Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 35
um sið þó maður sæi honum aldrei
bregða fyrir. Sennilega gerði ég það
af því að Helgi bróðir minn hafði
um tíma fengið aðstoð Guðmundar
í stærðfræði þarna handan glersins,
og hafði Guðmundur í þeim kennslu-
stundum algjörlega unnið hug hans
og hjarta. „Eg held hann hafi verið
fyrsti maður sem tók mig alvarlega
- hann hafði ég gott af að þekkja,“
voru orð Helga þegar hann frétti lát
hans. Það lýsir Guðmundi þó nokkuð
að hann tók iðulega nemanda sinn
með sér í bíó þegar kennslustund
lauk.
Síðustu árin sín í Kaupmanna-
höfn kenndi Guðmundur við
menntaskóla sem hét „Johannes-
skolen" og heitir kannski ennþá.
Guðmundur hafði eins og margir
orðið innlyksa í stríðinu og þurfti
þess vegna að vinna fyrir sér og
sinni fjölskyidu í hertekna landinu.
Síðar, löngu eftir tíð Guðmundar,
varð ég nemandi við þennan sama
skóla fyrir tilstilli móður minnar sem
var minnug þess að Guðmundur
hafði starfað þar. Sá ágæti skóli
var til húsa í gamalli byggingu í
úrsérgrónum garði við Vodroffsvej,
þar sem tónskáldið Carl Nielsen og
kona hans myndhöggvarinn Anne
Marie Carl-Nielsen höfðu átt heima.
Stúdíó þessarar einstöku spor-
göngukonu var eðlis- og náttúru-
fræðistofa skólans og glöggt mátti
fínna hvernig sköpunarkraftur hjón-
anna bjó enn í veggjum þessa krók-
ótta húss. Ég verð Guðmundi ævin-
lega þakklát fyrir óafvitandi að hafa
ieitt mig inn á þann sögufræga stað.
En örlögin höguðu því svo að
ekki varð ég stúdent úr þeim skóla,
heldur frá öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð í öðrum eða þriðja
hópnum sem Guðmundur útskrifaði
þaðan. Þá varð mér á að kyssa
Guðmund á kinnina í fyrsta og ein-
asta sinn, því enda þótt ég hefði
þekkt hann lengi og hann væri hlýr
og elskulegur maður þá lét hann
engan flaðra upp um sig að óþörfu.
Þarna kom Guðmundur því aftur
við sögu í lífi mínu, og sú snjaila
hugmynd hans að koma til móts við
þann stóra skara fróðleiksfúsra
manna sem þráðu að auðga sálu
sína á fullorðinsárunum, er eitt af
því sem aldrei gleymist.
Mér er minnisstætt þegar við
hjónin, Jón maður minn og ég, vor-
um matargestir þeirra Öldu Snæ-
hólm og Guðmundar á heimili þeirra
á Hagamelnum. En Guðmundur
hafði leitað til Jóns í sambandi við
aðra bráðsnjalla hugmynd - stofnun
tónlistarbrautar við Menntaskólann
við Hamrahlíð, og þannig kynntust
þeir allvel. Þá hafði Alda búið mörg
ár í latnesku Ameríku með. manni
sínum Hermanni Einarssyni, fiski-
fræðingi, sem líka var einn af þeim
sem sat fastur í Höfn á stríðsárun-
um, en hann lést á besta aldri. Það
var löngu áður en mexíkósku bylgj-
unni í matargerð hafði skolað á land
við strendur Reykjavíkur. Minnumst
við Jón oft þessa kvölds fyrir þann
ljúfa blæ sem lék um þau bæði tvö
og eins fyrir þá framandi matarlist
sem húsmóðirin töfraði fram.
Þegar ég geng út úr kennslustofu
minni, stofu 38 í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, liggur leið mín fram
hjá Guðmundi Arnlaugssyni - og
fer vel á því. Reyndar er það mál-
verk af Guðmundi sem skólinn á
og sem hangir þar yfir tröppunum.
