Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBijAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FRAM eftir síðasta áratug voru sjávarútvegsfyrirtæki á VestQ'örðum hin öflugustu á landinu og höfðu verið lengi. Síðan gerðist tvennt: kvótakerf- ið fór illa með Vestfirðinga og til þess má rekja ítrekaðar til- raunir þeirra til þess að fá fisk- veiðistjórnuninni breytt en hins vegar virðast forystumenn í sjávarútvegi á Vestfjörðum hafa verið seinir til að átta sig á þeim breytingum, sem voru að verða og brugðust ekki nógu fljótt við. Á sama tíma og sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa verið að renna saman í stærri einingar í öðrum landshlutum með góð- um árangri hafa Vestfirðingar setið eftir með tiltölulega lítil og mörg fyrirtæki. Á nokkrum undanförnum mánuðum hefur það hins vegar gerzt, að til eru að verða tvær stórar einingar í sjávarútvegi við Djúp. Annars vegar nokkur fyrirtæki, sem eru að renna saman undir nafninu Básafell og samningar hafa tekizt um. Hins vegar standa nú yfir við- ræður um myndun eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins með aflaheimildir, sem nema mundu um 16 þúsund þorskí- gildistonnum. Þær viðræður hafa ekki leitt til endanlegrar Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. niðurstöðu en mikilvægt er fyrir Vestfirðinga, að svo verði. Reynslan undanfarinna ára sýnir, að stórar einingar í sjáv- arútvegi tryggja þann sveigjan- leika og þá hagræðingu sem þarf til þess að reksturinn gangi vel. Slíkar einingar hafa ekki orðið til á Vestfjörðum fyrr en nú. Ósagt skal látið hvað veldur en það er tæpast tilviljun, að skriður kemst á þessa þróun með batnandi samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum vegna opnunar Vestfjarðagang- anna. Enda hafa menn litið svo á, að þeir milljarðar, sem fóru í göngin hafi ekki sízt verið fjár- festing í atvinnulífi Vestfjarða. Verði niðurstaðan sú, að sjáv- arútvegsfyrirtæki í Súðavík, Bolungarvík, Hnífsdal og á Flat- eyri gangi saman í eitt stórt og öflugt fyrirtæki má búast við, að atvinnulífið við Djúp og í nærliggjandi byggðarlögum eflist mjög. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja, sem hér eiga hlut að máli, þurfa að leggja á það mikla áherzlu, að þessar hugmyndir verði að veruleika. Það er tími til kominn að Vest- firðingar taki á ný þá forystu í sjávarútvegsmálum, sem þeir höfðu lengi, en hafa látið öðrum eftir seinni árin. SAMKEPPNI UM FÓLK EINAR K. Guðfinnsson, alþm. skrifar athyglis- verða grein í Morgunblaðið í gær í tilefni af þeim umræðum, sem fram hafa farið um raun- greinakennsluna og stöðu ís- lenzkra ungmenna í raungrein- um. Þingmaðurinn segir m.a.: „Við sem höfum unnið að skóla- málum á landsbyggðinni vitum að fátt gengur jafn illa víða úti um landið - og raunar einnig í Reykjavík - og að ráða fólk til raungreinakennslu. . .. Reynsl- an sýnir, að þegar sæmilega árar í þjóðfélaginu á sérmennt- að fólk á sviði raungreina afar auðvelt með að fá vinnu við betur launuð störf víða í þjóðfé- laginu. Tölvufyrirtæki, svo dæmi sé tekið, sækjast gjarnan eftir slíku fólki og bjóða allt önnur laun og starfskjör en skólarnir. Fyrir vikið standa skólarnir uppi án starfskrafta á þessu sviði, sem síðar leiðir til þess, að kennsla í raungreinum situr oft á hakanum. Skólarnir eiga fá ráð við þessu. Áratugum saman hefur launakerfi ríkisins verið ósveigj- anlegt. Niðurnjörvuð launa- stefna hins opinbera má sín lítt gegn sveigjanleika hins al- menna markaðar. Skóli, sem vill laða til sín kennara i sam- keppni við