Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 4
I
4 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
Vikan 24/11 -30/11
Sjávarútvegsrisi
► ÍSLAND gæti orðið við- Vestfj Ör ðltm?
komustaður fíkniefnasmygl-
ara á leið frá Bandaríkjun-
um til meginlands Evrópu,
að sögn lögregluforingja hjá
alþjóðalögreglunni Interpol.
Hann segir reynsluna sýna
að alltaf verði hluti fikniefna
eftir í viðkomulöndum
smyglara og því gæti heróín
náð fótfestu og framboð
kókaíns aukist.
► ÍSLENSKA landsliðið i
handknattleik sigraði Dani
sl. miðvikudag með 27
mörkum gegn 21 í fyrri
leik iiðanna í undankeppni
Heimsmeistaramótsins.
Síðari leikurinn er í dag.
VEGASAMBANDI var
komið á um Skeiðarársand
á miðvikudag. Við það
tækifæri þakkaði sam-
gönguráðherra vegagerð-
armönnum góð störf við
að bjarga mannvirkjum og
við að koma vegasambandi
á til bráðabirgða.
► Á VEGUM ríkisstjórn-
arinnar er verið að meta
til hvaða aðgerða gæti
þurft að grípa til að draga
úr þensluáhrifum sem
framkvæmdir við nýtt ál-
ver Columbia Ventures á
Grundartanga gætu valdið
á næstu misserum.
!► FÉLAGSFUNDUR
Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna samþykkti
nær einróma í fyrradag
að breyta félaginu í hluta-
félag frá og með næstu
áramótum.
► ELDINGAVARI við
spennistöð á Geithálsi rauf
straum frá henni á þríðju-
dag og varð rafmagnslaust
i nær allri Reykjavík, Kópa-
vogi og Garðabæ í 15-20
mínútur og sumsstaðar i
allt að klukkustund.
SEX sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörð-
um hafa að undanfömu átt í óformleg-
um viðræðum um möguleika á sam-
starfí eða sameiningu. Fyrirtækin eru
Frosti hf. i Súðavík, Hraðfrystihúsið
hf. og útgerðarfélagið Miðfell hf. í
Hnífsdal, Bakki hf. í Hnífsdal og Bakki
Bolungarvík hf., Kambur hf. á Flateyri
og loðnuverksmiðjan Gná hf. í Bolung-
arvík. Sameinað yrði félagið í hópi allra
stærstu sjávarútvegsfyrirtækja lands-
ins, með 15 til 16 þúsund þorskígildis-
tonn í aflaheimildum.
íslendingnr út í geim
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Bjami
Tryggvason geimfari taki þátt í leið-
angri bandarisku geimfeijunnar
Discovery sem skotið verður á loft 17.
júlí á næsta ári. Verður það fyrsta ferð
Bjama út í geiminn. Hann fæddist í
Reykjavík 1945 en fluttist sjö ára gam-
all með foreldrum sfnum til Kanada.
Ekki forkaupsréttur
STJÓRNARMENN í fyrirtækjum sem
Þróunarsjóður sjávarútvegsins á eign-
arhlut í teljast ekki til starfsmanna
fyrirtækjanna og eiga þar af leiðandi
ekki forkaupsrétt að eignarhlutum í
félögunum. Þetta er álit lögfræðings
sem sjóðurinn óskaði eftir en stjómar-
mönnum í Búlandstindi hf. á Djúpavogi
og Meitlinum hf. í Þorlákshöfn var
boðinn forkaupsréttur við sölu eignar-
hluta Þróunarsjóðs í þessum félögum.
Tilskipun ekki í gildi
VINNUTÍMATILSKIPUN Evrópusam-
bandsins tekur ekki gildi hér á landi
1. desember eins og ætlast hefur verið
til. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki
náð saman um málið en félagsmálaráð-
herra vill láta reyna á samninga svo
ekki þurfi að innleiða tilskipun ESB
með lagasetningu.
Ófær flugvöllur
FLUGRÁÐ telur að ástand Reykjavík-
urflugvallar sé svo alvarlegt við
ákveðnar aðstæður að takmarka þyrfti
umferð um flugvöllinn. Bréf þessa efn-
■is hefur verið sent samgönguráðherra.
Nýtt þing stofnað í
Hvíta-Rússlandi
ÞINGMENN hollir Alexander Lúkas-
henko, forseta Hvíta-Rússlands, komu
á fót nýju þingi á þriðjudag og lýstu
allir yfir stuðningi við forsetann eftir
að tillögur hans um breytingar á lög-
gj afarsamkundunni
vora samþykktar í
þjóðaratkvæða-
greiðslu á sunnudag.
