Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 13
Rússlands. Forsetinn leggur til að
ný þingdeild, efri deild, verði stofn-
uð með 60 fulltrúum og hyggst
hann sjálfur velja sex þeirra. A
móti vill hann að fækkað verði þing-
mönnum í neðri deild.
Lúkasjenko vill að innleitt verði
ákvæði sem banni ftjálsa sölu land-
næðis, sem margir telja eina af
forsendum fyrir efnahagsumbótum
í landinu. Auk þessa munu kjósend-
ur þurfa að gera upp hug sinn gagn-
vart breytingum sem þingið vill að
gerðar verði á stjómarskrá lands-
ins. Þar er m.a. að finna tillögu
þess efnis að forsetaembættið verði
lagt niður en þess í stað verði völd-
in færð í hendur forsætisráðherra.
Aukinheldur er lagt til að ráðamenn
í borgum og bæjum verði kjörnir
beint í lýðræðislegum kosningum
en þá skipar forsetinn
nú. Lúkasjenko er vitan-
lega andvígur þessari til-
lögu svo og þeirri að
dauðarefsingar verði af-
lagðar í Hvíta-Rússlandi.
Eins og ljóst má vera af þessari
upptalningu er hér um mjög flóknar
kosningar að ræða, ólíkir valdahóp-
ar standa að baki mismunandi til-
lögum og telja má víst að það vefj-
ist fyrir kjósendum að ganga frá
atkvæðinu í kjörklefanum.
„Vitfirringslegir“
stjórnarhættir
í fyrstu bar mest á undrun á
Vesturlöndum og í röðum erlendra
sendimanna í Minsk sökum fram-
ferðis forsetans. Landið hafði enda
gleymst í vestri og fáir sýnt því
raunverulegan áhuga. Nú hefur
orðið snögg breyting þar á. Vest-
rænir þingmenn lýstu á mánudag
yfir stuðningi við starfsbræður sína
í glímu þeirra við forsetann og for-
seti Norður-Atlantshafsþingsins,
sem þingmenn í Norður-Ameríku
og Evrópu skipa, lét svo ummælt
að framferði forsetans væri í senn
„ólöglegt, ólýðræðislegt og á köfl-
um vitfirringslegt." Þessi yfirlýsing
barst skömmu eftir að Lúkasjenko
hafði hvatt andstæðinga sína til að
hverfa úr landi sigraði hann í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni.
Fleiri vísbendingar hafa komið
fram sem gefa til kynna að forseti
Hvíta-Rússlands sé ekki einungis
maður sérlundaður. Nýverið greindi
fyrrum háttsettur starfsmaður á
skrifstofu Lúkasjenko frá því að
vinnudagur hans hæfist jafnan á
því að hann ætti fund með aðalrit-
ara Öryggisráðs forsetans. Sá gæfi
honum jafnan skýrslu þess efnis
að hann væri umsetinn óvinum.
Honum væri ávallt gerð grein fyrir
nýjasta samsæri hatursmanna
sinna í landinu og í Bandaríkjunum.
Þegar þessum fundi lyki kæmi yfir-
maður skrifstofu efnahagsrann-
sókna forsetaembættisins á fund
Lúkasjenko og íjallaði um spilling-
una sem einkenndi nánustu sam-
starfsmenn hans og undirsáta. Því
næst kæmi aðstoðarskrifstofustjóri
forsetaembættisins til fundar við
forsetann og færi í gegnum óvin-
samleg skrif um Lúkasjenko í dag-
blöðum stjórnarandstöðunnar.
„Þessu lýkur ekki fyrr en um hádeg-
isbil og menn geta gert sér í hugar-
lund í hvers konar ástandi forsetinn
er þá,“ sagði þessi heimildarmaður.
Þessar ofsóknarhugmyndir for-
setans, sem einkenndu svo mjög
marga af leiðtogum
kommúnista í fyrrum
leppríkjum Sovétmanna
í Austur-Evrópu, hafa
líkt og áður getið af sér
öfluga leyniþjónustu-
starfsemi. Nýverið rakti Lúkasj-
enko ítarlega fyrir sendiherrum
NATO-ríkja í Minsk samtal þeirra
sem farið hafði fram í breska sendi-
ráðinu í borginni tíu dögum áður.
