Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
cuniiTm
► ciamia
Mynd semlífgar uppá tilveruna.
H.K. DV
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
CrOTT BÍÓ!
GEIWRO
is!E2532l
nniDOLBYl
DIGITAL
ENGU LÍKT
DIGITAL
ENGU LÍKT
Verndarenglarnir er spennu- og gamanmynd í anda Les Vlslteurs erfda
gerð af sama leikstjóra og handritshöfundi, Jean-Marie Poire. Þeir
Gerard Depardieu og Christian Clavier (Les Visiteurs) eru ærslafullir i
þessari mynd sem kitlar hláturtaugarnar verulega og léttir lund í
skammdeginu.
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15.
ALLT I GRÆNUM SJO
‘jtiilU
Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu i suður-Englandi.
Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast suður til að kljúfa
stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt
er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með
Ewan McGregor úr Trainspotting í aðalhlutverki.
Heppnir gestir sem kaupa miða á Blue Juice fá gefins Stuzzy bol
eða derhúfu frá Xtra á Laugavegi 51.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára
STAÐGENGILLINN
KLIKKAÐI
PRÓFESSORINN
m
&
Harðsvíraður málaliði tekur að
sér að uppræta eiturlyfjahring
sem hefur aðalbækistöðvar í
gagnfræðaskóla í suður Flórída.
Aðalhlutverk: Tom Berenger
(Platoon, The Big Chill), Ernie
Hudson (Congo, The Crow),
Diane Venora (Heat)
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9
og 11.15. B. i. 16 ára.
EMURPHM
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Sýnd mánudag kl. 7, 9 og 11.
Ekki missa af þessum frábæru
kvikmyndum. Sýningum fer fækkandi!!
BRIMBROT DAUÐUR
~mm Miœ:
Sýnd kl. 6.50.
Cindy
huggar
aðdáanda
► OFURFYRISÆTAN Cindy
Crawford er ekki óvön því að
karlmenn fari niður á hnén
og vatni músum í návist henn-
ar. Öllu óvanalegra er að ung-
ar stúlkur bresti í grát af
geðshræringu við það eitt að
hitta hana, eins og gerðist
nýlega í bókaverslun í Flórída
þar sem Cindy var að árita
nýja bók sína, „Cindy Craw-
ford’s Basic Face“. Cindy
brást hárrétt við og ekki ein-
ungis áritaði bókina heldur
tók stúlkuna í fangið og hugg-
aði hana eins og sést á með-
fylgjandi myndum.
& 1
Ríó kvintettinn
Nýjar plötur
Ríó söngflokkurinn hefur
starfað í 34 ár og gefíð út
grúa af plötum. Þeir Helgi
*
Pétursson, Agúst Atlason og
Qlafur Þórðarson segjast
ekki vera á þeim buxunum
að hætta, enda hafi þeir rétt
verið að senda frá sér sína
bestu plötu.
GUNNAR Þórðarson skipar fyrir verkum.
RÍÓ-liðar syngja sem mest þeir mega í
hljóðveri á írlandi.
RÍÓ hét eitt sinn Ríó trío, enda var það þá
skipað þeim þremenninguny Helga Pét-
urssyni, Ágústi Atlasyni og Ólafi Þórðar-
syni, en þegar þeir tóku upp samstarf við Gunn-
ar Þórðarson hvarf „tríóið" og eftir var Ríó, eins-
konar kvartett. „Fimmti bítillinn" í þessu sam-
starfi var svo textahöfundurinn Jónas Friðrik
Guðnason sem samið hefur textana við lögin sem
Gunnar Þórðarson hefur samið fyrir Ríó og sá
kvintett fór utan til írlands síðsumars að taka
upp hluta af nýútkominni breiskífu Ríó, Ungir
menn á uppleið.
