Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 52
52 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Sextíu ár liðin frá því Jesse Owens bauð Adolf Hitler birginn á Ólympíuleikunum í Berlín og vann fern gullverðlaun
Ekkert jafnaðist á
við vináttu Longs
JESSE Owens tilbúinn að geysast af stað í úrslitum 200 m
hlaupsins á Ólympíuleikunum í Berlín.
Iágúst síðastliðinn voru liðin 60
ár síðan Bandaríkjamaðurinn
James „Jesse“ Owens skráði nafn
sitt gullnu letri í sögn Ólympíuleik-
anna. Þá fór hann
fyrstur manna með
sigur af hólmi í fjór-
um greinum fijáls-
íþrótta, 100 og 200
m hlaupi, langstökki og ásamt fé-
lögum sínum í 4x100 m boð-
hlaupi. Þetta lék enginn íþrótta-
maður eftir fyrr en 48 árum síðar
er landa hans Carl Lewis tókst það
á Ólympíuleikunum í Los Angeles,
þ.e.a.s. á heimavelli. Owens vann
hins vegar afrek sitt við ólíkar að-
stæður. Owens, sem var blökku-
maður, kom sá og sigraði í Berlín
á þeim tíma sem nasistar riðu þar
húsum og blökkumenn voru fyrir-
litnir og vart taldir til manna.
Árangur hans var þvert á markmið
Hitlers og hans manna með leikun-
um, en þar átti að sýna fram á
yfírburði hins hvíta kynstofns, en
vopnin snérust svo sannarlega í
höndunum á þeim.
Owens fæddist Danville í Alab-
amaríki, 12. september árið 1913.
Foreldrar hans voru landbúnaðar-
verkamenn og afí hans og amma
höfðu verið þrælar. Eins og títt var
um unga blökkumenn á þeim tíma
fór hann snemma að vinna fyrir
sér og sjö ára gamall var hann
farinn að tína bómull og var ætlast
til þess að hann næði saman um
50 kg á dag. Þegar hann var 9 ára
flutti fjölskyldan til Cleveland þar
sem drengur hélt áfram að strita
við störf sem ekki væru ætluð börn-
um í dag. En Owens tókst að kom-
ast í menntaskóla og þar vakti
hann athygli fyrir að stökkva
lengra og hlaupa hraðar en jafn-
aldrarnir. Á þessum árum setti
hann skólamet í langstökki og
spretthlaupum. Við það vaknaði
áhugi margra skólastjórnenda og
fór svo að 28 háskólar buðu honum
að koma og nema fræði ef hann
vildi keppa fyrir hönd skólans. Fór
svo að Öwens valdi Ohio State skól-
ann því hann var ekki langt frá
heimahúsum, en drengur hélt
áfram að vinna með námi eins og
kostur var. Hann sló ekki slöku við
æfingar og varð brátt fljótasti
maður Bandaríkjanna og einnig sá
sem stökk lengst.
5 heimsmet á 45 mín.
Á fijálsíþróttamóti í Michigan
þann 26. maí árið 1935 vann Ow-
ens afrek sem seint verður leikið
eftir og olli því að hvert mannsbarn
í heimalandinu vissi hver hann var.
Á 45 mínútum setti hann fímm
heimsmet og jafnaði eitt til viðbót-
ar. Owens byijaði á því að koma
langfyrstur í mark í 100 stiku
hlaupi á 9,4 sekúndum sem var
metjöfnun. Næst stökk hann 8,13
metra í langstökki og setti heims-
met sem stóð í 25 ár og 79 daga,
en þess má að auki geta að þetta
var eina tilraun hans í langstökks-
keppninni. Því næst bætti hann
heimsmetið í 220 stiku hlaupi um
3/10 úr sekúndu er hann kom í
mark á 20,3 sekúndum og í sama
hlaupi fékk viðurkennt heimsmet í
200 stiku hlaupi. Síðasta hlaupið
var 220 stiku grindahlaup sem
Owens hljóp á 22,6 sekúndum og
varð fyrstur manna til að hlaupa
vegalengdina á undir 23 sekúndum.
