Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 12

Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjáraukning í Samheija hf. hefur enn ekki verið ákveðin Fyrirlestur um Don Giovanni KE A eignast meirihluta í Laxá eftir hlutafjárútboð „HEIMSPEKILEGUR prófíll flag- arans Don Giovanni" er yfírskrift fyrirlesturs sem Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekingur flytur í Deiglunni í kvöld, miðvikudags- kvöldið 20. nóvember, kl. 20.30. í fyrirlestrinum ræðir Guðmund- ur Heiðar í tali og tóndæmum um Don Giovanni. Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá um myndlistarsýn- ingu Haraldar Inga. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. HLUTAFJÁRÚTBOÐI í fóðurverk- smiðjunni Laxá hf. á Akureyri lauk í gær. Seld voru hlutabréf að nafn- virði 20 milljónir króna á genginu 1,85, fyrir 37 milljónir króna og áttu núverandi hluthafar forkaups- rétt til dagsins í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins keypti Kaupfélag Eyfirðinga nánast öll hlutabréfín eða fyrir 19,7 milljónir króna að nafnvirði og hefur KEA þar með eignast hreinan meirihluta í fyrirtækinu, með tæplega 53% eignarhlut. Fyrir hlutafjárútboðið var heild- arhlutafé félagsins í A- og B- flokki rúmar 58 milljónir króna. Akureyrarbær og KEA voru stærstu hluthafarnir og átti hvor aðili rúmlega 21 milljónar króna hlut. Akureyrarbær hafnaði hins vegar forkaupsrétti sínum. Þeir fjármunir sem komu inn með hlutafjáraukningunni verða notaðir til ýmissa endurbóta á verk- smiðjunni. Markmiðið er að fram- leiða enn fjölbreyttara fóður og svara um leið þeim kröfum sem gerðar eru á fóðurmarkaðinum í (iag. HJALTEYRINNI EA, togara Samheija, verður flaggað út til Onsward Fishing Co. í Skotlandi en Samherji keypti nýlega rúm- lega 50% hlut í félaginu. A myndinni eru f.v. Kristján Vilhelms- son, Samherja, Terry Taylor, Onsward Fishing Co., Sigurður Sigurgeirsson, Landsbréfum, Þorsteinn Már Baldvinsson, Sam- herja, Eiríkur Jóhannsson, útibússtjóri Landsbankans á Akur- eyri, og Þorsteinn Vilhelmsson, Samheija. Samheija," segir Sigurður Sigur- geirsson hjá Landsbréfum á Akur- eyri sem hefur umsjón með skulda- bréfaútboði fyrirtækisins. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, segir ánægjulegt hversu mikill áhugi er fyrir Samheija og hann vonast til að sá áhugi haldist. Morgunblaðið/Kristjá'’ OLAFUR Ragnarsson bókaútgefandi afhendir séra Pétri Þórarins- syni eintak af bókinni Lífskrafti. Hjá þeim standa Friðrik Erlings- son og Ingibjörg Siglaugsdóttir, kona séra Péturs. Lífskraftur - ný bók frá Vöku-Helgafelli Saga séra Péturs og Ingu í Laufási ÓLAFUR Ragnarsson bókaútgefandi afhenti fyrir helgi séra Pétri Þórar- inssyni, Ingibjörgu Siglaugsdóttur og Friðriki Erlingssyni fyrstu eintök- in af bókinni Lífskrafti, sem komin er út hjá Vöku-Helgafelli. í bókinni, sem er eftir Friðrik, segja sr. Pétur og Inga frá lífsreynslu sinni en þau hafa mætt margvíslegu mótlæti á liðnum árum. Mótlæti fer misjafnlega með fólk, sumir gefast upp en aðrir herðast við hveija raun. I síðarnefnda hópn- um eru hetjur hversdagslífsins. Séra Pétur Þórarinsson og kona hans, Ingibjörg Siglaugsdóttir, hafa orðið fyrir ýmsum áföllum á liðnum árum. Hann hefur misst báða fætur vegna sykursýki, hún fengið bijóstakrabba- mein. I bókinni segja þau frá lífí sínu og hvernig þeim hefur í sameiningu tekist að sigrast á erfiðleikunum. „Ef maður lætur erfíðleikana ekki buga sig og gera mann þunglyndan, svartsýnan og jafnvel vonlausan þá verða erfíðleikar eins og við Inga höfum lent í til góðs,“ segir Pétur í bókinni. Og lokaorð bókarinnar eru: „Þrátt fyrir allt er þetta líf stórkost- legt og alls engin þrautaganga.