Andstæðingar forset-
ans á gamla þinginu,
sem era mun færri
en fulltrúamir á nýja
þinginu, sögðu at-
kvæðagreiðsluna
ólögmæta og höfnuðu nýja þinginu. Tvö
þing störfuðu því í landinu þar til lög-
reglan lét til skarar skríða á fimmtudag
og kom í veg fyrir að fulltrúamir á
gamla þinginu kæmust inn í fundarsal-
inn í Minsk sem þeir hugðust nota.
Rússar gáfu í skyn að þeir teldu þjóð-
aratkvaaðagreiðsluna lögmæta en Ör-
yggis- og samvinnustofnun Evrópu,
ÓSE, hafði áður lýst hana ógilda vegna
misnotkunar forsetands á völdum sínum
í aðdraganda hennar.
Afsagnar Milosevic
krafist í Belgrad
TUGIR þúsunda manna hafa komið
saman á aðaltorginu í Belgrad í Serbíu
síðustu daga til að mótmæla einræði
sósíalista og Slobodans Milosevic for-
seta. Mótmælin hófust þegar Milosevic
lét ógilda borgar- og bæjarstjómakosn-
ingar þar sem andstæðingar forsetans
höfðu borið sigur úr býtum. Mótmæl-
endumir kröfðust þess í fyrstu að úrslit
kosninganna yrðu viðurkennd en síðar
lögðu þeir áherslu á þá kröfu að
Milosevic færi frá. Leiðtogar kosninga-
bandalags stjómarandstöðuflokkanna
og verkalýðsfélög sögðust vera að und-
irbúa verkföll og aðrar aðgerðir til að
leggja áherslu á kröfur sínar.
► VERKFALLSAÐGERÐ-
UM franskra vörubílsljóra
lauk að mestu á föstudag
eftir að þeir undirrituðu
samkomulag við atvinnu-
rekendur um Iækkun eftir-
launaaldurs og aukagreiðsl-
ur. Aðgerðimar höfðu þá
staðið T tólf daga og vom
farnar að lama atvinnulifið.
Alain Juppé forsætisráð-
herra fagnaði lokum verk-
fallsins og sagði að náðst
hefði viðunandi niðurstaða.
► DANSKIR flutningabíl-
stjórar samþykktu á
fimmtudag málamiðlunar-
tillögu sem stjórnin lagði
fram til að binda enda á
verkfall þeirra sem hófst á
mánudag. Komið var til
móts við þá kröfu bílstjór-
anna að skattafrádráttur
þeirra yrði hækkaður. Út-
flyljendur urðu fyrir skaða
vegna verkfallsins og farið
var að bera á vöraskorti í
dönskum verslunum.
► ÁSAKANIR um skattsvik
og skjalafals knúðu Terje
Rad-Larsen, skipulagsmála-
ráðherra Noregs, til að
segja af sér á miðvikudag.
Afsögnin var mikið áfall
fyrir stjóm Thorbjerns Jag-
lands forsætisráðherra.
► KENNETH Clarke, fjár-
málaráðherra Bretlands,
lagði fram nýtt fjárlaga-
framvarp á þriðjudag og
þar er gert ráð fyrir að
grunnþrep tekjuskatts verði
lækkað úr 24% í 23% og að
framlög til skóla, sjúkra-
húsa og lögreglu yrði hækk-
uð. Fréttaskýrendur sögðu
frumvarpið bæri því vitni
að kosningar yrðu í maí.
________________________MORGUNBiAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JARÐGÖNGIN eru orðin samtals um 1.850 metra löng, en samtals veröa þau 5.700 metrar.
Mjög lítill leki er í Hvalfjarðargöngum
Lengjast um meira
en 100 metra á viku
Langsnið eftir Hvalfjarðargöngum (horft inn fjörðinn)
Norðan
fjarðar
við Hólabrú/
Sunnan
fjarðar
við Saurbae
að sprengja
liðlega 900 m
að norðanverðu
og liðlega 900 metra
að sunnanverðu I--150
012345 6km
JARÐGÖNGIN verða tæplega 5,8 km löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar.
Þrjár akreinar verða á veginum í göngunum að norðanverðu, en tvær að sunnanverðu.
HERMANN Sigurðsson er stöðvarsljóri Fossvirkis
við Hvalfjarðargöng.
FRAMKVÆMDIR við Hvalfjarðar-
göng hafa gengið mjög vel síðustu
þijár vikur. Göngin hafa lengst um
meira en 100 metra á viku. Hermann
Sigurðsson, stöðvarstjóri Fossvirkis
við Hvalfjarðargöng, segir að ef verk-
ið gangi áfram eins vel sé raunhæft
að gera ráð fyrir að gangagerðinni
verði lokið fyrir áramót 1998, en í
upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir
að göngin yrðu opnuð 1. mars 1999.
Nú eru starfsmenn Fossvirkis bún-
ir að bora um 30% af göngunum.
