Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ v LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 19 Rússnesk-íslensk orðabók afhent HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra afhenti á dögunum Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, fyrsta eintak rúsnesk-íslenskrar orðabókar Helga Haraldssonar í Petrozavodsk. Bókin er hin fyrsta sinnar tegundar. Hefur hún verið í smíðum í tvo ára- tugi. Bókin kemur formlega út á vegum Nesútgáfunnar um ára- mót. Konsert í Skálholtskirkju SÉRA Jónas Gíslason vígslubiskup verður sjötugur nk. laugardag 23. nóvember. I tilefni afmælisins verður honum til heiðurs haldinn konsert í Skálholtskirkju á afmæl- isdaginn kl. 15. Kór Menntaskólans að Laugar- vatni flytur m.a. kantötu er einn af kórfélögunum, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Laugarási, hefur samið við hugvekju í bók vígslu- biskupsins, „Hver dagur nýr“. Barnakór Biskupstungna syngur. Þá syngur óperusöngkonan Inga Backman og flautuleikarinn Kol- beinn Bjarnason leikur. Organisti og kórstjórnandi verður Hilmar Örn Agnarsson. Athöfninni í kirkj- unni lýkur með stuttri helgistund í umsjá afmælisbarnsins. Að athöfninni lokinni er kirkju- gestum boðið til kaffidi-ykkju í Oddsstofu. Það skal tekið fram að séra Jónas biðst undan persónu legum afmælisgjöfum en bendir , að fólk geti ef það óskar styrk Vídalínssjóð Skálholtskirkju eð. KFUM. Þess má geta að séra Jón as hefur nýlega ritað bók í tilefr af snjóflóðunum á Vestfjörður 1995 er nefnist „Um tilurð böl og þjáningar í heiminum". Brúðhjón Allur boröbiínaður Glæsileg gjafdvard Brúóarlijóna lislar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Hálfnað verk ... TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Afmælistónleikar Kórs Menntaskól- ans að Laugarvatni við undirleik Jasstríós Carls Möllers. Stjórnandi: Hilmar Óm Agnarsson. Langholts- kirkju, laugardaginn 16. nóvember kl. 17. ÚR ÞVÍ að framhaldsskólarnir heyja milli sín sjónvarpskeppni þar sem reynir á skyndiminni og hrað- hugsun, og með hliðsjón af því að smergilgítaristar lýðveldisins eiga sér fastan samastað í Músíktilraun- um, hvernig væri þá að efna til keppni milli fyrrgreindra mennta- stofnana í göfugum kórsöng? Varla er til sá framhaldsskóli sem ekki rekur kór í einhverri mynd. Söng- áhugi er mikill og fer vaxandi, ungt fólk hefur gagn og gaman af hvetj- andi samkeppni, og allir myndu hagnast af kórakeppni á t.d. tveggja ára fresti: kórarnir, stjórn- endur þeirra, hlustendur og sönglist í landinu almennt. Hugmyndin kviknaði á vel sótt- um 5 ára afmælistónleikum KML í Langholtskirkju á laugardaginn var og er hér með komið á framfæri. Því þó að söngfólkið hefði skv. eðli mála ekki sambærilega reynslu að baki og „fullorðins“kórar höfuð- borgarsvæðisins, og raddirnar eins og gefur að skilja lítt þroskaðar, þá ieyndi innlifunin sér ekki. Efnis- valið var að vísu mest í léttasta kantinum og nærri helmingur texta á ensku, hér á sjálfum nýstofnuðum menningar- og minningardegi ís- lenzkrar tungu („Gefðu að móður- málið mitt“ var sungið utan dag- skrár, líkt og í yfirbótarskyni), en unga fólkið fólkið lagði sig fram af megni, og undirtektir áheyrenda voru einkar hlýlegar. Kórinn gekk inn syngjandi keðju Hiltons (ekki hóteleigandans) „Come follow me“ í líklega hæg- asta tempói sem hugsazt getur, en hljómaði þó fallega. Síðan kom enska þjóðlagið „Early one Morn- ing,“ Vísur Vatnsenda-Rósu og Þitt fyrsta bros (Gunnar Þórðarson), hið síðasta nokkuð þunglamalegt, eink- um fyrir hinar vélrænu jafnlöngu 8.