Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
ARNLA UGSSON
+ Guðmundur Arnlaugsson
fæddist í Reykjavík 1. sept-
ember 1913. Hann lést í Land-
spítalanum 9. nóvember síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
15. nóvember.
Með Guðmundi Arnlaugssyni er
genginn einn af þeim mönnum sem
hvað stærstan þátt hafa átt í að
móta þá ríku skákhefð sem skotið
hefur traustum rótum hérlendis á
þeirri öld sem senn er öll.
Það er líklega engin tilviljun að
Guðmundur helgaði líf sitt því
markmiði að fræða nemendur sína
og samferðamenn um hvaðeina, sem
til gagns og gamans gat orðið í leik
eða starfi. Frásagnargáfan var ein-
stök, hvort sem var í ræðu eða riti
og skipti þá engu máli hvort við-
fangsefnin voru flóknustu fyrirbæri
alheimsins eða bergmál löngu liðnna
tíma, allt stóð jafn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum áheyrandans í
meðförum hans. Hvað skákina varð-
ar, voru tveir þættir hennar Guð-
mundi einkar hugleiknir, nefniiega
skáksagan og svo fegurð manntafls-
ins, sem birtist í skákdæmum og
tafllokum. Um hinn fyrri fjallar rit
hans, Skák í austri og vestri og
hinn síðari bókin Skáldskapur á
skákborði. Þá ritaði hann fjöldann
allan af greinum um sömu efni í
dagblöð og skáktímarit, sem eflaust
hafa orðið til að vekja áhuga margra
á hinni göfugu list.
Skákferill Guðmundar var glæsi-
legur, hann varð íslandsmeistari
1949, tefldi á 5 Ólympíumótum fyr-
ir íslands hönd og var m.a. í liðinu
sem sigraði í b-riðli í Buenos Aires
1939, sem verður að teljast fyrsti
stórsigur íslendinga á skáksviðinu.
Hann hætti hinsvegar fljótlega að
tefla á mótum og einbeitti sér að
skriftum um skák, enda hefur hinn
kyrrláti, Iistræni þáttur hennar
eflaust höfðað betur til hans en
hraði og spenna keppninnar. Guð-
mundi voru iðulega falin trúnaðar-
störf á vegum Skáksambands ís-
lands og alþjóðaskáksambandsins
FIDE. Þannig tók hann nokkrum
sinnum að sér dómgæslu í áskor-
anda- og heimsmeistaraeinvígjum
sambandsins, fyrst sem aðstoðar-
dómari í einvígi aldarinnar á milli
Fischers og Spasskys 1972 og síð-
ast sem aðaldómari í einvígi þeirra
Timmans og Shorts á Spáni 1993,
um réttinn til að skora á heims-
meistarann. Það sambland af rósemi
og stærðfræðilegri nákvæmni sem
ætíð fylgdi störfum hans hefur
eflaust orðið til þess að til hans var
leitað til að hafa stjórn á því spennu-
þrungna umhverfi sem jafnan fylgir
slíkum viðburðum.
Kynni mín af Guðmundi hófust
fljótlega eftir að ég hóf að feta mig
áfram á skákbrautinni sem ungling-
ur. Ef einhveijir stóratburðir voru
í gangi var hann sjaldnast langt
undan, annaðhvort í hlutverki dóm-
ara eða áhorfanda. Ekki þarf að
taka fram að hann var ætíð reiðu-
búinn að veita ungum manni góð
ráð á sinn hæverska og góðiega
hátt. Með fáum mönnum var
ánægjulegra að gleðjast yfir vel
tefldri skák, góðum árangri að móti
loknu, eða leita huggunar til ef eitt-
hvað hafði farið úrskeiðis. Þá var
það engin tilviljun að ég og fleiri
ungir skákmenn bæði fyrr og síðar
kusum að stunda nám við Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Menn vissu
að jafnan var hægt að reiða sig á
stuðning rektorsins ef á þurfti að
halda, þegar finna þurfti leiðir til
að samræma taflmennsku á erlendri
grundu við eðlilega framvindu
námsins. Sú skákhefð sem til varð
í rektorstíð Guðmundar í MH hefur
enst vel allt til þessa dags, þótt
nokkuð sé liðið síðan hann lét af
því starfi fyrir aldurs sakir.
