Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • JÁ TNINGAR Berts eru eftir þá Anders Jacobsson <£ Sören Olsson. Jón Daníelsson þýddi. „Fimmtán ára afmælisdagurinn nálgast og draumar Berts um skellinöðru og Emilíu ætla að ræt- ast. En þá gerist hið óskiljanlega, hið yfirnáttúrulega: Emilía segir honum upp. Skyndilega rennur upp fyrir Bert að hann er forljótur og líf hans hefur engan tilgang fram- ar. Þangað til Gabríella kemur til sögunnar.“ Þetta er sjötta bókin um prakkarann Bert Ljung. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 216 bls. og kostar 1.480 kr. • KVENNAGULLIÐ Svanurer eftir þá Anders Jacobsson og Sören Olsson. Jón Daníelsson þýddi. „Svanur er fluttur og byrjaður í nýja skólanum. Þar líkar honum vel. Hann er að vísu búinn að skrifa undir hjónabandssamning við Soff- íu áður en hann flutti en það reyn- ist samt erfítt að halda stelpunni í nýja skólanum frá sér.“ Þetta er fímmta bókin um prakk- arann Svan sem er eftir sömu höf- unda og bækurnar um Bert. Útgefandi er Skjaldborg. Bók- in er 120 bls. ogkostar 1.380 kr. • KIM og horfni fjársjóðurinn er eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristinssonar. „Kim fer til sumardvalar hjá frænda sínum og frænku í lítilli verstöð á Norður-Sjálandi og hittir þar fyrir félaga sína sem láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna." Þetta er önnur bókin í flokknum um Kim og félaga sem nú er endur- útgefín. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 86 bls. ogkostar 1.380 kr. BÓKMENNTIR Skáldsaga BEINAGRIND MEÐ GÚMMÍHANSKA Saga og myndir eftir Sigrúnu Eldjára. Forlagið, Reykjavik, 90 bls. ÞRIÐJA saga Sigrúnar Eldjárn um leynifélagið Beinagrindina hefst einn sólbjartan sumardag við Spóa- götu. Ásgeir og Birna, 10 ára, eiga í hinu mesta basli með að halda aft- ur af óþekktarorminum Hreggviði, tveggja ára, enda virðast hvorugt hafa mikla reynslu af barnfóstru- störfunum. Ekki er því heldur að leyna að hugur jafnaldranna stendur fremur til njósnastarfa á vegum leynifélagsins en sumarvinnunnar. Birna er ekki lengi að finna lausn á vandanum. Þau binda Hreggvið ein- faldlega með dágóðum snærisspotta við tré í tijágarðinum í hverfinu. Með því móti eru tvær flugur slegn- ar í einu. Hreggviður fær ákveðið athafnafrelsi um leið og komið er í veg fyrir að hann fari sér að voða á meðan að Ásgeir og Birna sinna mikilvægari verkefnum annars stað- ar í tijágarðinum. Ekki veitir heldur af, því leynifélagið Gúmmíhanskar hefur verið stofnað til höfuðs Beina- grindinni. Fyrir utan Ásgeir og Birnu skipa systkinin Beini (Kolbeinn 14 ára) og Gusa (Gunnhildur Salvör 6 ára) Beinagrindina. Höfuðpaurinn í nýja leynifélaginu er hins vegar Sigga, 14 ára, en hún er í unglingavinnunni í tijágarðinum með Beina. Með Birnu í Gúmmíhönskunum eru Pétur, 8 ára bróðir hennar, og þrír vinir hans. Full alvara færist í leikinn þegar afundin flokkstýra Beina í ungl- ingavinnunni ásakar Beinagrindina um að hafa stolið af sér sæl- gæti úr skúr í tijágarð- inum. Þótt Beina sé að vonum misboðið heldur hann stillingu sinni eins og sönnum leynifélaga ber og gerir liði sínu grein fyrir því að aðeins ein möguleg leið sé fær úr vandanum, nefnilega að hafa hendur í hári hinna raunverulegu þjófa. Nú má Beinagrindin engan tíma missa, enda gefur kerlingin aðeins frest