Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 34
34 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Síðasti
bærinn í
dalnum
*
Unaðsdalur, yst á Snæfjallaströnd við Isa-
fjarðardjúp, er nú farinn í eyði og þar með
„fegursta bæjamafnið sem íslandssagan á“
HEYVINNA í Unaðsdal snemma á sjötta áratugnum.
Eftir Rúnar Helga Vignisson
HVAR er nú verndar-
hönd Rindils og
huldukonunnar? Síð-
asti bærinn í dalnum,
æskuslóðir dvergsins
sem lék Rindil í samnefndri mynd,
virðist vera farinn í eyði. A þá að
falla frá fegursta bæjarnafnið sem
Islandssagan á? eins og Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson kvað í ljóðinu
„Snæfjallaströnd"?
Svarið endurómar um þennan
harðbýla sveitasal. Nú er stórbýlið
Unaðsdalur ekki annað en sumar-
bústaður síðustu ábúendum sínum,
afdrep og tilbreyting frá lífi í mild-
ari heimkynnum syðra. Ogþað sem
meira er, allur hreppurinn er nán-
ast kominn í eyði. Þar Sem áður
var um 400 manna byggð standa
nú aðeins minjar um mannlíf, sums
staðar reisuleg mannvirki sem bera
vott um stórhug og dugnað horf-
innar tíðar.
Hvernig er þér innanbijósts hér
í tómu fjósinu? spyr ég Kjartan
Helgason, síðasta bóndann. Hér
þar sem þijátíu kýr hafa baulað
og maulað áratugum saman, þar
sem Kjartan og fjölskylda hefur
sveist blóðinu, fyrst við að reisa
þetta mannvirki, síðan við mjaltir
og gjöf alla daga, ár og síð. Hvern-
ig tilfinning er það að sjá básana
auða, mjaltavélamar famar, kýrn-
ar þagnaðar?
En það er ekki tregi og eftirsjá
sem ráða för eins og rómantíkerinn
í greinarhöfundi bjóst við. Það er
öðm fremur léttir.
Það er léttir manns sem gengur
uppréttur, þrátt fyrir allt, frá ára-
tuga glímu við náttúruöflin í harð-
býlustu sveit á Islandi. Manns sem
hefur orðið að strengja kaðal milli
bæjarhúsa og fjóss svo að hann
fyki ekki út í buskann á leið til
gegninga. Manns sem hefur barist
á dráttarvél mót hríðarbyljum til
að koma lífsviðurværinu á Djúp-
bátinn og átt hundi líf-að launa.
Ekki furða þótt þeir á bátnum
hefðu stundum þurft að bíða eftir
Kjartani í Dal. Osjaldan var hann
nokkra klukkutíma að beijast
þessa fjóra kílómetra á bátinn.
Eitt sinn þurfti hann hvað eftir
annað að taka farminn af og bera
hann yfir snjóskaflana til að létta
kerruna.
Nú kemur Djúpbáturinn með
ferðalanga. Það eru fyrri ábúend-
ur, afkomendur þeirra og forvitnir
gestir í leit að sveitasælu. Þeir
kjaftfylla litlu kirkjuna á eyrinni
niðrundan bænum, nýuppgerða
sveitakirkjuna þar sem goðsögnin
séra Baldur Vilhelmsson í Vatns-
firði predikar eins og honum einum
er lagið. Hér hafa íbúar hreppsins,
sumir komnir alla leið utan af
strönd eða innan úr Kaldalóni, oft-
lega hlýtt á fagnaðarerindið, en
stundum hin seinni ár var messan
reyndar flutt heim í stofuna hjá
frú Stefaníu í Unaðsdal.
Nú talar séra Baldur um stíg-
vél. Nei, ekki hlæja, stígvél eru
tákn tímanna tvennra í þessum dal
sem öðrum, þar sem gengið var
blautum fótum til verka á sjó og
landi. Þangað til stígvélin komu.
„Á þetta minnist enginn," segir
séra Baldur og heldur athygli
kirkjugesta frá orði til orðs. Um
leið fer að rigna og greinarhöfund-
ur sér konu sína og börn vaða
kafgresið ofan frá bænum — á
stígvélunum sem hann sótti fyrir
þau áður en hann hélt til kirkju.
Kjarkmaður Kolbeinn í Dal
Hann er ekki viss, en telur sig
hafa verið fyrsta bamið sem fædd-
ist foreldrum sínum, Hejga Guð-
mundssyni og Guðrúnu Ólafsdótt-
ur, í hinum nýju heimkynnum með
fagra nafninu. Það var í gamla
bænum, sem nú er tóftir einar. Þar
bjó áður frændi Kjartans, hinn
nafntogaði Kolbeinn í Dal. Frægð-
ina hlaut hann fyrir að vera djarf-
tækur til kvenna. Sagan segir að
hann hafi einu sinni átt þijár kon-
ur óléttar eftir sig á sama tíma,
eiginkonuna og tvær vinnukonur.
Eitt sinn var hann kallaður fyrir
sýslumann út af þessum umsvifum
sínum, en sór af sér kvennafarið.
Þá varð sýslumanni að orði: Kjark-
maður Kolbeinn í Dal. Þetta varð
síðan fleygt þar í sveit og víðar.
Við göngum niður að leiði Kol-
beins og konu hans. Kjartan
spaugar með það að hann hafi allt-
af verið stoltur af skyldleikanum
við þann mikla kvennamann. Og
getur sér þess til að Kolbeinn hafi
losað sig úr klípunni með því að
láta vinnumenn sína gangast við
lausaleikskrógunum.