Einhveijar ánægjulegustu minn-
ingarnar af samneyti við Guðmund
seinni árin tengjast fjöltefli íslensku
stórmeistaranna við heimamenn í
Kaupmannahöfn á afmælisdegi ís-
lenska lýðveldisins árið 1994, sem
var framlag íslendingafélagsins til
hátíðahaldanna þann dag. Þar var
Guðmundur í dómarahlutverkinu í
síðasta skipti og lék á alls oddi,
enda hafa störf hans við þetta
ánægjulega tækifæri sjálfsagt ekki
verið jafn íþyngjandi og sambærileg
störf oft áður. Eg held að öllum sem
á hlýddu verði ætíð minnisstæð
ræða hans við hátíðarkvöldverð í
Jónshúsi af þessu tilefni. Þá veitti
hann einu sinni sem oftar ríkulega
úr sjóði reynslunnar og lét hugann
reika 50 ár aftur í tímann, þegar
hann var háskólastúdent í Kaup-
mannahöfn undir hemámi nasista
17. júní 1944. Að leiðarlokum viljum
við Jónína nota tækifærið til að
votta Öldu og öðrum ástvinum
dýpstu samúð, jafnframt því sem
Guðmundi eru færðar alúðarþakkir
fyrir alla hans lærdómsríku leiðsögn
og góðu kynni.
Jóhann Hjartarson.
Enginn má sköpum renna. Stórt
skarð hefur verið höggvið í kóng-
stöðu íslenskrar skákhreyfingar.
Með Guðmundi Arnlaugssyni er
genginn einn virtasti skákmeistari,
skákdómari og fræðimaður þjóðar-
innar. Guðmundur var hinn ókrýndi
og mikli lærimeistari, hafsjór af
fróðleik og visku. Störf sín sem al-
þjóðlegur skákdómari vann hann
líkt og öll önnur af einstakri hóg-
værð, yfirvegun og gerhygli eins og
honum var einum eðlislægt. Með
djúphugsuðum skrifum sínum,
skákþáttum og hlýrri nærveru gaf
hann skáklistinni þann mikilvæga
undirtjón, fegurð og dýpt sem máli
skipti og heillaði unga sem aldna.
Guðmundur naut alþjóðlegar virð-
ingar á sínu sviði og jafnan til hans
leitað þegar mest lá við, hvort held-
ur var í Reykjavík, Meranó, Seville
eða Kuala Lumpur. Fischer-
Spasský, Karpov-Kortsnoj, Hort,
Timman, Larsen, Smyslov og aðrir
meistarar taflborðsins að fornu og
nýju áttu hann að vildarvini. Mér
er það ákaflega dýrmætt að hafa
fengið að kynnast Guðmundi og
mega starfa með honum leynt og
ljóst að eflingu skáklistarinnar.
Hvar sem ég heyri góðs manns get-
ið kemur mér nafn hans í hug. Fyr-
ir mína hönd, norrænnar skákhreyf-
ingar og Alþjóðaskáksambandsins
FIDE vil ég færa fram alúðarþakk-
ir og votta frú Öldu Snæhólm og
öðrum ástvinum Guðmundar dýpstu
samúð og virðingu nú þegar hann
er horfinn til stranda hinnar miklu
móðu.
Minning hans lifir.
Einar S. Einarsson.
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning haga hönd,
hjartað sanna góða.
