Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
pJíir0iuml>tAÍ>ií>
VIKAN 17/11 -23/11.
íslenzk börn standa
►TVÍTUGUR maður var
dæmdur í 3'/2 árs fangelsi
fyrir tvö vopnuð rán, en í
báðum tilvikum hótaði hann
afgreiðslufólki verzlana
með hnífi. Maðurinn hefur
áður verið dæmdur fyrir
fjölda afbrota, þar á meðal
tvö önnur rán.
►ÍSLAND fær sama karfa-
kvóta á Reykjaneshrygg og
í fyrra, 45.000 tonn, sam-
kvæmt samþykkt NEAFC.
Ríki NEAFC buðu Rússum
5.000 tonna meiri kvóta en
í fyrra, en ekki er ljóst hvort
þeir sætta sig við það. Ekki
náðist samkomulag á fund-
um fjögurra strandríkja og
Evrópusambandsins um
stjórn veiða úr norsk-
islenzka síldarstofninum á
næsta ári.
sig illa í raungreinum
NÁMSÁRANGUR íslenzkra nemenda
í nokkrum helztu raungreinum líkist
einna mest árangri nemenda í löndum,
þar sem efnahagur er mun lakari en
hér á landi og ástand menntamála hef-
ur hingað til ekki verið talið sambæri-
legt við það, sem gerist á íslandi. Sam-
kvæmt vandaðri, alþjóðlegri rannsókn
er frammistaða barna í 7. og 8. bekk
langt undir alþjóðlegu meðaltali.
Hugsanlegt að leigja
kvóta á markaði
►LYFJAREIKNINGUR til
Tryggingastofnunar rikis-
ins hefur aldrei verið hærri
en i október siðastliðnum.
Þetta er rakið til margra
lyfjaauglýsinga og afslátt-
artilboða lyfjabúðanna.
HALLDÓR Ásgrímsson formaður
Framsóknarflokksins sagði í upphafi
flokksþings að greiðslur fyrir aflaheim-
ildir væru ailtof háar og hærri en nokk-
urn hefði órað fyrir er kvótakerfið
komst á. Nauðsynlegt væri að gefa
kvótahöfum skýrt til kynna að þeir
gætu ekki alla tíð treyst því að fá alla
aukningu aflaréttinda í sinn hlut. Ríkið
kynni að leigja hluta kvótans út.
►PÁLL Pétursson félags-
málaráðherra segir að
nefnd á hans vegum hafi
sett fram hugmyndir um að
breyta félagslega eignar-
ibúðakerfinu í félagslegt
húsnæðislánakerfi. Sveitar-
félög losni þá við kaup-
skyldu íbúða.
Forseti í Danmörku
► FRAMK VÆMDASTJÓRI
Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka segir að íslend-
ingar gætu sparað 13 millj-
arða króna vaxtagreiðslur
af innlendum lánum árlega,
gengju þeir í Efnahags- og
myntbandalag Evrópu
(EMU).
FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, og köna háns frú Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir fóru í opinbera
heimsókn til Danmerkur, þá fyrstu til
útlanda. Ólafur Ragnar sagði við heim-
komuna að heimsókjjjn markaði með
vissum hætti upphaf að nýju skeiði í
samskiptum þjóðanna; nýjar kynslóðir
væru ekki mótaðar af erfíðum málum
sögunnar, heldur litu þær á hina sam-
eiginlegu sögu sem uppsprettu margs
sem tengdi þjóðirnar saman.
►SAMBAND íslenskra
sveitarfélaga hyggst skoða
þá hugmynd að stofna sam-
eiginlega eigin lífeyrissjóð.
Dýrt bankakerfi
REKSTARKOSTNAÐUR bankakerfís-
ins á íslandi er um 13 milljarðar króna
á ári. íslenzka bankakerfið er hlutfalls-
lega dýrara og óhagkvæmara en
bankakerfí hinna Norðurlandanna.
