Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 11
og ljón til að fagna sigri. Þarna
getum við örlítið slegið á með því
að átta okkur á að við erum að yfir-
færa of mikið álag á krakkana að
sigra og að vera bestur. Kannski
vantar ánægjuna að vera bara mað-
ur sjálfur og að keppa við sjálfan
sig. Þarna getur skólinn komið með
jákvætt uppeldi og auðvitað alltaf í
samstarfi við heimilin."
Heimilin áhrifamestu
uppalendurnir
Þeir skólastjórar sem Morgun-
biaðið ræddi við tóku allir undir að
þrátt fyrir að skólinn gæti ýmislegt
gert til að sporna við ofbeldi, eins
og til dæmis með umræðum ýmist
í hópum, heiluin bekkjum eða með
einstaklingsviðtölum, með námsefn-
inu „Að ná tökum á tilverunni",
með markvissri kennslu í tjáningu
o.fl. væri ekki hægt að horfa fram-
hjá hlutverki heimilanna. Fyrst og
fremst yrði fólk að taka til heima
hjá sér. Einar Magnússon, skóla-
stjóri Hagaskóla, segist ekki í vafa
um að stjórnun skóla hafi áhrif á
hversu langt ofbeldi fái að ganga í
hveq'um skóla fyrir sig. Hann segir
einnig að viðhorf foreldra í hverfinu
út í skóla og nám skipti máli. Hann
ásamt fleirum tekur þó fram að
ofbeldi sé áraskipt milli hverfa.
„Vímuefnaneysla ólögiegra fíkni-
efna og tíðni ofbeldisverka virðist
fara í bylgjum um Reykjavík og
Reykjavíkursvæðið, þannig að við
erum ekki alltaf að glíma við sömu
málin í skólunum. Það er lægð á
einum stað þegar aldan lyftist ann-
ars staðar," sagði Ragnar Gíslason.
Einar Magnússon segist vera orð-
inn þreyttur á að skólinn eigi að
vera ábyrgur fyrir öllum sköpuðum
hlutum. Hann talar því hreint út við
foreldra og nemendur á kynningar-
fundum að hausti. Hann leggur
áherslu á við nemendur að þeir séu
að hefja nám í nýjum skóla, hann
viti ekki um fortíð þeirra og hér sé
tækifæri til að taka sig á. „Ég veit
nokkur dæmi þess að menn hafa
nýtt sér þetta tækifæri af því að
ég tala um það,“ segir hann.
Hann beinir einnig nokkrum
spurningum til foreldra, s.s. hvort
þeir viti hvar barn þeirra sé um
helgar og hvers konar myndbönd
séu í myndbandstækjunum sem oft
eru inni í barnaherbergjunum. „Ef
ekki þá taktu þér einfaldlega tak,“
segir hann. Komi fram á kynningar-
fundum áhyggjur yfir að ofbeldi og
slagsmál hafi aukist segist hann
biðja foreldra að athuga að ekkert
af þessu sé kennt í skólanum. Öll
sé hegðun borin inn í skólann frá
heimilunum, þannig að foreldrarnir
skuli byrja á því að taka til í eigin
garði. „Yfirleitt hefur þessi fullyrð-
ing ekki kallað á miklar umræður,
því að menn skynja auðvitað að
þarna er ákveðin brotalöm," segir
Einar.
Daníel Gunnarsson, skólastjóri í
Ölduselsskóla, tekur undir ábyrgð
heimilanna og segir að börn séu um
12-15% af vökutíma í skóla, þ.e.
85-88% af tímanum á ári hveiju í
höndum annarra. „Skólanum er ætl-
að margt en hann á að segja það
hreint út að hann getur ekki alið
börnin upp. Það verður aldrei frá
uppalandanum tekið. Skólinn getur
haft sínar vinnureglur og óskað eft-
ir ákveðinni umgengni en krakkarn-
ir eru fljótir að greina á milli hegðun-
ar í skóla eða annars staðar. Kennar-
inn getur verið fyrirmynd og stutt
heimilin en það er af og frá að hann
geti komið í stað uppalenda. Annars
held ég að uppeldisáhrif skólans séu
ofmetin á margan hátt."