Öllu óhefðbundnari þótti orðræða
forsetans í samtali við sendiherra
Bandaríkjanna í borginni sem hefur
aðsetur i næsta húsi við forseta-
skrifstofuna. Lúkasjenko vændi
sendimanninn um að hafa átt fundi
með andstæðingum sínum. Er for-
setinn var spurður hvaðan hann
hefði þessa vitneskju kvaðst hann
fylgjast grannt með hinum banda-
rísku nágrönnum sínum og hefði í
því skyni látið gera gat á vegg
milli húsanna sem hann horfði iðu-
lega í gegnum í nafni þjóðaröryggis.
Óvissa um kjarnorkuvopn
Áhyggjur í nágrannaríkjunum og
á Vesturlöndum af þróun mála í
Hvíta-Rússlandi og þeim óstöðug-
leika sem einkennir stjórnarfarið
hafa ekki síst verið tilkomnar sök-
um þeirra kjarnorkuvopna sem þar
hefur verið að finna. Samkvæmt
START-sáttmálanum um fækkun
langdrægra gereyðingarvopna bar
Hvít-Rússum að afhenda rússnesk-
um stjórnvöldum vopn þessi til eyði-
leggingar. Fullkomin óvissa hefur
ríkt um framkvæmd þessa. í land-
inu hafa fram til þessa verið geymd-
ar langdrægar kjarnorkueldflaugar,
sagt var að þær væru ýmist tíu eða
átján að tölu. Flutningunum til
Rússlands bar, samkvæmt sáttmál-
anum, að Ijúka á þessu ári. Óvissa
í þesu efni hefur víða
valdið áhyggjum. Menn
á Vesturlöndum voru
jafnvel teknir að óttast
að hvít-rússnesk stjórn-
völd hygðust nota vígtól-
in til að treysta samningsstöðu sína
i viðræðum við Vesturlönd, ekki
síst þar sem ráðamenn í Eystra-
saltsríkjunum og Póllandi hafa lýst
yfir sífellt meiri áhyggjum af vopn-
unum í höndum Lúkasjenkos og
manna hans. Á föstudag bárust
hins vegar þær fréttir að Hvít-Rúss-
ar hefðu uppfyllt ákvæði START-
sáttmálans, vopnin hefðu öll verið
flutt til Rússlands.
Ástandið og óstöðugleikinn í
Hvíta-Rússlandi kann einnig að
hafa áhrif á umræður um fram-
kvæmd þeirrar ákvörðunar að
stækka Atlantshafsbandalagið
(NATO) til austurs, en nú liggur
fyrir að sú stækkun verður að veru-
leika, trúlega árið 1999. Hvíta-
Rússland á landamæri m.a. að Pól-
landi (sjá kort) sem er eitt þeirra
rikja sem þrýstir hvað ákafast á
að fá aðild og verður í fyrsta hópi
nýrra NATO-ríkja. Stækkun NATO
við þær aðstæður sem ríkja í Hvíta-
Rússlandi mun ekki verða til þess
að draga úr þeirri óvissu sem nú
ríkir á þessari nýju brotalínu aust-
urs og vesturs í Evrópu. Því er ljóst
að áhrifa upplausnarinnar og valda-
baráttunnar í Hvíta-Rússlandi kann
að gæta langt utan landamæra rík-
isins.
Sjálf niðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í Hvíta-Rússlandi mun
tæpast skipta sköpum fyrir fram-
vindu mála í þessu sérkennilega
ríki, sem samkvæmt landfræðilegri
skilgreiningu heyrir Evrópu til en
virðist fljóta um í tómarúmi eigin
tilvistarkreppu. Fullyrða má að
landsins bíður aðeins enn meiri ein-
angrun takist Lúkasjenko forseta
að auka enn völd sín. Frekari óstöð-
ugleiki á stjórnmálasviðinu virðist
óhjákvæmilegur því telja má ólík-
legt að forsetinn láti staðar numið
þótt hann verði undir í kosningun-
um. Fullvíst má og heita að þing-
heimur neiti að viðurkenna niður-
stöðu þeirra.
Ef'nahagsaðstoð
útilokuð
Á vettvangi efnahagsmála. bíða
aðeins áframhaldandi fátækt og
dapurleg lífskjör landsmanna.
Langt er um liðið frá því að vest-
rænar hjálparstofnanir á þessu
sviði, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
og Alþjóðabankinn, lýstu yfir því
að Hvít-Rússar gætu
ekki vænst frekari að-
stoðar;efnahagur lands-
ins ætti sér ekki viðreisn-
ar von á meðan stjórn-
völd þráuðust við að
hefja nauðsynlegar umbætur.