aðra gengur til þess leiks álíka búinn og spretthlaup- ari í tjóðurbandi. Um úrslitin í slíku kapphlaupi þarf enginn að spyija." Þetta er augljóslega rétt. Og á ekki bara við um raungreina- kennslu í grunnskólum eða framhaldsskólum heldur líka t.d. almennt um möguleika Há- skóla íslands til þess að laða til sín hina hæfustu kennara. Stjórnvöld og skattgreiðendur komast með engu móti hjá því að horfast í augu við þennan veruleika. SJÁVARÚTVEGURÁ VESTFJÖRÐUM EINTAL Á ALNETI HELGI spjall Ó Guð, mig langar til að elska þig af öllu hjarta mínu því allt sem ég á fegurst til er neisti af báli þínu en milli okkar þögnin og þú ert einhvem veginn svo þjakaður af okkar jörð og vonsvikinn og sleginn, samt bið ég þig að halda 1 þá trú sem tókstu forðum á tálsýn þína manninn og holdgerðir af orðum, og leitar enn þá til þín eins og tungl að sólarljósi en tefst á leið til stjamanna og slokknar svo að ósi. Ó Guð, ég bið þú leiðir mig að mildum vötnum þínum og miklir ekki fyrir þér þótt neistinn hugi að sínum margvíslegu tilraunum til að verða að eldi og takist það jafnilla og ef sólin risi að kveldi. Hví fæ ég ekki að nálgast þína nærveru á stundum, hví næ ég aldrei sjálfur þínum leynilegu fundum mundi ekki vera sanngjamt að ég sæi þig svo sem eins og tvisvar og áður en ég dæi, því það er heldur ótryggt að eiga þig í vændum og einhvem veginn líkast heyskorti hjá bændum, það setur flestar áætlanir okkar helzt úr skorðum og allt verður jafnviðsjálvert og höggormurinn forðum. Og Guð hvort gætirðu ekki afskrifað ögn af þínu stolti og opinberað dýrð þína eins og lóa syngi í holti, og áminnt þína tálsýn um að tilveran er ekki sú tölvuveröld mannsins og blekking sem ég þekki. Því hún er dýrleg sköpun og gimsteinn eins og glitri geisli þinnar sólar og líkt og jörðin titri sem fingurgull á hendi hennar sem við þráum SS®Í3ÍÍS|SÍÍÍÍ^K||®Í w ** j, ■* s * ? TV >n ^ ÍL og hvíslar eins og golan sé vorið þitt í stráum. Ég leita þín í birtunni þegar blærinn strýkur lyngi og brimdauð fjaran eins og þitt stóra hjarta syngi í holtinu og mónum og hlíðin taki undir og hlaupi eins og lömbin um allar þorpagmndir, þá finn ég þig sem angan af horfnum helgidómum og hlíðin kemur syngjandi og faðmar mig með blómum, því óskastundin ætlar sér spöl í mínum huga en einhver bandar frá sér því ég er bara fluga. Og samt er ég einn þáttur af þrauthugsaðri gleði sem þjakaði víst engan meðan kraftaverkið skeði og hvemig væri að endurtaka upphafið að nýju og yfirfylla jörðina af flugnasuði og kríu? Nei, það var varla ætlunin að kvabba Guð minn góður þótt gerist þessi sigling svona heldur þungur róður við eigum það þó saman að lifa sjálfa okkur, það er sárabót og afsökun, en gleðiauki nokkur. Svo legg ég í þinn lófa framtíð mína alla mitt líf og þá einnig sál mína að kalla því athvarf þitt er einasta vöm á þessum tímum þegar enginn hefur stundlegt næði fyrir símum. M REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. nóvember SÍÐUSTU DAGA HEFUR sænskur lögregluforingi frá Interpol, Christer Brannerud að nafni, verið í heimsókn hér og rætt við forráðamenn dóms- og lögreglumála um stöðuna í fíkniefnaheiminum. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag, segir þessi sérfræðingur í fíkniefna- málum, að íslendingar þurfi að vera á varðbergi vegna þess, að líklegt sé að fíkni- efnum verði í auknum mæli smyglað frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu á íslandi. Slíkar viðvaranir koma okkur íslending- um í opna skjöldu. Þrátt fyrir bættar sam- göngur milli íslands og annarra landa hefur einangrun okkar hér norður í höfum verið svo mikil, að við höfum að mestu verið lausir við vandamál sem þessi og þess vegna ekki verið sérstaklega varir um okkur. Rök sérfræðings Interpol fyrir því, að ísland geti verið að dragast inn í flutninga- net fíkniefnasmyglara eru umhugsunar- verð. Hann segir m.a.: „Nú er staðan hins vegar sú, að í Suður-Ameríku er framleitt mjög mikið af ópíumi, sem er unnið í verk- smiðjum þar í landi í heróín. Heróínbarón- ar í Kólumbíu selja þetta efni á austur- strönd Bandaríkjanna og þeim hefur tekizt að ná stórum hluta markaðarins af asísk- um framleiðendum. Við spáum því, að þegar kólumbískir fíkniefnaframleiðendur fara að líta í auknum mæli til Evrópu til að koma framleiðslunni í lóg þá treysti þeir ekki lengur á venjulegar smyglleiðir, sem yfirvöld fylgjast vel með. Þar á ég til dæmis við flugsamgöngur milli Brasilíu og Evrópu. Því gæti sú staða komið upp, að þeir nýttu sér flugferðir til íslands og þaðan áfram til meginlands Evrópu.“ í þessu sambandi bendir Christer Brann- erud sérstaklega á beinar flugferðir á milli íslands og áfangastaða í Bandaríkjunum svo sem New York og Baltimore og til Halifax í Kanada og hann nefnir einnig ferðir á milli íslands og Kanaríeyja. Til marks um það, að þessi hætta sé raunveruleg og að ný flutningaleið á fíkni- efnum sé orðin að veruleika segir fulltrúi Interpol: „Á þessu ári hafa þijú tilfelli komið upp, þar sem fíkniefnasmyglarar hafa verið teknir í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Þeir komu allir frá Bandaríkj- unum með viðkomu á íslandi og voru allir með miklu meira magn en svo, að það hafí verið til eigin neyzlu. Þeir voru greini- lega svokölluð „burðardýr" í skipulögðum innflutningi. í tveimur þessara tilvika voru smyglararnir með kókaín en í einu tilviki heróín." Líkurnar á því, að sérfræðingur Inter- pol hafi rétt fyrir sér eru því miður mjög miklar. Fíkniefnasmyglarar leita allra hugsanlegra leiða til þess að koma fram- leiðslu sinni á markað. Þeir leita nýrra leiða, þegar aðrar hafa lokast. Farþegar, sem koma með flugi frá íslandi til Evrópu þykja ekki grunsamlegir enda ísland ekki þekkt fyrir að vera miðstöð neins konar glæpastarfsemi. Þess vegna er eftirlit með þeim, sem héðan koma sennilega minna en með farþegum, sem koma frá ýmsum öðrum löndum. Þá er á það að líta, að samgöngur á milli íslands og annarra landa eru orðnar mjög fullkomnar. Auk tíðra flugferða á milli íslands, Bandaríkjanna og Evrópu, hafa skipafélögin byggt upp þéttriðið flutninganet á þessari leið. Reglulegar skipaferðir eru á milli Bandaríkjanna, Nýfundnalands og íslands og áfram til Evrópu. Fíkniefnasmyglarar nota fleiri aðferðir en hin svonefndu „burðardýr", þ.e. farþega með áætlunarflugvélum. Þeir senda fíkniefni í gámum á milli landa. Þess vegna er ekki síður hugsanlegt að þeir reyni að senda framleiðslu^ sína frá Bandaríkjunum sjóleiðina um ísland til Evrópu. Fyrir nokkrum árum lýstu stjómvöld á Bahamaeyjum áhyggjum sínum við íslenzk stjórnvöld yfír því, að fíkniefnum væri smyglað um Bahamaeyjar og aðrar eyjar í þeim heimshluta með litlum flugvélum, sem fara til Evrópu um ísland. Eins og kunnugt er hefur mikill fjöldi smáflugvéla viðkomu á Reykjavíkurflugvelli í svo- nefndu feijuflugi. Suður-amerískir fíkni- efnabarónar hafa gert einstakar eyjar á Bahamaeyjum að miðstöðvum í flutningum með fíkniefni á leið sinni til Bandaríkj- anna. Raunar á það einnig við um eyjar í Karíbahafinu. UMRÆÐUR UM vaxandi ofbeldi, innbrot og margvís- arnar leg afbrot hafa ver- ið miklar að