Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Siehvatur Björgvinsson, nýr formaöur Alþýðuflokksins
ÞAÐ verður lítið mál fyrir þig, góði, þú verður með réttu græjurnar.
Afleiðingar nýrra reglna um almannatryggingar
Færri hafa fengið frek-
ari uppbót á lífeyri
FJÖLDI þeirra elli- og örorkulífeyr-
isþega, sem misst hafa frekari upp-
bót almannatrygginga vegna nýrra
viðmiða um tekju- og eignamörk
eftir breytingu á reglugerð þar að
lútandi í apríl sl., er á bilinu 1.000-
1.100. Þetta kemur fram í svari
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra við nýlegri fyrirspurn Sva-
vars Gestssonar um skerðingu bóta
almannatrygginga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun þáðu í apríl sl.
um 10.600 manns frekari uppbót,
en voru í október um 9.500.
Sparnaður stofnunarinnar við
þessa fækkun bótaþega er um 7,5
millj. kr. á mánuði. Einnig hafa
uppbótargreiðslur lækkað til tæp-
lega 1.000 manns vegna tekju-
og eignamarka, og hafa útgjöld
Tryggingastofnunar lækkað við
það um 7 millj. kr. á mánuði.
Að sögn Ingibjargar Stefáns-
dóttur hjá fræðslu- og útgáfudeild
Tryggingastofnu nar voru breyt-
ingarnar á umræddri reglugerð
liður í því að gera úthlutunarregl-
ur almannatrygginga og vinnu-
reglur Tryggingastofnunar „gegn-
særri“, með það fyrir augum að
láta ákvarðanir um úthlutun bóta-
greiðslna byggjast á óhlutbundn-
um, skýrum reglum.
Ingibjörg segir þeim, sem þegið
hafa frekari uppbót lífeyris, hafa
fækkað í kjölfar nýju reglugerðar-
innar aðallega vegna þess, að við
endurskoðun gagna um bótaþega
hefði komið í ljós, að margir þeirra
áttu miklar eignir og/eða höfðu
hærri tekjur en samþykkt viðm-
iðunarmörk, þ.e.a.s. eldri forsend-
ur fyrir greiðslu frekari uppbótar
voru brostnar. Ennfremur hafa
sumir þeirra sem fengu frekari
uppbót vegna hás lyfjakostnaðar
misst hana vegna þess að þeir
hafa fengið sérstakt lyfjafríkort.
Viðmiðunarmörk tekna og
eigna, sem ráða því hveijir eiga
rétt á „frekari uppbót“ á lífeyri,
er samkvæmt vinnureglum reglu-
gerðarinnar 75.000 kr. á mánuði
fyrir einstakling (samanlagðar
tekjur + grunnbætur) og 150.000
kr. fyrir hjón. Eignir í peningum
og verðbréfum fari ekki yfir tvær
og hálfa milljón kr.
Að mati fyrirspyijandans, Svav-
ars Gestssonar, er sparnaður ríkis-
ins af þessum og fleiri reglubreyt-
ingum undanfarinna missera vafa-
samur, með tilliti til þess kjaraóör-
yggis, sem elli- og örorkulífeyris-
þegum er búið með þeim.
• •
Okutækjastyrkir til fatlaðra
Helmings lækkun fjár-
veitinga frá síðasta ári
HELMINGS lækkun hefur orðið
á fjárveitingum ríkisins til öku-
taikjastyrkja til fatlaðra á milli
áranna 1995 og 1996. í fyrra
námu þessir styrkir 160 millj.
kr., eða 165 millj. kr. að nú-
virði, en hafa numið 80 milljón-
um á þessu ári. Þetta kemur
fram í skriflegu svari heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra
við nýlegri fyrirspurn Sigurðar
Hlöðvessonar.
