Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Flóttafólkið í Zaire Fjölþjóða- her sam- þykktur formlega Ottawa. Reuter. SENDIHERRAR frá fjórtán ríkjum samþykktu formlega stofnun fjöl- þjóðahers, sem ætlað er að koma flóttafólki í austurhluta Zaire til hjálpar, á fundi í Ottawa í Kanada á föstudag. Rúmlega 20 ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Belgía, Senegal og Suður-Afríka, ætla að senda hermenn til Afríku- ríkisins. Herliðið verður undir stjórn Kanadamanna og líklega skipað 1-2.000 hermönnum en ekki 10.000 eins og gert var ráð fyrir í fyrstu. Þriggja vikna bið Fjölþjóðaherinn var samþykktur hartnær þremur vikum eftir að Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, og fleiri ráðamenn tóku að beita sér fyrir þvi að herlið yrði sent til Zaire til að bjarga hundruðum þús- unda rúandískra flóttamanna sem voru þá í austurhluta landsins. Síð- an hafa um 600.000 flóttamenn snúið aftur til Rúanda. Að sögn Pauls Heinbeckers, að- stoðarutanríkisráðherra Kanada, er nú vitað um að minnsta kosti 140.000 Rúandamenn í Zaire en vestrænir embættismenn hafa sagt að þeir kunni að vera mun fleiri, auk þess sem fjöldi Zairebúa er enn á flótta vegna átaka stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Sendiherrarnir samþykktu til- lögu Kanadamanna um að höfuð- stöðvar herliðsins yrðu í Entebbe í Úganda. Reynt verður að senda matvæli með vörubílum til flótta- mannanna en verði það ekki hægt verður matnum varpað til þeirra úr lofti. -----».♦.♦--- Spánn Eiturlyfja- verksmiðja finnst Madrid. Reuter. SPÆNSKA lögreglan kvaðst á föstudag hafa ráðist inn í eina stærstu eiturlyfjaverksmiðju sem fundist hefur í Evrópu og handtekið fjóra menn. Verksmiðjan fannst í byggingu nálægt Valencia og gat framleitt tvær milljónir e-taflna og amfeta- míntaflna á klukkustund. „Þetta kann að vera stærsta efna- verksmiðjan sem fundist hefur í Evrópu með svo mikla framleiðslu- getu,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Ekki fengust upplýsingar um hversu mikið af eiturlyíjum lögregl- an fann í byggingunni. óQ) SILFURBÚÐIN V-*-/ Kringlunni 8-12« Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - ERLENT BÆTTRA kjara og aðgerða gegn atvinnuleysi krafist í Kaupmannahöfn. Er atvinnuleysi arfgengt? tpgllllr BAKSVIÐ Tvær danskar skýrslur um atvinnuleysi o g áhrif þess benda til að í langvarandi atvinnuleysi myndist hópur, sem eigi sér ekki afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Sigrún Davíðsdóttir las skýrslumar og fræddist um hinn félagslega arf atvinnuleysis: atvinnuleysi, menntunar- skort og ofbeldi. ATVINNULEYSI snýst ekki aðeins um hiut- fallstölur og tölfræði, heldur einnig um upp- vöxt og örlög einstaklinga ef marka má tvær nýjar danskar skýrslur um atvinnuleysi, gefnar út á vegum Socialforskningsinst- ituttet. í Marginalisering 1990- 1994 eftir Olaf Ingerslev og Lis- beth Pedersen er athugað hvaða hópar íiggi að baki tölum um at- vinnuleysi og bent á að sá hópur, sem festist 1 atvinnuleysinu fari vaxandi. í þessum hópi fjölgar miðaldra atvinnulausum, meðan aðstæður ungs fólks eru betri en þær hafa verið. Áhersla undanfar- in ár á menntun fyrir ungt fólk virðist hafa borið ávöxtu. í Opvækst med arbejdsleshed eftir Mogens Nygaard Christoffersen er hugað að áhrifum atvinnuleysis á börn hinna atvinnulausu. Niður- staðan er að þau búi við mun lak- ari heimilisaðstæður, meira ofbeldi og hljóti minni menntun en aðrir jafnaldrar þeirra og eins eru aukn- ar líkur á að þau festist sjálf í atvinnuleysinu. Atvinnuleysi for- eldranna er ekki arfgengt í líf- fræðilegum skilningi, en verður hluti af hinum félagslega . arfi krakkanna. Menntun: ekki algild lausn en tvímælalaust til bóta Á árunum 1990-1995 var meira en fjórði hver