Mig grunar að ég eigi oft eftir að
renna augunum í átt til myndarinn-
ar á sama hátt og ég gerði hér forð-
um upp í glugga hans í Kaupmanna-
höfn. Kannski til að kanna hvort
myndin sé ekki gul eins og sólin sem
í huga mér umleikur persónu Guð-
mundar - kannski til að sjá hvort
hún sé nú ekki líka dálítið blá eins
ég man augu hins unga manns.
Vertu kært kvaddur af okkur
hjónum og af Helga bróður mínum
í Kaupmannahöfn.
Solveig Jónsdóttir.
+ Gunnar Sverrir
Sveinsson fædd-
ist í Birgisvík á
Ströndum 26. apríl
1924. Hann andaðist
á Landspítalanum
12. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Hallfríð-
ur Jóhannsdóttir,
Hveravík á Strönd-
um, f. 10.9. 1903, d.
í Hafnarfirði 11.10.
1988, og Sveinn
Guðmundsson
bóndi, f. 17.1. 1897
í Birgisvík, d. í
Keflavík 15.12. 1969. Systir
Sverris er Sóley Svanfríður, f.
18. mars 1927.
Sverrir gekk að eiga Huldu
Hannesdóttur, f. í Hnífsdal 28.
júni 1929, d. í Reykjavík 8. ág-
úst 1970. Börn þeirra eru: 1)
Gunnar, f. 19. sept. 1950. Kona
hans er Sigrún Sigtryggsdóttir
Gunnar Sverrir Sveinsson eða
Sverrir eins og hann var alltaf kall-
aður lést á Landspítalanum eftir
skamma legu, en hann hafði dvalið
á heilsuhælinu í Hveragerði í um
mánaðartíma. Sverrir hafði farið í
hjartaaðgerð til Englands fýrir tólf
árum og bar þess merki alla tíð síð-
an en fékk svo beinkrabbamein sem
dró hann til dauða. Sverrir var af-
skaplega lífsglaður maður og sá
spaugilegu hliðamar á mörgum hlut-
um. Eg kynntist honum fyrst þegar
hann fluttist til Hafnaríjarðar haust-
ið 1968, en þá unnum við saman í
Straumsvík sonur hans, Gunnar, og
og eiga þau þrjú
börn, Huldu, Gunn-
ar og Valgerði. 2)
Valgarður Hannes,
f. 26. des. 1952. 3)
Sveinn, f. 2. sept.
1954. 4) Heiðar
Rafn, f. 22. júlí
1958. Hann á eina
dóttur, Anítu. 5)
Davið Breiðfjörð, f.
31. júlí 1960. 6) Dísa
Guðrún, f. 1. sept.
1961. Maður henn-
ar er Jón Atli Ját-
varðsson og börn
þeirra eru Hulda
Osp, Játvarður Jökull og Sig-
mundur Már. 7) Bjöm Ingi Rún-
ar, f. 6. ágúst 1967. Kona hans
er Sigríður Magnúsdóttir og
eiga þau eina dóttur, Isahellu.
Utför Gunnars Sverris fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
ég. Og upp frá því hófust þau kynni
sem aldrei hefur borið skugga á.
Síðsumars 1970 missti Sverrir Huldu
konu sína úr krabbameini frá sjö
börnum. Sverrir hélt þó bamahópn-
um saman nema Bjöm Ingi Rúnar,
sem þá var á þriðja ári, fór í fóstur
til frændfólks síns, Jóns Gests og
konu hans. Sverrir vann á nóttunni
við beitingu og byijaði hann ávallt
um miðnætti því hann þurfti að vera
búinn þegar hinir beitingamennimir
komu um kl. 5-6 á morgnana. Síðan
fór hann heim til að gefa börnunum
að borða og koma þeim í skólann
klukkan átta.
Þarna er Sverri rétt lýst, hann
fómaði sér fyrir það dýrmætasta
sem hann átti, einmitt börnin sín.
Núna þegar hugurinn reikar aftur
og minningarnar streyma fram í
hugann finnst mér Sverrir nánast
ódauðlegur maður, væl og vonleysi
vissi hann ekki hvað var. Hans lífs-
stíll var að vera bjartsýnn og leysa
hlutina.
