Morgunblaðið - 20.11.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ______________________MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 33
MINNINGAR
GUNNAR
EGGERTSSON
+ Gunnar Eg-
gertsson fædd-
ist í Vestri-Leirár-
görðum 10. nóvem-
ber 1907. Hann lést
á heimili sínu 12.
nóvember síðastlið-
inn. Gunnar var
sonur hjónanna
Benóníu Jónsdóttur
og Eggerts Gísla-
sonar bónda
V estri-Leirárgör ð-
um. Hann var
yngstur sex systk-
ina en eldri voru
Sæmundur, Magn- _
ús, Kláus, Lára og Áslaug.
Gunnar kvæntist hinn 13.
ágúst 1934 Þrúði Guðmunds-
dóttur frá Snæfjöllum, f. 2.1.
1907. Börn þeirra eru Hrafn-
hildur, f. 14.3. 1936, sem giftist
Guðmundi Karlssyni en þau
skildu. Dóttir þeirra er Erna
Þrúður. Hugrún, f.
29.10. 1937, gift
Gylfa Guðnasyni og
soninn
Eggert
f. 27.5.
kvæntur
ísól
Skaftadóttur og
eiga þau dæturnar
Völu Nönnu og
Sigrúnu. Gerður
Helena, f. 24.10.
1950, gift Joel
Ohlsson. Barna-
barnabörnin eru
fjögur.
Gunnar vann mestan sinn
starfsaldur á skrifstofu toll-
sljóra og bjó lengst af á Þing-
hólsbraut 65 í Kópavogi.
Útför Gunnars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Það er svo margt sem kemur í
hugann þegar við setjumst niður
og hugum að því sem upp úr stend-
ur í hinum mörgu minningum um
hann afa. Þó er það alveg ljóst að
minning hans er mjög samofm hús-
inu þeirra ömmu á Þinghólsbraut-
inni og stóra garðinum í kring. Það
er ekki skrítið þar sem heimili þeirra
hefur verið samkomustaður ijöl-
skyldunnar alla tíð, ásamt því að
ýmsir afkomendanna hafa hafíð
búskap sinn á loftinu á Þinghóls-
braut 65. Tengslin eru svo sterk
að allir afkomendurnir sem búa
hérlendis eru búsettir stutt frá,
annaðhvort á Þinghólsbrautinni eða
í næstu götum.
Það er auðvitað margt sem kem-
ur í hugann þegar við minnumst
afa. Það eru ýmis gildi sem hann
hefur staðið fyrir, sem hafa orðið
hluti af okkur, án þess að hann
predikaði neitt. Þar má til dæmis
nefna virðingu fyrir náttúrunni og
ást á bókum sem er okkur öllum í
blóð borin. Það er líka stór hluti
af lífínu á Þinghólsbrautinni að fá
sér aðeins neðan í’ðí og ekki sjaldan
sem sagan af séra Hálfdáni var
sögð við það tækifæri, en afí var
líka hafsjór af fróðleik og sögur
kunni hann og vísur sem hann sagði
máli sínu til stuðnings eða bara til
að skemmta viðstöddum. Þrátt fyrir
háan aldur varð afi aldrei gamall.
Hann hafði allt fram á síðustu
stundu mikinn áhuga á því sem var
að gerast í kringum hann. Þó svo
hann hafi fyrir nokkrum árum ort:
Vonska og böl um víðan heim
var mér þrátt til ama.
Nú er ég orðinn einn af þeim
sem alltaf stóð á sama.
Þá erum við ekki sammála því.
Allt fram á síðasta dag sýndi hann
að honum stóð ekki á sama, hann
hafði alltaf mjög ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum, enda var
oft og mikið rökrætt á Þinghóls-
brautinni og margar góðar sögur
sagðar.
