Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Erlend fjárfesting,
allra hagiu’
FYRR á þessu ári var
lögum um erlenda fjár-
festingu breytt nokkuð.
Annars vegar var verið
að laga reglur að ákvæð-
um samningsins um
EES og hins vegar var
heimiluð takmörkuð,
~obein, erlend eignaraðild
í sjávarútvegi, fiskveið-
um og fískvinnslu. Með
því að opna á óbeina
eignaraðild í sjávarút-
vegi var í raun tekin
ákvörðun um það að því
fortakslausa banni sem
þágildandi lög gerðu ráð
fyrir yrði ekki fylgt eft-
ir, heldur yrði löggjöfín
aðlöguð þeim veruleika að erlend
fyrirtæki eiga og hafa átt óbeinan
hlut í ýmsum íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Það var viður-
kennt við umfjöllun málsins á Al-
þingi að fortakslaust bann myndi
íeiða til þess að fyrirtækjum í sjáv-
arútvegi yrði áfram gert erfiðara
fyrir að afla sér eigin ijár en öðrum
fyrirtækjum í landinu. Þó óbein fjár-
festing á móti möguleikum til
beinnar mismuni líka varð ekki
lengra komist þá nema að eftir
nokkurn þrýsting var gamalli flokk-
un Hagstofunnar um hvað væri
sjávarútvegur og hvað iðnaður að-
eins hnikað og þar með hvaða grein-
ar fiskiðnaðar væru háðar sérstök-
um takmörkunum á fjárfestingu
erlendra aðila.
Jafnaðarmenn hafa nú lagt fram
frumvarp sem gerir ráð fyrir því
að um allan fiskiðnað gildi sömu
reglur og almennt um annan iðnað
hvað varðar íjárfestingar erlendra
aðila og fyrirtækjum sé ekki mis-
munað eftir geymslu eða vinnsluað-
ferðum. Ekki er gert ráð fyrir breyt-
ingum á gildandi lögum um útgerð-
arþáttinn.
Fjölmörg rök fyrir breytingu
Með því að heimila einungis
óbeina eignaraðild í fiskiðnaði voru
engir nýir möguleikar opnaðir. Með
heimild til beinna fjárfestinga er-
lendra aðila í íslenskum fiskiðnaði,
,eins og í öðrum matvælaiðnaði,
" geta skapast ýmsir nýir möguleikar
og sóknarfæri fyrir fiskvinnsluna.
Þekking erlendra aðila á Islandi er
lítil, hvort sem um er að ræða aðila
í matvælaframleiðslu eða fjárfesta,
en mestar líkur á að þekking þeirra
tengist sjávarútvegi í einhverri
mynd. Heimild til beinnar þátttöku
í fiskiðnaði gæti því laðað að aðila
sem síðar, eða jafnframt, vildu ger-
ast þátttakendur í öðrum sviðum
matvælaiðnaðar. Fjölmörg veiga-
mikil rök eru fyrir því að gera þessa
breytmgu á lögunum.
1. Óeðlilegt er að mismuna fyrir-
tækjum í matvælaiðnaði eftir því í
hvaða grein þau eru og fráleitt að
^mismuna fiskvinnslu eftir því hvaða
geymsluaðferðum er beitt við með-
höndlun hráefnis.
2. Mörg dæmi eru um fjárfesting-
/Q) SILFURBÚÐIN
Vxy Kringlunni ö-12 • Sími 568 9066
- Þar færöu gjöfina -
ar erlendra aðila í
íslenskum atvinnu-
rekstri og slík
eignaraðild hefur
orðið íslensku at-
vinnulífi til styrktar.
3. Það hefur lengi
verið stefna stjóm-
valda að fá erlenda
aðila til að fjárfesta
meira í íslensku at-
vinnulífi. Það hefur
helst gengið í stór-
iðju hingað til en
hættulega lítið verið
um fjárfestingar í
öðrum greinum.
Jafnframt má ætla
að ný sóknarfæri
kynnu að skapast fyrir aðra mat-
vælaiðju þar sem mjög er nú sóst
eftir samstarfi við erlend fyrirtæki.
4. Eignatengsl íslendinga og út-
lendinga í fiskvinnslufyrirtækjum
geta örvað markaðsstarf og leitt til
nýsköpunar, einnig í öðrum mat-
vælaiðnaði.
5. Fiskiðnaðurinn gæti sótt sér
áhættufé og yrði þá ekki eins háður
erlendu lánsfé.
Jafnaðarmenn leggja
til, segir Svanfríður
Jónasdóttir, að um
allan fiskiðnað gildi
sömu reglur og almennt
um annan iðnað hvað
varðar fjárfestingu er-
lendra aðila.
