Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 9

Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell ÖSKUSPRENGING í Vatnajökli meðan gosið stóð sem hæst 9. október síðastliðinn. Ljósleiðari á ný yfir Skeiðarársand UÓSLEIÐARASTRENGURINN yfir Skeiðarársand fór í sundur á tveimur stöðum í hlaupinu á dögun- um, við Gígjukvísl og Skeiðará. Búið er að leggja nýjan streng í báðar árnar og tengja við þann hluta ljósleiðarans sem er í lagi. Kostnaður við þær framkvæmdir er um fimm milljónir króna. Þegar árnar verða brúaðar á ný eftir 1-2 ár er stefnt að því að leggja ljósleið- ara í nýju brýmar. Auk þessara viðgerða er ráðgert að leggja nýjan ljósleiðara yfir Skeiðarársand nokkru neðar en núverandi strengur liggur. Þá yrði sæstrengur plægður niður í árnar og vel varinn ljósleiðari á milli þeirra. Því verki gæti lokið snemma næsta vor, ef veður leyfir, og kostn- aður við það er áætlaður á bilinu 20-25 milljónir króna. Þannig myndu verða til tvær aðskildar leið- ir yfir Skeiðarársand auk örbylgju- sambands, segir í frétt frá Pósti og síma. RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA ■ Ráðgjöf fyrir aðstandendur áfengis- og fíkniefnaneytenda. ■ Ráðgjöf fyrir óvirka áfengis- og fíkniefnaneytendur. ■ Almenn viðtalsmeðferð og ráðgjöf. ■ Einkaviðtöl, hópmeðferð. Sýning á myndum frá gosinu í Vatnajökli og Skeiðarárhlaupi í ANDDYRI Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp ljósmyndasýningu um gosið undir Vatnajökli og Skeiðarár- hlaupið sem fylgdi í kjölfarið. Þetta var í fyrsta sinn sem eldgos undir jökli var fest á filmu, og myndum ljósmyndara Morgun- blaðsins var sumum hveijum dreift til blaða og tímarita um allan heim. Farið var í flugvélum og þyrlum upp að gosstöðvunum hvenær sem færi gafst og því er saga gossins vel skráð í þessum myndum. Gosið undir Vatnajökli var hið fjórða stærsta hér á landi á þess- ari öld og rúmtak gosefna er talið hafa verið 0,6-0,7 rúmkílómetrar. ísinn yfir gossprungunni sem bráðnaði við umbrotin var 450 metrar að þykkt þar sem hann var þynnstur og þegar rennslið af gosstöðvunum í Grímsvötn var sem mest runnu þangað fimm þúsund rúmmetrar af vatni á sek- úndu, eða um tólfföld Þjórsá. í Skeiðarárhlaupinu, sem var eitt hið stærsta á þessari öld, var rennslið að minnsta kosti fjörutíu þúsund rúmmetrar á sekúndu. Síðustu 58 ár, eða frá gosinu 1938, hafa verið rólegasti tíminn í jöklinum í margar aldir. Umbrot- in nú í september og október gætu verið upphafið að nýrri hrinu umbrota og eldgosa. Sýningin stendur til 6. desem- ber og er opin kl. 8-18 alla virka daga og kl. 8-12 laugardaga. 11 komu við sögu í fíkni- efnamálum um helgina LÖGREGLAN þurfti nokkrum sinnum að hafa afskipti af fólki um helgina, sem hafði fíkniefni undir höndum. Maður var handtekinn í Hafnar- stræti síðdegis á föstudag og var hann með fíkniefni á sér. Þá var lagt hald á fíkniefnapípu er fannst í bifreiðageymslu í Grafarvogi og ástæða þótti til að færa ökumann og þijá farþega á lögreglustöð eft- ir að þeir höfðu verið stöðvaðir á Bústaðavegi um nóttina. Grunur lék á að þeir hefðu fíkniefni í fórum sínum. Húsleit var gerð í húsi á Sel- tjarnarnesi snemma á laugardags- morgun. Nokkuð af fíkniefnum fannst, svo og áhöld til fíkniefna- neyslu. Einn maður var handtek- inn. Snemma á sunnudagsmorgun fundust fíkniefni á farþega leigu- bifreiðar, sem neitað hafði að greiða bifreiðastjóranum fyrir aksturinn. Þá fundust fíkniefni á þremur mönnum er húsleit var gerð á Sel- tjarnarnesi. Grunur er um að einn þeirra tengist innbroti í skóla á Granda. Ökumaður var færður á lög- reglustöð þegar nokkur grömm af ætluðu hassi fundust í fórum hans eftir að hann var stöðvaður í akstri á Frakkastíg. Gunnhitdur Gunnarsdóttir, félagsfræðingur B.A., M.Ed. Guidance og Counseling, Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 1916. Loðhúfur frá kr. 4.950 Loðhönd kr. 3.500 UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072. Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. • Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. • Ríkisverðbréf eru boðin út vikulega. Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisbréf Ríkisbréf ECU-tengd Árgreibsluskírteini Spariskírteini Spariskírteini Spariskírteini 3 mánubir 6 mánuðir ■ 12mánu5ir 3 ár 5 ár I Óverbtryggö ríkisver&bréf I Verötryggö ríkisveröbréf 20 ár Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.