vinnufær Dani at- vinnulaus um lengri eða skemmri tíma, flestir aðeins um skamma hríð, en lítill hópur var langtímum saman án atvinnu. Þó skammtíma atvinnuleysi sé óþægilegt, eru áhrif þess þó léttvæg miðað við áhrif langtíma atvinnuleysis. Þar sem vaxandi atvinnuleysi í Dan- mörku á árunum fyrir og eftir 1990 hafði einnig í för með sér að langtíma atvinnulausum fjölg- aði hefur athyglin beinst að þeim hópi. Allt bendir til að þeir sem eru lengi atvinnulausir eigi sér tæplega afturkvæmt á vinnumark- aðinn og verði jaðarhópur samfé- lagsins, en álitamál er hversu stór þessi jaðarhópur sé. Þeir, sem eiga mest á hættu að lokast úti af vinnumarkaðnum eru konur ann- ars vegar og hins vegar einstæð- ingar, fólk án stöðugra fjölskyldu- tengsla. í Marginalisering 1990-1994 er fólki á aldrinum 18-66 ára skipt í fimm hópa: kjarni vinnuaflans, sem sjaldan eða aldrei er atvinnu- laus, þeir sem eru laustengdir vinnumarkaðnum, þeir sem eru atvinnulausir langtímum saman, þeir sem eru á framfæri hins opin- bera og þeir sem framfleyta sér á annan hátt, til dæmis námsmenn og húsmæður. Skiptingin er byggð á tengslum við vinnumarkaðinn 1988-1990. Heildarvinnuaflinn var 3.331 milljónir 1990, en 3.405 milljónir 1994. Á þessum tíma minnkaði kjarnahópurinn úr 67.6 í 64.6 prósent, laustengdum fjölg- aði úr 11.6 í 12.6, jaðarhópurinn óx úr 5.1 í 7.5 prósent, þeim sem eru á framfæri hins opinbera fjölg- aði úr 10 í 10.9 prósent og þeim sem framfleyta sér á annan hátt fækkaði úr 5.7 í 4.4 prósent. Fyrri kannanir sýna að það var einkum ungt fólk undir þrítugu sem átti á hættu að verða langtíma atvinnuleysi að bráð, en þetta hef- ur breyst. Nú er það fólk á aldrin- um 51-60 ára, sem á helst á hættu að lenda í jaðarhópnum. Þetta þyk- ir merki um að átak undanfarin ár til að koma unga fólkinu annað hvort í nám eða vinnu hafi borið árangur. Fjölgun í hópi þeirra sem er á framfæri hins opinbera er meðal annars vegna þess að eldra fólkið hverfur úr jaðarhópnum og á framfærslu hins opinbera í stað þess að standa á atvinnuleysis- skrám. Þegar litið er á hreyfingar milli hópanna fimm kemur í ljós að lítil hreyfing er á jaðarhópnum. Þeir sem eru laustengdir vinnumark- aðnum eru mun líklegri til að hreyfa sig yfir í kjarnahópinn en í jaðarhópinn. Þeir í jaðarhópnum hreyfa sig helst yfír í framfærslu- hóp hins opinbera. Sá hópur hagg- ast síst og þaðan á varla nokkur afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Hvað kjarnahópnum viðvíkur þá eru þar færri konur en karlar, en hins vegar eru konur seigari við koma sér úr jaðarhópnum í lausa eða fasta vinnu, meðan karlar hreyfa sig varla úr jaðarhópnum öðru vísi en yfir á framfærslu hins opinbera. Skýrslan sýnir glögglega að þeir sém eru í mestri hættu á að lenda í jaðarhópi hinna langtíma atvinnulausu eru þeir sem hafa enga menntun, hvorki bók- né verkmenntun. Lærdómurinn er því sá að þó menntun sé engin trygg- 'ng gegn atvinnuleysi, þá dragi hún úr líkum á að lenda utan vinnumarkaðarins til langframa. Traustari staða ungs fólks á vinnu- markaðnum nú en áður bendir til þess að hvatning til menntunar og átak til að halda því í vinnu, svo það ávinni sér reynslu, borgi sig. Fyrir land eins og ísland þar sem hlutfall ófaglæðrðra og ómennt- aðra er hátt hlýtur þetta að teljast athyglisverð niðurstaða. Kjölfar atvinnuleysis: ofbeldi, upplausn og glæpir Undanfarin tuttugu ár hefur atvinnuieysi í Danmörku verið á bilinu 8-12 prósent og er nú um tíu prósent, Þessi háa tala gæti bent til að atvinnuleysið jafnaðist yfir þjóðina, en eins og jaðarhóp- urinn hér að ofan er dæmi um þá er ekkert sem heitir atvinnuleysis- jöfnun. Með því að athuga aðstæð- ur krakka sem fædd voru 1966 og 1973 kemur enn fremur í ljós að 2/3 hlutar samanlagðs