Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fr amkvæmdastj óri VSÍ segir mörg verkalýðsfélög sýna fy r irtæ kj asamningrim áhuga
Skýrist á
næstu tveim-
ur vikum
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segist gera sér
vonir um að á næstu tveimur vikum
skýrist hvort samkomulag næst um
að færa hluta af gerð nýrra kjara-
samninga út í fyrirtækin. Hann seg-
ir mikilvægt að sem flest verkalýðs-
félög lýsi sig reiðubúin til að fara
þessa leið vegna þess að fyrirtækja-
samningar gangi í eðli sínu þvert á
mörk stéttarfélaga.
„Við teljum tilefni til að aðlaga
kjarasamninga að þörfum mismun-
andi fyrirtækja. VR er nú að gefa
færi á því að nálgast viðfangsefnið
með þeim hætti. Það sem við okkur
blasir núna er að reyna að forma
efnisreglurnar í kringum þessi sam-
skipti. Það eru fleiri en VR sem
hafa tekið þessum hugmyndum vel
og vilja þoka sér inn á þessa braut.
Það er okkar mat að það þurfi að
komast á hreint nokkuð fljótt hvort
að fyrirtækjaþátturinn verður hluti
af kjarasamningunum eða ekki. Eg
er að gera mér vonir um að þetta
skýrist á næstu tveimur vikum. Það
er æskilegt að sem flest félög taki
þátt þessu vegna þess að við erum
að leita eftir samstarfí úti í fyrir-
tækjunum þvert á stéttarfélaga-
mörkin.“
Þórarinn sagði að umræður um
hugsanlega fyrirtækjasamninga
væru mislangt komnar. Agætar við-
ræður hefðu átt sér stað milli VSÍ
og VR og Samiðnar. Viðræður við
önnur landssambönd væru skemmra
á veg komnar.
Þróast á nokkrum árum
í tillögum VR er gert ráð fyrir
að stefnt verði að því að koma á
svokölluðum markaðslaunum, þ.e.
að samningar innan fyrirtækja mið-
ist við þau laun sem almennt eru
greidd á markaðinum. Þórarinn
sagði að VSÍ væri tilbúið til að ræða
þessa hluti, en það væri hins vegar
ekki auðvelt að útfæra þessa hug-
mynd. Menn gætu þó hugsanlega
sótt fyrirmyndir í þessu efni til Dan-
merkur. Hann benti á að í danska
iðnaðinum hefði verið þróað launa-
kerfi sem byggðist á samræmdu
mati á innihaldi starfa.
„Við höfum gengið ákaflega
skammt í að þróa einstök hugtök.
Hvað er t.d. fulltúi? Launatölur hafa
hingað til gefið okkur mjög óglögga
mynd af því hvað er verið að borga
fyrir sambærileg störf. Ég á von á
því að næstu árum þoki menn sér í
þessa átt, en ég held að bæði okkur
og verslunarmönnum sé ljóst að
þetta tekur tíma og krefst mikillar
heimavinnu."
Þórarinn sagði að VSÍ væri sam-
mála VR um að rétt væri að stefna
að því að dregið verði úr yfirvinnu
starfsfólks og vinnutími verði stytt-
ur. Hann lagði hins vegar áherslu á
að um þetta yrði að semja í fyrir-
tækj asamningum.
Árangur næst í fyrirtækjunum
„Við teljum að það sé ógjörningur
í heildarkjarasamningum að semja
um breytingar á vinnutíma. Það ger-
ist ekki nema á vinnustöðunum þar
sem menn véla um framkvæmdina.
Við byggjum þetta á því að menn
búi sér fyrst til svigrúmið með því
að ná samkomulagi um einstaka
hluti, eins og t.d. hluti sem verslunar-
menn opna á í sambandi við að breyta
álagsgreiðslum fyrir yfirvinnu. Ef við
færum að gera þetta fyrir allan mark-
aðinn á grundvelli einhverra meðal-
tala myndi það leiða til þess að sum-
ir græða og aðrir tapa, en niðurstað-
an yrði ekkert nema ósætti og verð-
bólga. Við byggjum mestar vonir við
að úti í fyrirtækjunum, í skipulögðu
samstarfi þar, sé hægt að ná árangri
í að stytta vinnutímann og flytja
greiðslur þaðan yfír í fastakaupið.
Við útilokum ekki að flutt verði frá
bónusgreiðslum yfir í fastakaupið.
En við teljum að tími heildarlausna
í þessum efnum sé á enda,“ sagði
Þórarinn.
Hlíf fékkjeppa
Hjartavemdar
AÐALVINNINGUR í Happdrætti
Hjartaverndar, Toyota Land
Cruiser jeppabifreið var afhent
í gær vinningshafanum, Verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnar-
firði.
Á myndinni afhendir Hjördís
Kröyer, framkvæmdastjóri
Hjartaverndar, Sigurði T. Sig-
urðssyni, formanni Hlífar, lykl-
ana að jeppanum. Aðrir á mynd-
inni eru Björn Víglundsson, full-
trúi Toyota, Ragnar S. Halldórs-
son og Áslaug Ottesen sljórnar-
menn í Hjartavernd.
Sími 555-1500
Höfum kaupanda
að 200—250 fm einbhúsi á Stór-
Reykjavikursvæðinu. Engin skipti.
Sumarbústaður
Til sölu góður ca 50 fm
sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða
I Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari.
Verð: Tilboð.
Kópavogur
Digranesheiði
Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm
bílskúrs á þessum vinsæla stað. Áhv.
húsbr. ca 2,4 millj. Verð 11,5 millj.