Um leið setti hann heimsmet í 200
stiku grindahlaupi. Næsta árið var
Owens sigursæll á hlaupabrautum
auk þess að bera höfuð og herðar
yfir landa sína í langstökki. Landi
hans Eulace Peacock tókst þó að
sigra hann í þrígang í spretthlaup-
um á þessu ári. Þá reyndist landa
hans, Ralph Metcalfe, silfurhafi í
100 m hlaupi og bronsverðlauna-
hafi í 200 m hlaupi á Ólympíuleik-
unum 1932 Owens óþægur ljár í
þúfu.
Á úrtökumótinu vann Owens
Metcalfe bæði 100 og 200 m hlaupi
auk þess sem hann sigraði auðveld-
lega í langstökki. Þar með tryggði
hann sér keppnisrétt í þremur
greinum á Ólympíuleikunum.
Owens mætti því til leiks sem
konungur bandarískra spretthlaup-
ara. Nasistar beittu áróðri gegn
Owens og bandaríska liðinu og
sögðu að það ætlaði að reiða sig á
blökkumann. Það töldu þeir, í al-
gleymi heilaþvottar á þjóð sinni,
vera algjörlega út í hött. En Owens
lét ekki slá sig út af laginu, þvert
á móti. Fyrsta keppnisgreinin var
100 m hlaup og í undanrásum jafn-
aði hann ólympíumetið, hljóp á
10.2 sek. í úrslitahlaupinu tókst
honum ekki eins vel upp en hann
kom eigi að síður fyrstur í mark á
10.3 sek. Landi hans Metcalfe varð
annar á 10,4 sekúndum en stolt
nasista, Erich Borchmeyer, varð
fimmti á 10,7 sek. Fyrsta gullið
var í höfn og Hitler stökk af hólmi.
Hitler ætlaði að óska öllum sigur-
vegurum leikanna til hamingju með
handabandi og hafði gert það í
þremur fyrstu greinum keppninnar.
En litlu áður en Owens sigraði í
100 m hlaupi hafði Cornelius John-
son landi hans og blökkumaður
einnig stokkið hæst allra í há-
stökki. Þá var Hitler nóg boðið,
neitaði að taka í hönd Johnsons og
lét sig hverfa áður en röðin kom
að Owens.
„Ég heiti Luz Long“
Næsta grein Owens var lang-
stökk og það var eflaust söguleg-
asta grein leikanna. Þar mætti
Owens stolti nasista og hins aríska
kynstofns, Carl Ludwig Long - Luz
Long. í langstökkinu skyldi sýnt
fram á yfirburði hins aríska kyn-
stofns, en Hitler og félögum varð
ekki að ósk sinni.
Það kom Owens á óvart er hann
sá ljóshærðan Þjóðveija vera að
hita upp og stökkva nálægt átta
metrum. Þarna var kominn skæður
keppinautur úr smiðju nasista sem
átti að vinna á heimavelli. Owens
sem enn var í æfingagallanum tók
eitt stökk sem hann taldi vera æf-
ingastökk en til mikillar furðu sagði
yfirdómarinn það fyrsta stökk
Owens í keppninni. Þetta sló Owens
út af laginu og í næsta stökki gerði
hann ógilt. Hann átti því aðeins
eitt stökk eftir til að tryggja sér
sæti í úrslitum og spennan var því
í hámarki er hann gekk framhjá
ljóshærða Þjóðveijanum sem kom
Öwens á óvart með því að kynna
sig á ensku. „Sæll, ég heiti Luz
Long.“ Owens svaraði; „Gaman að
kynnast þér, hvernig hefur þú
það?“ Luz svaraði um hæl að hann
hefði það gott og bætti við. „Mér
fínnst málið frekar snúast um það
hvernig þú hefur það?“ „Hvað áttu
við?“ sagði Owens. „Ég sé að það
er eitthvað að angra þig, félagi,“
svaraði Long þá og notaði ensk
slanguryrði með stolti. „Þú ert það
góður að þú átt að geta stokkið
og komist í úrslit með bundið fyrir
augun." Næstu mínútur notuðu
þeir félagar til þess að ræða saman
og Long sagði honum að hann
væri ekki stuðningsmaður Hitlers
og fyrirliti skoðanir hans. Samtalið
endaði með því að Long sagði
Owens að færa atrennu sína aftar
og stökkva upp nokkru fyrir fram-
an plankann, þannig væri útilokað
að stökkið yrði dæmt ógilt og þar
sem takmarkið til að komast í úr-
slit væri ekki nema 7,15 m þá
ætti hann að ná því þrátt fyrir allt.
