Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 11 BÖRN íslensku styrktarforeldranna ásamt höfundi. Á MEÐAN á heimsókn okkar stóð komu þessi sex flóttabörn frá Tíbet til Mussoorie. ' JÍÖWL, THUPTEN Chophel og Dolma ásamt þremur börnum sínum og vinum þeirra við heimili þeirra í Mussoorie. CHIMEY Wangmo, 15 ára í skólanum í Mussoorie. í Kína öld síðar. Hún varð síðan aðsetur Dalai Lama allt fram á sjötta áratug þessarar aldar þegar hann sá sig knúinn til að flýja land. Fjölskylda Chophels er mjög fá- tæk. Eldra fólkið er læst og skrif- andi, fékk enda menntun áður en Kínveijar réðust inn í landið. Þeir sem yngri eru fá stopula menntun og þá einkum hjá foreldrum sínum í frítíma þeirra. Karlmennirnir stunda einkum landbúnað, rækta mest bygg og hjarðir jakuxa. Kon- urnar hjálpa þeim og sjá um heimil- ið. ThuDten hafði olíulanma í far- teskinu því rafmagn er af skomum skammti í Tíbet. Miðbróðir Thupten átti erfitt uppdráttar og gat ekki séð sex börnum sínum farborða. Ein dóttir- in var send í vist til kínverskrar fjölskyldu. Það var Chimey Wangmo. Hún var þá 12 ára og skyldi sjá ein um húsverkin, elda- mennsku og gæta þriggja barna gegn því að fá húsnæði, fæði og klæði (engin laun í reiðufé). Ári síðar, 13 ára gömul, var hún enn ólæs og óskrifandi. Var látin ganga berfætt innanhúss á vetrum og þráði það eitt að komast í burtu. Unglingsstúlka á flótta Thupten og Dolma afréðu að reyna að smygla henni með sér til Indlands. Á landamærum Tíbet og Nepal komust hjónin klakklaust yfir með börnum sínum, en einn vörðurinn hélt Chimey eftir því hún hafði ekki nauðsynleg skilríki. Þau fólu hana því umsjá vina sinna við landamærin og héldu ferðinni áfram áleiðis til Kathmandú. Við eina af hinum mörgu varðstöðvum á leið- inni kom sér vel að Thupten hafði lært ágæta nepölsku meðan hann dvaldi ungur í flóttamannabúðum í Daijeeling og þau sluppu við vand- ræðalega leit og rannsókn. Sherpar í Nepal eru miklir fjalla- menn (Tensing Norgay var t.a.m. samferða sir Edmund Hillary á Everest-tind fyrstur manna 1953, en hans er sjaldan getið). Þeir stunda talsverð viðskiuti við Tíbeta og er tíðförult þangað. Oft taka þeir að sér að lauma fólki þaðan suður yfir landamærin. Einhvetjir þeirra tóku að sér að hafa uppi á Chimey og smygla henni yfir landa- mærin. Þeir klipptu hárið á henni og dulbjuggu hana sem sherpa- stúlku. í fjóra sólarhringa földu þau sig í fjöllunum og forðuðust landa- mæraverðina. Nepalska lögreglan náði þeim einu sinni. Þeim tókst að múta henni og komust leiðar sinnar. Chimey var í fyrstu komið fyrir hjá bróður Dolmu í Kathmandú en síðan í móttökustöð fyrir flóttafólk og þaðan var hún send eins og aðrir nýflúnir til Dharmsala á Ind- landi. Þar var talið að henni væri best borgið hjá „Tibetan Homes Foundation" í Mussoorie þrátt fyrir að hún væri orðin nokkuð stálpuð, því þar bjuggu einu ættingjar henn- ar á Indlandi. Foreldrar hennar eru bæði í Tíbet og því má segja að hún sé munaðarlaus í framandi landi. Hún býr í stóru húsi með 40 öðrum tíbeskum bömum. Þar sem hún sefur eru bálkar fyrir 15 börn og ekkert annað. Á ganginum hefur hún eina skúffu og hillu í skáp til að geyma það_ litla sem hún á af einkamunum. í skólanum er hún í fyrsta bekk með bömum sem þurfa að læra allt frá byijun. Chimey gerir sér vel grein fyrir hvað hún hefur verið heppin, en samt hefur henni reynst nokkuð erfitt að aðlagast. Eins og hinum börnunum er henni innrætt ást og virðing á frjálsu Tíbet. (Eftir þjóð- emisbyltinguna 1911, þegar keisar- anum var steypt, höfðu Kínveijar engin afskipti af Tíbet allt þar til þeir réðust inn í landið 1950.) Allir Tíbetar, sem ég hitti og ræddi við, áttu þá ósk og von heitasta að Dalai Lama takist að semja við Kínveija og að þeir geti einhvem tíma snúið aftur heim. Hvað tekur við? Nú síðari árin hafa u.