Þéssi alkunna vísa á vel við, þeg-
ar minnst er Guðmundar Arnlaugs-
sonar, fyrrum rektors. Hann var í
senn skarpur stærðfræðingur, hag-
ur kennari og menntaður stjórn-
andi. Það fer ekki á milli mála að
hinum nýja menntaskóla við Hamra-
hlíð í Reykjavík var vel borgið, er
Guðmundi Arnlaugssyni var falin
forysta hans í upphafi. Þegar bár-
ust um bæinn fregnir um nýjan
ferskan blæ sem þar léki um ganga,
þótt margt væri athugavert við að-
búnað kennara og nemenda fyrstu
árin. Sumir gengu svo langt að
kalla þennan nýja skóla söng- og
skákskólann við Hamrahlíð. Lengi
hafði verið beðið eftir nýjum
menntaskóla og veitti þjóðin því
verðskuldaða athygli sem þar fór
fram. Þegar ég kom til starfa í MH
haustið 1971 var mikiil sköpunar-
kraftur saman kominn í kennara-
liði. Bætt kennsla, kennsluhættir og
markvissara nám var inntakið í boð-
skap rekstors til kennara þetta
haust, undanfari einnar merkustu
menningarbyltingar íslenska skóla-
kerfisins á öldinni,þegar áfanga-
kerfi tók við af bekkjakerfi _og öld-
ungadeild var komið á fót. Áfanga-
kerfið sem smíðað var í skólanum,
fól sannarlega í sér skipulegri
starfshætti en áður þekktust og um
leið nýja hugsun um hlutverk nem-
andans í skólanum. Áfangakerfið
fékk nemendum í hendur aukna
ábyrgð á eigin vinnu, lagaði skóla-
starfið að mismunandi þörfum nem-
enda og gerði loks kleift að unnt
var að opna almenningi greiða leið
til menntaskólanáms í öldungadeild.
Guðmundur Arnlaugsson var
frumkvöðull þessarar menningar-
byltingar og hafði hvassan skilning
og kjark til að leiða starfið yfír erfið-
asta hjallann. Nemendur kynntust
hinu sanna góða hjartalagi rektors-
ins sem aldrei fyrr, því að nú þurfti
að sinna fieira fólki persónulega,
en áður þekktist, nema vera skyldi
í skóla Halls í Haukadal forðum.
Þar hlýtur að hafa verið áfanga-
kerfi sögðu menn á kennarastofunni
í Hamrahlíð. Síðan bárust fræ þess-
arar nýsmíði til nýrra skóla; fjöl-
brautaskólanna, þar sem verklegum
greinum og bóklegum var gert jafn-
hátt undir höfði. Það var sjómanns-
syninum úr Vesturbænum kært og
hann lét það óspart í ljós í ræðu
sinni er Fjölbrautaskólinn á Akra-
nesi var settur í fyrsta sinn haustið
1977.
í Keflavík, á Akranesi og á Sel-
fossi tókust lærisveinar Guðmundar
Arnlaugssonar í skólastjórn, á við
nýsköpun sem stóð styrkum fótum
í reynslu Hamrahlíðinga. Það var
gott að kenna undir stjórn Guð-
mundar og lán að eignast hann að
kollega þegar undirritaður tókst á
hendur skólameistaraembætti á
Akranesi. Guðmundur var ásamt
Jóni Böðvarssyni og Kristjáni Bersa
Ólafssyni hvatamaður að því að
áfangaskólar mynduðu óformleg
samtök og hafa þau reynst farsæll
samstarfsvettvangur ekki síst er
nýsköpun ríkti á nær öilum sviðum
framhaldsskólans. Guðmundur Arn-
laugsson var sannur fulltrúi gróinn-
ar menningar, listunnandi, hagur á
mál og stíl, og framúrskarandi skák-
maður. En sjálfur sagði hann oft
að hann væri kennari, það félli hon-
um best. Hann var vel heima í fræði-
legum efnum, sem snertu skólastarf
og kennslu og var þar sem annars
staðar í fremstu röð og báru marg-
ar ræður hans þess merki. Guð-
mundur var jafnan fljótur að átta
sig á málum og leysti úr þeim óhik-
að á nýstárlegan hátt.
Er Guðmundur lét af embætti
sinnti hann skáklistinni, þýðingum
og naut lífsins, meðan hann mátti.
