Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
u
■MRÆÐUR um
áhrif Efna-
hags- og
myntbanda-
lags Evrópu á
íslenzka hags-
muni hafa komið upp á yfirborðið á
undanförnum dögum. Þessar um-
ræður hafa til þessa takmarkazt við
fámennan hóp starfsmanna banka,
fjármálastofnana og ráðuneyta og
ekki farið fram á opinberum vett-
vangi. Það er hins vegar tæplega
seinna vænna að ræða áhrif EMU á
ísland opinskátt; fátt virðist nú geta
komið í veg fyrir að allmörg aðildar-
ríki Evrópusambandsins taki upp
sameiginlegan gjaldmiðil, evró, í árs-
byrjun 1999, eftir rétt rúm tvö ár.
Nærtækasta viðfangsefnið er að
skoða hvaða áhrif EMU muni hafa
á ísland og íslenzka hagsmuni við
núverandi aðstæður; að Island standi
áfram utan Evrópusambandsins.
Hins vegar snýst umræðan einnig
nú þegar um hugsanlega kosti og
galla aðildar íslands að myntbanda-
laginu. Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning strax í upphafi er rétt að
geta þess að eingöngu aðildarríki
Evrópusambandsins geta fengið að-
ild að EMU og engin áform eru um
að veita ríkjum utan þess aðild að
myntbandalaginu.
Vfðtækt verkefni starfshóps
Seölabankans
Seðlabankinn hefur sett á fót
starfshóp, sem á að skoða áhrif EMU
á ísland, miðað við að afstaða stjórn-
valda til ESB-aðiidar verði óbreytt.
Erindisbréf starfshópsins gefur
nokkra hugmynd um að hveiju er
að hyggja í þessu máli: „Bankastjórn
Seðlabankans telur nauðsynlegt að
könnuð verði á breiðum grundvelli
hugsanleg áhrif af breytingum í
peningamálum í Evrópu og stofnun
sameiginlegs evrópsks gjaldmiðils á
íslenzk efnahags- og peningamál og
á starfsemi Seðlabanka íslands sér-
staklega. Hugað skal að framtíðar-
tengslum íslenzks fjármálamarkaðar
við evrópska, greiðslumiðlunarfyrir-
komulagi, samskiptum Seðlabank-
ans við framtíðarseðlabanka Evrópu
og aðra seðlabanka í Evrópu, áhrif-
um peningamálastefnu Evrópsks
seðlabanka á íslenzka peningamálk-
stefnu, samskiptum við stofnanir
sem hafa eftirlit með starfsemi fjár-
málastofnana í Evrópusambands-
löndum, áhrifum stofnunar hins
sameiginlega gjaldmiðils á samninga
íslenzkra aðila í gjaldmiðlum þeirra
landa, sem standa munu að peninga-
bandalaginu í byijun og öðrum þátt-
um sem talið er að skipta muni máli.“
Starfshópur Seðlabankans á ær-
inn starfa fyrir höndum, en athugun
hans er skammt á veg komin. Margt
af því, sem honum er ætlað að at-
huga, skýrist heldur ekki fyrr en nær
dregur gildistöku EMU.
Menn geta þó slegið sumu fóstu
varðandi áhrif EMU á ísland og
velt öðrum þáttum fyrir sér.
Mörg helztu vlðskipta
löndln innan EMU
Innan væntanlegs Efnahags- og
myntbandalags verða mörg af helztu
viðskiptalöndum íslands. Nú þegar
fara rúmlega 60% af útflutningi ís-
lendinga til ESB-ríkjanna og þaðan
kemur álíka mikið af innflutningn-
um. Óhætt er að áætla að a.m.k.
sex ríki verði stofnríki EMU. Þýzka-
land, Frakkland, Austurríki og
Benelux-löndin stefna ákveðið að
aðild og eiga auk þess möguleika á
að uppfylla aðildarskilyrðin. Til þess-
ara ríkja fara um 26% af íslenzkum
vöruútflutningi, þaðan koma 28%
af vöruinnflutningi, 23% af gjald-
eyrisviðskiptum eru við jiessi ríki,
25% af langtímaskuldum Islands eru
fengin að láni þar og ætla_______
má að um 18% af erlendri
verðbréfaeign íslendinga
séu í ríkjunum sex. Þessar
tölur hækka auðvitað ef
fleiri ríki verða með. Þar
munar mest um Bretland;
þangað fara 19% af íslenzkum vöru-
útflutningi og 10% innflutningsins
koma þaðan. Danmörk er einnig
hlutfallslega mikilvægt viðskipta-
ríki. Bæði Bretland og Danmörk eiga
hins vegar rétt á að standa utan
EMU og það virðist æ líklegra að
Evró
eða
króna?