Lokið er við að bora liðlega 900
metra hvora megin eða samtals um
1.850 metra. Sunnanmegin era bor-
menn komnir um 300 metra frá
fjöruborði. Þeir sem bora að norðan-
verðu eru enn ekki famir að vinna
undir sjó, en það gerist fljótlega eft-
ir áramót. Núna fer vinnan fram um
70 metrum undir sjávarmáli, en
lægsti punktur í göngunum er 175
metra undir sjávarmáli.
Tilbúin eftir tvö ár
Hermann sagði að framkvæmdir
hefðu gengið mjög vel síðustu þijár
vikumar. Að jafnaði hefði verið
sprengt 10-13 sinnum á viku beggja
vegna. í hverri sprengingu eru 5
metrar sprengdir í einu. Hann sagði
að rannsóknir sem gerðar voru áður
en framkvæmdir hófust hefðu gefið
til kynna að búast mætti við leka í
berginu á kafla við flöraborðið sunn-
an megin. Það hefði komið á daginn,
en þó hefði lekinn alls ekki verið
meiri en búist var við. Á þessum
kafla hefði þurft að bora holur til
að styrkja bergið áður en sprengt
var, en það tefði vinnuna. Að undan-
förnu hefði enginn leki verið í berg-
inu og verkið gengi því mjög vel.
Almennt mætti segja að leki í
göngunum væri minni en búist var
við.
Hermann sagðist ekki gera ráð
fyrir að sami hraði yrði á verkinu
allan tímann eins og verið hefði síð-
ustu vikumar. Vinna við jarðganga-
gerð væri háð mörgum óvissuþátt-
um, sem hver um sig gæti tafið vinn-
una. Hann sagðist þó telja raunhæft
að gera ráð fyrir að göngin yrðu til-
búin til notkunar fyrir árslok 1998
eða eftir tvö ár. Væntanlega yrði
boran lokið á næsta vetri.
Vegtenging hafin
75 menn vinna við gerð jarðgang-
anna í vetur. Unnið er 20 klukkutíma
á sólarhring sjö daga vikunnar.
Starfsmönnum fjölgar í sumar þegar
bygging vegskála hefst. Vinna við
tengingu ganganna við vegakerfið
er hafin að norðanverðu og hefst f
sumar sunnan við Hvalfjörð. Gijót
úr göngunum verður notað í vega-
gerðina, en samtals verður u.þ.b.
600.000 rúmmetram af grjóti mokað
úr göngunum.
Talsvert hefur verið rætt um ör-
yggismál í jarðgöngum og hættu af
eldsvoðum m.a. vegna óhapps sem
varð í Ermarsundsgöngunum fyrir
nokkrum vikum. Hermann sagði að
eldvarnir í jarðgöngunum yrðu eftir
norskum stöðlum, en þeir era meðal
þeirra ströngustu í heimi. Hann sagði
að Norðmenn hefðu mikla reynslu í
jarðgangagerð og líklega væru
hvergi í heiminum eins mörg jarð-
göng og þar. Hann sagði að enginn
eldsmatur væri í jarðgöngunum og
því engin hætta á að eldur breiddist
út. Eina hættan væri að eldur kæmi
upp í farartækjum niðri í göngunum
og til að bregðast við því yrðu
slökkvitæki í göngunum. Ekki væri
áformað að setja upp slökkvistöð við
göngin.
500 kíló af sprengiefni
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins skoðuðu jarðgöngin
að sunnanverðu á föstudag var verið
að ljúka við borun á næsta fímm
metra kafla. Borvélinni má líkja við
kolkrabba. Hún borar þijár holur í
einu með þremur örmum og fjórði
armurinn er með körfu á endanum
sem sprengimaðurinn notar til að
troða sprengiefni í holurnar. Boraðar
era tæplega 100 holur í bergið og
troðið í þær 500-600 kílóum af
sprengiefni. Það eru því mörg tonn
af sprengiefni sem notuð eru við
gerð ganganna.
Áður en sprengt er fara allir
starfsmenn út úr göngunum. Það er
gert í öryggisskyni, en einnig vegna
þess að mikill þrýstingur kemur frá
sprengingunni sem getur farið illa
með hljóðhimnur í fólki. Það kom
blaðamanni á óvart að heyra að
kveikt er á sprengiþræðinum með
eldi en ekki rafmagni. „Það er ein-
faldlega kveikt á sprengiþræðinum
og svo er hlaupið,“ sagði Hermann.
Hann bætti við að viðkomandi starfs-
maður hefði reyndar bíl til taks til
að forða sér í.
Þegar einn bormanna kveikti sér
í vindli með bros á vör taldi blaða-
maður tíma kominn til að forða sér.
i
i
I
i
l
i
i
i
I
I
I
I
Í
I
I
4-