6. Samstarf við erlenda aðila með
þátttöku þeirra í uppbyggingu fyrir-
tækja á íslandi færi fram fyrir opn-
um tjöldum og samkvæmt eðlileg-
um leikreglum.
7. íslendingar hafa ijárfest mikið
í sjávarútvegi erlendis. Sú þróun
er sterk að fyrirtæki verði til þvert
á landamæri ef atvinnurekstur og
þjóðfélag hefur hag af.
8. Heimild til beinna fjárfestinga
og þátttöku í fiskiðnaði getur verið
lykill að frekari fjárfestingum í öðr-
um greinum. Þá geta orðið til hlið-
arfyrirtæki vegna nýrra umsvifa.
9. Lagabreyting sem þessi mundi
styrkja samkeppnisstöðu íslands.
Valkostur ef vilji er til
samstarfs
Ekki er um það að ræða að vér-
ið sé að skylda aðila til að aðskilja
veiðar og vinnslu þar sem óbreytt
lög mundu gilda um útgerðarþátt-
inn. Eingöngu er verið að bjóða upp
á það sem valkost að ef fyrirtækin
vilja efna til samstarfs við erlenda
aðila um fiskvinnslu þá sé það heim-
ilt og að ekki þurfi að efna til slíks
samstarfs eftir krókaleiðum svo
sem dæmi eru um. Þau fyrirtæki
sem einnig eru í útgerð mundu þá
stofna sérstakt fyrirtæki um þann
vinnsluþátt sem þau hyggjast efna
til samstarfs um. Við höfum á und-
anförnum árum afnumið sérstakar
hömlur fýrir erlenda fjárfesta hér-
lendis á flestum sviðum. Afnám
sérstakra takmarkana í fiskvinnslu
er eðlilegt framhald þeirrar stefnu.
Erlendir aðilar geta t.d. keypt físk
á innlendum mörkuðum en mega
ekki taka þátt í vinnslu hans nema
að mjög takmörkuðu leyti. Breyting
í þá veru að heimilt yrði að ijár-
festa beint í fiskvinnslu þýddi því
ekki útflutning hráefnis miðað við
reynslu okkar heldur gæti sú skipan
mála eflt frekari vinnslu hérlendis.
Ekki trúi ég menn slái hendinni á
móti slíku.
í núgildandi lögum er eftirtalin
vinnsla á físki þegar undanþegin
sérstökum takmörkunum: reyking,
súrsun, niðursuða, niðurlagning og
umpökkun afurða í neytendaum-
búðir. Ef frumvarp þetta yrði að
lögum yrði jafnframt heimilt að
erlendir aðilar fjárfestu í fyrirtækj-
um sem væru með frystingu, sölt-
un, herðingu, -bræðslu og mjöl-
vinnslu.
Þar sem sumar vinnsluaðferðir
eru nú þegar undanþegnar lögunum
um fjárfestingu erlendra aðila en í
öðrum má eignaraðild einungis vera
óbein verður framkvæmd laganna
bæði flókin og erfið. Aðilar beina
jafnvel samstarfinu í allt annan
farveg en æskilegt væri.
Fjárfesting finnur sér farveg
Frá því hefur verið greint í fjöl-
miðlum að fjárfestingar erlendra
aðila í fiskvinnslu hafi fundið sér
aðra farvegi en þá sem lögin bein-
línis gera ráð fyrir og aðra en kaup
á hlutafé t.d. Þannig munu dæmi
þess að erlendir aðilar láni fé til
kaupa á fiskvinnsluhúsi og eigi jafn-
framt vélar og tæki. Reksturinn sé
að vísu í nafni íslensks aðila en
erlendi aðilinn ráði alfarið fram-
leiðslu og sölu afurðanna enda til
samstarfsins stofnað til að fram-
leiða tiltekna vöru á tiltekinn mark-
að. Ekkert í þessu er beinlínis ólög-
legt en hlýtur að verða til þess að
við veltum fyrir okkur til hvers ver-
ið er að takamarka ijárfestingar í
fiskvinnslu þegar ekkert stöðvar þá
sem til slíks samstarfs vilja stofna.
Við sjáum af reynslunni að fjárfest-
ing erlendra aðila fínnur sér farveg
ef annar grundvöllur er fyrir sam-
starfinu.