Owens fór að ráðleggingum Longs
og stökk 7,16 m í síðasta stökkinu
og tryggði sér sæti í úrslitum síðar
um daginn.
í úrslitakeppninni byijaði Owens
betur en Long og stökk lengst 7,87
m og hafði forystuna þar til Long
stökk í næst síðustu umferð og
jafnaði við Owens. Við það ætlaði
allt um koll að keyra á meðal áhorf-
enda sem hvöttu sinn mann til
dáða. Owens svaraði með því að
stökkva 8,02 m og loks 8,06 m í
síðustu umferð og setja ólympíu-
met. Við þessu átti Long aðeins
eitt svar, ganga til Owens og óska
honum til hamingju með sigurinn
fyrir framan augu Hitlers. Öwens
sagði síðar að ekkert hefði getað
jafnast á við vináttu sína við Long
á þessu augnabliki. Þeir héldu vin-
skap allt þar til Long lést af völdum
stríðsins árið 1943, en Owens hélt
til dauðadags sambandi við fjöl-
skyldu Longs.
Daginn eftir þessa sögulegu
langstökkskeppni vann Owens sitt
þriðja gull er keppt var til úrslita
í 200 m hlaupi, hljóp á 20,7 sek.
og var 4/10 úr sekúndu á undan
næsta manni og stórbætti eigið
ólympíumet frá undanrásum.
Óvænt með í boðhlaupi
Fjórðu gullverðlaun Owens komu
til á óvæntan hátt. Ekki hafði verið
gert ráð fyrir honum í sveit Banda-
ríkjanna í 4x100 m hlaupi. Fjórum
vikum fyrir leikana voru Sam Stoll-
er, Marthy Glickman, Frank Wyk-
off og Foy Draper valdir í sveitina
og þeir æfðu saman af samvisku-
semi. En þegar sigurganga Owens
hófst fóru ýmsir að spyija hvers
vegna hann væri ekki í sveitinni
en fátt var um svör. Loks eftir sig-
urinn í 200 m hlaupi kom fram
krafa um að Owens yrði í sveitinni
en þjálfari hennar sagði það ekki
koma til greina. „Owens hefur unn-
ið nóg á þessum leikum. „Ég vil
veita fleiri drengjum aðgang að
sigri og gleði,“ sagði Lawson Rob-
ertson þjálfari. Tveimur dögum síð-
ar var komið annað hljóð í strokk-
inn og Robertson sagði það kom til
greina að Owens skipti við Glick-
man. Að morgni þess dags sem
undanrásirnar fóru fram var til-
kynnt að Owens yrði í sveitinni og
einnig silfurhafínn í 100 m hlaupi,
Metcalfe. Glickman og Stoller hurfu
úr sveitinni. Þrátt fyrir að flestir
væru þeirrar skoðunar að bæði
Owens og Metcalfe ættu heima í
sveitinni þá var þessi ákvörðun ekki
óumdeild vegna þess að þeir sem
voru settir út voru einu gyðingarnir
í fijálsíþróttaliði Bandaríkjanna.