Fyrir fáum mánuðum áttum við tal
saman er rifjuð voru upp fyrstu ár
áfangakerfisins í Hamrahlíð, en
Guðmundur vann þá að samantekt
um skólastarfið í rektorstíð sinni.
Þá sagði hann að sig mæddi nokkuð
krankleiki, en elli ekki.
Með Guðmundi Arnlaugssyni er
faliinn einn frumkvöðlanna, sem ól-
ust upp í fátæku samfélagi, en brut-
ust til mennta og skiluðu þjóðinni
margföldu ævistarfi. Þeir eru marg-
ir sem minnast Guðmundar Arn-
laugssonar með hlýhug, virðingu og
þökk.
Við Vilhelmína flytjum ástvinum
hans einlægar samúðarkveðjur.
Ólafur Ásgeirsson.
Guðmundur Arnlaugsson,
menntaskólarektor við Hamrahlíð,
hafði til að bera mikla mannkosti.
Hann sýndi vit sitt og víðsýni vel
er hann hratt í framkvæmd stofnun
öldungadeildar Menntaskólans við
Hamrahlíð í ársbyijum 1972. Fyrir
þá framsýni á hann mikið hrós og
þakkir skildar. Honum og kennara-
liði hans brá víst þegar viðbrögðin
við auglýsingu þeirra, um að skólinn
vildi bjóða fólki yfir tvítugt mennta-
skólakúrsa í nýju formi áfangakejf-
is með kvöldnámi, voru að til þeirra
flykktust hópar fólks sem sóttist
eftir þessum kvöldkúrsum. Ekki er
að orðlengja það að öldungadeildin
fór í gang, og kenndar voru tvær
kennslustundir í hveijum áfanga á
viku, en afganginn urðu nemendur
að vinna sjálfir, og fullnægja tilskil-
inni vinnu fyrir próf. Þessi tími var
alveg einstök upplifun - fólk kom
hlaupandi úr vinnu í tímana kl. fimm
þeir sem það gátu og síðan fóru
menn heim að elda og borða áður
en skundað var af stað aftur frá
níu til ellefu.
Að kynnast Guðmundi og þeirri
ljúfmennsku sem hann stjórnaði
skólanum með og andanum sem þar
ríkti var alveg sérstök gæfa, áreið-
anlega einstök lífsviðbót fyrir margt
fólk og verður því eftirminnilegra
sem frá líður. Að vísu jókst vinna
og glíma við sjálfan sig, en allt
hafðist þetta einhvernveginn eftir
alls konar dýfur. Það varð heilmikil
breyting í skólanum er á leið er
þessi fjöldi bættist við, líka fyrir
dagnemendur að sjá allt þetta full-
orðna fólk hópast í skólann til að
hlusta á fyrirlestra og hefir áreiðan-
lega verið örvun bæði fyrir nemend-
ur og kennara, e.t.v. sérstaklega
kennarana, því að fólk hafði mikla
ánægju af glímunni við fögin. Fyrsti
útskriftarhópur var sjö manns vorið
1974 eftir tveggja og hálfs árs nám,
á hundrað ára afmæli íslenzkrar
stjórnarskrár og þijátíu ára lýðveld-
isafmæli. Einnig átti Kvennaskólinn
í Reykjavík hundrað ára afmæli en
undirrituð sem þarna útskrifaðist
átti þá ogþtjátíu ára kvennaskólaaf-
mæli. Við áttum því tuttugu ára
stúdentsafmæli 1994. Allir sjö sem
útskrifuðust þetta fyrsta öldungavor
fóru beint í Háskóla íslands og luku
þaðan prófi. - Þetta grettistak Guð-
mundar hefir haldið áfram að setja
sín spor til góðs á íslenzka samfélag-
ið. Sú nýja vídd, að fólk nýti sína
andlegu orku og stundi nám sem
lífsfyllingu og lífsmáta hefir náð
fótfestu í íslenzku samfélagi og sést
m.a. í öldungadeildum víða um land,
í endurmenntun HÍ og hinni miklu
flóru kvöld- og tómstundaskóla.
