Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 26
26 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna myndina Killer: A Journal of Murder, Sögu
morðingja, með þeim James Woods og Robert Sean Leonard í aðalhlutverkum.
Myndin er úr smiðju Olivers Stone og í henni er skyggnst inn í hugarheim eins
skæðasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna.
Minningar
morðingja
EGAR Carl Panzram (James
Woods) var handtekinn á
þriðja áratug aldarinnar og sendur
í Leavenworth-fangelsið virtist
hann vera eins og hver annar
meðalbófi sem handtekinn hafði
verið fyrir innbrot. En þegar hann
var tekinn af lífi vorið 1930 hafði
hann játað á sig 21 morð og voru
bæði konur og börn meðal fómar-
lamba hans. I myndinni Killer: A
Joumal of Murder er brugðið upp
svipmyndum úr ævi þessa kaldrifj-
aða morðingja sem að öllum líkind-
um er fyrsti raðmorðinginn í
Bandaríkjunum, en jafnframt er
gerð grein fyrir því hvernig upp-
víst varð um voðaverkin sem hann
framdi. Það var fangavörðurinn
Henry Lesser (Robert Sam Leon-
ard) sem hvatti Panzram til að
festa sögu sína á blað og byggir
myndin á frásögninni sem gefin
var út á bók.
Leikstjóri myndarinnar er Tim
Metcalfe og er þetta frumraun
hans sem kvikmyndaleikstjóra, en
hann skrifaði jafnframt kvik-
myndahandritið. Metcalfe hefur
verið með bíódellu frá bamsaldri
og fluttist hann til Los Angeles frá
Ohio á áttunda áratugnum til að
freista gæfunnar sem handritshöf-
undur og leikstjóri. Hann vann í
byijun fyrir sér í ýmsum íhlaupa-
störfum, allt frá því að vera sendill
og aðstoðarmaður á útfararstofu,
en á nóttinni stundaði hann skrift-
imar af kappi. Hann uppskar að
lokum laun erfíðis síns þegar hann
í samvinnu við félaga sinn, Miguel
Tejada-Flores, seldi 20th Century
Fox handritið að myndinni Re-
venge of the Nerds sem gerð var
1984, en myndin hlaut geysimikla
aðsókn og vom gerðar þijár fram-
haldsmyndir eftir henni. Næstu
fimm árin vann Metcalfe í sam-
vinnu við aðra að handritum nokk-
urra léttvægra gamanmynda, en
árið 1987 ákvað hann að leggja
meiri metnað í skrif sín og afrakst-
urinn af því urðu m.a. handritin
að myndunum Iron Maze (1991)
með Bridget Fonda í aðalhlut-
verki, og Kalifornia, sem gerð var
1993 og þau Brad Pitt og Juliette
Lewis fóm með aðalhlutverkin í.
Oliver Stone var einn framleiðenda
Iron Maze og leiddi þetta samstarf
þeirra til þess að Stone fékk Metc-
alfe, sem skrifað hafði handritið
að Killer, til að leikstýra mynd-
inni, og rættist þá loks langþráður
draumur Metcalfes um að verða
kvikmyndaleikstjóri.
Metcalfe rakst á bók Panzrams
í fombókaverslun í Los Angeles
fyrir nokkmm ámm, en meðhöf-
undar bókarinnar vom þeir Tom
Gaddis, sem skrifaði söguna The
Birdman of Alcatraz, og blaða-
maðurinn James Long, en þeir
könnuðu sannleiksgildi frásagnar
Panzrams. Saga morðingjans
hafði mikil áhrif á Metcalfe, en
ekki síður hvemig sagan komst í
dagsljósið. Panzram hafði komið
sér í mjúkinn hjá fangaverðinum
Henry Lesser, en hann var óreynd-
ur og ól með sér drauma um bætta
meðferð á föngum. Hann varð
vitni að hrottalegri meðferð á
Panzram í Leavenworth en skynj-
aði skynsemi undir hijúfu yfir-
bragði fangans og ákvað að sýna
honum nokkra umhyggjusemi.
Panzram brást vel við og Lesser
hélt áfram á sömu braut og ekki
leið á löngu þar til hann var farinn
að leggja starf sitt að veði þegar
hann laumaði að Panzram pappír
og blýöntum svo hann gæti skrifað
sögu sína. Sú upptalning misnotk-
unar og ofbeldis sem leit dagsins
ljós var hins vegar alls ekki það
sem Lesser hafði átt von á að sjá.
Með hlutverk Lessers fer Robert
Sean Leonard sem m.a. hefur leik-
ið í mynd Peters Weir, Dead Po-
ets’ Society, Mr. and Mrs. Bridge
sem þeir Merchant og Ivory gerðu,
Much Ado About Nothing, sem
Kenneth Branagh leikstýrði og
The Age of Innocence, sem Martin
Scorsese leikstýrði.
Metcalfe segir að það sem
freistaði hans í sögu Panzrams
hafi verið að sýna illskuna sem í
manninum bjó og samskipti hans
við Lesser sem í eðli sinu var góð-
menni og vingaðist við Panzram
án þess að vita um illvirki hans.
JAMES Woods og Tom Metcalfe, leikstjóri Killer: A Joumal of Murder, við tökur á myndinni.
