanámskeið fyrir bflstjóra fyrir flutning á hættulegum farmi Dagana 5-8. nóvember 1996 verður haldið námskeið á Bíldshöfða 16, Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) sam- kvæmt reglugerð nr. 139/1995 til að flytja hættulegan farm á vegum á íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Námskeiðs- gjald er kr. 35.000. Staðfestingargjald kr. 10.000 skal greiða í síðasta lagi viku fyrir upphaf námskeiðsins. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueft- irliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík, sími 567 2500, fax 567 4086. Styrkur til háskólanáms á Ítalíu á námsárinu 1996-97 ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á Ítalíu á yfirstandandi námsári. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms í listahá- skóla. Styrkfjárhæðin nemur 1.000.000 lírum á mánuði. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. nóvember nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Menntamátaráðuneytið, 24. október 1996. IHólabraut, Hvaleyrarvöllur _____ Deiliskipulag íbúðarbyggðar í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsgerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar tillaga bæjarskipulags Hafnarfjarðar dags 15. októ- ber 1996 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Hvaleyrarvelli við Hólabraut í Hafnarfirði. í tillögunni er gert ráð fyrir skipulagi 42 íbúða í fjölbýlishúsum ásamt leiksvæði og bolta- velli. Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 22. október 1996. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideild- ar á Strandgötu 6, þriðju hæð frá 28. októ- ber til 25. nóvember 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 9. desember 1996. Þeir sem ekki gera at- hugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. 23. október 1996, Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Tilkynning til borgarbúa vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 1997 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997. Athygli borgarbúa svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætl- unarinnar þurfa að hafa borist á skrifstofu borgarstjóra fyrir 15. nóvember nk. 18. október 1996, Borgarstjórinn í Reykjavík. A KÓPAVOGSBÆR Lindir II. Reitur 16. Deiliskipulag. Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit 16 í Lindum II auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Nánar tiltekið afmarkast skipu- lagssvæðið af Haukalind í vestur, Hvamms- vegi í norður, óbyggðu svæði í austur og fyrirhuguðum Fífuhvammsvegi í suður. Tillagan, ásamt greinargerð og skýringar- myndum, verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 28. okt. til 25. nóv 1996. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. J Hafnarfjörður Athafnasvæði hestamanna við Kald- árselveg. Breytt deiliskipulag fyrir hestamennsku. í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar til- laga Sigurþórs Aðalsteinssonar dags 15. október 1996 að breyttu deiliskipulagi á svæði hestamanna við Kaldárselveg. Við þetta fellur úr gildi deiliskipulag, sem staðfest var af félagsmálaráðherra 30. nóv- ember 1990. í breyttri tillögu er gert ráð fyr- ir að falla frá frekari áformum um uppbygg- ingu hesthúsa og félagsaðstöðu í Hlíðarþúf- um. Öll uppbygging hesthúsa ásamt félags- og keppnisaðstöðu hestamanna er flutt suður fyrir skógræktarsvæðið við Kaldársels- veg. Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 22. október 1996 Tillagan liggurframmi í afgreiðslu tæknideild- ar að Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 28. októ- ber til 25. nóvember 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 9. desember 1996. Þeir sem ekki gera at- hugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. 23. október 1996, Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Fyrirlestur um pólunar- meðferd (PolarityTherapy) Opið hús mánudaginn 28. okt. í Félagi ís- lenskra nuddara, Asparfelli 12. Scott Zamur- ut RPP, RCST heldur fyrirlestur. Húsið verður opnað kl. 19.30 og aðgangseyr- ir er kr. 500. Fundarboð Hluthafafundir vegna samruna Fiskiðjusam- lags Húsavíkur hf. og Höfða hf. á Húsavík verða haldnir á Hótel Húsavík miðvikudaginn 6. nóvember 1996. Til þessara funda er boðað í stað funda sem halda átti þriðjudaginn 29. október 1996. Gögn er varða samrunann liggja áfram frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofum fé- laganna. Stjórnir Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og Höfða hf. Meðeigandi óskast að hátæknifyrirtæki á sviði rafeinda- tækni. Þeir, sem hafa áhuga, leggi nafn og síma- númer á afgreiðslu Mbl., merkt: „M - 4159“, fyrir 1. nóvember. Uppboð f Sjallanum Gallerí Borg, Listhúsið Þing og Kristalbúðin halda listmunauppboð \ Sjallanum sunnudag- inn 3. nóvember kl. 21.00. Þeir, sem vilja koma verkum á uppboðið, hafi samband við Gallerí Borg T síma 552 4211 eða Kristalbúðina í síma 461 2777 sem allra fyrst. Stjórn Minningarsjóðs Karls J. Sighvatssonar auglýsir styrk til framhaldsnáms í orgel- eða hljómborðsleik. Umsækjendur skulu til- greina fullt nafn, kennitölu, fyrra nám, fyrir- hugað nám og hvar og hvenær nám hefst. Umsóknum skal skilað til: Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. Sjóðsstjórn. Ásgrímur Jónsson Leitum að góðum verkum eftir Ásgrím Jóns- son, bæði olíu- og vatnslitamyndum. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst í sím- um 552 4211 og 551 4215. BORG Aðalstræti 6. Opið virka daga kl. 12-18. Veitinga- og veisluþjónusta Til sölu er veitinga- og veisluþjónusta í Reykjavík. Veitingareksturinn er rekinn í eig- in húsnæði. Um er að ræða mjög gott fyrir- tæki með mikla möguleika fyrir fjársterkan aðila. Velta án vsk. er kr. 48.000.000 á ári. Vinsamlega sendið tilboð til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. nóvember nk. merkt: „Koli - 4179“. Blóma- og gjafavöruverslun Til sölu er blóma- og gjafavöruverslun á Akureyri. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni og í síma 462 7297. Kjarni ehf., Tryggvabraut 1, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.