-partsnótur viðlagsins, sem ein- söngvari myndi syngja fijálslegar. „Sound of Silence“ (Paul Simon) hefði þurft að æfa aðeins betur, því jasstríóið var svolítið óleiðitamt við hraðabreytingar stjórnandans. Þessum kafla lauk svo með „Memory" úr Cats eftir Lloyd Web- ber og „Can’t help falling in love“ (eftir George Weiss, en greinilega innblásið af Plaisir d’Amour eftir Padre Martini), allt þokkavel sung- ið, en í heild fremur hægt. 9 manna kammerkórar ML 1996 og 1995 sungu þá „To be or not to be“ eftir Leo Mathisen í Manhatt- an Transfer „scat“-stíl, negrasálm- inn „I can tell the world“, „Come Again“ eftir „Don“ [sic] Dowland (hefði mátt stemma betur) og Ást- arsælu eftir Gunnar Þórðarson. Hefði hér þurft að magna upp söngvarana, einkum þegar sungið var við undirleik, en e.t.v. virkuðu hljóðnemar guðshússins illa eða ekki, því undirr. varð ekki var við að for- og einsöngvarar hefðu af þeim teljandi gagn, hvorki á undan né á eftir. Eldri kórfélagar sungu - allt a cappella nema síðasta lagið - Und- ir bláum sólarsali (úts. Emil Thor- oddsens), Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi, Hjá lygnri móðu (Jón Ásgeirsson), Heilagi Drottinn (ísl. þjóðlag í úts. Þorkels Sigurbjörns- sonar), Lindina (lag og texti eftir kórfélagana Hreiðar Inga Þor- steinsson og Sjöfn Þór) og Evrópu- söngvakeppnismell Jóns Kjells Seljeseths, Ég man hveija stund. Kom einföld en stílhrein útsetning Þorkels tiltölulega bezt út, en í öðr- um a cappella-lögum hafði kórinn stundum áberandi tilhneigingu til að síga. í lok tónleikanna sungu eldri og yngri kórfélagar „Bridge over troubled water“ eftir Paul Simon, er heppnaðist nokkuð vel, þótt út- setningin væri heldur þunn, og Smávinir fagrir eftir Jón Nordal komst sömuleiðis fallega til skila. Síðra var Sjáumst aftur (betur þekkt sem Bonjour mon cæur eftir di Lasso), líklega fyrir taugaóstyrk og reynsluleysi, en „Cum decore“ eftir endurreisnartónlistarútgef- andann Susato slapp hins vegar fyrir horn. Tónleikaskráin var víða fámál um nöfn útsetjara, og hlýtur í slík- um tilvikum óhjákvæmilega að falla grunur á að söngstjórinn hafi haft hönd í bagga. Ef svo, mætti hvort tveggja kalla óþarfa hógværð og þjónustuleysi við tónleikagesti. Merkilegt starf hefur verið unnið þar eystra við að byggja upp áhuga úr engum. Nú er hins vegar að virkja áhugann og heimta af mönn- um vinnu, því fullnægjandi radd- beiting, jafnvægi og inntónun fæst ekki öðruvísi. En hálfnað verk þá hafið er, og eftir áhuga ML-inga að dæma mun sú vinna örugglega skila árangri. Ríkarður Ö. Pálsson Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Guðmundur Sveinsson er framkvæmdastjóri hjá Héðni Smiðju hf, í Garðabæ. Hann er VélMður... Starf hans felst í daglegum rekstri fyrirtækis sem flytur inn og þjónustar vélbúnað í flutninga- og fiskiskip auk þess sem það sér um tæknivinnu, hönnun og uppsetningu á búnaði fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Guðmundur telur að vélfræðingsnámið sé góð undirstaða fyrir það starf sem hann hefur með höndum og gefi honum nauðsynlega innsýn í mikilvæga verkþætti. Nánari upplýsingar veitir: Vélstjórafélag íslands Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vclfræðingi. Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 í bókinni er litið yfir æviferil nýkjörins forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjallað er um uppvöxt hans á Isafirði, skólagöngu í MR og Manchester, fjölmiðlamanninn Ólaf Ragnar og fræðimanninn. Meginefni bókarinnar er þó leið hans til áhrifa innan íslenskra stjórnmála, úr Framsóknarflokknum í gegnum Möðruvallahreyfinguna og Samtök frjálslyndra og vinstri manna yfir í Alþýðubandalagið. Þar var hann óvænt kjörinn formaður flokksins og settist fljótlega í stól fjármálaráðherra. Að lokum er aðdraganda forsetakosninganna lýst ítarlega. BÓKAFORLAG SÍMI5882225.FAX58872V6 BÓKIN ER RITUÐ AF PÁLMA JÓNASSYNI SAGNFRÆÐINGI. KEMUR ÚT Á LÝÐVELDISDAGINN 1. DESEMBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.