Haraldur Finnsson, skólastjóri
, Réttarholtsskóla, segir eins og aðrir
að ekki sé hægt að finna einfaldar
leiðir eða skýringar á hegðunar-
vandamálum. „Þarna þarf samvinnu
allra sem fást við börn og unglinga
og þá fyrst og fremst foreldra. Það
er komin töluverð lausung í uppeldi
á síðustu árum sem hefur þó verið
að lagast. Til dæmis eru foreldrar
miklu meira vakandi vegna útivist-
( artíma en fyrir fjórum árum og það
er vegna þess að mikið hefur verið
j hamrað á því. Þó að viðhorfið hafi
i breyst hjá mörgum er samt hópur
sem enn hefur ekki náð tökum á
. þessu,“ segir hann. Þá bendir hann
á að skólinn nái oft verulegum ár-
. angri í lausn á vandamálum ungl-
inga í samvinnu við foreldra og
FORELDRAR geta haft veruleg áhrif á börn sín ef þeir gefa sér
tíma til.að sinna þeim.
ýmsa aðra. „En það kemur ekki
fram á síðum dagblaðanna".
Hvaða úrræði hafa skólarnir?
Helga Friðfinnsdóttir, skólastjóri
Hvaleyrarskóla, segist sannfærð um
að hægt sé að vinna fyrirbyggjandi
starf í skólum en til þess þurfi auk-
inn tíma. „Við höfum verið með
markvissa málörvun hér í skólanum
frá stofnun hans 1990 þar
sem lögð er áhersla á að
nemendur geti leyst úr
ágreiningi sínum með orð-
um í stað þess að láta
handalögmálin gera út-
slagið. Ég hef mikla trú
á þessari aðferð. Það er
nú samt þannig að okkur finnst við
vera að taka tíma frá námsgreinum
sem prófað er í þegar við erum með
markvissa málörvun. Ég lít því
bjartsýnum augum til einsetningar,
því þá ætti að vera meiri tími til
málefna sem þessa.“
„Mér er alltaf að verða ljósara
að við erum að reyna að plástra sár
sem bullandi ígerð er í. Það gerir
enginn heiðarlega tilraun til að kom-
ast að meininu, sem er þjóðfélags-
ástandið og upplausnin sem þar rík-
ir,“ segir einn skólastjórinn. Hann
segir að auðvitað sé hægt að búa
til hæli, heimili og auka sérkennslu
en þar með sé ekki fengist við vand-
ann. „Vandinn er sá að engin fjöl-
skyldupólitík er rekin hér á landi.
Alltof margar fjölskyldur búa við
andlega og mikla veraldlega fá-
tækt. Oft er ekki verið að ala upp
börn, þau eru einungis fóðruð. Mörg
börn alast upp við að foreldrar hafa
engan metnað fyrir þau. Foreldrar
hafa misst vinnuna og hafa því
skerta sjálfsvirðingu. Kjarninn er
að gera foreldrum eða uppalendum
auðveldara að ala upp
börnin því allir vilja þeir
börnum sínum vel.“
Einn skólastjórinn telur
einna verst hversu lítinn
tíma margir foreldrar
hafa fyrir börnin sín. „Það
er sárgrætilegur munur á
þeim börnum sem fá lítið
heima fyrir og þeim sem foreldrar
sinna vel. Sum börn eru mjög rækt-
arlaus hvað varðar tilfínningar og
hegðun. Þess vegna væri mjög þarft
ef við í skólunum gætum komið til
móts við þarfir barnanna. Staðan
er þannig í þjóðfélaginu að sum
börn koma í skólann kl. 7.30 og eru
sótt kl. 17.30 og þá er lítill tími
eftir af deginum. Það þarf að hjálpa
foreldrum eða okkur í skólunum til
að fá meiri tírna."
Erfitt að brjóta upp klíku
Þá kannast allir skólastjórarnir
við að sterkir einstaklingar séu fljót-
ir að mynda klíku í kringum sig og
erfitt sé fyrir skólann að bijóta slíkt
upp. Stundum koma þó félagsmið-
stöðvar inn í og reyna að veita þess-
um hópum úrræði með því að koma
á klúbbastarfi sem höfði til hvers
hóps fyrir sig. „Sá sem hefur yfir
foreldralausri íbúð að ráða um helgi
ásamt landa eða einhveiju slíku,
verður fljótt feiknalega félagslega
sterkur," sagði einn
skólastjóranna. Hópa-
myndun fylgir oft að
krakkar safnast saman á
ákveðnum stöðum. „Síð-
an er farið að hafa fé af
öðrum með hótunum og
öðru sem virðist núorðið
tilheyra þessum hópum,“ sagði einn
skólastjórinn.