Það eru ekki bara minningarnar
sem standa eftir afa heldur fjöl-
margir áþreifanlegir hlutir. Hann
var sannkallaður þúsundþjalasmið-
ur og það eru ófáir hlutirnir sem
hann smíðaði, allt frá leikföngum
handa okkur krökkunum upp í mun
stærri og varanalegri hluti, að
ógleymdum öllum bókunum sem
hann batt inn. Atorkan var gífur-
leg, krafturinn og vandvirknin skein
í gegnum allt sem hann gerði.
Elsku afí, við erum þakklát fyrir
það sem þú hefur verið okkur og
að hafa fengið að vera með þér
svona lengi.
Sigrún, Gunnar, Vala og Ema.
Gunnar Eggertsson, nágranni
okkar, er látinn. Það er komið að
kveðjustund, sem hefði svo sem
ekkert átt að koma okkur á óvart,
hann hefur átt við lasleika að stríða
í nokkur ár og var orðinn tæplega
níræður. Við hefðum þó gjaman
viljað hafa hann nálægt okkur
miklu lengur. Þegar við fluttum í
næsta hús við Gunnar og Þrúði,
fyrir rúmlega átta árum, óraði okk-
ur ekki fyrir því að við fengjum í
kaupbæti jafn yndislega nágranna
og þau hafa verið. Fljótt tókust
með okkur sérstök kynni og mikil
væntumþykja. Návistin við þau hef-
ur verið okkur og börnum okkar
mikils virði. Okkur þótti öllum vænt
um Gunnar og eigum eftir að sakna
hans. Nú sést hann ekki lengur úti
við að huga að ræktinni sinni eða
að bjástra við eitt eða annað.
Gunnar og Þrúður fluttu hingað
á Kársnesið fyrir nær fimmtíu árum
og voru því með fyrstu frumbyggj-
um hér í Kópavogi. Landið sem þau
fengu til ræktunar var að sögn
Gunnars ekkert nema urð og gijót.
En með dugnaði og elju tókst að
rækta landið og hlýtur það að hafa
verið mikið þolinmæðisverk. Fyrir
neðan lóðina eru stór björg, sem
Gunnar flutti úr landinu sem rækta
átti, og hafði til þess járnkarl einan
að vopni. Þar við fjöruna er líka
bátalægi, sem hann hlóð úr þessum
björgum, og er það minnisvarði um
hann, sem vonandi fær að standa
óhreyfður um ókomna tíð. Þau eru
reyndar mörg handarverkin hans,
sem blasa við er litið er út um
gluggann, og bera öll vott um dugn-
að og seiglu . Það eru forréttindi
að fá að kynnast slíku fólki.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um Gunnar, reyndar e'ru þær
allar góðar. Gunnar var úti við
meira og minna allt sumarið. Hann
var eins og vorboðinn, þegar maður
fór að sjá hann úti við, þá var vorið
á næsta leiti. Við, borgarbörnin,
fylgdumst með því hvemig ræktin
var undirbúin og allt hafði sinn
tíma. Enginn asi á neinu. Bara þessi
rólegheit og alltaf tími til að spjalla.
Það var líka oft heilmikið spjallað,
þegar við vorum að vinna í okkar
garði og hann úti við. „Góðan dag-
inn, segið þið ekki allt gott?“ „Ja,
nú er veður til að skapa,“ fylgdi
gjaman, ef veður var gott. Þannig
hófust samræðurnar gjarnan og svo
var rætt um allt milli himins og
jarðar. Stundum var farið niður í
fjöru , stundum mættumst við við
túngarðinn milli okkar, sem Gunnar
hefur hlaðið úr steinum, sem til
hafa falllið gegnum tíðina.
Gunnar átti lítið gróðurhús, þar
sem uxu ótrúlega fallegar rósir og
vínber. Stundum kom hann á móti
manni með rós eða vínber úr gróð-
urhúsinu og færði að gjöf eða ný-
sprottnar gulrætur eða kartöflur
úr garðinum. Við sáum hann líka
stundum fara út í gróðurhúsið og
koma til baka með rauða rós, sem
hann fór með inn og færði Þrúði
sinni. Við skynjuðum væntumþykju
þeirra hvors til annars og er
skemmst að minnast sextíu ára
brúðkaupsafmælis þeirra, sem hald-
ið var upp á fyrir tveimur árum.