Á árunum 1992-1995 námu
fjárveitingar til ökutækja-
styrkja 160-190 millj. kr. og er
því lækkunin á þessu ári mjög
áberandi. Skýringarinnar á
þessari miklu lækkun milli ára
er að Ieita í breytingum sem
gerðar voru á reglugerð frá
1987 um þátttöku almanna-
trygginga í bifreiðakaupum
fatlaðra, sem gengu í gildi 22.
janúar sí. Með reglugerðar-
breytingunni var fjöida heimiila
styrkveitinga fækkað úr 600 í
335. Tryggingastofnun ríkisins
veitir einnig sérstök lán í sama
augnamiði, og hefur þeim lán-
veitingum fjölgað í kjölfar
fækkunar styrkveitinganna.
í svari ráðherra er tekið fram,
að þessi og fleiri málefni fatl-
aðra verði tekin til sérstakrar
skoðunar á næstunni í nefnd
sem félagsmálaráðherra skipar.
Fjögur ár hjá ESA í Brussel
Lífsnauðsyn
að fá Sviss
inníEES
Björn Friðfinnsson
Björn Friðfinnsson var
ráðuneytisstjóri í iðn-
aðar- og viðskipta-
ráðuneytinu þegar samn-
ingarnir um Evrópska efna-
hagssvæðið, EES, voru
gerðir. Hann tók þátt í
samningaviðræðum og var
skipaður í fullt starf sem
einn af stjórnarmönnum
Eftiriitsstofnunar EFTA
þegar hún var stofnuð.
Stjórnarmennirnir voru
upphaflegá fimm en eru nú
þrír. Hinir tveir eru frá
Noregi og Liechtenstein.
Stofnunin á að tryggja að
EES-reglurnar séu lögtekn-
ar og þeim beitt af EFTA-
ríkjunum á réttan hátt.
Starfstíma Björns í Brussel
lýkur nú um áramótin.
„Stofnunin átti í upphafi að vera
í Genf en þegar Svisslendingar
felldu tillögu um aðild að EES var
ákveðið að hafa hana í Brussel.
Stofnunin hafði 97 starfsmenn
þegar hún tók til starfa en þeim
var fækkað í 44 þegar Austurríki,
Finnland og Svíþjóð gengu í Evr-
ópusambandið 1995.“
- Hvaðan eru starfsmenn Eftir-
litsstofnunarinnar og hver ber
kostnaðinn af rekstri hennar?
„Aðildarríkin þijú, ísland,
Noregur og Liechtenstein, skipta
með sér rekstrarkostnaðnum sam-
kvæmt fólksflölda. Liechtenstein
borgar þó 2%, það er lágmarkshlut-
ur, Island 9% og Noregur 89_%. Það
starfa hér 15 Norðmenn, 12 Islend-
ingar og einn frá Liechtenstein en
þetta er alþjóðastofnun og við ráð-
um þess vegna einnig starfsmenn
frá öðpum löndurn."
- / hverju felst starfið?
„Stofnunin tók formlega til
starfa 1994. Það er okkar að fylgj-
ast með að gerðir sem við tókum
yfir frá Evrópusambandinu með
EES-samningnum séu teknar inn
í löggjöf aðildarríkjanna. Þæt- voru
1270 árið 1994. Síðan hafa þó-
nokkrar bæst við og þær eru orðn-
ar 1406. Þetta er mesta löggjafar-
bylting á íslandi síðan á 13. öld
og m.a. mesta samræming á nor-
rænum rétti sem átt hefur sér stað.
Ýmsum stóð ógn af þessu lagaflóði
en þetta hefur yfirleitt
gengið vel og er nú að
fjara út. Flóðið verður
að læk í framtíðinni.
Við getum rannsakað
meint brot á EES-regl-
unum að eigin frum-
kvæði eða á grundvelli kvartana.
Fyrirtæki og einstaklingar geta
lagt hér fram kvartanir ef þeir telja
að reglur um fijáls vöru- og þjón-
ustuviðskipti, fijálsa för launþega
og fijálsra fjármagnsflutninga á
Evrópska efnahagssvæðinu séu
brotnar. Stofnunin getur hafið
formlega málsmeðferð og vísað
málinu til EFTA dómstólsins, ef
ástæða er til.“
- Aðildarríkjum EFTA hefur
fækkað mikið frá því að samningar
um EES hófust. Hvaða áhrif hafa
þessar breytingar á EES-samning-
inn og framtíð hans?