Málamiðlun náðist í
Hvíta-Rússlandi
MÁLAMIÐLUN tókst í fyrradag fyrir
milligöngu Víktors Tsjemomýrdíns,
forsætisráðherra Rússlands, í deilum
hvít-rússneska þingsins og forseta
landsins, Alexanders Lúkashenko, um
þjóðaratkvæði og nýja stjómarskrá.
Féllst Lúkashenko á, að þjóðaratkvæð-
ið yrði ekki bindandi og þingið fellur
frá hótunum um að víkja honum úr
embætti. Féllust deiluaðilar á, að stofna
100 manna stjómlaganefnd innan 20
daga og hefur hún þijá mánuði til að
semja nýja stjórnarskrá. Er henni ætlað
að taka mið af úrslitum þjóðaratkvæð-
isins. Verður hún skipuð 50 mönnum
er forsetinn tilnefnir og 50 fulltrúum
þingsins.
► NORSKA sljórnin hefur
ákveðið hvalveiðikvóta 1997
og hugsanlegt er talið, að
bann við útflutningi á hval-
afurðum verði numið úr
gildi strax á næsta ári.
► JÓHANNES Páll páfi hef-
ur þegið boð Fidels Castros
Kúbuforseta um, að koma í
heimsókn til Kúbu á næsta
ári. Líklegt er að hún eigi
sér stað eftir tæpt ár.
► ÁKVEÐIÐ hefur verið
að banna allar veiðar í
mörgum norskum laxám
næsta sumar, og takmarka
þær í öðrum, til að bjarga
laxastofnunum frá ofveiði.
Jeltsín eldmóðugnr
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var eld-
móðugur er hann kom í fyrsta sinn
fram opinberlega á
miðvikudag, hálfum
mánuði eftir hjarta-
skurðaðgerð. Sagð-
ist hann ekki lengur
fínna til í hjartanu,
talaði skýrt og kröft-
uglega en var nokk-
uð stirður til gangs
í fyrstu útivist sinni.
► TUGÞÚSUNDIR Króata
efndu til mótmæla gegn
stjórn landsins í Zagreb á
fimmtudagskvöld og fögn-
uðu um leið því, að stjórnin
hafði gefist upp við að loka
vinsælli og óháðri útvarps-
stöð.
Heitir umbótum
EMIL Constantinescu fór með sigur
af hólmi i forsetakosningum í Rúmeníu
sl. sunnudag. Hét hann skjótum efna-
hagsbótum og lagabreytingum til að
stuðla að erlendum fjárfestingum eftir
sjö ára' stöðnunarskeið undir stjóm
flokks fyrrverandi kommúnista.
► NEITUNARVALDI
beittu Bandaríkjamenn í
öryggisráði SÞ sl. þriðjudag
er gengið var til atkvæða
um ályktun þess efnis, að
Boutros Boutros-Ghali
gegndi áfram starfi fram-
kvæmdastjóra stofnunar-
ínnar.
► VERÐI frumvarp, sem
liggur fyrir breska þinginu,
samþykkt verður leyfilegt
að merkja unga brotamenn
með rafrænum hætti.
FRETTIR
Ekkert að aðferðafræðinni
Horfumst í augu
við niðurstöðuna
FJÖLÞJÓÐLEG rannsókn á náms-
árangri grunnskólanemenda í stærð-
fræði og náttúrufræðigreinum sem
birt var í liðinni viku leiðir í Ijós að
heildarframmistaða íslenskra nem-
enda í 7. og 8. bekk er undir alþjóð-
legu meðaltali í þessum greinum.
Dr. Einar Guðmundsson, deildar-
stjóri hjá Rannsóknastofnun uppeld-
is- og menntamála, hefur stjórnað
rannsókninni frá upphafi þátttöku
íslendinga. Hann segir niðurstöð-
urnar viss vonbrigði, sérstaklega
þegar skoðuð er frammistaða í ein-
stökum þáttum stærðfræðinnar eins
og t.d. algebru og í undirgreinum
náttúrufræði eins og í efnafræði og
eðlisfræði.