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm
bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Reykjavík
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. ib. I tvib.
með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Skipholt
Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm I
fjölb. Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Sævangur
Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180
fm auk tvöf. bilsk. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 16,0 millj.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skipti á lítilli íb.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið
áhv. Verð 4,3 millj.
Vantar eignir á skrá
^■Fasteignasala,
J| Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Sakamál Halims A1 tekið fyrir í dag
Brot Halims fyrir
sakadómi í þriðja sinn
SAKAMÁL Halims Al, fyrrum eig-
inmanns Sophiu Hansen, verður
tekið fyrir í sakadómi í Istanbúl í
dag. Það verður í þriðja sinn sem
umgengnisréttarbrot hans eru tek-
in fyrir í sakadómi, en hann var
fyrst dæmdur í hundrað daga fang-
elsi í ársbyijun 1994. Þeim dómi
var breytt í fjársekt og síðan hefur
ekkert verið aðhafst formlega til
þess að fá hann dæmdan til refs-
ingar fyrir vanefndir á umgengnis-
rétti.
Á allra næstu dögum er einnig
að vænta úrskurðar í forræðismáli
Sophiu Hansen og Halims Al, en
þegar það var tekið fyrir í hæsta-
rétti í Ánkara 12. nóvember síðast-
liðinn ákvað áfrýjunardómstóllinn
að taka sér viku til tíu daga um-
hugsunarfrest til þess að kveða
upp úrskurð.
I réttarhöldum 13. júní sl.
dæmdi undirréttur í Istanbúl Halim
A1 forræði yfir dætrum þeirra. Um
leið var Sophiu og dætrunum
dæmdur umgengnisréttur í tvo
mánuði í sumar. LögmaðuuSophiu
áfiýjaði málinu til hæstaréftar og
eftir að í ljós kom að áfrýjunin
kæmi í veg fyrir að reynt yrði á
umgengnisréttinn tókst lögmann-
inum að fá í gildi umgengnisrétt
um hverja helgi samkvæmt úr-
skurði frá 30. júní 1993. Sá um-
gengnisréttur, sem á að vera í gildi
frá kl. 17 á föstudögum til sama
tíma á sunnudögum meðan á mála-
ferlunum stendur, hefur verið brot-
inn í þau skipti sem Sophia hefur
látið reyna á hann.
Áfrýjað til
fullskipaðs hæstaréttar
Gert er ráð fyrir að úrskurður
áfrýjunardómstólsins í Ankara,
sem nú er beðið eftir, fari aftur
til undirréttar í Istanbúl. Þar muni
dómari taka afstöðu til þess hvort
hann breyti fyrri niðurstöðu í ijósi
úrskurðarins frá Ankara eða haldi
fast við .sitt. Einsýnt þykir að ann-
ar aðilinn, ef ekki báðir, muni
áfrýja niðurstöðu dómarans í Ist-
anbúl enn einu sinni, en í þetta
sinn til fullskipaðs hæstaréttar,
sem í sitja 45 dómarar, og þar
fáist endanleg niðurstaða forræðis-
málsins |tyrkneska réttarkerfinu.
Þá er éinnig mögulegt að málinu
verði vísáð til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu og þar gæti meðferð
þess tekið tvö til þrjú ár, svo fram-
arlega sem því yrði ekki vísað frá.
Word námskeið
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuraögjöf • námskeiö • útgáfa
Grensásvegi 16 • © 568 80 90
Heilbrigðiseftir-
lit Suðurlands
Varað við
óskoðuðu
kjöti
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Suðurlands varar að gefnu
tilefni við kjöti og vinnsluvör-
um úr kjöti sem ekki hefur
hlotið lögboðna skoðun heil-
brigðisyfirvalda. Veruleg
hætta er á matarsýkingum
frá hráefni sem hefúr verið
unnið á stöðum er ekki hafa
lögboðin starfsleyfi né að-
stöðu til vinnslu matvæla, að
því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands.
Bent er á að kjötvinnslunni
Kambakjöti, Austurmörk 20
í Hveragerði, hafi verið lokað
og sölubann verið sett á
framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins vegna skemmdrar vöru
og óviðunandi aðbúnaðar.
Osamræmi
í framburði
MAÐURINN, sem var hand-
tekinn eftir að hafa ráðist
að öðrum manni í Rima-
hverfi í Grafarvogi á mánu-
dagskvöld, var látinn laus að
loknum yfirheyrslum í gær.
Maðurinn heldur því fram að
hann hafi ógnað hinum
manninum með stórri sósu-
skeið, en fórnarlambið segir
að á sig hafi verið ráðist með
kjötgaffli. Meiðsl hans eru
lítil.
Lögreglan var kölluð að
verslun við Langarima. Þar
var maður, sem sagði að ráð-
ist hefði verið á sig. Hann
kvaðst þekkja árásarmann-
inn og vísaði lögreglunni á
heimili hans.
Þegar lögreglan kom að
húsinu kom í ljós að hinn
meinti árásarmaður var á bil
með stolnum númeraplötum,
auk þess sem hann var rétt-
indalaus. Lögreglan leitaði í
bílnum og á heimili hans og
lagði hald á tvo kjötgaffla
og einn búrhníf. Maðurinn
neitaði staðfastlega að hafa
ráðist að hinum manninum
með gaffli og hélt sig við
framburðinn um skeiðina.
Borgarráð
200 milljón-
ir til Rima-
skóla
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt í samræmi við frum-
drög að fjárhagsáætlun árs-
ins 1997 að heimila útboð á
uppsteypu og fullnaðarfrá-
gangp á stjórnunarálmu
Rimaskóla.
Áætlaður kostnaður er
samkvæmt frumdrögum 200
milljónir króna. Lagt er til
að verkinu ljúki haustið 1997
og að verktíminn verði eðli-
legur.
I
i
I
>