Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 10
10 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HEIMILIN VERÐA
AÐ TAKA SIG Á
Þeir sem umgangast
unglinga daglega eru
ekki á því að ofbeldis-
verkum hafi fjölgað né
að þau séu grófari, en
líklega hafi þau færst
neðar í aldurshópa. Þeg-
ar Hildur Friðriks-
dóttir grennslaðist fyrir
komst hún að því að
ofbeldi unglinga er angi
af samfélaginu í heild;
fjölskyldustefnu, at-
vinnumöguleikum, sam-
skiptum, siðferðis-
kennd, uppeldisáhrifum,
fjölskyldutengslum o.fi.
Skólarnir segjast geta
stutt fjölskyldur en
benda á að nemendur
séu 85% tímans á ári
hverju utan skólans
ÞAÐ ERU frímínútur. Tvö
böm, um það bil 8-9
ára, eru að flúskrast í
snjónum, allt í góðu.
Stúikan hefur yfirhönd-
ina og heldur stráknum niðri meðan
vinkona hennar stendur álengdar
og horfír á. Hann berst um og reyn-
ir að sleppa en tekst ekki, stúlkan
hefur greinilega yfirburði. Allt í einu
stígur hin stúlkan nokkur skref fram
og sparkar hálfhikandi í öxl drengs-
ins. Ekki fast, heldur eins og til að
prófa. Ég snarstoppa og spyr höst-
uglega hvort hún sé virkilega að
sparka í liggjandi mann. Hún lítur
skömmustuleg upp og hleypur í
burtu.
Þessi atburður átti sér stað á
skólalóð fyrir ári og hefur oft kom-
ið upp í huga blaðamanns. Tilfinn-
ingin var sú að stúlkan vissi að hún
var að gera rangt, en hana langaði
bara svo óskaplega mikið til að
prófa. Hvers vegna hafði hún löngun
til þess og hvað rak hana áfram?
Af hveiju er ofbeldi orðið harðara
en það var? Af hveiju ganga ungl-
ingar með hníf á sér og hika ekki
við að beita honum á jafnaldra sína?
Hver er undirrót ofbeldis? Getum
við dregið úr því áður en í algjört
óefni er komið og til hvaða úrræða
er hægt að grípa?
Vilja menn sporna við?
Ljóst er að margir eru uggandi í
þjóðfélaginu yfir auknu ofbeldi og
því er spurningin hvort nú sé svo
komið að menn hafi vilja til að
sporna við. Vitað er að með sam-
stilltu átaki foreldra, lögreglu og
skóla er hægt að gera stórvirki eins
og sannast best varðandi útivistar-
tíma. Fyrir aðeins ári var algeng
sjón að sjá unglinga allt niður í
12-13 ára í miðbænum um helgar.
Að sögn Iögreglu er þetta ekki
vandamál lengur. Má tvímælalaust
þakka það herferð lögreglu með
þátttöku foreldra og skóla.
Ómar Smári Ármannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn tekur undir að
samstillt átak foreldra, bama, skóla,
lögreglu og félagsmálayfirvalda geti
haft veruleg áhrif. „Það þarf að
Morgunblaðið/Úr myndasafni
Börnum með hegðunar-
truflanir líður ekki vel
VALGERÐUR Baldursdóttir yfir-
læknir á Barna- og unglingageð-
deild segir að fjöldi stórra rann-
sókna renni stoðum undir þá kenn-
ingu að rætur ofbeldis manna liggi
í æsku þeirra. „Samfella í árásar-
gjarnri hegðun frá bernsku til
fullorðinsára er staðreynd sem
samfélagið verður að horfast í
augu við. Gera verður ráðstafanir
til að draga úr slíkri óheillaþróun
hjá börnum, ef nokkur kostur er,“
segir hún.
