Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 13
Iðrast Banda-
ríkjamenn
Hiroshíma og
Nakasakí?
eska hernum. Fari yfirmenn í hern-
um sömu leið og þeir sem störfuðu
fyrir KGB verður það ekki einungis
mikið áfall fyrir Rússland heldur
einnig fyrir Vesturlönd vegna þess
að þessir menn hafa aðeins sérþekk-
ingu á einu sviði - á sviði vopna.
Mikilvægt er að menn í Rússlandi
átti sig á þessari hættu.“
En hver er í raun munurinn á
því að fá mann sem stjórnaði
slökkviliðsmönnum til að taka að
sér starf yfirstjórnanda leyniþjón-
ustu og á þeim aðstæðum sem ríktu
þegar þú stjórnaðir KGB
og hafðir aðeins reynslu
af störfum innan Komm-
únistaflokksins og ungi-
iðahreyfingar hans?
„Þá var annað kerfi
við lýði. Ráðandi öfl inn-
an flokksins studdu mig og tryggðu
stöðu mína. Aukinheldur hafði ég
verið deildarstjóri innan Miðstjórnar
flokksins og aðalritari ungliða-
hreyfingarinnar, Komsomol. Allir
þekktu mig. Ég stóð nærri
Khrústsjov en Bakatín [einn yfir-
manna arftaka KGB] var valinn
fyrir tilviljun eina, hann hafði aldr-
ei stjórnað stórri stofnun. Því er svo
við að bæta að staða stofnunarinn-
ar nú er allt önnur og dapurlegri
en áður. Ráðuneyti félags- og
menningarmála eru nú ofar á for-
gangslistanum en þeir sem vinna
að því að tryggja öryggi allra stjórn-
arstofnana ríkisins."
Ógnarmynd í fjölmiðlum
Þú ert þá með öðrum orðum
hlynntur því að horfið verði til þess
kerfis sem ríkti í 70 ár þannig að
arftakar KGB njóti þeirrar sömu
sérstöðu og hræðslublöndnu virð-
ingar og áður?
„Þetta ástand varði nú ekki í sjö
áratugi. Kúgunarskeiðið hófst um
miðjan fjórða áratuginn og það stóð
yfir fram til dauða Stalíns 1953.
En þjóðin situr uppi með afleiðingar
þessa. Ég harma það mjög sem
gerðist í tíð þeirra Stalíns, Jeshovs
og Bería á fjórða og fimmta ára-
tugnum. Þetta voru skelfilegir
tímar. En á öðrum tímabilum í sögu
þjóðarinnar var KGB --------------
stofnun sem tryggði ör-
yggi ríkisins. Eg ætla
ekki að réttlæta gerðir
eins né neins en þessa
ógnarmynd sem sköpuð
var af KGB sáu blaða-
menn og fjölmiðlar um að búa til.
Þetta létti okkur störfin á sínum
tíma en nú þurfa menn að horfa
til þessa starfs með öðrum hætti.
Öfgarnar sem nú hafa rutt sér til
rúms snerta sjálft Rússland. Al-
menningur spyr hvar öryggisstofn-
anirnar eru niður komnar; víða rík-
ir stríðsástand, annars staðar mikil
ólga, hverri flugvélinni af annarri
er rænt, þingmenn eru skotnir til
bana um hábjartan dag. Markmiðið
með rekstri leyniþjónustu er að sjá
fyrir rás atburða og koma í veg
fyrir hana.“
Hversu marga myrti KGB á dög-
um Sovétríkjanna?
„Það mat sem liggur fyrir í þessu
efni er mjög misvísandi. Sjálfur
hallast ég að því að þær tölur sem
Kijústskov [Vladímír Ktjútskov,
fyrrum yfirmaður KGB] birti ein-
hver staðar séu réttar. Hann sagði
að KGB hefði rúmlega eina milljón
mannslífa á samviskunni. Ég man
ekki töluna nákvæmlega. Þá eru
ekki meðtaldir þeir sem myrtir voru
í borgarstyijöldinni og á öðrum erf-
iðum tímum í sögu ríkisins vegna
þess að í þeim tilfellum er oft erfitt
að glöggva sig á hveijir urðu fórn-
arlömb hverra og hvernig þeim
tölum var safnað saman.“
Ábyrgðin og iðrunin
Þú stjórnaðir sömu stofnun og
Lavrenti Bería, Felix Dzerzhinskí,
Nikolaí Jezhov og Genrikh Jagoda.
Telur þú þig bera einhverja ábyrgð
á þeim glæpum sem þeir
frömdu?
„Ég fæ ekki séð hvers
vegna ég ætti að gera
það. Þegar ég tók við
stöðu yfirmanns KGB
hafði fjölmörgum fórn-
arlömbum ógnarstjómarinnar verið
sleppt úr vinnubúðum og hlotið upp-
reisn æm. Sjálfur undirritaði ég
margar slíkar tilskipanir. Við kúguð-
um ekki þjóðina að undanskildum
nokkmm einstaklingum sem vom
til vandræða. Á þessum tíma vora
menn á borð við [Andrei] Sakharov
byijaðir að láta til sín taka. Við viss-
um að Solzhenitsyn var í felum í
sumarhúsi Rostropovich en enginn
þessara manna var handtekinn og
settur í fangelsi. Við vörðum Sovét-
stjómina en við endurtókum ekki
glæpaverk fortíðarinnar. Við skip-
uðum meira að segja ekki andófs-
mönnunum að hypja sig úr landi.
