Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 6

Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn forsetahjónanna í Danmörku Fyrstur þjoð- höfðingja um Stórabeltis- göng Morgunblaðið/Seren Steffen (Nordfoto) FORSETAHJÓNIN, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og herra Ólafur Ragnar Grímsson, í járnbraut- argöngunum, sem liggja á milli Sjálands og Sprogo, þaðan sem Stórabeltisbrúin liggur yfir til Fjóns. FORSETAHJÓNIN í ráðhúsi Koge ásamt Steinunni Hjartardótt- ur, forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks, vinabæjar Kage, og Snorra Birni Sigurðssyni bæjarstjóra. Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Islands varð í gær fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að fara í gegnum járnbrautargöngin við brúna, sem tengir Sjáland og Fjón. Heimsókn að Stórabelti þar sem unnið er við brúarframkvæmdirnar var fyrst á dagskrá gærdagsins, en síðan var farið í heimsókn til Koge, vinabæj- ar Sauðárkróks og í Junckers timburverksmiðjuna, sem er einn stærsti vinnustaður Suður-Sjá- lands. í tilefni af Kogeheimsókninni hafði bæjarstjórn Koge boðið þeim Steinunni Hjartardóttur forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks og Snorra Birni Sigurðssyni bæjar- stjóra að koma til að vera í mót- tökunefnd forsetans. _Við samkomu í ráðhúsinu þakkaði Ólafur Ragnar fyrir góðar móttökur, sagði þau hjónin hafa verið á Sauðárkróki í september og fengið þar glæsilegar móttökur, rétt eins og nú í Koge. Fyrstur erlendra þjóðhöfðingja um Stórabeltisgöngin Upphaflega áttu forsetahjónin að fljúga með þyrlu að brúarfram- kvæmdunum, en sökum veðurs varð að notast við bíla í stað þyrl- unnar. Við lestarstöðina í Korsor, þar sem brúin tengist landi, tók Poul Andreassen stjórnarformaður Stórabeltis-hlutafélagsins á móti forsetahjónunum og þeim embætt- ismönnum, sem fylgdu þeim í gær. Síðan var haldið með lestinni í gegnum göngin, sem tekin verða í notkun næsta sumar. Sjálf brúin verður opnuð 1998. Framkvæmdirnar eru mestu samgöngumannvirki, sem Danir hafa ráðist í að byggja og eru einn- ig miklar á evrópskan mælikvarða. Kostnaður er 27 milljarðar danskra króna á gengi síðasta árs, eða ríf- lega 300 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða hengibrú, þar sem hæstu stöplarnir eru 254 metrar á hæð, en auk þess verða lögð járn- brautargöng samhliða hálfri brúnni, svo framkvæmdirnar þjóna bæði bíla- og lestarumferð. Járn- brautargöngunum var lokið á síð- asta ári, en nú er unnið að frá- gangi þeirra og prufuakstri lest- anna. Brúin er risin, en eftir er að strengja stálkaplana, sem gera hana að hengibrú og verður það gert næsta sumar. Miðbik brúarinnar er við Sprogo í Stórabelti og þangað hélt forset- inn ásamt fylgdarliði. Þar voru framkvæmdirnar kynntar, áður en haldið var til baka. Þetta var í fyrsta skipti, sem þjóðhöfðingi heimsækir staðinn eftir að járn- brautargöngin urðu fær og þar með varð Ólafur Ragnar fyrstur er- lendra þjóðhöfðingja til að fara um göngin. Vel varðveittur bær frá gamalli tíð Koge er lítill bær á Suður-Sjá- landi. Bærinn hefur verið kaupstað- ur frá því 1288 og er í nýjustu Michelin-ferðabókinni frönsku tal- inn einn af fjórum best varðveittu bæjum Danmerkur. Jtáðhúsið stendur við bæjartorgið og gengu forsetahjónin um torgið örstutta stund til að virða fyrir sér gömlu húsin þar, en því miður viðraði ekki til langra könnunarferða, því rok var og ýrði úr lofti. í móttöku í ráðhúsinu rakti bæj- arstjórinn sögu bæjarins, en nefndi einnig að í og við bæinn blómstr- aði öflugt atvinnulíf. Hann færði Ólafi Ragnari að gjöf sögu bæjarins í tveimur bindum og þakkaði Ólaf- ur Ragnar fyrir sig með þeim orð- um að sér ætti eftir að þykja fróð- legt að lesa sögu bæjarins, sem væri tvö hundruð ái-um eldri en Bessastaðir. Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir hlaut að gjöf mynt, sem er slegin eins og gömul mynt ér fannst við uppgröft í bænum í mikl- um silfursjóði frá fyrri öldum. Hún þakkaði gjöfina, sem væri kærkom- in af því hún hefði alltaf haft áhuga á fornleifafræði. Á Bessastöðum væri einnig gamall uppgröftur, sem hún vildi gjarnan sýna gestum. Þau Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri og Steinunn Hjartar- dóttir sögðu í samtali við Morgun- blaðið að bæjarstjórn Koge mæti mikils að fá að taka á móti forseta- hjónunum, sem væru fyrstu þjóð- höfðingjarnir er heimsæktu bæinn. Til að minna á vinabæjatengslin var þeim tveimur boðið af bæjar- stjórn Koge að vera í móttökunefnd fyrir forsetahjónin og sýndi það enn frekar hve heimsóknin frá íslandi væri mikil metin. Sauðárkrókur hefði átt mikið og gott vinabæjar- samstarf við Koge í sextán ár og á allan hátt haft hið mesta gagn af. Gamall bær með nútíma atvinnulíf Junckers timburverksmiðjan er 1400 manna vinnustaður í úthverfi Koge. Vörur verksmiðjunnar eru seldar um allan heim og þá einnig á íslandi. Verksmiðjan er gott dæmi um þá áherslu, sem Danir leggja á hráefnisnýtingu og um- hverfi, því tijáspænir og timbur sem ekki nýtist í framleiðslu er nýtt til hita- og orkuframleiðslu fyrir verksmiðjuna, svo orkuver verksmiðjunnar er hið stærsta í einkaeign á Sjálandi. Er forsetahjónin gengu um verk- j smiðjuna hittu þau íslenskan | starfsmann þar, Pétur Einarsson. Aðspurður sagðist hann hafa unnið þar í eitt ár, en dyalið tvö ár í Danmörku. Þegar Ólafur Ragnar spurði hvort honum þætti afkoman betri hér, svaraði hann að hann og kona hans, sem er sjúkraliði, kæm- ust betur af á dönskum launum og sautján ára dóttur þeirra hjóna félli k vel lífið í Danmörku. Degi forsetahjónanna lauk með » veislu sem þau héldu gestgjöfum | sínum í Solyst, skammt fyrir utan Kaupmannahöfn og mættu þar 150 manns. í dag verður farið í heimsókn í Minningarlundinn um danska and- spyrnumenn, sem féllu í baráttunni gegn Þjóðveijum í seinni heimstyrj- öldinni. Einnig verður heimsótt hæli fyrir eiturlyfjaneytendur, | barnaskóli, farið í heimsókn í Þjóð- þingið og snæddur hádegisverður í boði forsætisráðherra. Eftir há- | degi er blaðamannafundur og síðan farið á ráðstefnu hjá iðnrekenda- samtökunum dönsku, en um kvöld- ið heldur Dansk-islandsk samfund forsetahjónunum samsæti, þar sem Uffe Ellemann-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra ávarpar gesti. Formlegar viðræður eru hafnar um samstarf stj órnarandstöðuflokkanna Ahersla á sameigin- lega framtíðarsýn Á FYRSTA formlega viðræðufundi um sam- starf stjórnarandstöðuflokkanna var sam- þykkt að hefja vinnu við að skapa sameigin- legan málefnagrundvöll þar sem megin- áherslan yrði á framtíðarsýnina. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, segir að þegar þeirri vinnu sé lokið verði stofnanir flokkanna að taka ákvarðanir um hvort haldið verði áfram með vinnuna og þá hvort stefnt verði að stofnun kosningabandalags sem bjóði fram í næstu þingkosningum. Á fundinn mættu fulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóð- vaka. Vinnuhópurinn er skipaður mönnum sem eru í forystu flokkanna, m.a. í sveitar- stjórnum. Enginn þingmaður er í starfs- hópnum. „Fundurinn leiddi í ljós að flokkarnir eru reiðubúinir til að ræða af fullri alvöru um samstarf þeirra í framtíðinni og þá er aðal- lega horft til næstu þing- og sveitarstjórna- kosninga. Við ræddum ekki einstök málefni á þessum fundi, en við munum gera það Morgunblaðið/Ásdís í STARFSHÓPNUM eiga sæti Magnús Jón Árnason og Árni Þór Sigurðsson frá Alþýðubandalági, Bryndís Krist- jánsdóttir, Gísli Bragi Hjartarson og Ingvar Viktorsson frá Álþýðuflokki, Steinunn Óskarsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir frá Kvennalista og Mörð- ur Árnason frá Þjóðvaka. Ritari hóps- ins er Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Á myndinni stinga saman nefjum þau Gísli Bragi, Bryndís, Árni Þór og Magnús Árni. og þá sérstaklega hvaða framtíðarsýn flokk- arnir sjá fyrir sér. Næsti fundur verður j haldinn fljótlega. Það er einnig samkomulag I um að stofnanir flokksins verði að koma að þessu starfi á síðari stigum," sagði Heim- ir Már. Ekki tekin afstaða til kosningabandalags Heimir Már sagði að sú vinna sem starfs- hópurinn væri að taka að sér kæmi til með . að taka nokkra mánuði. Engin tímamörk hefðu verið negld niður, en það gæfi auga- leið að það tæki talsverðan tíma að hafa samráð við alla aðila. Um væri að ræða fjóra flokka og náið samráð yrði að hafa við stofnanir þeirra. Heimir Már sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort stofnað yrði til kosningabandalags fyrir næstu þingkosn- ingar. „Þegar vinna þessa starfshóps er komin vel á veg þurfa flokkarnir að koma sér saman um hvert eigi að stefna. Þá kem- ur stofnun kosningabandalags m.a. til álita. Fyrst þarf að vinna mikla málefnavinnu, j en viljinn til samstarfs er mjög mikill hjá ' öllum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.