Ríó-liðar, Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og
Ólafur Þórðarson, segjast lengi hafa ætlað sér
að taka upp nýjan disk og þá að taka hluta af
honum upp á írlandi. „Við höfðum ætlað að gera
þetta í tvö ár,“ segir Ölafur Þórðarson. „Það var
þó ekki fyrr en í vor að við höfðum samband við
Gunnar Þórðarson, en þetta er þriðja breiðskífan
sem við tökum upp með lögum Gunnars og text-
um Jónasar Friðriks.“ Þeir segja að Gunnar hafi
tekið vel í þessa hugmynd og meðal annars sam-
ið nokkur lög með það í huga að á þeim yrði írsk-
ur blær. Aldrei stóð þó til að hafa plötuna alla
með írskum áhrifum, heldur vildu þeir félagar
hafa hana írskkryddaða. „Við unnum grunna og
sungum sitthvað áður en við fórum út og úti
voru írsk hljóðfæri sett inn og nokkuð sungið,
en síðan lukum við plötunni hér heima.“
Þeir félagar segja að vinnan ytra hafi gengið
að óskum undir stjóm Gunnars og að írsku tónlist-
armennirnir hefðu haft á orði að þeir hefðu aldrei
komist í kynni við annan eins upptökustjóra og
Gunnar. „Þegar út var komið var hann með allt
tilbúið og útskrifað. Irarnir gátu reyndar ekki all-
ir.unnið eftir því, voru ekki vanir svo agaðri vinnu,
en hann var ófeiminn við að reka þá sem ekki
stóðu sig og ráða nýja,“ segja þeir og bæta sposk-
ir við: „Við sáum að það væri eins gott að standa
sig því hver veit nema við hefðum fengið að fjúka
ef við hefðum ekki staðið okkur!" Eftir smáhlátur
bæta þeir við af meiri alvöru: „„Líklega höfum
við ekki sungið eins vel í aðra tíð og á þessari
plötu, Umbúnaður allur var svo vandaður hjá
Gunnari, lögin svo góð og útsetningar svo fag-
mannlega unnar að okkur hljóp kapp í kinn.“
Þeir Ríó-menn segja að gott sé að vinna með
Gunnari Þórðarsyni og verði sífellt betra. „Þegar
við fórum að hlusta á lögin hans í fyrsta sinn
fannst okkur þau full róleg, en létum gott heita
og byrjuðum að vinna með honum og ekki leið á
Iöngu að við sáum að hann var búinn að hugsa
lögin út í eitt.“
Þeir segja að vinna við plötuna hafi gengið
hratt og örugglega fyrir sig, enda allir vanir sam-
starfínu. „í gamla daga var þetta allt öðruvísi
enda vorum við þá búnir að fara og spila lögin
sem átti að taka upp út um allt, en við höfum
ekki spilað saman í um það bil ár. Það væri þó
ekki mikið mál að koma saman og þess vegna
gætum við farið að spila núna á eftir ef út í það
væri farið,“ segja þeir félagar og gera sig líklega
til að taka lagið.
Ekkert að því komnir að hætta
Að sögn þeirra Ríó-manna hefur hljómsveitin
haldið velli þetta lengi, í 34 ár, vegna þess að
menn hafi ekki verið að festa sig í einhverri
skylduvinnu, heldur hafi þeir reynt að hafa gam-
an af því að vera saman og syngja og tekið hvert
verkefni fyrir sig. „Þannig var síðasta verkefni
okkar sýningin á Sögu og í kjölfar hennar tókum
við okkur frí frá Ríó og hver fór að fást við sitt.
Nú erum við aftur komnir á kreik, að þessu sinni
að kynna þessa plötu, og síðan tekur næsta verk-
efni við, líklega förum við að spila saman á fullu
eftir áramót. Við erum ekkert að því komnir að
hætta,“ segja þeir glaðbeittir, en bæta við að sjálf-
sagt verði sjálfhætt í Ríó í fyllingu tímans, „þeg-
ar fer að sorterast í hópnum". „Það er einföld
skýring á því af hveiju við höldum svona sam-
an,“ segir Helgi Pétursson, „við höfum gaman
af því að syngja saman, við höfum gaman af því
að taka laglínu, gjarnan eftir Gunnar, og ljóð þá
eftir Jónas Friðrik og klára það og finna við get-
um komið verkinu til skila,“ segir Helgi en bætir
svo við með bros á vör: „Það má líka segja að
við höfum ekki verið beðnir um að hætta.“
Þeir félagar segja að textar Jónasar Friðriks
séu með þeim bestu sem hann hafi samið hingað
til og hann hafi verið að fínpússa þá allt fram á
síðustu stundu, „hann var sífellt að endurbæta
þá, nánast á meðan við vorum að syngja þá inn,
enda hefur hann hæfileika sem fáir hafa að geta
látið textann falla fullkomlega að laginu. Það
munar því að hann er tónlistarmaður sjálfur og
hefur eyra fyrir sönglínum og áherslum".
Þeir félagar segja að það sé vissulega trega-
tónn á plötunni og það sé vel því þeir hafi ekki
fengist við slíka tónlist áður. „Lögin eru svo fal-
leg að þeim fer vel íhygli og léttur tregi. Það er
eins víst að næsta skref okkar sé í allt aðra átt,“
segja þeir, „það er alls ekki að við séum loks
orðnir alvarlega þekjandi. Við höfum komist upp
með það að fara um víðan völl, vera með sprell
og glens og nú að vera með vandaða plötu og
rólynda, sem er líklega besta plata okkar hingað
til og um leid sú vandaðasta."