Við Gunnar Sverrisson brölluðum
ýmislegt saman, við fengum tiltal
með áherslu og svo var það búið,
því öllu gríni Sverris fylgdi einhver
alvara líka. Ef Sverri iíkaði ekki það
sem við vorum að gera fengum við
að heyra það. Maður gat alltaf sagt
Sverri hlutina, það kom honum ekk-
ert á óvart.
Sverrir starfaði í Skipasmíðastöð-
inni Dröfn um tíma. Síðan gerði
hann út sendibíl og því næst hóf
hann störf hjá Blikksmiðju Hafnar-
fjarðar, hjá Ágústi Einarssyni, og
mikill vinskapur var þar á milli enda
starfaði Sverrir hjá Gústa í blikkinu
þar til hann lét af störfum.
Sverrir hafði gaman af að gera
við, breyta og bæta. Hann seldi íbúð
sína á Hólabrautinni í Hafnarfirði
og keypti hús í Smyrlahrauninu,
sem var gamalt timburhús og vann
hann við endurbætur á því. í
Smyrlahrauninu skildi Sverrir eftir
part af sálu sinni og kalla ég það
Sverrishús í dag. Þar var alltaf gott
að koma.
Ég vil að lokum þakka Sverri
Sveinssyni, blikksmið eins og fleist-
ir muna hann, fyrir góð og ánægju-
leg kynni. Ég og kona mín, Asta
Sigtryggsdóttir, áttum með honum
margar ánægjustundir í lífi okkar
sem munu aldrei gleymast. Far þú
í friði, kæri vinur, og hafðu þökk
fyrir. Börnum þínum, barnabörnum
og öðrum aðstandendum sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Magnús P. Sigurðsson.
GUNNAR SVERRIR
SVEINSSON
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
IIÍITEL LOFTLEIOIH
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, afi, tengdafaðir og bróðir,
KRISTINN EYJÓLFSSON
frá Hvammi
í Landssveit,
Drafnarsandi 5,
Hellu,
er lést á heimili sínu miðvikudaginn
13. nóvember sl., verður jarðsunginn
frá Skarðskirkju í Landssveit laugardag-
inn 23. nóvember nk. kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn-
ast hins látna, er bent á Kirkjugarðssjóð Skarðskirkju.
Anna Magnúsdóttir,
Lóa Rún Kristinsdóttir,
Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson,
Eyjólfur Kristinsson,
Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir,
barnabörn, systkini og aðrir vandamenn.
t
Ástkær móðir mín og amma okkar,
DANÍELÍNA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
(Li'na),
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 22. nóvember
kl. 13.30.
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
Ólafur Hand,
Stephen Hand.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GESTUR I. JÓHANNESSON,
Þórsgötu 4,
Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóv-
ember kl. 14.00
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
JÓNA SIGRÚN SÍMONARDÓTTIR,
Hrauntúni 61,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laug-
ardaginn 23. nóvember kl. 14.00
Eðvarð Þór Jónsson,
Sfmon Þór Eðvarðsson, Elín Sigri'ður Björnsdóttir,
Sigurjón Eðvarðsson, Elísa Kristmannsdóttir,
Aron Máni Símonarson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
matsveinn,
Boðahlein 26,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 15.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Hrafnistu-heimilin.
Anna Margrét Elíasdóttir,
Ragnar S. Magnússon, Guðlaug P. Wium,
Svanhvi't Magnúsdóttir, Kristján E. Halldórsson,
Elín G. Magnúsdóttir, Ágúst Oddsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okk-
ar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSTU ÞORKELSDÓTTUR,
Hraunbæ 108,
si'ðast til heimilis
á Hrafnistu í Reykjavík,
Guð blessi ykkur öll.
Reynir G. Karlsson, Svanfri'ður Mari'a Guðjónsdóttir,
Þorbjörg Hilbertsdóttir,
Sævar Hilbertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vinarhug við fráfall
SIGRÍÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Akri
í Vestmannaeyjum.
Guðrún Theodóra Sigurðardóttir,
Sigríður Steinunn Stephensen,
Eiríkur Stephensen,
Sigurður Sverrir Stephensen,
Guðbjörg Beck,
Eli'n Eyvindsdóttir
og fjölskyldur.