Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 25

Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 25 Andblær liðinna daga BOKMENNTIR Skáldsaga ENÞAÐEREKKI ÓKEYPIS eftir Þorstein Stefánsson. 123 bls. Birgitte Hövrings Biblioteksforlag. 1996. HÚN VAR »í nýju kápunni sinni og með nýjan snotran hatt, ekki mjög há vexti, með stutt fallega lagað nef, dökkt hár og fíngerða andlitsdrætti — og hjartað barðist ákaft í bijósti hennar«. Þannig var hin ósvikna dama fyrir daga styijalda, upp- lausnar og vandamála. Og herrann: »Hann virt- ist ennþá hærri, axla- breiðari og karlmann- legri en hann hafði verið, og í ljósbláum sumarföt- um af nýjustu gerð.« Svona lýsir Þorsteinn Stefánsson söguhetjum sínum. Við skulum ekki leggja á stíl hans og mannlýsingar sama kvarða og lagður er á sams konar lýsingar nú á dögum. Þorsteinn var mótaður af geróiíku um- hverfí og annars konar tíðaranda. Ungur hvarf hann til Danmerkur þar sem íslenskir höfundar höfðu með skjótum hætti áunnið sér nafn og frama. Hann vann snemma til mikilsháttar verðlauna. En hann reyndist vera of seint á ferð. Sá tími var liðinn að feta mætti í spor Gunnars Gunnarssonar og ann- arra slíkra. Stríðið batt enda á svo margt. Þegar heimstyijöldinni lauk var allt »orðið breytt, og þó einkan- lega sálarlíf manna,« eins og komist er að orði í sögunni. Hlé urðu á rit- störfum Þorsteins. Þegar hann komst á skrið að nýju, seint og um síðir, hafði hvaðeina umtumast nema hann sjálfur. Þær staðreyndir verður að hafa í huga ef meta skal sögu þessa með sanngimi. Hún segir frá ungu fólki sem heldur til Danmerkur fyrir stríð til að menntast og forframast; kynnum þess af ólíku umhverfí, sam- skiptaháttum og hugsunarhætti. Sýnt er að höfundurinn hefur eigin reynslu í huga. Persónur hans trúa á fomar dygðir en komast fljótt að raun um að lífíð verður ekki tekið út með sældinni þar fremur en hér. En bjart- sýnin fleytir söguhetjum hans yfir hindranimar. Syrti að er þess sjaldan langt að bíða að birti á ný. Síðari hluti sögunnar gerist í stríðinu og eftir stríð. Þar með verður þráðurinn slitróttari. Það er eins og upphaflegt markmið sögunnar renni út í sandinn; höfundurinn nái ekki átt- um í nýjum heimi. Bréf, skrifuð á dönsku, mörg og sum hver löng, eiga tæpast heima í íslenskum texta svo dæmi sé tekið. Þorsteinn Stefánsson hefur skrifað á þrem tungumálum: dönsku, ís- lensku og ensku. Mörg- um reynist fullerfitt að ná tökum á eigin móður- máli, hvað þá meir. Sögu- tæknin og stíllinn ber þess líka augljós merki að höfundurinn hefur lif- að og starfað fjarri ís- lensku mannlífí og menn- ingarumhverfi. Að lofa það eða lasta er tæpast við hæfí frem- ur en annað sem liðið er. Var það ekki Taine sem sagði bókmenntimar mótuðust af kynslóð, umhverfi og tíma ? Með breyttu orðalagi kalla menn það stundum að skrifa rétta bók á réttum tíma. Með þau orð að viðmiði má ætla að Þorsteinn Stefáns- son hefði getað náð lengra í list sinni og hlotið almennari viðurkenning ef hann hefði haft það allt með sér en ekki á móti. Tíminn hljóp frá honum; og kynslóð sú, sem hann segir frá, er einnig horfín af sjónarsviðinu og með henni aldarandi sá sem svo ein- dregið markar svipmót þessarar bók- ar. Erlendur Jónsson Þorsteinn Stefánsson Morgunblaðið/Sig. Jóns. LJÓÐIN voru lesin og túlkuð á leikrænan hátt. Nýjar bækur Hundrað ára Bókmennta- kvöld með einbúi ÞÓRÐUR í Haga - hundrað ára einbúi. Frásagnir af Þórði Run- ólfssyni, bónda í Haga í Skorradal, er komin út. Óskar Þórðarson frá Haga hefur skráð minn- ingar föður síns. Þórður segir frá erfíðum bú- skap í Haga þegar hann kom þar á óræktaða jörð með litlu húsnæði. Lýst er baráttu við óblíð náttúruöfl á ferðalögum og í smalamennsku, björgun úr lífsháska í Skorradalsvatni og hús- bruna á Haga en þaðan bjargaðist hanri á lítt skiljanlegan hátt. Þá er í bókinni sérstakur kafli um Halldóru Guðlaugu Guðjónsdótt- ur, eiginkonu hans. Samtíðarmenn segja frá kynnum sínum af Þórði. „Saga Þórðar í Haga lýsir lífi og störfum bóndans sem lét ekki baslið buga sig en hélt ótrauður áfram að rækta jörð sína þótt oft væri á brattann að sækja,“ segir í kynn- ingu. Utgefandi er Hörpu- útgáfan. Bókin er 158 bls. Fjöldi ljósmynda af lífi og störfum bóndans prýðir bókina. Mynd á forsíðu: Árni Sæberg. Prentvinnsla Oddi hf. Þórður Runólfsson Þórarni Eldjárn Selfossi. Morgunblaðið. NEMENDUR í 5. bekk Sandvíkur- skóla héldu nýlega bókmennta- kvöld tileinkað Þórarni Eldjárn. Nemendurnir höfðu unnið með verk Þórarins í þrjár vikur, lært \jóð hans, skrifað þau upp og myndskreytt. Bókmenntakvöldið var lokahnykkurinn á verkefninu og til þess boðið foreldrum sem fjölmenntu og fylltu samkomusal skólans. Þórarinn var viðstaddur og tók þátt í dagskránni með því að lesa upp nokkur ljóða sinna og nem- endur lásu upp nokkur Ijóð og túlkuðu þau á leikrænan hátt. Síðast lásu þeir upp eigin ljóð. Safnar blaðburðarkerra eða blaðburðarpoki ryki í geymslunni þinni ? Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarkerrur og/eða -poka en þuría ekki á að halda við blaðburð, vinsamlegast hafi samband við áskriftardeild í síma 569 1122. Við sækjum kerruna og/eða pokann til þín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.