undan- förnu. Fólk leitar skýringa á afbrotafar- aldri í lélegu sjónvarpsefni, slæmu ástandi á heimilum, agaleysi í skólum o.s.frv. En ekki fer á milli mála, að aukin fíkniefna- neyzla á hér einnig og ekki síður hlut að máli. í því sambandi eru eftirfarandi um- mæli Christer Brannerud eftirtektarverð: „Aukning innbrota og rána hér á landi er fylgifískur fíkniefnaneyzlu því neytend- ur svífast einskis til að útvega sér peninga fyrir næsta skammti. Nú er staðan á Is- landi sú, að amfetamínneyzla hefur aukizt og ef til vill sækir kókaín í sig veðrið. E-pillan hefur einnig verið töluvert á mark- aði og mikið framboð á kannabisefnum. Hins vegar hefur heróín ekki náð að skjóta rótum hér. Það gæti hins vegar breytzt, ef yfírvöld eru ekki á verði.“ Síðan bendir sérfræðingur Interpol á, að reynslan sýni, að alltaf verði eitthvað eftir af fíkniefnum í þeim löndum, sem verði viðkomustaðir fíkniefnasmyglara og bætir við: „Ef stöðugt framboð verður af heróíni hér á landi þýðir það, að íslenzkir fíkniefnaneytendur kynnast þessu efni og það nær að skjóta rótum. Vandinn verður þá enn meiri en nú.“ Hér á Christer Brann- erud við, að heróínneytandinn gerir hvað sem er til þess að komast yfir efnið og svífst einskis. Þess vegna má telja líklegt, að afbrot mundu stóraukast í kjölfarið á reglulegu framboði af heróíni á fíkniefna- markaðnum hér. Reynsla þeirra, sem kynnzt hafa fíkni- efnaheiminum er annars vegar sú, að fíkni- efni verða eftir á viðkomustöðum og hins vegar, að þeir geta orðið annað og meira en viðkomustaðir. Þannig er þróunin t.d. sú, að fíkniefni koma frá Suðaustur- og Suðvestur-Asíu landveginn um fyrrum lýð- veldi og leppríki Sovétríkjanna, svo sem Hvíta-Rússland, Úkraínu, Pólland og fleiri lönd. Auk þess að verða viðkomustaðir verða þessi lönd, eins og t.d. Pólland í sumum tilvikum eins konar birgðageymsl- ur fyrir fíkniefnamarkaðinn í Vestur-Evr- ópu. Þar verða til „verksmiðjur“, sem pakka fíkniefnum í „neytendaumbúðir" áður en þau eru flutt áfram til velmegunar- ríkja Vestur-Evrópu. Við íslendingar kunnum því að standa frammi fyrir þeirri ógn, að auk þess sem fíkniefnasmyglarar geri tilraun til að gera ísland að viðkomustað á flutningsleið fíkni- efna, hvort sem er með áætlunarflugvél- um, smáflugvélum eða kaupskipum yfír Atlantshafið, geti viðbótaráhrifin orðið þau, að ýmiss konar önnur starfsemi skjóti upp kollinum í tengslum við þá flutninga- leið. Þar er átt við aukin afbrot, ofbeldi, þjófnaði, vændi og hugsanlega ýmsa aðra glæpastarfsemi. Raunar má velta því fyrir sér, hvort nú þegar megi greina fyrstu vísbendingar um slíkt með starfsemi klúbba, sem hér hafa ekki þekkst að ráði fyrr en á síðustu misserum. Afleiðing- ÞÁ VAKNAR SU VÍðbrÖffð spurning, hvernig g bregðast skuli við þessari hættu. Um það segir sérfræðingur Interpol í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Herða þarf tolleftirlit og líta sérstaklega til far- þega, sem koma frá Kanaríeyjum og Spáni, þar sem auðvelt er að nálgast E-pillur og Morgunblaðið/Rax í REYKJANESFÓLKVANGI kókaín á þessum stöðum. Þá er ástæða til að fylgjast sérstaklega með hópferðum frá íslandi því brottför er oftast mjög seint eða mjög snemma dags, þegar fáir toll- verðir eru að störfum. I hópi farþega, sem koma frá Bandaríkjunum, geta leynzt „burðardýr“ með kókaín eða heróín. Fíkni- efni geta aðeins borizt til íslands um Kefla- víkurflugvöll eða hafnir landsins, svo eftir- lit ætti að reynast auðveldara en ella. Vel skipulagt eftirlit löggæzlumanna gæti hindrað innflutning fíkniefna. Þá hef ég einnig