Helgi í Dal hélt uppi merki for-
vera síns að því leyti að hann átti
með Guðrúnu konu sinni stóran
barnahóp, sextán stykki. Næstelst-
ur í þeim hóp var Guðbjörn, sem
lék Rindil í kvikmyndinni áður-
nefndu. Hann fékk beinkröm í
æsku og varð dvergur. Nú er Guð-
björn allur, dalurinn kominn í eyði
og tröllin einráð.
Kjartan og Stefa létu ekki sitt
eftir liggja, eignuðust fjögur börn
og hafa þau öll hleypt heimdragan-
um, tvö þeirra alla leið til Noregs.
Það eru engir heimdragar í tún-
inu lengur. Engar kátar vinnukon-
ur að fleka, engin hundgá, ekkert
hanagal, ekkert mal í dráttarvél.
En fuglasöngur undir, yfir og
allt um kring.
Iðandi mannlíf
Hver getur ímyndað sér iðandi
mannlíf í þessari sveit? Ekki roskin
bændahjón á stangli, heldur fríðan
hóp sprækra ungmenna í þéttbýlfi
sveit, að ógleymdum vinnuhjúun-
um, ekki aðeins í þessum dal, held-
ur út eftir allri Snæfjallaströnd og
inn í Kaldalón?
Greinarhöfundur man þá tíð,
Á BRÚÐKAUPSDEGI Kjartans og Stefaníu, 21. júlí 1951. Þau
halda þarna á frumburðinum í fanginu, Elínu.
SYSTKININ sextán úr Unaðsdal samankomin ásamt móður sinni
við jarðarför heimilisföðurins haustið 1945. Aftari röð frá vinstri:
Sigurborg, Haukur, Guðbjörg, Kjartan, Matthías, Steingrímur,
Sigurlína, Jón, Hannibal. Fremri röð: Lára, Auðunn, Ólafur, Guð-
ríður, móðirin Guðrún Ólafsdóttir, Guðmundur, Guðbjörn, Lilja.
Öll eru systkinin á lífi nema Guðbjörn, en Guðrún lést árið 1987,
á 91. aldursári.
MESSA í Unaðsdalskirkju sumarið 1996. Eitt síðasta verk hrepps-
nefndarinnar var að láta gera upp kirkjuna.
fyrir þijátíu árum, að búið var í
Bæjum, Lyngholti, Unaðsdal og á
Tyrðilmýri, svo ekki sé talað um
perlu Djúpsins, eins og séra Baldur
kallar Æðey. En í ungdæmi Kjart-
ans var öllu fjölmennara, þá iðaði
sveitin öll af snarborulegum krökk-
um frá Kaldalóni og langt út eftir
Snæfjallaströnd. Kjartan gefur
mér yfirlit yfir mannvalið og við
stiklum á staksteinum:
„Á Lónseyri bjó Jens Guðmunds-
son og Guðmunda Helgadóttir og
eignuðust sex börn... í Bæjum
var fjórbýli. í Hærri bænum voru
hjónin María Ólafsdóttir og Sigurð-
ur Ólafsson, þau áttu saman 14
böm og að auki átti Sigurður einn
son .. . í Lyngholti bjuggu hjónin
Ingvar Ásgeirsson og Salbjörg Jó-
hannsdóttir, ljósmóðir flestra
barna í hreppnum eftir 1930, þar
á meðal okkar barna ... þegar
ég man eftir mér er þríbýli á Tyrð-
ilmýri. Þar er fyrstan að telja Elías
Borgarsson og Elísabetu Hregg-
viðsdóttur, hálfsystur Jens frá
Lónseyri, sem búa á stærsta hlut-
anum ... Hlíðarhús var næsta
býli í byggð fyrir utan Mýri. Þar
var stór fjölskylda, þrettán manns
eða svo... Á Skarði bjó Jakob
sonur Kolbeins og Símonía kona
hans, þau eignuðust sjö börn ...
Svo er Sandeyri, þar var ein dóttir
Kolbeins, Elísabet, gift Tómasi
Sigurðssyni og hann var lengi vel
hreppstjóri, þau eiga fjögur börn
og var nú ekki talið mikið í þá
daga ... Svo eru það Snæfjöll, þar
býr Rósinkar sonur Kolbeins og
þau eiga mörg börn ... Þá er líka
búið á Gullhúsá og þar er Guð-
mundur Maríasson ... Þá er óget-
ið perlu Djúpsins, Æðeyjar, þar
voru stór býli, og oft 40 manns í
eynni.“
Og á hveiju þreifst allt þetta
fólk? Ekki á landbúnaði öðru frem-
ur, heldur á útgerð. Það var út-
ræði frá hveijum bæ, enda gjöful
mið skammt undan landi. „Það var
áður en þeir eyðilögðu miðin með
snurvoðinni," segir Kjartan.
í ungdæmi Kjartans var ung-
mennafélagið ísafold stofnað og
gekk margt af unga fólkinu á ytri
ströndinni í það. Var þá komið á
hestum á sumrin og farið fram á
Dalsdal, en þar var byggð sund-
laug við volgru á fjórða áratugn-
um. „Pabbi gefur ungmennafélag-
inu landspildu til þess að koma upp
aðstöðu og byggja sundlaug í því
augnamiði að kenna sund. Þá var
að vakna áhugi fyrir því að þeir
sem færu á sjó kynnu að synda.
Það voru fengnir sundkennarar og
þeir kenndu þama í nokkur ár.“
Unga fólkið miklaði ekki fyrir
sér fjarlægðir og stöku sinnum var
farið fótgangandi yfír heiði til að
mæta á dansleik norður í Grunna-
vík eða á Flæðareyri. Það var
nokkurra tíma gangur hvora leið.
Stundum var þó farið á milli á
vélbátum eftir að þeir komu til
sögunnar.