Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 21 Morgunblaðið/Jón Svavarsson HART barist um sálina hans Jóns, Árni Salomonsson sem óvinurinn sér eftir sálinni inn um hlið himnaríkis. Ómar Bragi Walderhaug er kerlingin, Oddný Sverrisdóttir Lykia-Pétur sem fylgist grannt með. Á myndinni til hægri er Hala-leikhópurinn sem stendur við Gullna-hliðið. Himnaríki án þröskulda LEIKLIST Ilalalcikhópurinn GULLNA HLIÐIÐ Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir Tónlist, leikhljóð: Kristinn Baldvins- son Lýsing: Vilhjálmur Hjálmars- son/Axel Om Amarson Förðun: Harpa Ingólfsdóttir Aðalleikendur: Ómar Bragi Walderhaug,Jón Eiríks- son, Guðrún Ólafsdóttir, Ámi Salom- onsson, Kristinn Baldvinsson, Oddný Sverrisdóttir. Fmmsýning, Hátúni 10, Reykjavík, 16.11. EKKI fer á milli mála, að Hala- leikhópurinn er einn eftirtektarverð- asti leikhópur áhugamanna hérlend- is. Þótt aðstæður séu ekki upp á það besta og flestir leikarar þurfí að beijast við fötlun af ýmsu tagi hefur mér jafnan þótt mikil upplyft- ing af því að sjá sýningar hópsins. Kannski er það einmitt vegna þess að í sýningum þeirra verður augljós sigur mannsins yfir efninu, andleg reisn hans og styrkur. Það var því með nokkurri eftir- væntingu og tilhlökkun að ég fór að sjá Gullna hliðið í meðförum Halaleikhópsins. Það er skemmst frá því að segja að hópurinn brást ekki vonum mínum frekar en fyrri daginn. Þessi sýning er ágætlega unnin innan þess ramma sem hún setur sér. Hún flæðir áfram hnökra- laust svo það koma aldrei brestir í innlifunina og það út af fyrir sig er ekki svo lítið atriði og meira en margur getur státað af. Þetta ber tvímælalaust að þakka Eddu V. Guðmundsdóttur sem hefur leik- stýrt Halaleikhópnum um árabil og þekkir bersýnilega orðið sitt fólk. Leikmyndin er einföld en notadijúg og henni er haganlega fyrir komið í takmörkuðu rými. Þá hæfa búning- arnir ágætlega efninu og ímynd- uðum tíma verksins. Flestir reyndustu leikarar leik- hópsins skipa sér í aðalhlutverkin og standa sig með ágætum. Jón Eiríksson er úfínn og kjaftfor sem Jón kotbóndi. Guðrún J. Ólafsdóttir er roggin sem Vilborg grasakelling og hefur ágæta framsögn. Kristinn Baldvinsson kitlaði hláturstaugar áhorfenda sem falskur og væminn presturinn, og Oddný Sverrisdóttir var sköruleg og rósemin uppmáluð í hlutverki Lykla-Péturs. Aðrir sem fylltu út í sýninguna í aukahlutverk- um gerðu sínum atriðum góð skil. Þá eru ótaldir þeir tveir leikarar sem gera þessa sýningu eftirminnilega, en það eru þeir Arni Salomonsson sem óvinurinn, skrattinn sjálfur, og Ómar Bragi Walderhaug í hlutverki hinar mæddu, heittrúuðu og ráða- góðu kerlingar hans Jóns. Arni fór prýðilega með bundinn texta Davíðs Stefánssonar og sýndi góð leikræn tilþrif á sviðinu. Og Ómar Bragi var svo kankvís og fundvís á glettnina sem hlutverkið býður upp á og hann sjálfur býður upp á í kvenhlutverki að það var hin besta skemmtan. Og honum tókst líka að koma til skila hógværð þessarar einföldu al- þýðukonu og mikilli mæðu hennar svo snerti hjartataugarnar. Og það er einmitt til þess sem fólk fer í leikhús. Fari nú