I Hagaskóla er orðin regla að
komist upp að nemandi lendi til
dæmis í peningaplokki, hótunum,
slagsmálum þar sem tveir ráðast á
einn eða öðru slíku þá sé hann kall-
aður til skólastjóra. Þar eru málin
rædd og nemandi verður sjálfur að
hringja heim og útskýra hvers vegna
hann er þarna staddur. „Ég enda
samtalið og oftar en ekki leiði ég
foreldrana saman til að heimilin séu
algjörlega inni í því sem er að ger-
ast og til að fyrirbyggja eftirmála.
Þetta hefur gefið góða raun,“ segir
Einar og vitnar meðal annars í föð-
ur sem hringdi nýlega og kvaðst
vera ánægður með framvindu máls-
ins. „Þetta er nákvæmlega eins og
þú varst búinn að segja að hringt
yrði færi eitthvað verulega úrskeið-
is. Nú hefur þú gert það, ég er inni
í málunum og er ánægður með það.
Það verður tekið á þessu heima,“
hafði þessir faðir sagt.
Fleiri en einn sögðu að nemendur
gætu allt í einu breytt um hegðun
á miðju skólaári og nán-
ast alltaf væri ástæðan
sú að þeir hefðu fallið í
gryfju áfengis eða vímu-
efna. Þegar grannt væri
að gáð mætti oftar en
ekki rekja það til breyttra
aðstæðna heimafyrir.
Einn tók dæmi um nem-
anda sem átti við hegðunarvanda-
mál að stríða og vímuefnaneysla
hans fór svo leynt að hvorki skólinn
fé foreldrar vissu af ástandinu. Þeg-
ar upp komst var nemandinn sendur
í meðferð og þegar hann kom til
baka útbjó skólastjórinn sérúrræði
fyrir hann ásamt nokkrum öðrum
nemendum sem áttu við hegðunar-
vandamál að glíma. „Það er aðdáun-
arvert að sjá hvað þessi nemandi
og þeir reyndar allir hafa breyst.
Þessi ákveðni nemandi leggur sig
verulega fram við námið og hrein-
lega blómstrar.11
Öll þessi
hegðun er
borin inn í
skólann frá
heimilunum
Þegar ekkert
þroskar
barnssálina
hafa mynd-
bönd áhrif
Vantar ráðgjöf
fyrir foreldra
FORELDRAR barna í Réttarholts-
skóla eru uggandi vegna ofbeldis-
mála í kjölfar alvarlegra’ likams-
árásar sem einn nemandi skólans
varð fyrir nýverið. Birti Morgun-
blaðið ályktun frá þeim fyrir
skömmu þar sem skorað er á
stjórnvöld, ríki og borg að hlutast
til um bætt úrræði í meðferð og
hjálp við unglinga sem lent hafa
í ógöngum vegna ofbeldis, afbrota
og vímuefnanotkunar. Ennfremur
kom fram í ályktuninni að foreldr-
ar telji brýnt að komið verði upp
hið fyrsta auknu vistunarrými og
þar á meðal bráðamóttöku fyrir
þá sem beita ofbeldi.
Ekkifleiri vistunarpláss
A meðferðarheimilinu Stuðlum
eru 12 pláss fyrir unglinga með
hegðunarvandamál og/eða vegna
áfengis- og fíkniefnanotkunar.
Þar af eru fjögur bráðapláss.
Askell Orn Kárason forstöðumað-
ur segist draga í efa að þörf sé á
miklu fleiri vistunarplássum, sem
séu töluvert mörg á landinu. „Okk-
ur skortir fyrst og fremst ráðgjöf
í göngudeildarformi og félags-
málayfirvöld eru ekki nógu vel í
stakk búin að koma inn í þessi
mál áður en að stofnanainnlögn
kemur. Mér finnst alltof háværar
raddir um slíkt og of mikil áhersla
lögð á innlögn."
Hann telur fólk ekki gera sér
grein fyrir hvað hægt er að gera
án innlagnar og hvað þessi pláss
eru dýr. Hægt sé að veita pening-
um í annað. „Til dæmis er ráðgjaf-
ar- og sálfræðiþjónusta í skólum
alltof lítil og hefur í raun farið
minnkandi. Þar væri hægt að
vinna mikið fyrirbyggjandi stai-f.“
Þá segir hann foreldra, sem vilji
leita hjálpar, þurfa að ganga
mikla píslargöngu og mikla ýtni
þurfi til þess að fá hjálp. Þeim sé
vísað á félagsmálakerfið, sem of-
hlaðið sé verkefnum fyrir. Hann
telur ennfremur stuðning barna-
verndarnefnda ekki nægilega að- .
gengilegan. „Það vantar tilfinnan-
lega foreldraráðgjöf, því enginn
opinber aðili telur sig hafa skyld-
ur til að styðja við foreldra í upp-
eldi,“ sagði Askeli.