Erlend fjárfesting í stóriðju
landsbyggðarinnar
Nú um stundir er lögð mikil
áhersia á það af hálfu stjórnvalda,
að þeir landshlutar þar sem engin
uppbygging erlendrar stóriðju er
fyrirhuguð verði skilgreindir sem
matvælaiðjusvæði, að þar verði
matvælaiðja stóriðja og hefur það
verið lausnarorð iðnaðarráðherra
bæði fyrir norðan og austan þar sem
heimamenn hafa gengið eftir stefnu
stjórnvalda varðandi erlenda stór-
iðjufjárfestingu. Það getur sannan-
lega verið erfitt fyrir þá sem eru
að vinna að aukinni ijárfestinu er-
lendra aðila í okkar matvælaiðnaði
að geta ekki kynnt hugsanlegum
áhugaaðilum annað en gildandi lög-
gjöf sem eins og áður sagði er flók-
in og nánast óskiljanleg og þjónar
fráleitt orðið öðrum tilgangi en að
tefja fyrir því að erlent fjármagn
komi sem eðlilegt hlutafé í þá stór-
iðju sem matvælaiðjan er víða um
land, einkum og sér í lagi fiskiðnað-
urinn.
Það má því segja að heimild til
erlendrar fjárfestingar í fiskiðnaði
bæti ekki aðeins samkeppnisstöðu
íslands heldur sér í lagi landsbyggð-
arinnar.
Höfundur er þingmaður.
Svanfríður
Jónasdóttir
Seint ætluin
við að læra
ÍSLAND verður seint
talið meðal fremstu við-
skiptaþjóða heims og er
ein ástæða þess rangar
ákvarðanir stjórnvalda
undanfarna áratugi.
Þetta sannast aftur og
aftur og svo virðist vera
sem að við viljum hafa
öll eggin í sömu körf-
unni.
Eitt nýjasta dæmið
um þetta er neitun ís-
lenskra stjórnvalda
varðandi umsókn er-
lendra samtaka um að
fá að flytja íslenskan
hval aftur á sínar
heimaslóðir. Umræddur
hvalur ber nafnið Ketill (Keiko) og
hefur síðastliðin 14 ár dvalið í sjáv-
ardýragörðum erlendis, lengst í Mex-
íkó en nú síðast í Kanada. Hvalur
þessi hefur meðal annars leikið í
tveimur myndum og hefur vegna
þess öðlast nokkra frægð. Þess má
geta að um 24 milljónir Bandaríkja-
manna og um 6 milljónir Evrópubúa
sáu myndirnar.
Frægð hans er slík að í janúar
síðastliðnum þegar hvalurinn var
fluttur frá Mexíkó til Newport í
Kanada iylgdust um 65 sjónvarps-
stöðvar með flutningnum og mátti
meðal annars sjá beinar útsendingar
á sjónvarpsstöðinni CNN. Þar sáu
nokkrir tugir milljóna manna dýrið í
fyrsta sinn og skepnan var orðin
markaðsvara á heimsmælikvarða.
Má þar nefna að á síðastliðnu sumri
komu um 150.000 ferðamenn í sjáv-
ardýrasafnið gagngert til að sjá dýrið.
Eins og fyrr segir hafa stjórnvöld
neitað samtökunum um að gefa vil-
yrði fyrir komu hvaisins og bera við
að þau efist um getu hans til að lifa
í náttúrulegu umhverfi jafnframt því
að hugsanleg smithætta geti stafað
af honum. Eða eins og Guðmundur
Bjarnason umhverfísmálaráðherra
orðaði það í svari til samtakanna
dagsettu 28. maí síðastliðinn: „Eng-
inn veit hvort hann er fær um að
lifa sjálfstætt. Endurkoma Keiko við
íslandsstrendur er of mikil áhætta
gagnvart hans velferð og litið gæti
verið á það sem grimmd gegn dýrum.
Þetta er aðalástæðan fyrir andstöðu
íslands við endurkomu Keiko. Sú
hugsanlega sýking se_m stafað getur
háhyrningum við Islandsstrendur
hefur einnig komið til tals...“ Þessi
skyndileg umhyggja stjórnvalda fyrir
velferð hvala er athyglisverð en ekki
verður lagður dómur á hana hér.
Ljóst er að ef dýrið kæmi hingað
til lands myndi sú umfjöllun og aug-
lýsing fyrir land og þjóð vera ómetan-
ieg og verða lyftistöng fyrir ferða-
þjónustu og þá sérstaklega hvala-
skoðunarferðir um ókomin ár. Hér
þarf ekki að fínna upp vöruna, gera
markaðsrannsóknir, leggja í auglýs-
ingakostnað eða fara út í nokkurra
ára taprekstur - sú markaðsumgjörð
sem byggst hefur í kringum hvalinn
sér um þetta allt.
Eru íslendingar haldnir
viðskiptablindu?
Vinsældir hvalaskoðunarferða eru
staðreynd sem þjóðir sem áður fyrr
stunduðu veiðar hafa uppgötvað.
