Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 17

Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 17 ERLENT Reuter Flóttamenn Deilt á forseta Hvíta-Rússlands Minsk, Moskvu ojj París. Reuter. VALDABARATTAN milli Alexand- ers Lúkashenkos, forseta Hvíta- Rússlands, og þings landsins hefur vakið viðbrögð víða um heim. And- stæðingar Lúkashenkos á þingi virtust hins vegar ekki hafa nein ráð til að stöðva þjóðaratkvæða- greiðslu, sem forsetinn hefur efnt til í því skyni að auka völd sín. Þingmenn hafa látið fyrirberast í þinginu frá því á föstudag og í gærmorgun ræddu þeir, hvað væri hægt að taka til bragðs, án þess að komast að niðurstöðu. Hundsar gagnrýni Lúkashenko vill efla tengsl við Rússa og hefur engu skeytt um utanaðkomandi gagnrýni. Bandaríkjastjórn og fleiri ríkis- stjórnir hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni í Hvíta-Rússlandi, sem liggur milli Rússlands og Póllands. Hvítrússar hafa samið við Rússa um sérstakt „bandalag" ríkjanna. Rússar hvöttu í gær tit þess að reynt yrði að finna málamiðlun í Hvíta- Rússlandi og skynsemi látin ráða. Bretar, Frakkar, ítalir og Þjóð- veijar lögðu fram mótmæli í Minsk í gær og sögðu að þjóðaratkvæða- greiðslan, sem halda skal á sunnu- dag, en er í raun hafin, væri ólög- leg vegna atburða liðinnar viku og brottrekstrar forseta kjörstjórnar. Bæði þingið og stjórnlagadóm- stóll landsins hafa ítrekað úrskurð- að að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar muni ekki fá laga- gildi, en Lúkashenko hefur látið sér það i léttu rúmi liggja. Hann sæk- ist eftir auknum völdum og hyggst láta lengja kjörtímabil sitt um rúm- lega tvö ár. 80 þingmenn undirrituðu á mánudag kröfu til stjómlagadóm- stólsins um að víkja Lúkashenko úr embætti. Víst er talið að Lúkas- henko, sem ræður yfir öryggissveit- um og fer með framkvæmdavaldið, muni láta sig það litlu varða. Vladímír Zametalín, einn nánasti aðstoðarmaður forsetans, sagði að Lúkashenko mundi eiga ýmissa kosta völ yrði reynt að víkja honum úr embætti. Hann gæti til dæmis leyst upp bæði þingið og dómstól- inn. bíða hjálpar GETGÁTUR um fjölda rúandískra flóttamanna úr röðum hútúa, sem enn eru innlyksa í Zaire, hafa orð- ið þess valdandi að áætlanir um að senda fjölþjóða herlið á vettvang eru í molum. William Perry, varnarmálaráðherra Bandarikj- anna, sagði í gær að engir hermenn yrðu sendir þrátt fyrir fyrri áætl- anir, en þúsund manns færu til að sjá um birgðaflutninga. Rætt hafði verið um að Kanada- menn veittu liðinu forustu. Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, sagði í gær að málið væri i bið og ákvörðun um alþjóðlegar björgunaraðgerðir yrði ekki tekin fyrr en síðar í vikunni. Rúandískir flóttainenn hófu að yfirgefa flóttamannabúðir í Zaire á föstudag og er talið að hálf miþj- ón manna hafi snúið aftur til Rú- anda. Utanríkisráðherra Rúanda, An- astase Gasana, sagði í gær að ekki hefði verið nema hálf mil\jón flótta- manna og væru þeir því allir komn- ir aftur. Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna var á öðru máli og kvaðst telja að sennilega væru enn milli 300 og 500 þúsund flótta- menn í Zaire, flestir frá Rúanda. Á myndinni sjást flóttamenn í bráðabirgðabúðum skammt frá bænum Ruyengeri í Rúanda. Segulbandsupptökur úr safni Rich- ards Nixons gerðar opinberar Ihugaði afsögn í maí 1973 NIXON segir af sér í ágúst 1974. Hann ihugaði afsögn rúmu ári fyrr. Washington. The Daily Telegraph. RICHARD Nixon, þáver- andi forseti Bandaríkjanna, var svo illa haldinn af von- leysi og þunglyndi vegna Watergate-málsins að hann talaði af alvöru um að segja af sér í maímán- uði 1973, 15 mánuðum áður en hann hraktist úr embætti. Þetta kom fram á mánu- dag þegar gerðar voru op- inberar