Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 25
Við vorum með þeim fyrstu
sem tókum af skarið og keypt-
um pláss í Kringlunni. Utkoman
varð sú að veltan í versluninni
í Kringlunni varð fimmföld á við
verslunina á Laugaveginum.
er mjög ánægjuleg. Árið 1976 var
hlutdeild fyrirtækisins núll, en í
dag, tuttugu árum seinna er hún
rúm 45%. Það eru tvö prósent á
ári. Reyndar hefur aukningin verið
hröðust síðustu tíu árin.“
I hvaða einingar og hvernig hlut-
föllum skiptist starfsemi Skífunn-
ar?“
Jón heldur áfram: „Þriðjungur
er heildsala, þriðjungur er smásala
og þriðjungur er kvikmyndadeild-
in. Við höfum verið að tala tals-
vert um tvær fyrstu deildirnar, en
kvikmyndadeildin dreifir mynd-
böndum, kvikmyndum og efni í
sjónvarp. Þá tók fyrirtækið Regn-
bogann á leigu árið 1989 og keypti
fyrirtækið og húsnæðið skömmu
síðar. Þetta gerðum við í krafti
þess að við náðum samböndum við
stóra dreifingaraðila í Bandaríkj-
unum fyrir ýmis af frægustu kvik-
myndaverunum á borð við 20th
Century Fox o.fl. Við höfum náð
hagstæðari samningum fyrir vikið
og enn og aftur er tímasetningin
rétt; engin þjóð_ í Evrópu fer jafn
mikið í bíó og íslendingar."
Breyttar áherslur?
Nýverið var greint frá því að
nýr framkvæmdastjóri, Ragnar
Birgisson, og fjármálastjóri, Sig-
urður Grendal Magnússon, hefðu
verið ráðnir til Skífunnar. Jón, sem
að auki er starfandi stjórnarform-
aður íslenska útvarpsfélagsins,
hefur lýst ráðningu þeirra sem
tímamótum hjá fyrirtækinu. Merk-
ir tilkoma þeirra að Jón sé að losa
um sig til að geta sinnt öðru? Og
þá hverju?
„Við höfum verið með fram-
kvæmdastjóra og fjármálastjóra
undanfarin ár en ég hef verið mik-
ið í daglega rekstrinum. Það stend-
ur til að ég minnki það við mig.
Já, ég get tekið undir það að með
þessu sé verið að losa um mig.
Er það ekki draumur hvers manns
að hafa meira svigrúm til að vinna
að sinni framtíðarsýn? Mér finnst
hins vegar ekki tímabært að ég
fari neitt út í hvað stendur til. Vil
þó aðeins segja, að ekkert er úti-
lokað og við Helga erum saman
að skoða ýmsa möguleika."
Helga neitar því ekki aðspurð
að innan tíðar verði nýr yfirversl-
unarstjóri ráðinn til að leysa haná
af. „Eg get vel haldið mínu striki
með margra ára reynslu en tískan
er afar samofin því sem þetta fýr-
irtæki stendur fyrir og tískan er
fyrir ungt fólk. Ég tel því að fram-
varðarsveitin hjá okkur þurfi að
vera skipuð ungu fólki,“ segir
Helga.
Því hefur verið fleygt að hugur
þeirra hjóna stefni vestur um haf
til að freista gæfunnar við kvik-
myndaframleiðslu. Einnig hefur
heyrst að þau hafi áhuga á því
að byggja upp „Skífulegt" veldi í
Eystrasaltsríkjunum. Jón svarar
eins og véfrétt og þau kíma hvort
til annars: „Við erum að búa í
haginn og horfa fram veginn. Það
er ekkert útilokað."
Er ísland orðið of lítið fyrir
ykkur?“
Jón svarar: „Fyrirtækið okkar
er hér og dafnar vel. Eftir tuttugu
ár til viðbótar reiknum við hjónin
með því að enn verði það í farar-
broddi á sínu sviði. Við erum allt-
af að líta í kringum okkur og leita
eftir hentugu og stærra húsnæði.
Það væri t.d. gaman að geta kom-
ið á fót nokkurs konar dægradval-
armiðstöð, eða „entertainment
center" eins og það er kallað ytra.
Það er dæmi um mögulegan vaxt-
arbrodd á íslandi. Varðandi útlönd
höfum við séð menn og fyrirtæki
hasla sér völl erlendis og eins og
áður sagði þá er ekkert útilokað
og við erum að skoða möguleik-
ana.
Ein spurning að lokum. Hjónum
gengur alla vega að vinna saman,
bæði innan heimilis og utan,
hvernig gengur ykkur að stapda
þétt saman um svo umfangsmikið
stórfyrirtæki?
