Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 48

Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ r utA v Síml F 551 6500 Síllli LAUGAVEG94 BALTASAR KORMAKUR • GÍSLI HALLDORSSON • SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR SÝND í A-SAL KL. 5, 7, 9 og 11 í THX. Vinsælustu sögur síöari tíma á stórmynd eftir Friörik Þór Friðriksson ☆ ☆☆Vl S.V. Mbl ☆ ☆☆Vl H.K. DV ☆☆☆ó.H.T.M.2 ☆☆☆ M.H. DagslJ6* ☆☆☆☆*.«. HP ☆☆☆ U.M. Dagur-Tfmlnn a mt* ATH!gegn korta fá allir nemar miðann á 300 kr. á (tölsku verðlauna- myndina Bleika húsið. Sýnd kl. 7. AMERIKA COLD COMFORT FARM HEIMA ER VERST SÝND KL. 5. Kr. 300. Um víðan völl Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Emilíana Torrini á útgáfutónleikum í Islensku óperunni. TONLIST Gcisladiskur MERMAN Merman, önnur breiðskifa Emiliönu Torrini. Með henni á plötunni leika Jón Ólafsson hljómborðsleikari, sem stýrir einnig upptökum, Jóhann Hjörleifsson trommu- og slagverks- leikari, Róbert Þórhallsson bassa- leikari, Guðmundur Pétursson gítar- leikari, Szymon Kuran fiðluleikari og fjöldi annarra hljóðfæraleikara. Helmingur laga eftir ýmsa lagahöf- unda erlenda, en helmingur eftir Jón Ólafsson og Emilíönu sjálfa. Etjó gefur út, Japis dreifir. 30,53 minútur. EIN HELSTA söngkona íslenskr- ar popptónlistar síðustu ára er Emilíana Torrini, sem söng fyrst hljómsveitina Spoon á toppinn fyrir tveimur árum, sendi síðan frá sér sólóskífu sem var með söluhæstu plötum síðasta árs og er í aðalhlut- verki á söluhæstu plötu þessa árs, Stone Free. Þeirrar plötu, sem hér er gerð að umtalsefni, var því beðið með eftirvæntingu, ekki síst þegar spurðist að á henni yrði uppistaðan frumsamin lög en ekki framhald á þeirri endurvinnslu sem Emilíana hefur helst getið sér orð fyrir. Merman er plata í styttri kantin- um, eins og sjá má að framan, en ekki vert að fárast yfir því, því sitt- hvað er magn og gæði. Margt er nefnilega vel gert á plötunni, Emil- íana syngur framúrskarandi vel, ‘hljóðfæraleikur hreint fyrirtak og upptökustjórn öll með ágætum. All- ar tæknilegar forsendur standast því hörðustu kröfur, sem vonlegt er með annan eins liðssöfnuð, en vandast málið þegar rýna á í plöt- una eftir listrænu mati. Þótt sífellt megi deila um hvaða mælikvarða eigi að leggja á popp- tónlist verður ekki vikist undan þeirri meginkröfu að þeir sem við hana fást séu annað hvort að segja eitthvað nýtt, eða eitthvað gamalt á nýjan hátt og í þeirri list eins og öllum öðrum er reglan sú að hafi menn ekkert að segja sé þeim best að þegja. Emilíana hefur hasl- --.að sér völl sem framúrskarandi flytjandi verka annarra og þá helst fyrir það hve henni er lagið að fara nálægt upprunalegri útgáfu; að flytja verkin í anda þeirra sem fluttu þau fyrstir. Það er kúnst út af fyrir sig, en þeir sem helst hafa helgað sig þeirri grein kallast varla tónlistarmenn, þeir eru frekar metnir sem skemmtikraftar og í þeirri grein standa fáir Emilíönu Torrini á sporði. Þetta má þó ekki skilja sem svo að allir sem syngja lög annarra séu á sama bás hvað þetta varðar, því legíó söngvara er til, íslenskra sem erlendra, sem njóta virðingar fyrir túlkun og end- urgerð á verkum annarra, meðal annars með því að fá lagahöfunda til að leggja sér lið eða með því að endurskapa eldri lög. Helmingur Merman er frumsam- in lög eftir Emilíönu og Jón Ólafs- son, þ.e. Jón og Emilíana semja saman þrjú lög og Jón einn tvö, en textar við lögin eru allir eftir Emilí- önu. Lögin draga nokkuð dám af því hvað þau Jón og Emilíana hafa fengist við undanfarin misseri, því þau fara um víðan völl; eitt lag má kalla jassskotna dægurtónlist, annað einskonar frumstæðan blús, enn annað mærðarpopp og svo mætti telja. Jón Ólafsson er ekki þekktastur fyrir lagasmíðar sínar, en leysir sumt vel af hendi, nefni lagstúfinn Premiere Lovin’ og The Boy Who Giggled So Sweet. Textar Emilíönu eru einfaldir og falla jafn- an prýðilega að lögunum, en af- káralegt að þeir séu á ensku og til að mynda er textinn við The Boy Who Giggled So Sweet beinlínis hlægilegur: „He just stared in her hardworking arms / his rosie little lips had turned blue“; í stað mynd- ar af móður sem hrekst á hjarni er einskonar teiknimyndafígúra sem vekur bara kátínu. í þessum texta og reyndar flestum textunum eru ambögur sem benda til þess að höfundurinn hafi ekki gott vald á ensku og því furðulegra að ekki sé ort á íslensku. Það má una sér við að hlusta á Emilönu Torrini syngja og víst vek- ur þessi plata hrifningu við fyrstu hlustun fyrir fögur hljóð. Eftir þá hrifningarvímu koma aftur á móti timburmennirnir og ekki líður á löngu að platan er komin niður í kjallara í úreldingarhauginn; deyr gömul eftir skamma ævi. Árni Matthíasson ÓATÚN - greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar UMHVERFISSJÓÐUR VERSLUNARINNAR gÍL_o SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin AÐDAANDINN SAMB ■» SAMBiO Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum i magnaöri túlkun sinni á geðveikum aödáanda sem tekur ástfóstri viö skærustu stjörnuna i boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin risa á áhorfendum á þessari sannkölluöu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. RIKHARÐUR III ★ ★ ★ ★ Bylcjjan *** /MM&l Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson ELMA Björk og Gauja voru brosmildar og bjarteygar á Greifaballi. Lokaball Greifanna ► HLJÓMSVEITIN Greifarnir „dúkkaði upp“ með dansieik og teiti á Hótel íslandi um síðustu helgi. Tónleikarnir voru lokatónleikar sveitarinnar, í bili að minnsta kosti, en hljómsveitin hefur notið mikiila vinsælda síðan hún var endurreist síðastliðið sumar. Fjölmarg- ir Greifaaðdáendur mættu á dansleikinn sem fór vel fram. SÖNGVARINN Páll Óskar kom fram á dansleiknum og söng lög af nýrri hljómplötu sinni. Eins og sjá má á þessari mynd var honum ve! tekið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.