segulbandsupptök- ur úr forsetatíð Nixons. Upptökumar í safni Nixons geyma alls um 3.000 klukku- stundir af efni sem forsetinn lét hljóðrita með leynd í Hvíta-Húsinu í Washington, í sumarhúsinu í Camp David og í „Old Executive Building" en svo nefnist bygging ein mikil, sem hýsir hluta stjórn- sýslunnar, við hliðina á Hvíta Húsinu. Afsögn rædd við Haig Upptökumar geyma m.a. sam- tal Nixons og Alexanders Haigs, sem þá var skrifstofustjóri forset- ans, í maí 1973. Nixon víkur að þeim möguleika að hann segi af sér með svofelldum orðum: „Væri ekki einfaldlega betra að ég stimplaði mig út?“ Haig lætur að því liggja að forsetanum sé ekki alvara. „Nei, nei, mér er alvara, vegna þess að, sjáðu til, ég er ekki í sem bestu ástandi og ég þarf að vera í topp-formi og það þýðir að ég verð að taka þennan fjárans slag, beijast allt til loka.“ í maímánuði 1973 var stjóm forsetans að falli komin vegna inn- brots í höfuðstöðvar Demókrata- flokksins í Watergate-byggingunni í júnímánuði árið áður. Forsetinn hafði þá nýverið neyðst til að láta vin sinn H. R. Haldmen víkja úr ríkisstjórninni og Haig hershöfð- ingi hafði aðeins verið einn mánuð í starfí skrifstofustjóra. Haig hvatti forsetann til að ýta til hliðar öllum vangaveltum um afsögn og bætti við að þannig myndi hann bregðast stuðnings- mönnum sínum. Nixon svaraði: „Já en það er svo lítill hópur Al.“ Haig sagði: „Nei, herra, svo er ekki. Þeir standa allir með þér ... Það yrði mesta áfall í sögu lands og þjóðar." Nixon sagði loks af sér í ágústmánuði 1974. Einstakar heimildir Nixon, sem lést fýrir tveimur árum, barðist ávallt gegn því að segulbandsupptökumar yrðu gerð- ar opinberar og ekki er langt um liðið frá því að umsjónarmenn eigna forsetans létu undan þrýst- ingnum. Gert var samkomulag þess efnis að hulunni yrði svipt af segulbandsspólum, sem geyma um 820 klukkustundir af efni, sam- ræðum sem forsetinn átti við að- stoðarmenn sína og vini. Ljóst þykir að upptökumar eru sem himnasending fyrir sagnfræð- inga sem vilja kanna nánar merk- ustu atvikin í forsetatíð Nixons, önnur en Watergate-hneykslið, líkt og t.a.m. Kínaför forsetans og slökunarstefnuna gagnvart Sovét- ríkjunum. Þá er þess vænst að upptökum- ar geti varpað Ijósi á þá ákvörðun forsetans að láta varpa sprengjum á Kambódíu sem hann sagði í end- urminningum sínum að hefði verið haldið leyndri af ótta við viðbrögð almennings í Bandaríkjunum. Mörg samtölin sem tengjast Wat- ergate-málinu hafa verið leikin áður þar sem þær upptökur voru lagðar fram í sakamáli á hendur þremur aðstoðarmönnum Nixons sem dæmdir voru í fangelsi. Safnafræðingur, Christopher nokkur Beam, hefur hlýtt á upp- tökumar og kveðst ekki vera í vafa um gildi þeirra fyrir sagn- fræðinga. „Þær skráðu allt sem fram fór á æðstu stöðum í stjóm- kerfí Bandaríkjanna. Þær eru al- gjörlega einstakar." ÁVÖ.XTI N ,\('DI.INDAK IIT. 15.1 I. '96 VILTU HLUT I OFLUGUSTU FYRIRTÆKJUNUM ? Þú fjárfestir í Auðlindarbréfum og eignast hlut í fjölmörgum sterkum og vaxandi fyrirtækjum. Betri afkoma hefur þýtt góða ávöxtun á Auðlindarbréfum. Ávaxtaðu fé þitt án fyrirhafnar - og tryggðu þér skattaafslátt í leiðinni. Til að fullnýta skattaafsláttinn má einstaklingur kaupa hlutabréf fyrir u.þ.b. 130.000 kr. og fær þá rúmlega 43.000 kr. í afslátt. Hjón geta keypt tvöfalda þessa upphæð. Á árs- Nafn- Raun- grundvelli ávöxtun ávöxtun ftUGVWJW &A7S/C/P Sl. 3 mán. Sl. 6 mán. Sl. 12 mán. Sl. 2 ár Sl. 3 ár Sl. 4 ár Sl. 5 ár 24,8% 57,0% 51,7% 38,1% 26,6% 19,6% 15,4% 20,4% 52,3% 48,6% 35,2% 24,4% 17,1% 13,2% KAUPÞING HF Ármtila 13A Sínti 515 1500 Engin útborgun • 1. greiðsla í febrúar ■ 12 mánaða greiðslur • Eitt simtal • Boðgreiðslur • Áskrift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.