sem flestir í Hátúnið. Hafi verið einhveijir þröskuldar á leiðinni þangað, hefur Halaleikhóp- urinn rutt þeim úr braut. GuðbrandurGíslason Jazzkvöld í Mótel Venusi TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar og „Tónlist fyrir alla“ standa að tónleikum með Jazzkvartett Reykjavíkur í Mótel Venusi, fimmtudagskvöidið 21. nóvember kl. 21. Flytjendur eru Sigurður Flosason altó saxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Ein- arsson kontrabassi og Einar Valur Scheving trommur. Tónlistarflutningur hljómsveitar- innar er að mestu lög eftir þá Sig- urð Flókason og Tómas R. Einars- son. Tónlistin er nútímalegur og órafmagnaður jazz. Einnig leikur hljómsveitin fjölbreytta efnisskrá eftir ýmsa erlenda höfunda. Jazz- kvartettinn mun næstu daga heim- sækja grunn- og framhaldsskóla- nemendur á Vesturlandi á vegum Tónlistar fyrir alla í samvinnu við sveitarfélögin í fjórðungnum. -----» » ♦--- Upplestur í Gerðarsafni UPPLESTRARRÖÐ Ritlistarhóps Kópavogs heldur áfram í kaffistofu Gerðarsafns, fimmtudaginn 21. nóvember milli kl. 17 og 18. Gestir þessa vikuna verða Birgir Svan Símonarson, Guðríður Lillý Guð- björnsdóttir og Kjartan Árnason. Gestir munu að vanda hafa fijáls- ar hendur um íjörutíu mínútna skeið, gefa ljóðmyndir, hljóðmyndir og jafnvel leikmyndir af verkum sínum. MYNDLIST Ú m b r a LJÓSMYNDIR/ TEXTAR Sari Tervaniemi. Opið þr.-laug. 13-18, sunnudaga 14-18 til 21 nóvember. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTARKONAN vinnur með ljósmyndir og texta með tölvu og einnig myndbandsverk. Við- fangsefnið er er að skoða viðhorf manna í nútímasamfélagi og verkin sem hún sýnir eru úr seríunni „Darkly comics“ eða Gálgahúmor frá þessu ári. Um er að ræða sex stórar tölvumyndir 1X2 m að stærð, sem hún segir að séu sálrænt rými fyrir sögur af fólki sem býr í samfé- lagi þar sem karlar og ijölmiðlar ráða ríkjum. Samfélagi, sem hefur búið til hugmyndina um að ná hrað- astri og mestri ánægju með neyslu. Sögurnar segja frá smáum og stór- um félagslegum hremmingum og andlegum truflunum. Eiginhags- munaseggir sjást í undarlegri stöðu, firrtir samfélagi við annað fólk, að beina tilfínningum sínum og kyn- þörf að dauðum hlutum, sumir sakbitnir og áhyggjufullir vegna einhvers sem þeir geta ekki skýrt, sumir fullir þráhyggju um eina afmarkaða hugmynd, aðrir finna ekki heimili hjá sér. Heimilis- spenna þar sem flókin margræð eða brotin sjálfs- ímynd leiðir til draugalegra endurtekninga. Þetta er í fáum dráttum inntak sýningarinnar, svo sem fram kemur í skrá, og er mjög í anda samræðu dagsins svo sem við sjáum hana og meðtökum frá yngri kynslóð listamanna sem vinn- ur í hátæknimiðla. Það er svo mjög rétt og heilbrigt að vera virkur í sínum tíma og sínu umhverfi og eru í sjálfu sér engin ný sannindi. Hins vegar er skráargat þessa veruleika iðulega frekar lítið og sjónarhornið þröngt þar sem það gengur helst út frá því að vera á móti ákveðnu samfélagsmynstri og vera þó virkur og ólmur þátttak- andi í því um leið. Myndmálið verð- ur þannig ófrá- víkjaniega mjög einhæft og staðlað og textarnir sömuleiðis