Það var fallegur dagur, sem bar
vott fallegu sambandi.
Það verður öðruvísi um að litast
hérna, þegar ekki er hægt að eiga
von á því að sjá gamla manninn
koma út til að sinna störfum sínum
eða bara til að njóta þess að vera
úti. Við munum sakna hans og víst
er, að vorkoman verður öðruvísi á
komandi ári en undanfarin ár. Við
þökkum Gunnari einstaklega nota-
leg kynni og ánægjulegar samveru-
stundir. Blessuð sé minning hans.
Þrúði, Hrafnhildi, Gauti, Hugrúnu
og Gerði og fjölskyldum þeirra
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Hrafnhildur og Guðmundur.
Það er bjart yfír minningunni um
Gunnar Eggertsson sem nú er lát-
inn 89 ára að aldri. Við vissum að
hann gekk ekki heill til skógar um
hríð, en hann var alltaf hress og
glaður og bar sig vel. Þrátt fyrir
háan aldur fannst manni dauðinn
svo fjarlægur Gunnari en sá „mikli
rukkari" verður ekki umflúinn.
Gunnar lést á heimili sínu og
konu sinnar, Þrúðar Guðmunds-
dóttur, aðfaranótt 12. nóvember sl.
Aðeins þremur vikum fyrr, hinn 20.
október, lést Lára Eggertsdóttir,
systir hans, 93 ára að aldri. Þar
með hafa þau öll kvatt, systkinin
sex frá Vestri-Leirárgörðum; Sæ-
mundur, Magnús, Lára, Áslaug,
Kláus og Gunnar.
Það er líka bjart yfír minning-
unni um heimilið í Vestri-Leirár-
görðum þar sem systkinahópurinn
ólst upp. Þetta var menningarheim-
ili þar sem Eggert Gíslason og Ben-
ónía Jónsdóttir, kona hans, bjuggu
við allgóð efni enda ekki legið á
liði sínu við vinnu og ráðdeild. í
mörg ár var tvíbýli á jörðinni eftir
að Magnús, næstelsti sonurinn, hóf
þar einnig búskap ásamt eiginkonu
sinni, Salvöru Jörundardóttur. Oft
dáðist sá er þessar línur ritar og
sem löngum dvaldi þar á sumrin
hjá afa og ömmu, að hve allt fór
vel fram. Þótt margt væri sameigin-
legt varð aldrei árekstur milli fólks-
ins. Það var fjölmennt í bænum,
því oft dvöldu þar vinir og kunningj-
ar húsbændanna.
Á þessu heimili var lestur góðra
bóka ekki aðeins sjálfsagður heldur
líka skylda. Að kunna skil á því
helsta sem bestu skáld þjóðarinnar
höfðu ort og skrifað, í ljóðum og
lausu máli, var nánast jafn sjálfsagt
og að kunna faðirvorið. Þótt vinna
væri ströng meginhluta ársins var
þó líka tími til að sinna öðrum hugð-
arefnum og þess er gott að minn-
ast að snemma á öldinni gerðu
bændur og bændasynir í Leirár-
sveit sundlaug við heitar lindir upp
með Leirá. Þama var kennt sund
og aðrar íþróttir stundaðar.
Gunnar Eggertsson, sá yngsti í
systkinahópnum í Vestri-Leirár-
görðum, fæddist 10. nóvember árið
1907. Eins og títt var unnu börnin
foreldrum sínum í uppvextinum og
fram eftir árum.