Málin malla íkerfinu
Þeir skólastjórar sem Morgun-
blaðið ræddi við tóku allir undir
áskorun foreldra í Réttarholts-
skóla og töldu úrræðum oft ábóta-
vant þegar í óefni væri komið og
biðin alltof löng. „Það vantar til-
finnanlega bráðamóttöku og
vönduð úrræði þar sem krakkarn-
ir eru ekki einungis lokaðir inni
á stofnun heldur þar sem hægt
er að ala þá upp,“ sagði Einar
Magnússon skólastjóri Hagaskóla.
Annar benti á að göngudeildar-
þjónustu vantaði fyrir 13-16 ára
unglinga í vímuefnavanda.
Haraldur Finnsson skólastjóri
Réttarholtsskóla kvaðst vilja sjá
skilvirkara kerfi. „Tímaskynjun
þess er svo hæg að börnin eru
farin að skemma sig of mikið áður
en farið er að lækna þau. Verið
er að malla með málin mánuðum
eða árum saman. í lífi unglings á
aldrinum 13-16 ára gerist marg-
falt meira en á sama tíma hjá full-
orðnum."
Einn skólasljóranna sagðist
hafa gefist upp á nemanda í árs-
byijun og sent málið til fræðslu-
og félagsmálayfirvalda, en tekið
var á málinu fyrir örfáum vikum.
„Ég tel að þessi nemandi hafi
skemmt illa út frá sér á þessum
tíma,“ sagði hann.
Gabriela Sigurðardóttir deild-
arsljóri sálfræðideildar Fræðsl-
umiðstöðvar Reykjavíkur segjr að
dæmi séu um 6-8 mánaða bið eft-
ir úrlausn hjá einstaklingum og
allt upp í tvö ár. „Hins vegar hver
fjöldinn er í samanburði við þá
sem þurfa að bíða í eina viku eða
einn mánuð held ég að hafi aldrei
verið kannað," sagði hún.
Aðspurð hvort vandamál barna
sem leitað væri með til sálfræði-
deilda væru yfirleitt stórvægileg,
sagði hún að það væri eins mis-
jafnt og einstaklingarnir væru
margir. „Hins vegar vitum við að
heimilin á Islandi standa frekar
illa og það eru þær aðstæður sem
börnin vaxa upp við. Við vitum
um atvinnuleysið, lágu launin, jað-
arskattana og ýmislegt fleira í
þeim dúr. Þarna á milli er auðvit-
að samhengi. Þar fyrir utan eru
einstaklingar, sem taka að sér
foreldrahlutverkið, misjafnlega
vel undirbúnir, færir og áhuga-
sarnir."
Hjá einhverjum skólastjórum
kom þó fram að í bráðatilvikum
fengju málin skjóta úrlausn. Að
sögn Valgerðar Baldursdóttur yf-
irlæknis Barna- og unglingageð-
deildar tekur deildin einungis við
börnum sem grunur er um að
stríði við geðræn vandamál, öðr-
um er vísað til Stuðla. Hún leggur
áherslu á að þar sem hegðunar-
truflanir eru verulegar þarf að
taka þær föstum tökum til lengri
tíma.
Skólarnirþurfa aukinn tíma
Helga Friðfinnsdóttir skóla-
stjóri í Hvaleyrarskóla kveðst taka
undir að úrræði vanti en segir að
hægt að sé taka á alvarlegum
hegðunareinkennum með öðrum
hætti en félagslegum úrræðum,
til dæmis kennslufræðilegum.
„Stundum hafa þessi börn helst
úr lestinni og ráða ekki við náms-
efnið inni í bekkjum. Það getur
oft verið byrjunin á slæmri hegð-
un sem smám saman breytist til
hins verra þar til í óefni er kom-
ið. Sé hægt; að veita þeim sérstök
úrræði er það einn þátturinn í að
hjálpa þeim á rétta braut."
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
WICANDERS
' Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
GUMMIKORK róar gólfin niður!
í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
Þ. ÞORGRÍMSSON &.CO
ARMÚLA 29 • PÖSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVIK
SIMI 553 8640 568 6100