bent á, að fylgjast þarf náið með póstsendingum." Tæpast fer á milli mála, að ábendingar Christer Brannerud hljóta að leiða til víð- tækra umræðna um það, hvemig við skuli bregðast. Augljóst er, að Keflavíkurflug- völlur er hættupunktur. Eins og áður kom fram er vitað um þijú tilvik á þessu ári, þar sem fíkniefnasmyglarar hafa verið teknir í Evrópu eftir ferð frá Bandaríkjun- um með viðkomu á íslandi. Þetta þýðir auðvitað, að mun fleiri hafa farið þessa leið án þess, að það hafi nokkru sinni komizt upp. Nýjasta smyglmálið á Keflavíkurflug- velli sýnir líka, hve hugvitsamlega er að málum staðið, þótt þar hafi ekki verið um að ræða að Island væri notað, sem við- komustaður. Þýzk kona lenti í úrtakskönn- un og við fyrstu sýn virtist ekkert athuga- vert við farangur hennar. Grunsemdir vöknuðu hins vegar vegna þess, að ferða- taska hennar var mun þyngri en ætla mátti miðað við það, sem í henni var. Nánari skoðun leiddi í ljós, að miklu magni fíkniefna hafði verið komið fyrir í tösk- unni á útsjónarsaman hátt. Á Keflavíkurflugvelli hafa t.d. vaknað upp spurningar um það, hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa meira eftirlit með farþegum, sem hafa einungis viðkomu í flugstöðinni á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þeir hafa greiðan aðgang að aðalafgreiðslusal flugstöðvarinnar og sáraeinfalt að skilja þar pakka eftir, sem aðrir sækja. Líklega er eftirlit með smá- flugvélum, sem hafa viðkomu á Reykjavík- urflugvelli meira en áður. En jafnframt þarf áreiðanlega að taka upp víðtækara eftirlit í þeim höfnum lands- ins, þar sem skip koma beint frá útlönd- um. Það eftirlit er sjálfsagt misjafnlega miLið nú þegar en ekki ólíklegt að það sé sums staðar afar takmarkað, bæði vegna skorts á starfsfólki en ekki síður vegna hins, að menn hafi talið, að hér væri ekki mikil hætta á ferðum. Allt kostar þetta peninga og stjórnvöld hafa ekki komizt hjá því á undanförnum erfiðleikaárum að takmarka mjög fé til löggæzlu. Nú kunnum við hins vegar að standa frammi fyrir erfiðu vali. Annars vegar að leggja fram verulega aukið fé til þess að stórherða tolleftirlit og aðra löggæzlu til þess að koma í veg fyrir, að ísland geti nokkru sinni orðið að þeim við- komustað fíkniefnasmyglara, sem sér- fræðingur Interpol telur töluverðar líkur á, að landið sé að verða. Hins vegar að taka áhættuna og vonast til að verða látn- ir í friði en standa svo ef til vill frammi fyrir óleysanlegu vandamáli að nokkrum árum liðnum. Við höfum verið lausir við mörg hinna ógeðfelldu vandamála miHjónasamfélag- anna. Því miður eru þau að byija að láta á sér kræla. Engu að síður búum við í samfélagi, sem er enn sem komið er, betra samfélag en mörg þeirra, sem við þekkjum í nálægum löndum. Víðtækt fíkniefna- smygl um ísland með þeim hliðaráhrifum, sem reynslan sýnir, að slíkt mundi hafa, getur hins vegar gjörbreytt þessu friðsam- lega samfélagi á skömmum tíma. Við höf- um séð það gerast í öðrum löndum. Þegar þessir kostir eru metnir er nán- ast ekkert vit í öðru en grípa til víðtækra fyrirbyggjandi ráðstafana með því að stór- efla tolleftirlit og löggæzlu, og leggja til þess verulega ijármuni og aukinn mann- afla. „Nú kunnum við hins vegar að standa frammi fyrir erfiðu vali. Ánnars vegar að leggja fram veru- lega aukið fé til þess að stórherða tolleftirlit og aðra löggæzlu...Hins vegar að taka áhættuna og von- ast til að verða látnir í friði en standa svo ef til vill frammi fyrir óleysanlegu vandamáli að nokkrum árum liðnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.