Á vetmm var vinna sótt til Akra-
ness og víðar. Gunnar fór í Héraðs-
skólann á Laugarvatni og stundaði
þar nám í tvo vetur á fyrstu árum
skólans. Þar varð honum gott til
vina og sérstaklega eru minnisstæð-
ir frændi hans, Stefán Jónsson rit-
höfundur, og Sigurmundur Gísla-
son. En það sem meira er um vert,
þar kynntist hann Þrúði Guðmunds-
dóttur, stúlkunni sem síðar varð
eiginkona hans. Þau giftu sig hjá
bæjarfógetanum I Reykjavík mánu-
daginn 13. ágúst 1934 og þótti
ýmsum að þama væri örlögum
storkað, gifting á mánudegi og það
þann þrettánda! Þau stofnuðu heim-
ili í Reykjavík og reynslan sýndi
að mánudagurinn 13. var heilladag-
ur.
Nokkru eftir að dvölinni á Laug-
arvatni lauk var Gunnar beðinn að
taka að sér nýtt starf. Vínbann sem
verið hafði á íslandi var á undan-
haldi og nýjasta og fínasta hótel
landsins, Hótel Borg í Reykjavík,
var sá staður sem fyrst fékk að
veita vínin. Hið nýja starf Gunnars
fólgst í því að hafa eftirlit með vín-
veitingum hótelsins. Hann starfaði
við þetta um tíma en gerðist síðan
sölumaður hjá smjötlíkisgerðinni
Svani, sem H.J. Hólmjárn stofnaði
ásamt fleirum. Sölumennirnir óku
milli verslana og seldu en kaupmenn
keyptu nokkur stykki og greiddu
við móttöku. Þetta var fyrir seinni
heimsstyijöld og hart í ári. Kreppan
alræmda var fólki erfíð, ekki hvað
síst í Reykjavík.
Það var svo árið 1938 sem Gunn-
ar gerðist starfsmaður tollstjóra-
embættisins. Hann starfaði þar
lengst af á skrifstofunni, lengi við
innlenda tollinn.
Enda þótt Gunnar hafí unað hag
sínum allvel á skrifstofu tollstjóra
held ég að hann hafí alla tíð saknað
þess að komast ekki í smíðanám. Á
kreppuárunum voru flestar iðn-
greinar lokaðar, þannig að ungir
menn komust ekki að. Þessu mátti
Gunnar sæta eins og reyndar fleiri.
Hann bætti sér þetta upp með því
að smíða heima og binda inn bæk-
ur. Margir smíðisgripir hans eru
sannkölluð listaverk. Það sama er
að segja um bókbandið. Hann var
alla tíð víðlesinn bókamaður og
naut þess að sjá hillur í húsi þeirra
Þrúðar svigna undan fallegum bók-
um. Á heimilinu var mikið rætt um
bókmenntir og aðrar listir. Oft var
glatt á Hjalla þegar Stefán Jóns-
son, sem þá var orðinn kennari við
Austurbæjarskólann, Steinn Stein-
arr, Leifur Haraldsson og Gunnar
og Þrúður tóku bókmenntir eða
heimsmálin til umræðu. Þetta voru
dýrðlegir dagar. Seinna voru Ragn-
ar H. Ragnar og Sigríður tíðir gest-
ir og fjölmargir vinir og kunningj-
ar. Þetta var fyrir daga sjónvarps
og fólk hafði tíma til að líta inn og
spjalla.
Bygging hússins þeirra í Kópa-
vogi má kallast Grettistak. Þegar
grunnur var steyptur síðsumars
1948 var engin vatnsveita í þeim
hluta bæjarins, enginn vegur að
húsinu. Allt varð að flytja á frum-
stæðan hátt, en fyrir þrautseigju,
dugnað og útsjónarsemi komst hús-
ið upp og þar héldu þau Þrúður og
Gunnar upp á sextíu ára farsælt
hjónaband 13. ágúst 1994.
Eins og fleiri í þessari ætt var
Gunnar Eggertsson vel skáldmælt-
ur. Hann fór þó dult með þetta lengi
vel, lét þó til leiðast að lesa nokkur
kvæða sinna í útvarp fyrir allmörg-
um árum. Hann var ákaflega vand-
virkur með hvað eina og svo var
um skáldskapinn. Smekkvísi hans
á bundið mál sem óbundið var haf-
in yfír efa. Þeir systkinasynirnir,
Gunnar og Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli, voru nánir vinir
og líkir um margt. Höfðu ákaflega
sterka réttlætiskennd, mynduðu sér
skoðanir um menn og málefni og
stóðu fast á sínu við hvern sem var.