fram til næsta dags. Eins er víst að ýmis skylduverkefni falla í skuggann fyrir þjófaleitinni. Sigrúnu tekst áreynslulaust að sameina mikilvægustu kosti góðrar barnabókar í sögunni. Frásögnin og myndirnar spila leikandi létt saman frá upphafi. Spennan er byggð upp af röð smárra og oft spaugilegra atvika og hápunkturinn í lokin er ósvikinn. Beinagrind með gúmmí- hanska hefur að geyma margar óborganlegar aukapersónur á borð við Normu (nornina) og skáldið (kærasta hennar) þó krakkarnir skipi auðvitað heiðursess. Samt eru þeir ekki óskeikulir fremur en aðrir og t.d. óborganlegt þegar Beinagrindin telur sig verða vitni að því að Gúmmíhanskarnir grafí sælgætið títt- nefnda í jörðu. Við nán- ari eftirgrennslan kem- ur hins vegar í ljós að í pokanum er ekki sæl- gæti heldur dauður köttur. Ekki má heldur gleyma því að jafnaldr- arnir Ásgeir og Birna læra afar mikilvæga lexíu í sögunni og eiga sjálfsagt eftir að taka barnfóstrustarfið öðr- um og fastari tökum eftir atburðina. í sögunni er fjölskrúðugur orðaforði og nægir að nefna að leyninöfn krakkanna í Beinagrindinni eru öll nöfn á beinum í handleggjum og fótleggjum, þ.e. Sköflungur, Dálkur, Öln og Spíra. Teikningarnar eru ein- faldar og fullar af fjöri. Niðurstaðan er s.s. sú að óhætt er a mæla með bókinni fyrir alla litla lestrarhesta. Lesendur fyrri sagnanna láta Beina- grind með gúmmíhanska sjálfsagt ekki fram hjá sér fara. Vini og ættingja yngri barna er vert að minna á að endurútgefín hefur verið myndbókin Gleymmérei eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn. Sagan kom upphaflega út með svart/hvítum myndum árið 1981 en myndirnar í nýju-útgáfunni eru í lit. Anna G. Ólafsdóttir Beinagrind í kröppum dansi Sigrún Eldjárn • FRANK og Jói: Leyndardóm- ur hellanna er eftir Franklin W. Dixon. Gísli Ásmundsson þýddi. „Sögunar af þeim bræðrum Frank og Jóa hafa farið sigurför um heiminn. Milljónir barna og unglinga hafa skemmt sér við lest- ur þessara spennubóka. í þessari bók segir frá bófaflokki sem vinnur skemmdarverk á ratsjárstöð," segir í kypningu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin erl42bls. ogkostar 1.480kr. • RÓSIR dauðans eru eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar. Fyrir tíu árum höfðu rauðar rós- ir gegnt mikilvægu hlutverki í sam- bandi við morðið á Suzanne Rear- don. Eiginmaður hennar, Skip Re- ardon, var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir morðið þrátt fyrir að hann héldi fram sakleysi sínu. „Mary Higgins Clark bregst ekki lesendum sínum nú frekar en endranær og heldur þeim í magn- aðri spennu allt til síðustu blaðsíðu bókarinnar," segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 290 bls. og kostar 2.980 kr. • EINU sinni var . . . er eftir Stefan Gemmer og Marie-José Sacré í þýðingu Kristjáns Odds- sonar. „Einu sinni var... lítil mús sem hét Millý. Árangurslaust leitaði hún að rólegum stað til að lesa ævin- týrabókina sína. En alls staðar varð hún fyrir ónæði, bræður hennar ærsluðust, mamma hennar braut hnetur, froskarnir kvökuðu og meira að segja vindurinn lét hana ekki í friði." Þetta er saga fyrir unga lesend- ur. Bókina prýða margar litmyndir. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er28 bls. ístóru broti ogkostar 1.240 kr. Elja og hugljómun BOKMENNTIR Ljóö UNDIR HÆLINN LAGT eftir Gylfa Gröndal. Forlagið, 1996 - 87 bls. ÞAÐ er eitt af einkennum nú- tímaljóðskálda að vera sífellt að velta því fyrir sér hvernig beri að finna hugsunum sínum og kenndum orð þannig að þau endurveki þær í hugum lesenda. Slíkar hugleiðing- ar eru einn meginþráðurinn í nýút- kominni bók Gylfa Gröndal, Undir hælinn lagt. í henni er að finna Ijóð og þýðingar sem skáldið hefur unn- ið að síðastliðinn áratug. Vandinn að yrkja er oft túlkaður myndrænt: „Langsóttur ertu / orða- staður fyrirheits / á fannbörðum tindum“, segir í kvæðinu Orðastað- ur. Skáldið ræðir um „öræfi skáld- skapar“ og veltir fyrir sér hvort „elja og hugljómun" komist þangað alla leið „að landnámi kvæðis“. í þessari skáldlegu langferð glímir skáldið við það að fanga andartökin og kenndir þeirra og fínna þeim orð. Glíma skáldsins við andartökin og forgengileikann er metnaðarfull og engin ódýr brögð leyfileg því „að síðustu fellur gríman / og efinn eftir lifir // and- lit moldar og manns.“ Ljóðmyndin í kvæðinu Þijóska er gott dæmi um vel heppnaða útfærslu á kunnug- legri andartaksmynd: Eitt laufblað frá liðnu sumri þijóskast við að falla og þoldi svipuhögg FileMaker námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • © 568 80 90 haustrigninga dag eftir dag nú finn ég það hjá frostrósum á framrúðu bílsins skef það burt og skelf eins og hrísla í morgunsári. Styrkur kvæðisins byggist á nærfærinni samsvörun milli lauf- blaðsins og lífs ljóðsegj- anda og ekki einungis þijósku laufblaðsins við að falla heldur ekki síð- ur að ljóðsegjandinn skuli látinn samsvara laufblaðinu með því að skjálfa eins og hrísla í köldu morg- unsárinu frammi fyrir miskunnar- lausri verðandinni um leið og hann sópar því burtu. Þrátt fyrir einfald- leikann á yfirborðinu er kvæðið völundarsmíð sem byggir á við- kvæmu jafnvægi. Þannig yrkja að- eins kröfuhörð skáld. Náttúran er Gylfa hugstætt yrk- isefni. En hann nálgast hana á sín- um forsendum, eiginlega innan frá því að hann leitast meðvitað við að finna samnefnara náttúru og eigin kennda. Oft tekst þetta bærilega, t. a. m. í kvæðunum Hugarheimur og Hraun. En glíman við orðin veld- ur því þó í stöku kvæði að mér finnst eins og skáldið reki af leið, einkum þegar orðaleikir taka völdin, t. d. í kvæðinu Máidagar. Skáldskapur er líka meira en elja. Ljóð Gylfa eru þegar best lætur á sinn hátt hugljómun eða hugsýn og bestu kvæði hans eru einfaldar og glæsilegar ljóðmyndir sem vekja hughrif. Þannig er kvæðið Kyrra: Skjóttur hestur í klakastakki staðnæmist á vetrargöngu stendur kyrr óralengi með augu dimm af þunglyndi Gylfi Gröndal jarðbönn og harðfenni nú fnæsir hann og gufuslæður liðast upp í himinbláma. Þýðingar eru all- nokkrar í bók Gylfa, m. a. á ljóðum eftir Octavio Paz, Önnu Akhmotovu og Bo Setterlind auk jap- anskra höfunda. Myndbygging þýddu ljóðanna er með þeim hætti að formbygging- in mótast af mynd- rænni tjáningu og formið tekur mið af henni. Oftast fer þetta vel enda er Gylfa eðlilegt að yrkja þannig og svo er raunar um flesta þá höfunda sem hann glímir við. Þijár hækur þýðir Gylfi þó einnig út frá þessu sjónarmiði en sá háttur er sennilega einhver formbundnasti háttur í heimi og aðferðin því umdeilanleg. Hinu er þó ekki að neita að skírskotanir forms og orða hækunnar eru svo háðar japönskum