Sú varð venjan í tíð Andropovs [Júrí
Andropovs Sovétleiðtoga og fyrmrn
yfirmanns KGB] eftir að ég hafði
verið látinn víkja. Ég var svo hepp-
inn að upplifa ekki kúgunarskeiðið
en ég tel að ég hefði ekki bmgðist
við með sama hætti og forverar
mínir. Þetta segi ég ekki vegna þess
að ég telji mig fullkominn heldur
sökum þess að ég er ekki Bería eða
Jazhov. Ég bar ábyrgðina á þeim
tíma sem ég stjórnaði KGB. En
hvers vegna ættu kommúnistar nú
að líða fyrir það sem kommúnistar
gerðu 1918? Með sama hætti mætti
krefjast þess að Frakkar lýstu yfír
iðmn sinni vegna herfara Napóleons
og fómarlömb frönsku byltingarinn-
--------- ar. Viðvarandi iðmn. Ég
vil ekki að allt verði fyrir-
gefið með einföldum og
skjótum hætti en þeir
sem frömdu illvirkin eiga
að gjalda fyrir þau. Iðrast
Bandaríkjamenn jafnan
árásanna á Hiroshíma og Nagasakí?
Hversu margir forsetar hafa iðrast
Víetnamstríðsins? Við biðjum Pól-
veijana fyrirgefningar vegna Katyn-
fjöldamorðanna en þeir hafa fram
til þessa ekki gert neitt fyrir rúss-
nesku fómarlömbin þeirra á timabil-
inu strax eftir byltinguna. Við emm
stöðugt að plægja akur sögunnar í
stað þess að hugleiða hana og horfa
til framtíðar. Við endurmetum stríð-
ið, frammistöðu Zhukovs og ann-
arra. Margur maðurinn myndi leysa
þetta verkefni betur af hendi í dag.
En kjami málsins er sá að menn
gerðu það sem af þeim var krafist
á ákveðnum tíma. Krafan var sú að
herafli Hitlers yrði sigraður og
Zhukov vann sitt verk. Hefði hann
ekki gert það, hefði Evrópu verið
breytt í risastórar vinnubúðir. Og
hvað hefði gerst hefði ekki....það
gerðist einfaldlega aldrei. Við steyp-
um okkur á kaf ofan í skurðina en
vitum ekki hvers við leitum.“
Erum enn
meðhöndlaðir
sem and-
stæðingurinn
FRETTIR
Þyngd töskunnar vakti
grunsemdir tollgæslu
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug-
velli fann yfir 2.000 töflur í far-
angri austurlenskrar konu þegar
hún kom til landsins í byijun síð-
ustu viku. Óljóst er hvað töflurnar
innihalda og hafa þær verið
sendar í efnagreiningu en þær
fundust innan um úldinn fisk.
Nýlega fann tollgæslan einnig
rúm 6 kg af hassi í farangri
þýskrar konu, eins og kom fram
í blaðinu í gær, og var það þyngd
töskunnar sem vakti grunsemdir
tollgæslumanna.
Nýlega fundust
einnig 2.000
töflur innan um
úldinn fisk
Þýsk kona um fertugt kom til
landsins frá Madrid til Keflavíkur
á föstudag fyrir rúmri viku. í far-
angri hennar fann tollgæslan á
Keflavikurflugvelli rúm 6 kíló af
hassplötum sem komið hafði verið
fyrir í botni og loki ferðatösku
hennar. Taskan var úr hörðu plasti
og var búið að raða plötunum inn-
an í töskuna, leggja yfir tilsniðið
plexígler sem límt var niður með
þéttikítti og fóður þar yfir.
Það var þyngd töskunnar sem
vakti grunsemdir tollgæslunnar
þegar innihaldið hafði verið kannað
en áralöng reynsla hefur kennt
mönnum við hveiju má búast.
Taskan var því gegnumlýst og þá
mátti greina hassplöturnar milli
laga.
Tilkynning um útboö markaðsverðbréfa
Tæknival
ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ
Heildarnafnverð útgáfu: Allt að kr. 250.000.000,-
Útgefandi: Tæknival hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík, kt. 530276-0239.
Flokkur bréfa: 1/96.
Ávöxtunarkrafa á söludegi: 6,60%.
Vextir: Bréfin bera 6,50% vexti, fyrsti vaxtadagur er 29. nóvember 1996.
Gjalddagar: Tveir árlegir vaxtagjalddagar, þann 20. maí og 20. nóvember. Fyrsta greiðsla vaxta 20. maí 1997. Greiðsla höfuðstóls 20. nóvember 2000.
Verðtrygging: Bréftn eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs.
Sölutímabil: 29. nóvember 1996 til 31. desember 1997.
Sölueingar: Nafnvirði 1.000.000,- kr. og 5.000.000,- kr.
Söluaðili: Búnaðarbanki Islands og útibú bankans.
Umsjón með útboði: Búnaðarbankinn, Verðbréf.
Skráning: Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi Islands.
Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa liggur frammi
hjá Búnaðarbanka íslands.
BLNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259
Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
Samskipti (slands við umheiminn eru mikilvægur þáttur i þvi að kynna landið sem
fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna gefur Friður 2000 öllum félagsmönnum
tölvupósthólf og aðgang að internetinu. Vanti þig tölvuna þá getum við útvegað Pentium
tölvur á góðum kjörum. Þú færð einnig allt að 73% ódýrari simtöl til útlanda, alþjóðlega
neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000.
ce
Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast
Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000