Eftir að Gunnar flutti í Kópavog
lét hann málefni bæjarins til sín
taka og vann ötullega að uppbygg-
ingu hans, lengst af í samvinnu við
Finnboga Rút Valdimarsson, Ólaf
Jónsson og fleiri sem létu sig fram-
faramál bæjarins varða.
Gunnar og Þrúður eiga fjögur
uppkomin börn. Þau eru Hrafnhild-
ur skrifstofumaður, Hugrún kenn-
ari, Eggert Gautur tæknifræðingur
og kennari og Gerður sem er bú-
sett í Svíþjóð.
Undirritaður átti oft skjól á heim-
ili þeirra Gunnars og Þrúðar á ungl-
ingsárum. Ég kveð frænda minn
og þakka honum vinsemd alla tíð.
Við María sendum Þrúði og fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Sveinn Sæmundsson.
Félagi Gunnar er látinn.
Með honum er farinn öðlingur
sem mikil ánægja var að kynnast,
umgangast og ræða málin við. Ég
kynntist Gunnari fyrir 17 árum er
ég kom nýr inn í fjölskylduna. Jafnt
þá sem ætíð síðan hef ég verið vel-
kominn á heimili hans og Þrúðar á
Þinghólsbrautinni og þær eru ekki
fáar stiindirnar sem þar hefur verið
setið og rætt og deilt um dægur-
mál líðandi stundar. Það skipti engu
þó menn væru ekki alltaf sammála.
Aðalatriðið var að skiptast á skoð-
unum, ræða málin og færa rök fyr-
ir sínum skoðunum. Kom maður
nú aldeilis ekki að tómum kofunum
þar sem Gunnar var. Við yngra
fólkið máttum okkar ekki alltaf
mikils þegar þekking hans og
reynsla voru annars vegar.
Mér eru ennþá í fersku minni
umræður okkar um fall kommún-
ismans fyrir ca. 10 árum.
Einnig eru mér ofarlega í huga
umræður okkar um kjör alþýðufólks
hér á landi, bæði nú og í upphafí
aldarinnar þegar Gunnar var að
alast upp. Gunnar, sem var alla tíð
mikill sósíalisti, mundi tímana
tvenna og var það ómetanleg lífs-
reynsla að ræða við hann um þau
mál. Það er kannski hlutur sem
alltof fáir af yngri kynslóðinni á
íslandi í dag hafa haft tækifæri til
að heyra, kynslóð sem svo oft tekur
hlutina sem sjálfsagða.
Sú hefð hefur skapast í fjölskyld-
unni að hittast annan hvern föstu-
dag í svokölluðum föstudagsboðum.
Þar var Gunnar (eða afi langi eins
og bömin mín kölluðu hann) ætíð
mættur og veit ég að þær stundir
verða okkur sem þar vorum alltaf
ofarlega í minningunni.
Gunnar var einn af fjölmörgum
í hópi félagshyggjufólks sem yfírgaf
Reykjavík á sínum tíma þegar lóða-
úthlutanir fóru eftir pólitískum lit
umsækjanda og settist að í Kópa-
vogi. Þar byggði hann sjálfur sitt
hús þar sem hann bjó síðustu 50
ár. Garðurinn er stór og hefur það
verið mér mikil ánægja síðustu ár
eftir að Gunnar fór að reskjast að
geta hjálpað til þar. Því verki stjóm-
aði Gunnar ætíð og veit ég að hann
heldur því áfram á sinn hátt þó
hann sé horfinn á braut.
Með kveðju og þakklæti fyrir
samskiptin.
Gunnlaugur Guðjónsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I HfBblómaverkstæði
I Minna.,
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
Hafnarstræti 4
551-21^