Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 7
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 7 FRETTIR Vinnuálag veldur sjóslysum Stjórnandi skips sofandi í 12% stranda Deildir fyr- ir heilabil- aða fluttar á Landakot MEÐFERÐARDEILD fyrir heilabil- aða sem verið hefur á Hvítabandi verður flutt í húsnæði Landakots- spítala um miðjan janúar. Deildin mun heita 1B og verður samskonar starfsemi í Hátúni flutt á 4B í sama húsi hinn 1. mars á næsta ári, seg- ir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Á deildunum verður legupláss fyrir 36 sjúklinga og segir Anna Birna að rekstur þeirra verði mjög sérhæfður og að markmiðið sé að skerpa á greiningu heilabilunar frá öðrum vandamálum. „Þetta er oft mjög erfiður sjúkdómur í bytjun, þegar einkenna verður fyrst vart, og fólk er oft eitt að berjast við þau lengi vel. Við aðgreinum þessi byrj- unareinkenni frá öðrum vandamál- um, svo sem þunglyndi eða öðru sem getur ruglað fólk i ríminu. Þetta er vandmeðfarið og það má alls ekki stimpla fólk sem „senílt“ þegar hrumleika verður vart. Það verður að greina sjúkdóminn," segir Anna Birna jafnframt. Rekstur deildanna er ekki viðbót við þjónustu fyrir heilabilaða og aðstandendur þeirra og segir Anna Birna að þær séu fyrst og fremst hugsaðar sem stuðningur. „Hins vegar skortir langtímaúrræði fyrir heilabilaða í Reykjavík og því er ákveðinn hópur til langtíma hjá okkur. Þetta er tímafrek vinna og hún endar alltaf á einn veg, með langtímavistun." Hlynnt er að heilabiluðum á sér- deildum sumra hjúkrunarheimila og einnig eru dagdeildir á tveimur stöð- um í Reykjavík, að sögn Önnu Birnu. -----» ♦ ♦----- Menntamála- ráðherra vill endurskoða útvarpslög BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra telur æskilegt að einn fulltrúi frá hvorum stjórnarflokki fari í það að endurskoða útvarpslögin. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í þættinum Sunnudagskaffí Kristjáns Þorvaldssonar á Rás 2 á sunnudag- inn. Bjöm sagði í samtali við Morgun- blaðið að honum þætti skynsamlegt að þess háttar endurskoðun færi fram. Hann hefði þó enn ekki geng- ið endanlega frá málinu og væri ekki búinn að skipa fulltrúa i nefnd- ina. Aðspurður um skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum frá því í maí í vor sagði ráðherrann eðli- legt að stuðst yrði við hana. „Sú athugun og niðurstaða hennar liggur fyrir sem gagn í málinu. Það þarf að minnsta kosti ekki að skoða það nú sem þar var skoðað," sagði Björn. Líf 02 list UM 400 sjómenn verða fyrir slysum um borð í íslenskum skipum árlega og lætur nærri að 10 hver sjómaður á íslandsmiðum eigi á hættu að slasast við störf árlega. Slysa- og dánartíðni meðal sjómanna hefur farið lækkandi undanfarin ár, en er þó mun hærri en við verður un- að, að því er Brynjólfur Mogensen yfírlæknir bæklunardeildar Sjúkra- húss Reykjavíkur sagði á lands- fundi um slysavarnir í Reykjavík í vikunni. Til marks um of mikið vinnuálag um borð í skipum er að 12% skips- stranda sem urðu hér við land á árunum 1986-1991 má rekja til þess að skipstjórnendur sofnuðu vegna þreytu og undanfarandi svefnleysis. Á landsfundinum kom fram að til þess að tryggja sjómönnum þá heilbrigðisþjónustu sem þeir eigi rétt á þurfi að koma á fót heilbrigð- isstofnun sjófarenda. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Sjómannaskóláns í Reykjavík, fjallaði ásamt þremur nemendum sínum um sjóslys á landsfundinum og lýsti m.a. þeirri skoðun að þörf væri á viðhorfs- og hugarfarsbreytingu meðal sjó- manna og útgerðarmanna í baráttu gegn sjóslysum og vinnuslysum um borð í skipum. Fram kom að efla þyrfti nýliðafræðslu til sjómanna og kom fram hjá Guðjóni Ármanni að hugarfarsbreyting sjómanna og útgerðarmanna þyrfti einnig að taka til þess að þeir færðu sér í nyt þá fræðslu sem í boði væri, i því skyni að bæta vinnubrögð og draga úr slysahættu. Brynjólfur Mogensen sagði einn- ig að nauðsynlegt væri að auka áherslu á þekkingu á stjórnun og mannlegu eðli í menntun skipstjórn- enda. Með aðferðum á borð við þá að stuðla að notkun gátlista til þess að læra á og yfirfara búnað mætti einnig draga úr slysum um borð í skipum. Ó T T A R SVEINSSON WRAÐl og SANNAR SPENNU- FRÁSAGNIR FÓLKS SEM LENDIR í HÆTTUM OG ÞEIRRA SEM KOMA TIL BJARGAR íslenskir björgunarmenn heyja oft harða glímu við ofurvald íslenskra náttúruafla, heljarklær öræfanna og ískalda hramma Atlantshafsins Tvær fyrri ÚTKALLS-bækur Ottars flugu strax á metsölulista Wog®RÚV ATHYGLI UT YFIR ATLANTSALA Óttar Sveinsson hefur fengið lof fyrir hraða og spennandi frósögn af íslenskum atburðum. Hróður hans hefur borist út yfir Atlantsála og lýsing hans í síðustu ÚTKALLS- bók af björgunarafrekinu á Snæfellsjökli var kvikmynduð hér heima fyrir sjónvarpsþáttinn Rescue 911. ISL?NS?A BÓKAUTGAFAN SÍÐUMÚLA11, simi 581 3999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.