Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÖLDI unglinga tók þátt í samkeppninni og fékk hluti þeirra viðurkenningu fyrir verk sín.
Teiknaði
besta
vímu-
vamavegg-
spjaldið
JÓHANNA Margrét Þorsteins-
dóttir, nemandi í Garðaskóla í
Garðabæ, hlaut 1. verðlaun fyrir
besta veggspjaldið í samkeppni
sem vímuvarnanefnd foreldra-
ráðs skólans efndi til fyrir
skömmu meðal unglinga í 9.
bekk. A veggspjaldi Jóhönnu
Margrétar eru tvær jurtir, önnur
falleg og blómleg, en hin visin
og tákna þær annars vegar heil-
brigt líferni en hins vegar líf í
vímu. Fyrir ofan jurtirnar stend-
ur: „Hvort viltu?“
Gunnlaugur Sigurðsson, skóla-
syóri, sagði að verðlaunin hefðu
verið afhent við athöfn í skólan-
um, en auk Jóhönnu Margrétar
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
JÓHANNA Margrét Þorsteinsdóttir tók við viðurkenningu fyrir
besta veggspjaldið úr hendi Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra.
hlutu um 30 aðrir unglingar við-
urkenningar fyrir veggspjöld
sín. Alls eru um 170 unglingar í
9. bekk Garðaskóla. „Unglingun-
um fannst greinilega gaman að
fá þetta verkefni og áttu þeir
margar snjallar hugmyndir.
Vímuefnavandinn er þeim öllum
umhugsunarefni enda eru þeir
næmir og skynja vel hættuna."
Mikil umræða um kjara- og réttinda-
mál á bandalagsráðstefnu BSRB
Krafist veru-
legrar hækkun-
ar grunnlauna
VIÐ umræður um kjaramál á banda-
lagsráðstefnu BSRB,sem lauk í gær,
lögðu talsmenn aðildarfélaga mikla
áherslu á verulega hækkun launa í
komandi kjarasamningum og komu
fram kröfur um að lægstu laun yrðu
ekki undir 80-100 þús. kr. á mánuði.
í kjaramálaályktun ráðstefnunnar
er þess krafist að launafólki verði
tryggð hlutdeild í góðæri þjóðarinnar
með hækkun kauptaxta, hvatt er til
að dregið verði úr vægi eftirvinnu
með því að hækka dagvinnulaun á
kostnað eftirvinnu og að tryggt verði
að kaupmáttur ráðstöfunartekna
lækki ekki við gildistöku tilskipunar
EES um vinnutíma sem tekur gildi
1. febrúar á næsta ári. Þá er lögð
áhersla á að stöðugleiki verði tryggð-
ur svo að kauphækkanir skili aukn-
um kaupmætti.
Samið verði um viðbótarlaunin
í kjarasamningum félaga
Aðildarfélög BSRB semja hvert
fyrir sig um kaup og kjör í komandi
samningum skv. viðræðuáætlunum
en réttindabarátta og ýmis sameigin-
leg mál eru á vettvangi heiidarsam-
takanna. Við umræður og í ályktun
ráðstefnunnar koma fram hörð mót-
mæli við boðaðri launastefnu ríkis
og Reykjavíkurborgar sem sögð er
miða að því að auka vægi viðbótar-
launa á kostnað grunntaxta.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir að þessar breytingar
hjá ríki og Reykjavíkurborg, sem
fyrirhugaðar eru um viðbótarlaun og
eiga að vera á valdi forstöðumanna
stofnana, leiði til aukins misréttis.
Hann segir að það sé algert grund-
vallaratriði af hálfu BSRB að samið
verði um þær reglur sem eigi að gilda
um viðbótarlaunin í kjarasamningum
og ekki verði staðið upp frá samn-
ingaborði fyrr en frá því hefur verið
gengið.