Þessu til stuðnings má minna á
Nýsjálendinga, en þeir hafa nú þeg-
ar mun meiri tekjur af hvalaskoðun-
arferðum en þeir höfðu nokkurn
tíma af hvalveiðum.
Sú ákvörðun Guðmundar Bjarna-
sonar fyrir hönd okkar íslendinga
að leyfa ekki dýrinu að koma hingað
til lands má hugsanlega meta til fjár.
Á síðastliðnu sumri fóru um 9.000
manns í hvalaskoðunarferðir og var
þetta sá geiri í íslenskri ferðaþjón-
ustu sem óx hvað mest. Ef þetta
fólk hefði eingöngu komið hingað
til lands hvalanna vegna hefðu tekj-
unar numið um 800 milljónum króna
og er þá miðað við um 90.000 kr.
meðalkostnað á einstakling. Þar af
næmu tekjur af
flugfargjöldum um 250
milljónum fyrir utan
margföldunaráhrifin
og störfin sem skapast.
Ef fyrrnefndur hval-
ur yrði fluttur að
ströndum íslands er
ljóst að augu alheims-
ins myndu hvíla á hon-
um um nokkurt skeið.
Ef það sama gerðist
hér og í Kanada mætti
varlega áætla að a.m.k.
4-5.000 manps kæmu
gagngert til íslands til
þess að sjá Ketil eða
hans ættingja. Þeir
bjartsýnustu áætla þó
nær 15 til 20 þúsund. Af þessu má
því ljóst vera að ákvörðun Guðmund-
ar Bjarnasonar hefur hugsanlega
kostað okkur íslendinga um 350 til
450 milljónir og er þá miðað við 4-5
þúsund manns! Þessar tekjur gætu
Hugsanlega er ekki orð-
ið of seint, segir Hugi
Hreiðarsson, að bjóða
dýrið velkomið.
hugsanlega farið annað, því þó hval-
urinn komi frá ströndum íslands
hafa önnur svæði verið nefnd eins
og t.d. írlandsstrendur.
Gagnrýnisraddir
Þeir eru margir sem telja að hing-
að eigi hvalurinn Ketill aldrei að
koma. Hann beri með sér smit, hann
hjálpi einungis öðrum hvölum að rífa
net sjómanna og sé í samkeppni um
fæðu við þorskinn. I þessu sambandi
má benda á að harla ólíklegt er að
nútíma læknavísindi geti ekki úr-
skurðað um það hvort dýrið sé í
raun smitað af einhveiju sem alvar-
lega getur skaðað sjávarflóru ís-
lands. Ef svo væri á hann skilyrðis-
laust að vera kyrr þar sem hann er,
annars ekki. Hvað varðar þær neta-
skemmdir sem urðu vegna hvala
fyrir nokkrum árum þá eru þær
smámunir miðað við þær tekjur sem
þessi dýr gætu skapað. Gerist slíkt
í framtíðinni má vafalaust finna
lausn á því með skattlagningu af
hveijum haus sem kemur til að skoða
hvali. Hvað varðar samkeppni um
fæðu þarf fyrst að lagfæra nokkur
atriði áður en við hefjum hvalveiðar.
í fyrsta lagi að hver einasti fiskur
sem veiddur er komi að landi, að
tryggt sé að fjöldi fískiskipa sé tak-
markaður við sem mesta framlegð,
að komið sé í veg fyrir kvótasvindl
og að héðan sé ekki seldur út algjör-
lega óunninn fiskur. Þegar þessi
atriði hafa verið lagfærð getum við
farið að skoða áhrif hvala á fiski-
stofna. Nýleg skýrsla Hafrann-
sóknastofnunar sýnir að flestir fiski-
stofnar hér við land eru að styrkjast
þó svo að sjö ár séu síðan hætt var
að veiða hval.
Hvalinn heim
Hugsanlega er enn ekki of seint
að bjóða dýrið velkomið. Hins vegar
þurfa stjórnvöld nú þegar að fara
að viðurkenna að hvalveiðar eru
tímaskekkja sem ísland á aldrei að
hefja aftur. Við verðum að ákveða
hvort við ætlum að sitja við sama
borð og Bretland og aðrar þjóðir sem
ekki leyfa hvalveiðar eða þá einangr-
ast og eiga á hættu að bijóta öll
eggin í körfunni vegna þröngsýni
gamaldags hugsunarháttar. Fram-
tíðin liggur í nýjum tækifærum sem
við verðum að nýta okkur þegar þau
bjóðast og víst er að tækifærið að
fá hvalinn að ströndum íslands kem-
ur ekki aftur.
Höfundur er nemandi í
útflutningsmarkaðsfræði í
Tækniskóla íslands.
Hugi
Hreiðarsson