Robertson þjálfari sagði breyting-
arnar vera gerðar sökum þess að
hann óttaðist hollensku og þýsku
sveitirnar. Sá ótti reyndist ástæðu-
laus, bandaríska sveitin vann auð-
veldan sigur og var fyrst til þess
að hlaupa á undir 40 sek. - 39,8
sek. ítalir hrepptu silfurverðlaun á
41.1 sek. og íjóðveijar brons á
41.2 sek. Owens hljóp fyrsta sprett.
Þar með var Owens orðinn al-
þjóðleg stjarna og hinn almenni
Þjóðverji á þessum tíma hreifst af
þessum glæsilega íþróttamanni.
Allt frá því hann bar sigur úr býtum
í 100 m hlaupinu hafði hann mikið
að gera við að veita eiginhandar-
áritanir. Þrátt fyrir að yfirvöld vildu
ekki vita af honum var almenningur
annarrar skoðunar.
Roosevelt olli vonbrigðum
Owens snéri heim sem þjóðhetja
og bæði í New York og Cleveland
var hann hylltur af lýðnum, en þrátt
fyrir það hlaut hann ekki neina við-
urkenningu frá forseta sínum eða
íþróttayfirvöldum. Það voru Owens
mikil vonbrigði að fá hvorki skeyti
né heimboð í Hvíta húsið frá for-
seta sínum, Franklin Roosevelt.
Öllum á óvart hlaut hann ekki Sulli-
van viðurkenningu fyrir árið 1936
en hún var veitt þeim íþróttamanni
sem þótti hafa skarað fram úr á
árinu. Þessi viðurkenning kom í
hlut tugþrautarmannsins Glenn
Morris. Það hafði reyndar vakið
athygli árið áður þegar Owens hafði
sett sex heimsmet að hann skyldi
ekki fá Sullivan viðurkenninguna
fyrir það ár.
Vann á gæsluvelli
Enginn lifir á hyllingum og
skrúðgöngum og eftir að Owens
kom heim fór hann að vinna fyrir
forsetaframbjóðandann Alf Landon
og kann það að vera skýringin á
því að aldrei heyrðist frá Roose-
velt. En Landon heltist úr lestinni
og þá fór Owens að vinna sem leið-
beinandi á gæsluvelli fyrir 130 doll-
ara á mánuði. En það hrökk
skammt fyrir þjóðhetjuna og til
þess að geta náð endum saman í
heimilisbókhaldinu fór hann að
hlaupa kapphlaup við dýr og mótor-
hjól. Þá seldi hann nafn sitt til fyrir-
tækis í hreingerningum í von um
aura en það fór á höfuðið og Ow-
ens sat í súpunni.
Það var loks á sjötta áratugnum
sem élin tók að stytta upp í lífi
Owens eftir að hann setti á stofn
fyrirtæki í almannatengslum og fór
að halda fyrirlestra viðsvegar um
landið. Árið 1968 fékk Owens sæti
í bandarísku ólympíunefndinni sem
m.a. þurfti að glíma við erfið mál
vegna mótmæla nokkura blökku-
manna sem kepptu á Ólympíuleik-
unum í Mexíkó sama ár. Á áttunda
áratugnum skrifaði hann nokkrar
bækur sem seldust ágætlega en þar
lýsti hann m.a. skoðunum sínum á
mönnum og málefnum á árum áður.
Jesse Owens lést af völdum
lungnakrabbameins árið 1980 en
hann hafði þá í 35 ár verið reyk-
ingamaður. Fjórum árum síðar var
minning hans heiðruð í Berlín er
gata var nefnd eftir honum. Ekkja
hans, Ruth, er enn á lífi, komin
nokkuð á níræðisaldur. Hún hefur
haldið minningu eiginmanns síns á
lofti, mannsins sem vann nasista
upp á eigin spýtur.
ivar
Benediktsson
skrifar
OWENS og Luz Long þýski langstökkvarlnn sem blés honum
baráttuanda í brjóst f erflórl keppnl ólympíuleikanna.