Ég vil flytja þakkir og heiðra
minningu Guðmundar Arnlaugsson-
ar fyrir mannúðlega hugsun hans
og hans góðu liðsmanna um leið og
sendar eru samúðarkveðjur til Öldu,
barna hans og fjölskyldna.
Jóhanna Guðmundsdóttir.
Minning mín um Guðmund Arn-
laugsson tengist sól og birtu. Fyrst
man ég hann sitjandi flötum beinum
með okkur systídnunum niðri undir
kirsubeijatré vestan við róluna.
Guðmundur, hallaði sér upp að tijá-
bolnum og ræddi eitthvað við Helga,
eldri bróður minn, en ég sat beint
á móti honum í sumarsandölunum
mínum og grandskoðaði hann í
framan. Eitthvað í andliti hans vakti
barnslega forvitni mína og best
gæti ég trúað að þessum unga hæg-
láta manni hafi ekki þótt allskostar
þægilegt hvað krakkinn starði fast
á hann. Einhvern veginn finnst mér
þetta muni hafa verið mjög snemma
eftir komu hans til Hafnar því fas
hans allt og hreyfingar í þessum
suðræna reit voru bland af einskon-
ar ókunnugleika og trega.
Seinna man ég hann koma sem
nýgiftur maður hjólandi í kaffið -
taðkaffi hlýtur það að hafa verið
því annað var ekki á boðstólum á
-þeim árum - ásamt Halldóru Ólafs-
dóttur konu sinni. Þá var kominn
öruggari veraldarsvipur á hann.
Hjónakornin voru glöð og kát og
fjarska hress i fasi eftir að hafa
hjólað út eftir í góða veðrinu, og
heimurinn varð skyndilega allur
mjúkur og blár. Angórapeysan sem
Halldóra var í. Augun í eiginmann-
inum unga. Blómin á pallinum og
himinninn sem hvelfdist yfir þessa
aufúsu sunnudagsgesti í garðinum
á Kjærstrupsvegi.
Já, margar eru myndirnar sem
ég gæti dregið fram úr hugarfylgsn-
um mínum, því Guðmundur Arn-
laugsson, sem á heimili foreldra
minna var oftast kallaður aðalbrúð-
guminn til aðgreiningar frá
brúðgumunum (en það er önnur
saga), varð bæði beint og óbeint
hiuti af uppvaxtarárum mínum.
Hann bjó í íbúð við götu sem buss-
inn okkar ók í gegn um og alltaf
gjóaði maður augunum upp í
gluggann til hans. Það varð að föst-
t
Ástkær móðir okkar,
ÓLAFÍA FINNBOGADÓTTIR,
Bálkastöðum,
Hrútafirði,
lést í sjúkrahúsinu, Hvammstanga, þriðjudaginn 19. nóvember.
Jóhanna Jónsdóttir,
Eirikur Jónsson
og fjölskyldur.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS LÍNDALS GUÐMUNDSSONAR
frá Laufási,
fer fram frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 23. nóvember
kl. 11.00 árdegis.
Inga Björnsdóttir, Kristinn Sigurðsson,
Trausti Björnsson, Lilja K. Steindórsdóttir,
Smári Björnsson, Álfheiður Einarsdóttir,
Jón H. Björnsson, Dagbjört Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR SIGURÐUR
ÞORSTEINSSON
frá Flateyri
Gullsmára 8,
Kópavogi
sem lést í Landspítalanum miðvikudag-
inn 13. nóvember sl., verður jarðsung-
inn frá Digraneskirkju fimmtudaginn
21. nóvember kl. 13.30.
Elísabet Sara Guðmundsdóttir,
Guðmunda Ólafsdóttir,
Guðmunda Júlíusdóttir,
Þorsteinn Garðarsson, Helga Guðmundsdóttir,
Lilja E. Garðarsdóttir, Haraldur Gunnarsson,
Sigurður H. Garðarsson, Carol Speedie,
Rúna Ó. Garðarsdóttir,
Ingvi Hrafn Óskarsson, Erla Skúiadóttir
og barnabörn.