Umræður um
áhrif Efna-
hags- og mynt-
bandalags Evr-
*
ópu á Island
hafa komið
upp á yfír-
borðið að
undanfömu.
Ólafur Þ.
Stephensen
skoðar hugs-
anleg áhrif á
Island að
óbreyttu og rekur
rök með og á móti
aðild að EMU.
þau haldi sig fyrir utan, að minnsta
kosti til að byija með.
Markmiðið með Efnahags- og
myntbandalaginu er að stuðla að
„efnahagslegum og félagslegum
framförum" og „verðstöðugleika",
eins og það er orðað í Maastricht-
sáttmálanum. Hugmyndin að baki
EMU-áformunum er að hámarka þá
hagræðingu og verðmætaaukningu
sem fæst með innri markaði Evrópu-
sambandsins, sem gekk í gildi í árs-
byijun 1993. Án sameiginlegrar
myntar nýtast kostir fijáls flæðis
vinnuafls, vöru, þjónustu og fjár-
_________ magns ekki til fullnustu.
EMU hefur ekki aðeins
í för með sér upptöku
sameiginlegrar myntar,
heldur einnig samræm-
ingu peningamála- og
“— gengisstefnu aðildarríkj-
anna og eftirlit stofnana ESB, eink-
um hins væntanlega Evrópska seðla-
banka og framkvæmdastjórnarinn-
ar, með því að aðildarríkin fylgi
stefnu aðhalds í ríkisfjármálum og
stöðugleika í verðlagi.
Gert er ráð fyrir að upptaka sam-
ÍSLAND er ekkl með á Evrópukortinu, sem skreytir verðlauna-
tillögu þýzka hönnuðarins Andreas Karl að útliti evró-myntar.
Verður íslenzka krónan fyrir utan EMU, laustengd eða rennur
hún inn í evróið?
Krónan er
veikur og
óstöðugur
gjaidmiðill
eiginlegrar myntar muni í fyrsta
lagi lækka kostnað af gjaldmiðla-
skiptum, sem er áætlaður 0,3-0,4%
af landsframleiðslu í ESB-ríkjunum.
í öðru lagi mun gengisáhætta
minnka og í þriðja lagi mun sam-
keppni aukast vegna þess að sam-
anburður verðlags á milli aðildar-
ríkja verður auðveldari. í fjórða lagi
telja margir hagfræðingar að EMU
muni leiða til vaxtalækkunar, að
minnsta kosti i þeim ríkjum, þar sem
vextir hafa verið háir. Loks er búizt
við að fjárfestingar aukist og at-
vinnulífið í heild örvist, jafnframt
því sem stöðugleiki verði tryggður
í auknum mæli.
Aukin efnahagsumsvif í helztu
viðskiptalöndum íslands í Evrópu
munu að öllum líkindum hafa jákvæð
áhrif á íslenzkt efnahagslíf. Hins
vegar hefur einnig verið bent á þá
hættu að takist ESB-ríkjunum að
lækka kostnað og hægja á verðbólgu
geti það haft þau áhrif að raun-
gengi íslenzku krónunnar hækki og
viðskiptakjörin versni þar af leið-
andi.
Meirf kröfur til efnahagsstef nu
ríkjanna fyrlr utan?
Af neikvæðum áhrifum EMU má
hins vegar nefna vanga-___________
veltur um að smærri
gjaldmiðlar á jaðri svæðis-
ins muni verða óstöðugri
og viðkvæmari fyrir spá-
kaupmennsku í framtíð-
inni. Margir hagfræðingar
eru þeirrar skoðunar að nálægðin
við evró-svæðið geri enn meiri kröf-
ur til efnahags- og peningamála-
stefnu þessara ríkja til þess að þau
geti haldið trúverðugleika sínum í
alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Þessi
sjónarmið hafa komið fram í Sví-
þjóð, Danmörku og Noregi að und-
ahförnu.
Seðlabankastjóri Noregs, Kjell
Storvik, sagði þannig á aðalfundi
sambands sparisjóða þar í landi í
október: „Norska krónan er jaðar-
gjaldmiðill, sem er viðkvæmur fyrir
spákaupmennsku á gjaldeyrismark-
aði og til lengri tíma verður engan
veginn hægt að halda stöðugu gengi
ef verð- og kostnaðarhækkanir eru
meiri í Noregi en í umheiminum.
