Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 23
List gegn
vímu
Á ANNAÐ hundrað listaverk,
sem um hundrað listamenn hafa
gefið til fjáröflunarátaks Krisu-
vikursamtakanna „List gegn
vímu“, eru nú til sýnis í sýningar-
sal Hins hússins Aðalstræti 2.
Fjáröflunarátakið hófst 23. nóv-
ember, þegar Lára Björnsdóttir,
félagsmálastjóri Reykjavíkur-
borgar, opnaði sýninguna í Hinu
húsinu og tók við fyrsta eintaki
sögu Krísuvíkursamtakanna í tíu
ár, sem Ragnar Ingi Aðalsteins-
son hefur skráð undir heitinu
„Víst var það hægt“. Fjáröflun-
arátakið List gegn vímu stendur
til 7. desember, en þá mun kór
Islensku óperunnar halda tón-
leika til styrktar Krisuvíkursam-
tökunum.
Morgunblaðið/Golli
GUÐNÝ Magnúsdóttir.
Lokasýning
í Galleríi
Umbru
GALLERÍ Úmbra hefur verið rekið
af Guðnýju Magnúsdóttur sem sýn-
ingar- og sölugallerí í Tumhúsinu
á Bernhöftstorfunni síðastliðin
fimm ár en um áramótin verður það
lagt niður. Aðalmarkmið gallerísins
þennan tíma hefur verið að bjóða
gestum upp á fjölbreyttar sýningar.
Leirlistmunum Guðnýjar hefur
einnig verið hægt að ganga að í
hluta gallerísins; þeir hafa því verið
hinn fasti punktur í galleríinu en
sýningar í forsal hið síkvika andlit
þess.
Að sögn Guðnýjar er megin-
ástæða þess að hún hyggst hætta
rekstri gallerísins sú að hann er
mjög óarðbær þótt hann hafi verið
skemmtilegur. „Það er einfaldlega
mjög erfitt að hafa vandaða list-
munagerð að atvinnu. Þetta hefur
ekki verið nein fjöldaframleiðsla hjá
mér heldur hef ég lagt upp úr því
að hver hlutur hefði fagurfræðilegt
og listrænt gildi. Rekstur á slíkri
vinnustofu er dýr vegna þess að
það er gerður svo lítill greinarmun-
ur á basar og galleríi. Hið opinbera
gerir líka fátt til að auðvelda okkur
reksturinn sem höfum staðið í
þessu. Sýningarhaldið er líka dýrt
og auk þess mikill tímaþjófur. Sá
hluti þessarar vinnu hefur verið
geysilega skemmtilegur en ég vil
fara að snúa mér meira að eigin
listsköpun.“
í tilefni af þessum tímamótum
verða nokkrir af fyrri sýnendum
gallerísins ásamt Guðnýju með verk
sín til sýnis og sölu til áramóta.
-----♦ ♦ ♦
Samstæðar
andstæður
í Skotinu
SÝNINGU Dóslu í Skotinu í list-
munagalleríinu Skruggusteinn,
Hamraborg í Kópavogi lýkur í dag,
sunnudag. Á sýningunni eru 17
smámyndir unnar með bleki og
vatnslitum. Myndirnar eru allar
unnar á þessu ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nákvæmir eyrnahitamælar hafa
hingað tilaðeins verið fáaniegir
til nota fyrir sjúkrahús og
stofnanir, en eru nú einnig
fáanlegir til heimilisnota.
Á aðeins einni sekúndu geturþú mælt barnið þitt
og án allra óþæginda fyrirþig og barnið.
Nú er kominn nýr hitamælir, Braun ThermoScan eyrnahitamælir, sem gerir þér mögulegt að mæla
börn þín með einföldum og nákvæmum hætti, og það á aðeins einni sekúndu. Braun ThermoScan
mælir innrauða hitaútgeislun frá hljóðhimnunni og vefjum þar í kring, og því fæst eldsnöggt mjög
nákvæm hitamæling.
Helsta aöferöin viö mælingu á hita ungbarna hefur hingaö
til verið mæling í endaþarm. Sú mæling og mælingar í munni
eða holhönd eru ekki mjög
áreiðanlegar. Raunverulegan
líkamshita, innra hitastig, er aö
finna í brjóstholslíffærum og því
getur liðið langur tími þar til hita-
breytingar mælast á öörum
stööum líkamans. Það getur því
veriö mjög bagalegt, sérstaklega
með lítil börn, en þeim hættir oft
til aö fá miklar hitasveiflur.
Braun ThermoScan mælir
Hitamæling íeyra -fljótleg, jnnrauða hitaútgeislun frá hljóö-
þægileg og mjög nákvæm. himnunni og vefjum þar í kring,
og því fæst eldsnöggt mjög
nákvæm hitamæling. Innra hitastiginu er stjórnaö af hitastöð
„hypothalamus“ í heilanum, en hún ertengd sama blóðflæði
og hljóöhimnan.
Þú getur mælt barnið þítt meðan það sefur
Braun ThermoScan er ótrúlega þægilegur í notkun - svo
þægilegur að þú getur t.d. mælt barniö þitt meöan þaö sefur.
Til að gæta hreinlætis er sett plasthlíf á enda mælisins
og hann síðan settur inn í eyrnagöngin þar sem hann les
innrauða útgeislun af hljóðhimnu og sýnir hitann strax.
Þekkir þú eðiilegan hita hjá barninu þínu?
Meö Braun ThermoScan getur þú auðveldlega fundið út hver <
er eðlilegur hiti barns þíns, og þannig geturðu verið viss um «
hvenær það er með hita. Eðlilegur líkamshiti er mismunandi -
milli fólks og veltur á mörgum þáttum, t.d. á hvaða ttma
dags mælingin fer fram. Börn eru oftast heitari en fullorönir,
og ef þau hafa veriö að hamast og leika sér getur hitinn
auöveldlega og eölilega aukist.
Braun ThermoScan er kærkominn fyrir litlu og stóru börnin
í fjölskyldunni.
Braun ThermoScan fæst nú í apótekum og fjölmörgum
verslunum um land allt.
Dreifing:
Donna ehf.
BRfiun
Hafnarfiröi
Simi 555 3100 • Fax 565 3455