Vinna verður með samskipti
þar sem börn koma saman
Hún segir að ofbeldisfull hegð-
un sé fiókið fyrirbæri og fjöldi
kenninga séu til um orsakir þess,
meðal annars byggðar á sálræn-
um, líffræðilegum og félagslegum
þáttum. Mikilvægt sé að bregðast
strax við árásargjarnri hegðun
ungra barna og reyna að koma í
veg fyrir að hegðunin fái að halda
áfram og þar með, oftast, að
versna. „Sjálfsagt mál ætti að vera
að vinna með samskipti barna
hvar sem þau koma saman í hóp-
um svo sem í leikskólum oggrunn-
skólum. Likur á að þessari nei-
kvæðu þróun megi snúa við eru
mun meiri í upphafi en síðar eftir
að hegðunin hefur þróast til verri
vegar í mörg ár,“ segir Valgerður
og bætir við að erfitt sé fyrir for-
eldra að ná tökum á uppeidi barna
sinna og fá einhveiju ráðið um
hegðun þeirra við 15 ára aldur,
hafi ekki verið tekið markvisst á
óæskilegri hegðun þeirra fyrr.“
Hún tekur einnig fram að þegar
foreldrahlutverkinu sé ekki sinnt
á fullnægjandi hátt, hegðunar-
truflanir ekki meðhöndlaðar,
sjálfsmynd barnsins sé lág og þrot
í skóla staðreynd, hafi menn í
höndunum þætti sem oft eru til
staðar hjá þeim sem vaxa upp til
þátttöku í afbrotum, ofbeldi og
hvers kyns andfélagslegri hegðun
sem fullorðnir einstaklingar. Mikil
áhersla sé nú lögð á að kanna
hvemig hægt er að grípa inn í
þessa óheillaþróun hegðunartruf-
lana með sem minnstum tilkostn-
aði og sem mestum árangri.
Árásarhneigðin
greinist strax í æsku
Valgerður segir að hegðunar-
truflanir með árásarhneigð sé
hægt að greina hjá börnum allt
niður í forskólaaldur. Þegar slík
hegðun sé tíðari en almennt gerist
sé það hættumerki sem full ástæða
sé til að vera vakandi yfir. Bendi
sömuleiðis viðtöl við foreldra til
truflunar í tengslum milli þeirra
og barnanna og erfiðleika af sama
toga heima séu þar vísbendingar
sem beri að taka alvarlega. „Börn
í fyrstu bekkjum grunnskóla eru
ósjaldan komin með margvíslega
hegðun sem myndi teljast andfé-
lagsleg hjá þeim sem eldri eru.
Það sem helst virðist hjálpa er að
vinna með barnið í gegnum for-
eldrana. En þar sem foreldrar
þessara barna eru hlutfallslega
oftar óöruggari í hlutverki sínu
en aðrir eða af öðrum orsökum
ráða ekki fyllilega við að sinna
foreldrahlutverkinu, er um víta-
hring að ræða. Til að komast út
úr honum getur þurft öflug stuðn-
inssúrræði fyrir foreldrana," seg-
ir hún.
Hún segir að hegðunartruflanir
og árásargirni komi meira fyrir í
fjölskyldum undir álagi, en bendir
á að þar fyrir utan sé ofvirkni
nyog algeng orsök óróa og ein-
beitingarskorts hjá börnum. Þar
séu hegðunartruflanir mikill
fylgifiskur. Mikilvægt sé að grípa
snemma inn og fylgja því eftir
gegnum alla bernsku barnsins,
þurfi þess með, og þar þurfi for-
eldrar mikinn stuðning. Sömuleið-
is þurfi að grípa flptt inn í þegar
upp komi ný vandamál.
Þjónusta ílágmarki
Valgerður segir að því miður
sé þjónusta við börn með hegð-
unartruflanir í lágmarki hér á
landi eins og gildi reyndar um
hvers kyns geðræn vandkvæði
barna. Að máli hvers barns þurfi
margir fagaðilar að koma og fátt
sé hægt að laga með tækjum eða
lyfjum. „Skoða þarf ítarlega líf
barnsins frá mörgum sjónarhorn-
um og síðan vinna að því að hafa
áhrif á þroska- og lífsskilyrði þess
í heild. Börn eru fyrst og fremst
tilfinningaverur, en Iítið fer fyrir
þeirri sýn í umfjöllun um börn.
Ef til vill segir það okkur eitthvað
um stöðu barna almennt í saman-
burði við fullorðna að allt að því
aukaatriði virðist vera hvemig
þeim líður. Hitt er ljóst að böraum
með hegðunartruflanir líður ekki
vel.“
virkja samstarf þessara aðila eins
og kostur er,“ segir hann og bendir
á að hver um sig búi yfir ákveðnum
upplýsingum, sem þeim fínnist
kannski ekki gefa nægilegt tilefni
til að bregðast við. Þegar þessir
hópar beri saman bækur sínar og
komi upplýsingum á milli skapist
grundvöllur til aðgerða. Hann bend-
ir á að almenningur njóti einnig
góðs af sem hafi aftur jákvæð áhrif
á börnin því það sé ekki eðli þeirra
að vilja skera sig úr.