því hvoru- tveggja gengur út frá síbylju sem gerist neyðarlega fljótt leiðigjörn og innihaldslaus. Þannig verður ekkert jafn leiðigjarnt og staðlaðir frasar um kynlíf eða gróf ástþrungin tján- ing á myndfleti sem ekki er borin uppi af neinni tegund skynrænna lífsmagna í lit og efnismeðferð. Þetta er einn angi myndræns öfug- uggahátar og klámbylgju sem ruðst hefur fram á vettvanginn á undan- förnum árum í samfloti við yfir- gengilegan hávaða og sjónrænt ljós- flóð líkt og á rokktónleikum. Þá er því ijarri að karlar ráði alfarið ríkjum í samfélaginu svo sem sér greinilegast stað í listum, þar sem konur eru víðast í meirihluta er svo er komið og það er fólkið að baki fjölmiðlanna sem stjórnar og ræður og því þarf að kafa dýpra í samfélagsvettvanginn en að vera stöðugt með sömu tuggurnar. Flest- ir munu vera sammála því að tölvan geti aldrei orðið annað en hjálpar- tæki, en hins vegar er það kórvilla að eitthvert ákveðið afmarkað form listar sé öðru nýstárlegra. Það ber í sér keim af bókstafstrú, því það er útfærslan sjálf, lifunin og fersk- leikinn, sem máli skiptir í skapandi athöfnum og án þeirra þátta kemst enginn langt. Ei heldur með því að afgreiða og útiloka aðra miðla nýj- um sannleika til framdráttar ... Bragi Ásgeirsson „Gálgahúmor44 EITT af verkunum sem Tervaniemj sýnir í Gallerí Umbru. gönguskor Makalu dömu- og herraskór Skórnir tyrir veiðimanninn og þá sem tara í lengri gönguferðir. Hágæðaleður, saumlaus nsðri skór. Gore- tex i innra byrði, góð útöndun.Vibram Multigriff sóli. Makalu, stærðir 40-46 Kr. 18.700,- Makalu Pro, stærðir 40-46 Kr. 19.500.- -ferðin gengur vel á Meindl HSÖTIIJFHffl OLÆSIBÆ . S/MI081 2923 Opinbók á Hótel ísafirði Sex höfundar lesa úr verkum sínum MENNINGARMIÐSTÖÐIN Edin- borg stendur fyrir Opinni bók, kynningu á nýútkomnum skáld- verkum frá Máli og menningu og Forlaginu, á Hótel Isafirði, sunnu- daginn 24. nóvember kl. 16. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum; Einar Kárason kynnir nýtt smásagnasafn, Böðvar Guðmundsson með framhald af sögu sinni um Vesturfarana, Guð- mundur Andri Thorsson les úr ís- landsförinni, ævintýralegri ferða- sögu frá 19. öld, og Þórarinn Eld- járn er með sögulega skáldsögu um brotamann. Tveir ungir höfundar lesa úr sínum fyrstu skáldsögum; Gerður Kristný úr Regnbogi í póstinum og Andri Snær Magnason úr Eng- ar smá sögur. Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur flytur erindi um hvernig má rannsaka munnlega hefð á miðöldum. Tónlistarflutningur og kaffi- veitingar. Allir velkomnir. Freysteinn Bjamason er útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað. Hann er Vélf neðinaur... Starf hans felst í umsjón með útgerð og úthaldi fimm skipa sem Síldarvinrtslan gerir út. Vélfræðimenntunin gerir það að verkum að Freysteinn hefur góða yfirsýn og innsýn í það sem lýtur að viðhaldi og innkaupum á flóknum tæknibúnaði til nútímafiskveiða. Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á taeknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: Vélstjórafélag íslands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.