Helga verður fyrri til og hennar
eru lokaorðin: „Það gengur alveg
prýðilega. Fyrstu árin stóðum við
bæði í öllu, en þegar vegur fyrir-
tækisins fór vaxandi, afmörkuð-
ust starfssvið okkar hægt og ró-
lega. Auðvitað höfum við átt okk-
ar stundir, við erum jú bæði
sóknarhugar og harðákveðin. Við
höfum þurft að læra að vinna
saman, en nú kunnum við á þetta
og ég fæ að gera það sem ég
geri best og Jón gerir það sem
hann gerir best. Meðan við höld-
um okkur við það, fer þetta allt
saman vel.
Hátídahöld!
lista, menningar og ferðaþjónustu
Tengist starf þitt ferðamálum, sveitastjórnarmálum, byggðamálum, menningarmálum, listum,
hátíðum, markaðsmálum eða ráðstefnum?
Þá er hér námstefna fýrir þig. Þaulreyndir fyrirlesarar miðla af reynslu sinni af skipulagningu,
fjármögnun, dagskrárgerð, markaðsöflun, kynningu, kostun og stjórnun og upplýsa hvernig þessir
þættir tengjast ferðamálum með auknum straum gesta og þjónustu við þá.
Skýrt verður m.a. frá skipulagningu listahátíðinnar í Edinborg, sem er stærsta listahátíð í heimi
og aflar skosku efnahagslífi ío milljarða fsl. króna á ári, Stockholm Water Festivat, sem laðar
að sér árlega eina milljón gesta og einnig því frumkvöðulstarfi sem aukið hefur á hróður og
aðdráttarafl bæjarfélaga á Islandi vegna þeirra hátíða og viðburða sem þar eru haldnir.
Námstefna
Scandic Hótel Loftleiðum föstudag 6. des. 1996 kl. 9.30 - 17.15
Dagskrá:
’ Setning.
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
Listahátíð f Reykjavík
(!)
Ráðstefnuskrifstofa
ÍSLANDS
International Festivals &
Events Association Europe
Fyrir gesti utan af landi:
Scandic Hótel Loftleiöir
og Hótel Saga
bjóða sérkjör
á gistingu í tengslum við
ráðstefnuna.
Flugleiðir-innanlands
bjóða 40% afsiátt á flugi
til og frá höfuðborginni.
Þórunn Sigurðardóttir, formaöur framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík.
• Ráöstefnuskrifstofa íslands. Hlutverk og tHgangur?
Jóhanna Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu fslands.
• Sambúö ferðamála og lista. (The Marriage of Tourism and the Arts.)
Nick Dodds, framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Edinborg
og fyrrverandi stjórnarformaður IFEA, Europe.
• Evrópusamvinna.
Þorgeir Ólafsson, deildarsérfræðingur, menntamálaráðuneyti.
• Vogun vinnur, vogun tapar.
Valgeir Þorvaldsson, frumkvöðull Vesturferarsafnsins,
Jónsmessuhátíðarinnar og fleiri viðburða á Hofsósi.
• lazzhátídin á Egilstöðum.
Ámi ísleifsson, tónlistarkennari.
• Menningarborgin árið 2000.
Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.
• Frábærar hugmyndir frá hátídum og uppákomum IFEA:
Nýjar hugmyndir um hagnað, fjölmiðlun, markaðsöflun,
dagskrárgerð og framkvæmdastjórnun.
Charlotte De Witt, forseti IFEA Europe.
• Ólíkar aðferðir við skipulagningu og fjármögnun listahátíða.
Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík.
• Atvinnulíf og menningarstarfsemi.
Þorsteinn M. Jonsson, framkvæmdastjóri Vífilfells ehf.
• Framtíd í fortíÖ. Víkingahátídin í Hafnarfirdi.
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Víkingahátíðar.
• Listasumar á Akureyri.
Ragnheiður Ólafsdóttir, ritari Gilfélagsins.
• Frá núlli upp í fjórar milljónir gesta á fimm árum:
Saga Stockholm Water Festival.
Eva Whitmore, dagskrárstjóri Stockholm Water Festival
og stjórnarformaður IFEAE.
• Fyrirspurnir og umræöur.
• Móttaka í boði borgarstjóra.
Fundarstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
|Námstefnugjald:
Skráning: Ráðstefnuskrifstofa fslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík. Sími: 5626070. Fax: 5626073.
3.500 kr
4.000 kr. ef greitt
er eftir 2.12.96
ip-Lantisín
Reykjavík: Austurstrœti 12 • S. 5691010 • Slmbréí 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 5691070
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Simbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355
Keflavík: Hafnargðtu 35 • S. 421 3400 • Simbróf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 4311195
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Sfmbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Sfmbréf 481 2792
ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S.456 5390 Einnig umboðsmenn um land allt
Gríptu gæsina meða
í Dublin bíður þín
jólastemning.
örfa s
12.06
laus