menningarheimi að óviðráðanlegt er að koma form- skynjun hennar til skila á íslensku. Af þeim sökum tel ég leið Gylfa vera vel við hæfí. Alltént standa hækurnar í þýðingu hans vel fyrir sínu sem sjálfstæðar ljóðmyndir. Kvæðin falla einnig vel að heiidar- mynd Ijóðabókarinnar eins og kvæðið Þar til eftir Tanígúsí Búson: Á turnklukku fiðrildi sest hefur og sefur þar til hún slær. Undir hælinn lagt er vönduð og heilsteypt ljóðabók. Þótt átökin við orðin geri fá ein ljóð óaðgengileg eru mörg kvæðin metnaðarfull, sum hver glæsileg og þegar best lætur ort af elju og hugljómun. Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur • JÓI Jóns, Kiddý Munda og dularfullu skuggaverurnar er eftir Kristján Jónsson. Helstu persónur þessarar spennusögu eru á aldrinum 12-18 ára auk Tóta svarta, Gumma svakalega, Guð- mundar læknis og séra Sturlaugs. Hér glíma þau Jói Jóns, Pétur, Kiddý Munda o.fl. við nýtt ævintýri. Kobbi, sonur lögg- unnar Tóta svarta, breytir leyni- merkjum skátanna svo ungskát- arnir lenda í óhugnanlegri lífs- reynslu í gömlu verksmiðjunni. En hver hótaði að sprengja verksmiðj- una og börnin í loft upp? Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 134 bls. með teikningum eftir Bjarna Jónsson. Verð 1.480 kr. • ÆVINTÝRI í sveitinnier eft- ir Jónas Baldursson. Bókin segir frá Alla, 10 ára dreng, sem sendur er í sveit til ókunnugra og hvemig hann tekst á við það líf sem bíður hans í fram- andi umhverfi. Hann lendir í ýms- um ævintýrum og óhöppum en allt fer vel að lokum. Útgefandi er höf- undur. Teikningar eru eftir Guðnýju Svövu Guðjónsdóttur. Prentsmiðj- an Prentmet ehf. prentaði og um bókband sá Bókavirkið hf. Verð 1.980 kr. • VAKNAÐ U kona! er ný bók eftir Herdísi Helgadóttur. í bókinni rekur höfundur til- drögin að stofnun Rauðsokkuhreyf- ingarinnar á ís- landi og helstu baráttumál, út frá sjónarmiði og með orðum stofnend- anna. Herdís Helga- dóttir fæddist í Reykjavík árið 1929. Hún lauk verslunarprófi árið 1948 og B.A. prófi í mannfræði frá Háskóla ís- lands árið 1994. Bókin Vaknaðu kona! er endurbætt úgáfa af loka- ritgerð Herdísar við Háskóla ís- lands. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 83 bls. Verð 1.380 kr. • KOMIN er út ný myndabók fyrir börn sem nefnist Skórnirí glugganum - gleðilegjólasaga. Höfundurinn heitir Lisa Streeter Wenner og býr í Keflavík en Vil- borg Dagbjartsdóttir íslenskaði söguna. Litmyndir vann Maribel Gonzalez Sigurjóns sem er af ís- lenskum ættum og býr á Reyðar- firði. Sagan fjallar um það þegar ís- lensku jólasveinarnir hittu sankti Kláus í fyrsta sinn og lærðu af honum nýja siði. Þeir halda þó enn sínum íslensku sérkennum eins og endurspeglast í sögunni. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er 24 bls. og kemur einnig út á ensku (Shoes in the Windows - A Very Merry Christmas Tale). Hún var prentuð í Danmörku og kostar 1.290 kr. • FYRSTUjóIin heitir ný bók fyrir yngstu börnin. Hér er lýst atburðum jólanæturinnar og sagan er skreytt myndum Önnu Cynthiu Leplar sem vann þær fyrir breskt útgáfufyrirtæki. Útgefandi er Mál og menning. Georgie Adams endursegir jóla- guðspjallið en sr. Kristján Valur Ingólfsson íslenskaði. Bókin kemur samtímis út á íslandi ogBret- landi. Hún er20bls. ogkostar 1.290 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.