Aðspurður um hvort eitthvað í
aðferðafræði rannsóknarinnar gæti
hugsanlega verið óhagstætt fyrir
íslenska nemendur öðrum fremur,
segist Einar afdráttarlaust geta
svarað neitandi. „Við undirbúning
rannsóknarinnar voru gerðar mjög
strangar aðferðafræðilegar og töl-
fræðilegar kröfur, og þau lönd þar
sem þær kröfur voru ekki uppfylltar
eru sérstaklega merkt í skýrslunni
eða koma alls ekki fram þar. Ég
væri fyrstur manna til þess að setja
fyrirvara við þessa niðurstöðu ef
mér þætti ástæða til en svo er ekki
í þessu tilviki. Nú er bara að þora
að horfast í augu við niðurstöðuna
og reyna að bregðast við,“ segir
hann.
Strangt gæðaeftirlit
Einar segir að aldrei hafi verið
staðið jafn vel að aðferðafræðilegum
hluta svona rannsóknar eins og nú
og strangt gæðaeftirlit hafí verið á
Öllum stigum rannsóknarinnar.
„Þannig að ég fullyrði að menn geti
varið tíma sínum betur með því að
skoða niðurstöðurnar heldur en að
efast um þær.“
í sambærilegri rannsókn á læsi
grunnskólanemenda sem gerð var
fyrir nokkrum árum komu íslenskir
nemendur tiltölulega vel út en þar
voru Danir neðarlega. Þó að útkoma
þeirra sé ekki góð í raungreinarann-
sókninni nú hrósa þeir happi yfir því
að standa sig þó skár í henni en í
læsisrannsókninni. Einar segir að
þegar rannsóknirnar tvær, á læsi
og raungreinakunnáttu, séu skoð-
aðar í samhengi, fari myndin af ís-
lenska skólakerfmu að skýrast. „Við
þekkjum það að móðurmáls- og
lestrarkennslan er byggð á miklu
traustari grunni en raungreinarnar
og þar ríkir ákveðin hefð, ekki bara
í skólum heldur líka á íslenskum
heimilum," segir hann.
Tekur 10-15 ár að komast
út úr þessu
Spurður um samanburð við Dani
segir Einar að nú verði íslendingar
að endurskoða hvert þeir sæki fyrir-
myndir að menntakerfinu. „Við verð-
um að stilla strengina upp á nýtt
miðað við þá stöðu sem upp er kom-
in og þéssar nýju upplýsingar, bæði
um okkur sjálf og aðrar þjóðir. Fyr-
ir okkur íslendinga mun það taka
10—15 ár að komast út úr þessu ef
við gerum það af krafti og með
markvissum hætti," segir Einar að
lokum.
Morgunblaðið/Ásdís
HALLDÓR Ásgrimsson formaður og Guðmundur Bjarnason
varaformaður Framsóknarflokksins stinga saman nefjum.
Umræður á flokksþingi framsóknarmanna
Krafizt sam-
tímagreiðslna
Á FLOKKSÞINGI framsóknar-
manna, sem var fram haldið í gær
á Hótel Sögu og lýkur í dag með
kjöri í æðstu embætti flokksins,
var titringur áberandi vegna mál-
efna Lánasjóðs íslenzkra náms-
manna, en samkomulag ríkis-
stjómarflokkanna um endurskoð-
un á lögum um sjóðinn virðist vera
eitt erfiðasta málið í samstarfi
þeirra. Valgerður Sverrisdóttir,
formaður þingflokks framsóknar-
manna, segist vonast til að lausn
finnist á deilunni í vikunni.