Yfirvinnuskylda
verði afnumin
Samþykkt var ályktun á ráðstefn-
unni þar sem þess er krafist að yfir-
vinnuskylda, sem kveðið er á um í
lögum um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins og í reglugerðum
sveitarfélaga, verði afnumin. „Þessi
kvöð sem lögð er á opinbera starfs-
menn er algjörlega úr takti við þá
umræðu sem er í samfélaginu um
nauðsyn þess að draga úr yfir-
vinnu,“ segir í ályktun BSRB.
Mikið var einnig rætt um velferð-
arþjónustuna og var mótmælt áfram-
haldandi gjaldtökum í velferðarþjón-
ustunni.
Við umræður um kjaramál í gær
var nokkuð rætt um hversu langur
samningstími næstu kjarasamninga
ætti að vera og voru fiestir á því að
ákveða ekkert í því efni heldur láta
það ráðast af innihaldi kjarasamn-
inga. Voru uppi miklar efasemdir um
að rétt væri að semja til þriggja ára
eins og komið hefur til tals á al-
menna vinnumarkaðinum, m.a. af
hálfu forystumanna Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur.
Ögmundur segir að það þurfi að
eiga sér stað grundvallarbreyting á
afstöðu viðsemjenda opinberra
starfsmanna gagnvart þeim almennu
kerfisbreytingum sem reynt sé að
koma á í launamálum. Það sé t.d.
ekki í samræmi við umræðuna í þjóð-
félaginu um að gera laun gegnsæ
að ætla að taka upp viðbótarlaun í
stofnunum ríkis og borgar og bendir
hann í því sambandi á að nú séu
hafðar uppi sterkar kröfur á almenna
vinnumarkaðinum, m.a. á nýaf-
stöðnu þingi Alþýðusambands Vest- I
fjarða, um að bónusgreiðslur verði j
felldar inn í launataxta. „Hvað er
bónus? Er hann ekki viðbótarlaun?"
segir Ögmundur.
Deilur á Alþingi um breytingar á atvinnuleysistrygg'mgum
Breytingar á lögum
um fjöleignarhús
Arlegur sparnaður
áætlaður 200 milljónir
HÆKKUN lágmarksaldurs til réttar á atvinnu-
leysisbótum úr 16 árum í 18, fimm ára hámark
á lengd bótatímabils og 'nýtt ákvæði um að at-
vinnuleysisbótaþegi verði að vera tilbúinn til þess
að ráða sig í fullt starf var meðal atriða, sem
mest var um deilt í löngum umræður er spunnust
á Alþingi í gær um frumvörp ríkisstjórnarinnar
um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsað-
gerðir, sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra
mælti fyrir.
Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis
er gert ráð fyrir því annars vegar, að lögfesting
frumvarpsins um atvinnuieysistryggingar ieiði til
heildarsparnaðar sem nemi um 200 millj. króna
á ári og kostnaðarauki ríkissjóðs af stofnun
Vinnumálastofnunar og öðrum aðgerðum, sem
lagðar eru til í frumvarpinu um vinnumarkaðsað-
gerðir, verði um 190 milljónir á fyrsta ári eftir
gildistöku.
Samkvæmt greir.argerð með frumvarpinu um
atvinnuleysistryggingar eru þau rök tínd til fyrir
hækkun lágmarksaldurs til bótaréttar, að talið
er æskilegra að ungmennum undir 18 ára aldri
sé frekar beint inn til skólanna. Einnig er bent
á, að í öðrum Evrópulöndum sé miðað við 18 ára
lágmarksaldur. Sparnaður af þessari breytingu
er áætiaður lítill fyrstu tvö árin en hann geti
hugsanlega numið allt að 56 millj. króna á ári
eftir það.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir hækkun
lágmarksaldursins
Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagn-
rýndu hækkun lágmarksaldursins, einkum á þeim
forsendum, að óraunhæft sé að ætlast til, að
hægt sé að spara útgjöld til atvinnuleysisbóta
með því að loka fyrir möguleika ungmenna á
þessum aldri til að vera á vinnumarkaðnum með
sömu réttindi og aðrir, þar sem mörg þeirra hefðu
ekki aðstæður til að stunda skólanám til 18 ára
aldurs og/eða verið á framfæri foreldra fram að
þeim aidri.