FANGAVÖRÐURINN Henry Lesser (Robert Sean Leonard)
átti ekki von á þeirri upptalningu voðaverka sem skjólstæðing-
ur hans festi á blað.
„Þegar hann fékk greinargerð
morðingjans komst hann að því
að hann hafði myrt 21 manneskju
og kjami málsins var hvað hann
ætti að gera við þá vitneskju.
Hann hafði stofnað til vináttu við
djöfulinn sjálfan og spumingin var
hvort hann ætti að snúa við honum
baki og koma upp um hann.“
Þegar James Wood var beðinn
um að taka að sér hlutverk Panzr-
ams þurfti hann ekki að hugsa sig
um tvisvar. Hann segir að áhugi
sinn á því að fara með hlutverk
illmennis af þessu tagi stafi ekki
síst af því að það skapi tækifæri
til persónusköpunar sem eigi ekk-
ert líkt við hefðbundnar aðalper-
sónur í kvikmyndum. Vitnar hann
til þess að margir af frægustu
kvikmyndaleikumm fyrri ára hafi
gjaman tekið að sér hlutverk af
þessu tagi og nefnir þar til sögunn-
ar leikara á borð við Edward G.
Robinson, James Cagney, Hump-
rey Bogart og Marlon Brando.
„Það sem er svo lokkandi í fari
morðingja fyrir leikara er það inn-
ræti sem sem við getum einungis
ímyndað okkur, því sem betur fer
þá emm við flest mannsekjur sem
aldrei gætum framið glæp af þessu
tagi. Það em því mikil dramatísk
átök að setja sig í þessi spor, ekki
aðeins fyrir áhorfendur heldur líka
þann sem með hlutverkið fer. Það
er mikil freisting að fara jafnvel
út fyrir ystu mörk þess sem mað-
ur telur mögulegt.“
Skapgerðarleikari í fremstu röð
Á ' “ * t
n * j* * i« í
JAMES Woods hefur fyrir
löngu skipað sér sess sem
einn af helstu skapgerðarleikur-
um Hollywood, en hann hefur
þó einna helst leikið ofstopa-
menn af einhveiju tagi. Mörgum
hefur þótt hann eiga skilið frek-
ari viðurkenningar en honum
hafa fallið í skaut fyrir frammi-
stöðu sina til þessa, en stórleikur
hans í myndum á þessu ári hefur
glætt vonir aðdáenda hans um
að nú loksins fái hann þá viður-
kenningu sem hann eigi skilið.
Woods er fæddur 18. apríl
1947 í Utah-fylki í Bandaríkjun-
um. Faðir hans var hermaður að
atvinnu og ólst Woods upp á
herstöðvum víðs vegar um
Bandaríkin og á eyjunni Guam.
Þetta var greindarpiltur og
stundaði hann nám við einhverj-
ar bestu menntastofnanir Banda-
ríkjanna, MIT og Harvard. Þar
hófst leikferillinn og á skólaár-
unum tróð Woods upp í 36 leikrit-
um með skólafélögunum og einn-
ig með leikfélagi í Boston. Leik-
listarbakterian heltók hann gjör-
samlega og stuttu áður en hann
átti að ljúka lokaprófi árið 969
við MIT þar sem hann var meðal
þeirra efstu í sínum bekk hætti
hann náminu og hélt til New
York að freista gæfunnar. Þar
reyndist leiðin inn í leikhúsin við
Broadway vera honum greið og
fljótlega hafði hann hlotið Bie-
verðlaun, Óskarsverðlaun sviðs-
leikara þar í borg.
Frumraunina á hvíta tjaldinu
þreytti Woods undir stjórn Elia
Kazan í The Visitors, en vakti
fyrst athygli fyrir leik á móti
John Savage í The Onion Field.
Framan af hlaut hann gjarnan
hlutverk manna sem börðust
fyrir réttlæti gegn ofurefli, svo
sem aðalhlutverkið i Salvador
eftir Oliver Stone, en það hlut-
verk færði honum Óskarsverð-
launatilnefningu. Undanfarin ár
hefur Woods þó verið við það
að festast í hlutverkum illmenna
og um tíma mátti halda að hann
hefði einkarétt á hlutverkum
leigumorðingja. Einn hápunkt-
urinn á ferli Woods er á hinn
bóginn frammistaða hans í titil-
hlutverki hinnar margverðlaun-
uðu sjónvarpsmyndar, Citizen
Cohn, þar sem hann lék smásál-
arlega og hrokafulla hægri hönd
McCarthy’s, bandaríska öld-
ungadeildarþingmannsins, sem
stóð fyrir ofsóknum á hendur
meintum vinstrimönnum í
Bandaríkjunum á sjötta ára-
tugnum.
James Woods hefur nú leikið
í um 60 kvikmyndum fyrir hvíta
tjaldið eða sjónvarp og meðal
þeirra helstu eru: Bestseller,
endurgerð The Getaway, The
Way We Were, The Hard Way,
Straight Talk, Immediate Fam-
ily, Diggstown, True Believer,
The Boost, Joshua, Then and
Now, The Choirboys, Cop, Ey-
ewitness, Against All Odds,
Videodrome, Once Upon a Time
in America, Night Moves, Curse
of the Starving Class, Nixon,
Casino og nú síðast Ghosts of
Mississippi. Á næsta ári verða
svo frumsýndar myndimar
Contact og Hercules, sem Woods
leikur í um þessar mundir.