atvinnu- leysistímans lentu á þeim tíu pró- sentum feðranna, sem lengst voru atvinnulausir 1980-1993. Rétt eins og könnun á jaðarhópum bendir þetta til lítils hóps, sem nánast er útskúfaður af vinnumarkaðnum og það er um börn þessa hóps, sem fjallað er í Opvækst med arbejdsleshed. Athugun á félagslegum og heilsufarslegum áhrifum langtíma- atvinnuleysis á böm sýnir hinn hrikalega arf atvinnuleysisins, sem fellur í hlut barnanna. Áhrifin fara að koma í ljós þegar foreldrar hafa verið atvinnulausir í um ár eða meir, svo atvinnuleysið virðist ekki stafa af þeim vanda, sem það leiðir til. Böm þeirra sem eru atvinnu- lausir til lengdar eru tvisvar sinnum líklegri til að upplifa sjálfsmorð eða freista þess sjálf, sjá foreldri lagt inn á geðdeild eða vera sjálf lögð inn, sjá foreldri lagt inn á sjúkra- hús vegna ofbeldis eða vera sjálf lögð inn af sömu ástæðum og þola að foreldri eða þau sjálf séu dæmd til óskilorðsbundinnar refsingar. Það er líka í þessum hópi barna sem mest er um að börnin séu vist- uð utan heimilis með samþykki for- eldra. Sjöunda hver fjölskylda, sem hvað lengst hafði þolað atvinnu- leysi annars eða beggja foreldra féllst á vistun bama utan heimilis, meðan það er þrisvar sinnum sjald- gæfara hjá meðalfjölskyldu. Krakkar langtímaatvinnulausra flytja mun tíðar en börn annarra, meðal annars vegna skilnaðar, sem er mun tíðari í þessum hóp en í þjóðfélaginu að meðaltali. Um leið verða börnin rótlausari, eiga erfið- ara með að eignast vini og skipta oft um skóla, sem bitnar illa á námsárangri þeirra. Þetta er með- al annars ástæða fyrir að í þessum hópi er hærra hlutfall ómenntaðra en almennt í þessum árgöngum. Þegar þessir krakkar voru 27 ára voru 40 prósent meiri líkur á að þau væru sjálf atvinnulaus. Ástæð- urnar eru margslungnar, meðal annars léleg menntun og skortur á fyrirmynd heima fyrir. Krakk- arnir kunna einfaldlega ekki þá félagslegu hegðun sem felst í að vinna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Hinn duldi kostnaður atvinnuleysisins Samkvæmt Ingerslev og Peder- sen voru 255 þúsund í hópi lang- tíma atvinnulausra 1994 og 370 þúsund manns á framfæri hins opinbera með tilheyrandi kostnaði við atvinnuleysisbætur og fram- færslueyri. Þær raddir heyrast iðu- lega í Danmörku og víðar að það sé ríkinu dýrt að halda uppi at- vinnuskapandi aðgerðum. Sé hins vegar litið á kostnað samfélagsins af afleiðingumþá langtíma at- vinnuleysis, og byrðar sem það leggur á dómskerfið, og skólakerf- ið og hinn ömurlega arf þess, þá er spurning hvort ástæða sé til að fölna yfir kostnaði við að halda fólki í vinnu. Og kannski vex skiln- ingur atvinnulífsins líka í þessa átt, því ef marka má nýlega könn- un meðal 250 bandarískra for- stjóra í hópi þeirra er stýra þúsund stærstu bandarísku fyrirtækjun- um, þá álítur 90 prósent þeirra að þeir beri ekki aðeins ábyrgð gagn- vart eigendum, heldur einnig gagnvart starfsfólki og því samfé- lagi, sem fyrirtækið starfar í. Þó baráttumál frumkvöðla vel- ferðarkerfisins hafi verið að tryggja öllum fjárhagslega velferð, vitum við nú að velferð er ekki bara einfalt dæmi um að hafa í sig og á, án tillits til hvort þeir peningar koma í gluggaumslagi frá félagsmálastofnun eða vinnu- veitanda. Velferð er líka mann- sæmandi líf og góður aðbúnaður barna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er eins og hin raun- verulega velferð fáist ekki án vinnu fyrir sem flesta. Það er kannski ekki á ábyrgð samfélagsins að út- vega öllum vinnu, en til að tryggja félagslegan stöðugleika og mann- sæmandi líf fyrir sem flesta virðist það heppileg viðleitni stjórnmála- manna að stuðla að vinnu fyrir sem flesta og hvetja ungt fólk til að mennta sig. i |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.