þ.b. 250 börn komist undan frá Tíbet ár hvert. Ættingjar þeirra skipuleggja flóttann og fela þau umsjá fullorð- ins fylgdarmanns. Síðan er gengið í 6-8 vikur um nætur yfir fjöll og firnindi en sofið um daga. Að þessi sé enn raunin er ótrúlegt, þó ekki væri nema fyrir hve Kínverjar sækja nú fast á um vestræn við- skiptasambönd og öfugt. Við rædd- um oft um ástandið og hvað Kín- veijar geti lengi haldið slíku kverka- taki á Tíbet. Þrýstingur hefur farið vaxandi á Vesturlöndum og víða hefur harðræði Kínveija í Tíbet komið til umræðu á þjóðþingum. Þjóðveijar buðu t.a.m. Dalai Lama að ávarpa Ríkisdaginn. Málið hefur líka verið til umræðu á danska þing- inu og Dalai Lama boðist til að koma þangað gæti það orðið að gagni, en þeir eins og margar þjóð- ir aðrar eru tvístígandi í afstöðu sinni af ótta við að missa spón úr hinum ógnarstóra kínverska aski. Öll viðskiptasambönd em í eðli sínu tvíhliða og því ættu ómissandi hags- munir Kínveija á Vesturlöndum að auðvelda að knýja fram lausn á þessu viðkvæma máli. Lausn sem allir gætu sæmilega við unað, Kín- veijar með sitt alltumlykjandi flokksræði, Tíbetar með sína sterku og að mörgu leyti merkilegu klerka- hefð og Vesturlönd með auðstjórn, inngróna mannúð og ósveigjanlegt lýðræðis-evangelíum. íslenskir styrktarforeldrar á Ind- landi eru 570 og þar af eru 90 sem styrkja börn í Mussoorie. Það var stór hópur barna sem safnaðist saman á tröppunum að fagna þess- ari förukonu af enda veraldar. Þeim samfundum gleymi ég aldrei né hve stolt ég var af þeim fjölmörgu ís- lendingum sem láta sér annt um þessi böm. Lóð okkar er ef til vill ekki þungt, en það munar um minna við þessar aðstæður. Vissa barn- anna fyrir því að einhvers staðar í órafjarlægð er fólk sem hugsar til þeirra og lætur sér annt um velferð þeirra verður ekki metin til fjár. Þau sendu mig heim með þakkir til styrktarforeldranna og persónu- lega get ég ábyrgst að aðstoð okk- ar kemur að tilætluðum notum. Höfundur er formnður SOS barnaborvanna á íslandi. • libir^mozínH TÍbn\mTD^nimi9H • nibn'(m*btinmnS TÍbn^muinobuiS • iibn'(nuquu'A6in& /[OggHUTáH HIJTá‘1 öiauTeAa/iYMeöu bsao sör. iHiie • i s iaavA3u/ui NÝ SENDING! fOTVTÍK? GoidiI • KÁPUR • ÚLPUR • PELSflR *’úr gerviefni AuKin þjónusta í miðbænum! Á hárgreiðslustofimni Hjá Guðrúnu Hrönn, Hafnarstræti 5, hafa tveir hár-snyrtar bæst í hópinn, þær Laufey Friðriksdóttir og Sólveig Níelsdóttir. Á stofunni er boðið upp á alla almenna hársnyrtingu fyrir aömur og herra. Haustlínurnar í hársnyrtingunni komnar. M.a. ný og fljótlegri tækni r7/ . t við strípulitanir. öð uelKof^ ,/ya Guðrúnu hrönn Síminn hjá okkur er 5614640. risting I L4NA Rí Á EINSTÖKUM KJÖRUM Verð pr. mannfrá kr.: 42.865.- Flue og gisting pr. mann. Flugv.skattar innif. Veröið miöast viö gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2fullorönir og 2 börn 2-11 ára. ... . . Verð pr. mann frá kr.: r tug og gistmg pr. mann. ^ ^ ^ ^ Flugv.skattar innif. Veröiö miöast viö gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2fullarönir samati í íbúð 59.800.- Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 OTTÓ AUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.