“ Á bókarkápu segir að þessi bók sé öllum holl lesning - ekki síst þeim sem mikla fyrir sér smávægilegan mótbyr og vandamál daglegs lífs. Risakálfur Morgunblaðið/Benjamín Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. KÝRIN Egla á Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit bar nýlega þessum risastóra nautkálfi. Hann vó 52 kíló nýfæddur, en venjulega eru nýfæddir kálfar um 30 kíló. Eigandinn, Sigur- geir Pálsson, stendur stoltur hjá bola. Útboð á veitinga- rekstri Skíðastaða ÁHUGI virðist vera á því með- al veitingamanna á Ákureyri að bjóða í veitingarekstur á Skíðastöðum, að sögn Þórðar Guðbjörnssonar hjá Akur- eyrarbæ, en frestur til að skila inn tilboðum rennur út í lok vikunnar. Lögð hafa verið fram í bæj- arráði tvö bréf um málið, ann- að frá Helga Jóhannessyni for- stöðumanni atvinnumálaskrif- stofu bæjarins og hitt frá Guð- mundi Birgi Heiðarssyni for- stöðmanni Uppslýsingamið- stöðvar á Akureyri. í báðum bréfunum er lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun að bjóða út veitingasölu að Skíðastöðum, en jafnframt hvatt til þess að aðstaða verði bætt sem og þjónusta og að hafa veitinga- rekstur allt árið, þar sem Hlíð- arfjall sé einn af áhugaverð- ustu ferðamannastöðum á Akureyri. Bréfunum hefur verið vísað til íþrótta- og tóm- stundaráðs og stjórnar Vetrar- íþróttamiðstöðvarinnar. Endur- menntun- arnámskeið felld niður FELLA varð niður öll fjögur námskeiðin sem fyrirhugað var að efna til á Akureyri á vegum Endurmenntunardeild- ar Háskóla íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Ástæðan var ónóg þátttaka. Námskeiðin voru á sviði markaðsfræði og gæðastjórn- unar, en þau voru um gæða- kerfi, innri gæði útflutnings- fyrirtækja og stofnana, stefnumótun í markaðsmálum og stjórnun markaðsmála. „Eg er mjög undrandi á þessu,“ segir Helgi Jóhannes- son forstöðumaður Atvinnu- málaskrifstofunnar á Akur- eyri. „Ég veit ekki hvort ástæðan fyrir því að fólk sótti ekki þessi námskeið er sú að menn viti þetta allt, eða kannski fólk sé svona upptekið í dagsins önn að það hafi ekki tíma.“ í viðamikilli atvinnumála- könnun sem nemar í rekstrar- fræði við Háskólann á Akur- eyri eru að gera er m.a. spurt um þörf atvinnulífsins fyrir endurmenntun og sagði Helgi að fróðlegt yrði að skoða nið- urstöðumar. Myndlistar- sýning í tíma- ritsformi ÚT ER komið tímaritið SÝNEX sem er myndlistarsýn- ing Haraldar Inga Haraldsson- ar í tímaritsformi. Tímaritið skiptist í 3 sýning- arsali og er texti þess á ís- lensku og ensku eins og nafn- ið bendir til; stytting úr Sýn- ing/Exhibition. Tímaritið er gefið út í 1.600 eintökum og dreift án endur- gjalds samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun í 1.300 eintök- um. SÝNEX er hægt að nálg- ast á sýningu Haraldar Inga í Deiglunni á Akureyri, en hún stendur til 24. nóvember. Tímaritið kostar 1.000 krónur. Margir vilja kaupa hlut í fyrirtækinu SAMHERJI hf. birti afkomutölur síðasta árs fyrir helgi, þar sem fram kom að hagnaður fyrirtækisins nam 553 milljónum króna. Samheiji hef- ur tekið fyrstu skrefin á verðbréfa- markað með 300 milljóna króna skuldabréfaútboði og eru Landsbréf á Akureyri og hafa útibú Lands- bankans á Akureyri umsjóna með útboðinu. Eigendur Samheija og tengdra fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að sameina rekstur þeirra í eitt fé- lag og skrá það á almennum hluta- bréfamarkaði. Ráðgert er að í upp- hafi verði hlutabréf á Opna tilboðs- markaðnum en síðan á Verðbréfa- þingi íslands. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort og þá hver hlutafjáraukning í Samheija kann að verða. Hins vegar hafa bæði fjár- festar og einstaklingar sýnt Sam- heija mikinn áhuga og spurst fyrir um möguleika á að eignast hluta- bréf í fyrirtækinu, hjá Landsbréfum á Akureyri og í Reykjavík. Hlutafjáraukning ekki ákveðin „Það hefur verið mikið hringt hingað af fólki sem vill kaupa hluta- bréf í Samheija, þrátt að ekki liggi fyrir ákörðun um hlutafjárútboð á þessu stigi. Það er því greinilega mikill áhugi meðal fjárfesta og ein- staklinga fyrir því að eignast hlut í fyrirtækinu. Hins vegar gætir ákveðins misskilnings hjá fólki og við erum ekki að selja hlutabréf í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.