Þótt við höfum kosið að standa utan
ESB, eigum við ekki kost á að vera
líka „utangarðsland" við mótun
efnahagsstefnunnar. Til þess að
„halda sínu“ utan stórs gjaldmiðils-
svæðis er nauðsynlegt að norsku
efnahagslífi verði á öðrum sviðum
beint inn á brautir stöðugleika og
trausts. Sem lítið og viðkvæmt hag-
kerfi höfum við ekki efni á að slaka
á trúverðugleika okkar.“
Rætt um aðild að TARGET
Sértækara vandamál, sem snýr
einkum að bönkum og fjármála-
stofnunum, er upptaka nýs sameig-
inlegs greiðslumiðlunarkerfis EMU-
ríkjanna, sem kallað er TARGET.
Norskir bankar hafa áhyggjur af að
þeir muni ekki fá aðgang að þessu
kerfi og hafa skrifað Peningamála-
stofnun Evrópu (fýrirrennara Evr-
ópska seðlabankans) vegna þess.
Norski seðlabankinn hefur sett á fót
starfshóp, sem á að kanna betur
hvaða áhrif TARGET muni hafa á
norska bankakerfið og hvers konar
tenging við kerfið væri æskileg. Stor-
vik seðlabankastjóri tók þetta upp á
reglulegum fundi seðlabankastjóra
EFTA-ríkjanna með Alexandre
Lamfalussy, forseta Peningamála-
stofnunar Evrópu, EMI, nú í haust.
Birgir ísleifur Gunnarsson, for-
maður bankastjórnar Seðlabankans,
á sæti á fundunum með Lamfalussy.
Hann segir að hugsanleg aðild að
TARGET hafi verið rædd hér á landi,
þótt menn séu ekki komnir jafn-
langt og Norðmenn. Birgir ísleif-
ur segist telja líklegt að ísland
gæti fengið aðild að TARGET
þannig að Seðlabankinn ætti
innstæður í Evrópska seðla-
bankanum og gæti ekki
borgað út úr kerflnu nema
taka af þeim. Full aðild
EFTA-ríkja að TARGET
kemur hins vegar ekki
til greina og raunar er
umdeilt hvernig eigi að
hátta aðild þeirra ESB-
ríkja, sem munu standa
utan EMU. í brezku við-
skiptalífi hefur borið á
áhyggjum af því að
staða London sem fjár-
málamiðstöðvar muni
versna, hafí brezkar fjár-
málastofnanir ekki fullan
aðgang að kerfinu.
Ótrúverðug króna
Eins og áður er vikið að, vekja
áformin um Efnahags- og mynt-
bandalag ekki eingöngu upp spurn-
ingar um áhrifin á ísland miðað við
núverandi aðstæður, heldur líka
hvernig samkeppnisstaða íslands
gæti breytzt við að vera innan slíks
bandalags. Umræður um ókosti þess
fyrir 270.000 manna þjóð að reka
sjálfstætt myntkerfi eru auðvitað
ekki nýjar af nálinni. ísland er lík-
lega minnsta gjaldmiðilssvæði í
heimi, að_ minnsta kosti með þeim
smæstu. íslenzka krónan er veikur
og óstöðugur gjaldmiðill, gengi
hennar hefur verið fellt oftar en
menn hafa tölu á undanfarna ára-
tugi og útlendingar hafa enga trú á
henni, enda telst hún ekki gjaldgeng
í viðskiptum á alþjóðlegum markaði.
Fram hefur komið að krónan sé ein-
faldlega slæmur mælikvarði á verð-
gildi hluta, vegna þess að mæliein-
ingin sé alltaf að breyt-
ast. Þar af leiðandi verði
ákvarðanir í atvinnulífínu
ónákvæmar, sem komi
niður á hagvexti í efna-
hagslífinu til lengri tíma
litið.
Seðlabankinn
byrjaður að
meta áhrifin
á ísland
Bent hefur verið á að krónan sé
ein ástæða þess að erlendir fjárfest-
ar sýni hlutabréfum hér á landi lítinn
áhuga. Þá sé ótrúverðugur gjaldmið-
ill einnig undirrót þess að raunvext-
ir hér á landi séu umtalsvert hærri
en í nágrannalöndunum.