Félagsmálaráðherra tók fram, að ungmenni,
sem af einhveijum ástæðum gætu ekki stundað
nám, ættu að geta fengið undanþágu frá þessari
reglu.
Tekið á misnotkun kerfisins
Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokki jafnað-
armanna, sagði boðskap frumvarpsins vera þann,
að nú skuli tekið á allri misnotkun á atvinnuleys-
istryggingakerfinu. Frumvarpið beri þess merki,
að við samningu þess hafi verið tekið mið af
danska kerfinu, en að mati Rannveigar væru
aðstæður þar og hér svo ólíkar, að siíkt kunni
ekki góðri lukku að stýra.
Pétur H. Blöndal og fleiri þingmenn Sjálfstæð-
isflokks lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að komið
yrði í veg fyrir misnotkun á kerfinu og frumvarp-
ið væri gott skref í þá átt.
..
Stefnt er að því að frumvörpin gangi bæði í
gildi 1. júlí 1997. Samkvæmt útreikningum fjár-
lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis er gert ráð fyr-
ir því annars vegar, að er ákvæði frumvarpsins
um atvinnuleysistryggingar verða að fullu komin
til framkvæmda árið 2000 muni árlegur heildar-
sparnaður miðað við núgildandi lög nema um
185-205 millj. króna; frá þessum sparriaði kunni
þó að dragast aukinn kostnaður Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs vegna útvíkkunar á bótarétti sjálf-
stætt starfandi einstaklinga eða myndunar sér-
staks sjóðs fyrir þá, eins og hugmyndir eru uppi
um. Sá kostnaður gæti numið á bilinu 75-150
miilj. króna.
Hins vegar muni kostnaðarauki ríkissjóðs af
lögfestingu frumvarpsins um vinnumarkaðsað-
gerðir verða 190-215 milij. króna fyrsta árið, en
160-175 millj. króna á ári eftir það. Gert er ráð
fyrir að semja verði við sveitarfélögin um að taka
að sér önnur verkefni í staðinn, þar sem ríkið
léttir miklum kostnaði af sveitarfélögunum með
því að taka að sér vinnumiðlun í landinu.
Útreikningar fjármálaráðuneytisins byggjast á
því, að engar breytingar verði gerðar á fjármögn-
un Atvinnuleysistryggingasjóðs og miðað sé við
4% atvinnuleysi.
Gildistöku
frestaö
til 1999
PÁLL Pétursson, félagsmálaráð-
herra, mælti í gær fyrir frumvarpi
um breytingar á lögum um fjöleign-
arhús, sem gengur út á að gildis-
töku ákvæða í téðum lögum um
skilyrði fyrir þinglýsingu á eignayf-
irfærslum í fjöleignarhúsum verði
frestað til 1. janúar 1999.
Ný lög um fjöleignarhús voru
sett árið 1994 og gengu í gildi í
ársbyijun 1995. Með bráðabirgða-
ákvæði var gildistöku ákvæða um
þinglýsingarskilyrði frestað til 1.
janúar 1997. Þessi frestur var eftir
því sem fram kemur í greinargerð
gefinn með það einkum fyrir augum
að eigendum og húsfélögum veittist
aðlögunartími til undirbúnings og
gerðar eignaskiptayfirlýsinga.
I máli félagsmálaráðherra kom
fram, að Fasteignamat ríkisins,
Félag fasteignasala, byggingarfull-
trúinn í Reykjavík og fleiri aðilar
hefðu farið þess á leit við hann, að
aðlögunartíminn yrði lengdur, þar
sem enn séu annmarkar á því að
umrædd ákvæði megi „hnökralaust
ganga í gildi“. Einkum mun í þessu
sambandi vera átt við, að enn sem
komið er hafa tiltölulega fáir ein-
staklingar hlotið löggildingu til að
gera eignaskiptayfirlýsingar.
I
I
i
\-