í drögum að ályktun flokksþings-
ins um málið er sú stefna Fram-
sóknarflokksins áréttuð, að hann
vilji taka upp samtímagreiðslur á
ný og lækka endurgreiðslubyrði
námslána í 4,5%. Að sögn Árna
Gunnarssonar, aðstoðarmanns fé-
lagsmálaráðherra, sem stýrir starfí
menntamálanefndar flokksþings-
ins, leggur nefndin til að flokks-
þingið lýsi yfír afdráttarlausum
stuðningi við fulltrúa flokksins í
starfi nefndar menntamálaráð-
herra, sem unnið hefur að tillögum
um endurskoðun Lánasjóðsins.
Hinu sama lýsa samtök ungra
framsóknarmanna yfír, í nýrri
ályktun þar að lútandi. í henni seg-
ir einnig, að „tími eftirgjafar og
þolinmæði gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum" sé liðinn. Einungis þurfí
pólitískan vilja til að „rétta hlut
íslenzkra námsmanna".
Bæði í yfirlýsingu ungliðanna
og í máli nokkurra þingfulltrúa í
almennum stjómmálaumræðum í
gærmorgun er sú skoðun áréttuð,
að ungt fólk hafi margt kosið
flokkinn í síðustu kosningum
vegna loforða hans um forgang
menntamála. Hjálmar Árnason al-
þingismaður, sem situr i LÍN-
nefndinni, undirstrikaði mikilvægi
þess, að Framsóknarflokkurinn léti
gjörðir fylgja orðum um forgang
menntamála, sem þýddi að aukið
fé yrði að leggja í menntamálin.
Halldór Ásgrímsson sagði for-
sendu þess, að hægt væri að leggja
meira fé til menntamála, að skapað
yrði svigrúm til þess með auknum
hagvexti, en nú virtist vera gott
lag til þess, þar sem stefna ríkis-
stjómarinnar um 3% árlegan hag-
vöxt fram að aldamótum ætti að
ganga eftir.
Rit til
heiðurs
Sigurjóni
Björnssyni
SIGURJÓN Björnsson, prófessor,
verður sjötugur á morgun 25. nóvem-
ber. Af því .tilefni
mun Hið íslenzka
bókmenntafélag
gefa út á vormán-
uðum afmælisrit
honum til heiðurs.
Margir munu
leggja fram skerf
til ritsins, skáld og
fræðimenn og efni
þess verður fjöl-
breytt; skáldskap-
Siguijón
Byssur gerðar
upptækar
ur, ritgerðir um mál og menningu,
sögu og bókmenntir, svo að nokkuð
sé nefnt. Ritnefnd skipa: Guðrún
Kvaran, Kristján Karlsson og Sverrir
Kristinsson, en ritstjóri er Sölvi
Sveinsson.
Siguijón Björnsson á að baki fjöl-
breyttan kennsluferil á öllum skóla-
stigum og hann hefur setið í stjórn
flölmargra félaga og stofnana. Eftir
hann liggja mörg rit og ritgerðir á
ýmsum fræðasviðum, sálfræði, upp-
eldisfræði, sagnfræði og um bók-
menntir.
-------♦ ♦ ♦-----------
í
\
í
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær mann til greiðslu 50
þúsund krónur sektar og til að sæta
upptöku tveggja skammbyssa, auk
þess sem honum er gert að greiða
samtals 60 þúsund krónur í máls-
kostnað.
Forsaga málsins var sú, að lög-
reglan var kölluð að húsi í miðborg-
inni í ágúst í fyrra vegna innbrots.
í ljós kom að fjöldi skotvopna og
skotfæra var í íbúðinni. íbúðareig-
andinn hafði leyfí fyrir 14 vopnum,
en af þeim fundust ekki 6, en 7
óskráð vopn reyndust vera í íbúðinni
og lagði lögreglan hald á þau.
Dómarinn taldi manninn hafa
gerst brotlegan með því að hafa lát-
ið undir höfuð leggjast að fá tilskilin
leyfí, auk þess sem hann hefði ekki
geymt skotvopn og skotfæri í að-
skildum, læstum hirslum.
k
»
i