Hvít-Rússum hefur ef til vill tek-
ist að öðlast sérstöðu í Evrópu sam-
tímans þótt tæpast verði það til
þess að þjappa landsmönnum sam-
an undir fána þjóðernisvitundar.
Hvíta-Rússland er við að verða eins
konar „útlagaríki" í Austur-Evrópu;
skólabókardæmi um hvernig unnt
er að kalla pólitíska einangrun og
einsemd yfir bláfátæka og illa upp-
lýsta þjóð, sem á sér enga von um
framfarir og bætt lífskjör. Þetta er
að sönnu dapurlegt hlutskipti, sem
engin breyting verður á um fyrirsjá-
anlega framtíð nema nýir stjórnar-
hættir verði innleiddir með nýjum
valdhöfum. í því efni er hyggilegast
að stilla bjartsýni í hóf.
Hann harmar
endalok Sov-
étríkjanna
„Ólöglegt, á
köflum vitfirr-
ingslegt"
Hættulaust
fitulyf í
sjónmáli?
Washington. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa skýrt frá því að nýjar upp-
götvanir geti orðið til þess að
brátt verði hægt að þróa hættu-
laust lyf sem dragi úr fitunni í
líkamanum án þess að fólk þurfi
að fara í megrun.
Rannsóknir vísindamann-
anna miða að því að finna leið-
ir til að stjórna prótíninu OB
eða leptín, sem fitufrumur geta
af sér, en það sendir boð til
heilans og hefur áhrif á matar-
lyst manna og efnaskipti
líkamans. Þeir segja að nýjar
uppgötvanir um virkni leptíns
geti greitt fyrir árangursríkum
og hættulausum lyfjum sem
gætu dregið úr ofáti og minnk-
að fituna í líkamanum til lang-
frama.
Vísindamennirnir segjast
hafa einangrað viðtaka leptíns,
eða frumur sem nema prótín-
ið og gegna veigamiklu hlut-
verki í því að koma boðum til
heilans.
♦ ♦ ♦----
Boðið upp
á „sýndar-
ódauðleika“
London. The Daily Telegraph.
FOLK sem vill senda „ástar-
og saknaðarkveðjur“ til ástvina
sinna getur nú sent þær í geim-
inn til varðveislu í þúsundir ára.
Eilífðarfyrirtækið, sem er
með höfuðstöðvar í London,
býður upp á þá þjónustu að
geyma skilaboð og myndir á
tölvudiskum, sem verður komið
fyrir í rússneskum gervihnetti.
Honum verður skotið á loft í
október á næsta ári og gert er
ráð fyrir að hann verði á braut
um jörðu í þúsundir ára.
Þessi „sýndaródauðleiki",
eins og fyrirtækið kallar þjón-
ustuna, kostar sem svarar tæp-
um 2.000 krónum fyrir 80 orða
skilaboð. Greiða þarf jafnvirði
3.200 króna fyrir hundrað orð
og ljósmynd.
Fyrirtækið hyggst safna
slíku efni á allt að tíu tölvu-
diska, sem verða geymdir í litlu
hylki í gervihnettinum.
Dagur harmonikunnar
Fjölskylduskemmtun í Danshúsinu Glæsibæ
við Álfheima kl. 15.00 sunnudaginn 24. nóv.
Tónleikar, kaffiveitingar og dans í lokin.
Fram koma einleikarar, duettar og hljómsveitir.
Harmonilmfélag Reuhjavíhur.
Flugffy/tfpGisting
:ana RÍ
Á EINSTÖKIIM KJÖRIIM 1 “ ~ ~ . i
M Cm m ■ m Fiugoggisting
/■ ■ ■ ■ ■ m I pr. mann.
/ ■ w ■ ■■ 1^^ Flugv.skattar innif,
Verðið miðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan.
2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára.
Flug og gisting pr. mann.
lug ww
Flugv.skattar innif.
Verðið tniðast við gistingu
í 11 daga á Aguacates 4. jan.
2 fullorðnir saman í íbúð.
Verd pr. mann frá kr.:
59M-
BROTTFARARDAGAR TIL KANARIEYJA:
21. des., 4.jan., 8.jati., 29.jan., 5feb., 12.feb., 19feb.,
26.feb., 5.mar., 12.mar.
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14
FERÐIR
Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066
20°/«
kynningarafsláttur
af þtssum (fassíslqi
(qistaCsgtösum,
allar tegundir til
vikuna 25. nóvember-
2. desember
Ávaíít fyrirdggjandi
&. zawiei
"Vetrarbrautin"
handskorinn krista.ll