„Það var mikið áfall fyrir okkur
að missa Svíþjóð, Finnland og Aust-
urríki úr EFTA í Evrópusambandið.
Það má segja að það sé nú lífsnauð-
synlegt fyrir okkur að fá Sviss inn
í samninginn. Sviss á mest við-
skipti við ESB af þjóðunum sem
stóðu að EES-samningnum og það
átti stóran þátt í því hversu góður
samningur náðist. Svisslendingar
eiga nú í tvíhliða samningaviðræð-
um við ESB. Það fer eftir því hvað
kemur út úr þeim hvort þeir endur-
skoða afstöðu sína til EES eða ekki.
► Björn Friðfinnsson er fædd-
ur á Akureyri 1939. Hann er
stúdent úr MA og lögfræðingur
frá Háskóla íslands. Hann hefur
unnið ýmis stjórnunarstörf, var
t.d. bæjarstjóri á Húsavík, for-
stjóri Kísiliðjunnar, fjármála-
stjóri Reykjavíkurborgar og
framkvæmdastjóri lögfræði- og
stjórnsýsludeildar Reykjavíkur-
borgar. Hann var ráðuneytis-
stjóri í viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytinu áður en hann varð
einn af þremur fyrstu stjórnar-
mönnum Eftirlitsstofnunar
EFTA í Brussei 1993. Björn er
kvæntur Iðunni Steinsdóttur,
kennara og rithöfundi. Þau eiga
3 börn og 5 barnabörn.
Vægi okkar myndi aukast mjög ef
þeir gengju til liðs við okkur. Við-
skipti ESB við Noreg, ísland og
Liechtenstein eru hlutfallslega lítil
og skipta litlu máli. Það eru þó
nokkrir starfsmenn innan ESB sem
verða að sinna okkur og okkar
málum. I framtíðinni gæti verið lit-
ið á það sem óþarfa fyrirhöfn.
Hættan á að við gleymumst verður
æ meiri ef sambandið stækkar.
Breytingar í stjórnarfyrirkomu-
lagi Evrópusambandsins geta einn-
ig haft áhrif á ágæti EES-samn-
ingsins. Núna fyigjumst við með
og tökum þátt í nefndarstörfum um
mótun nýrra reglna. En það gæti
breyst ef áhrif ESB-
þingsins verða aukin og
dregið úr vægi fram-
kvæmdastjórnarinnar. “
- Finnst þér að Is-
land eigi að ganga í
Evrópusambandið?
„Ég vil ekki fella dóm um það.
Við getum vel lifað við EES-samn-
inginn, sérstaklega ef Sviss kemur
inn í hann.
Það væri lítil fyrirhöfn fyrir okk-
ur að ganga inn í ESB. Við höfum
þegar aðlagað reglur og lög um
viðskipti að reglugerðum þess. At-
vinnulífið gæti náð auknum hags-
bótum með samningum við það en
það vegur kannski ekki þyngst. Mér
finnst aðild kannski helst vera und-
ir metnaði stjómmálamanna komin.
Þeir gætu þá tekið þátt í setningu
sameiginlegrar löggjafar og annarri
ákvarðanatöku ESB og haft aukin
áhrif á þróun mála álfunnar í fram-
tíðinni. Auðvitað þyrfti samt að ná
fram lausn varðandi sjávarútvegs-
málin áður en af aðild yrði.
Ef Evrópusambandið stækkar
úr 15 ríkjum í 25 til 27 verður
rödd okkar í EES-samstarfinu auð-
vitað mun veikari og erfiðara að
láta til okkar heyra.“
- Hvað tekur við þegar þú ferð
aftur til íslands?
„Ég hef verið í leyfi þaðan en
ég fer aftur í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið."
Innganga í
ESB yrði fyrir
hafnarlítil