í samtölum við þá sem umgang-
ast unglinga daglega kom í ljós að
menn eru ekki endilega sammála
því að ofbeldi meðal þeirra sé
grimmara né tíðara en það var fyr-
ir 5-10 árum. Ómar Smári kveðst
eiga í fórum sínum fulla möppu af
blaðaúrklippum af ofbeldismálum
frá árunum 1989-90. Á þeim tíma
voru spörk í liggjandi menn og kar-
atespörk einkennandi. Hann segir
þjóðfélagið vera síbreytilegt og
vegna umfjöllunarinnar á sínum
tíma hafi flestir sem þá voru á
mótunarskeiði tekið þá afstöðu að
forðast ofbeldi. Nú sé nýr hópur að
vaxa upp sem hafí ekki sérstaklega
verið inni í þessari umræðu og þann-
ig gangi samfélagið í bylgjum. I
sama streng tekur Áskell Orn Kára-
son, forstöðumaður Stuðla, sem
starfað hefur um 10 ár með ungling-
um. Hann bendir á að dæmi um
hnífaárásir hafi einnig verið uppi
áður. Menn benda hins vegar á að
þar sem neysla áfengis og fíkniefna
hafi færst neðar í aldurshópa hafi
alvarlegt ofbeldi gert það iíka.
Áhrif myndbanda
Flestir voru á því að ofbeldisfull
myndbönd slævðu hugsun og við-
brögð fólks lenti það í þeim aðstæð-
um að horfa upp á raunverulegt
ofbeldi. Ómar Smári var einn þeirra
sem benti á að siðferðiskennd sumra
barna virtist hafa mótast af mynd-
böndum og háttsemi þeirra tæki
mið af því. Hjá þeim sé ekkert til-
tökumál þó kýlt sé þannig að blæði
úr eða hnífar séu notaðir til að ógna.
Hann tekur þó fram að hér sé að-
eins um lítið brot af heildinni að
ræða. Daníel Gunnarsson, skóla-
stjóri Ölduselsskóla, segir að þegar
valkostur númer eitt hjá fjölskyldu
sé að sitja fyrir framan sjónvarp eða
tölvuleiki öll kvöld og um helgar sé
augljóst að fátt sé um heilbrigða
tómstudaiðju eða áhugamál. „í þeim
tilvikum fara myndbönd að hafa
áhrif á barnssálina sem verður mót-
tækileg þegar ekkert annað er til
að þroska hana. Óheft sjónvarps-
gláp er afleiðing þess að foreldrar
geri sér ekki ljóst að barn þurfi
uppeldi og að uppeldi er verkefni."
Haraldur Finnsson, skólastjóri
Réttarholtsskóla, segir að hann hafi
fundið fyrir breytingu og afstöðu
til ofbeldis þegar myndböndin voru
að halda sem mest innreið sína í
þjóðfélagið á árunum fyrir 1990.
„Við getum kannski ekki haldið
unglingunum frá því að horfa á of-
beldismyndir en ég held að megin-
máli skipti að foreldarnir ræði við
börnin um mismun á ofbeldi í kvik-
myndum og raunverulegu ofbeldi,
jafnvel láti sig hafa að horfa á
mynd með þeim og ræða síðan um
hana.“
Sammerkt var með öllum viðmæl-
endum blaðsins að þeir töldu ofbeldi
afleiðingu margþættra aðstæðna og
tóku fram að menn skyldu varast
að alhæfa í þessum efnum. Niður-
staðan var því sú að unglingar sem
beittu ofbeldi ættu venjulega við
annan frumvanda að etja. Þannig
verður ofbeldið afleiðing ákveðinna
aðstæðna, t.d. neyslu áfengis- og
fíkniefna, hvemig þeir bregðast við
þjóðfélaginu og þar með skólanum.
Undirrót ofbeldis getur líka átt sér
stoð í uppeldisleysi í slíku neysluum-
hverfí eða vegna geðrænna vanda-
mála.
„Aukið álag og streita veldur al-
mennt auknu ofbeldi í þjóðfélaginu
og ein birtingarmynd streitunnar er
aukin árásarhneigð sem eru varnar-
viðbrögð. Svo er eitthvað auðvitað
lært af kvikmyndum og sjónvarpi,"
segir Ragnar Gíslason, skólastjóra
Foldaskóla. Hann tekur íþróttir sem
dæmi þar sem árásarhneigð birtist
að því er í fljótu bragði virðist sak-
leysislegt. „Það að sigra verður upp-
haf og endir alls. Maður sér myndir
af litlum strákum sem öskra eins