Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 33

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 33 hefði á daga mína drifið. Þess þurfti ekki, hann sagðist fylgjast með okkur Urðarteigsstrákunum, þó hann sjálfur væri ekki lengur til staðar á Urðarteignum. Þó ég þekki ekki allt lífshlaup Guðmundar Magnússonar þá get ég ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hann átti sína erfiðu tíma, sem sjálfsagt voru erfíðir fyrir hans nánustu en trúlega honum sjálfum erfiðastir. Guðmundur Magnússon var góður nágranni, hann var ætíð góður við mig og bræður mína og fjölskyldu. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum og umgengist. Guð blessi minningu Guðmundar Magn- ússonar. Eftirlifandi börnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. F.h. Urðarteigs 18, Gísli Gíslason yngri. Óaðskiljanlegur hluti þess lífs sem við lifum er dauðinn. Samt kemur hann ávallt á óvart. Naktar, kaldar staðreyndir blasa við þeim, sem eftir lifa, þegar lífsgöngu vinar lýkur. Liðinn tími, liðnar samverustund- ir koma þá gjarnan fram á hug- arskjáinn. Fallegar og góðar minn- ingar, ásamt ótal spurningum sem erfitt er að svara. Þannig varð mér innanbrjósts þegar ég frétti andlát vinar míns Guðmundar Magnússonar frá Nes- kaupstað. Guðmundur var að vísu búsettur hér í Reykjavík seinustu árin, en í mínum huga verður hann alltaf Gummi í plastinu í Neskaup- stað. Við áttum samleið í vináttu og viðskiptum í ein 15 ár á Austfjörð- um. Eg kynntist Guðmundi vel á þessu tímabili og var kannski einn af fáum, sem komst inn úr skelinni og sá og skildi hvað inni fyrir bjó. Guðmundur var einlægur í vináttu sinni og traustur í viðskiptum. Hann var hugsjónamaður og maður at- hafna, sem vildi framgang síns byggðarlags sem mestan og bestan. Guðmundur var á þessum tíma vel þekktur fyrir plastframleiðslu sína í Neskaupstað. Minningar okkar Árnýjar frá þessum tíma eru mjög góðar. Að koma í heimsókn til þeirra Gumma og Ólu á Neskaupstað var alltaf mjög ánægjulegt og hlökkuðum við alltaf til þeirra heimsókna. Heimili þeirra Gumma og Ólu var fallegt og endurspeglaði góðan smekk og umhyggju, fjölskyldan samhent og í fyrirtækinu unnu synir þeirra báð- ir, Kristinn og Höskuldur, að fram- leiðslunni með föður sínum. Guð- mundur réðst svo í að stækka fýrir- tækið. Verksmiðjuhúsið var stækk- að og vélar keyptar til framleiðslu á plastböndum, sem meðal annars voru notuð af frystiiðnaðinum á Islandi. Hér var um brautryðjenda- starf að ræða. Framleiðsla plastbandanna gekk aldrei nægilega vel og miklir tækni- legir erfiðleikar og jafnvel andsnúið umhverfí mættu Guðmundi hér. Eg undraðist oft eljusemi hans og þrautseigju og mörg voru þau tæknilegu vandamál sem hann leysti á eigin spýtur og lýsti það vel hugviti og hönnunarhæfíleikum þeim sem hann bjó yfír. Það er mín skoðun að hefði Guðmundur á þess- um tíma fengið meiri tæknilega aðstoð og jákvæðara viðmót væri hér starfandi í dag stórt fyrirtæki í þessari framleiðslu. Eftir nokkurra ára baráttu við þessar erfiðu að- stæður kom að því að þrek og máttur dvínaði og að því kom að eitthvað brast. Veikindi tóku völdin og undirstaðan, sem hafði verið undir heimili og fyrirtæki, brast. Þessi hörðu örlög, sem mættu honum og fjölskyldunni allri á þess- um tíma, skildu eftir mikil og djúp sár, sár sem ég veit að Guðmundur gekk með allt til enda. Það er þægilegra fyrir hvern sem er að vera áhorfandi að óblíðum örlögum, en í að lenda sjálfur. Af hveiju? Hvers vegna? Til hvers, er þetta líf svona? Hvor skyldi vera meiri maður sem götuna gengur; glaði og ánægði maðurinn sem lán- ið leikur við og kemst án erfiðleika í mark, eða hinn sem rogast með þunga byrði og sjálfsásakanir, bug- aður og særður, en kemst samt í mark. Við Árný þökkum Guðmundi Magnússyni og fjölskyldu hans frá Neskaupstað fyrir góð kynni og samveru, sem aldrei gleymast. Við vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minning- una um Guðmund Magnússon. Ingi Helgason. Hjartkær vinur minn, Guðmund- ur Magnússon frá Traðarbakka á Akranesi, er látinn eftir langt og erfítt sjúkdómsstríð. Mig langar til þess að minnast þessa sérstæða vinar mins með nokkrum orðum. Báðir ólumst við upp á Akranesi sem þá var aðeins lítið sjávarþorp. Allir þekktu alla eða vissu a.m.k. nokkur deili á öllum sem bjuggu á Skaganum. Ég þekkti vel til Guð- mundar allt frá frumbernsku, en vegna tíu ára aldursmunar tókust ekki náin kynni okkar á milli fyrr en fýrir rúmum tíu árum. Ég hitti Guðmund þá af stakri tilviljun í Reykjavík og vissi þá ekki annað en hann væri búsettur í Neskaup- stað. Þessi fundur okkar á götu í höfuðstaðnum varð upphaf náinna kynna sem aldrei bar skugga á. Guðmundur rak um árabil plast- verksmiðjuna Nesplast á Neskaup- stað, en þangað hafði hann flutt árið 1960 og starfaði þar fyrst sem síldarmatsmaður og verkstjóri. Fljótlega eftir að Guðmundur flutt- ist austur giftist hann ungri konu, Ólínu Hlífarsdóttur og eignuðust þau tvo drengi Kristin Stein raf- eindavirkja sem í dag er starfandi sjómaður og Höskuld sem í dag er starfandi sölustjóri í sjávarútvegi í Reykjavík. En á milli Höskuldar og Guðmundar ríkti mikill kærleikur. Höskuldur og kona hans Úlfhildur eiga einn dreng og ber hann nafn Guðmundar afa síns og var ást og umhyggja afans fýrir litla Gumma með því göfugasta og besta sem ég hef séð um mína daga. Þrátt fyrir mótlæti í lífinu lét Guðmundur aldrei hugfallast, en nú var heilsu hans tekið að hraka og af þeim sökum varð hann að hætta störfum. Um þessar mundir átti Guðmundur í miklum erfiðleik- um, aldrei heyrði ég hann kvarta enda þótt hann ætti ekki fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Guðmundur var tíður gestur á heimili mínu og Guð- rúnar konu minnar og kom við þess- ar heimsóknir berlega í ljós að í gegnum allar raunir hafði Guð- mundur leitað á vit Guðs og þar fann hann þann styrk sem sá einn þekkir sem á sér lifandi trú á al- máttugan Guð. Á æskuheimili Guðmundar ríkti jafnan mikil rausn, enda voru for- eldrar hans, þau Kristín og Magnús á Traðarbakka valinkunn hjón, þekkt fyrir rausn og einstæða gest- risni. Þau hjónin áttu eitt hið glæsi- legasta heimili sem ég hef séð og var þar jafnan mikill gestagangur og öllum var þar tekið af stakri rausn. Það kom mér því ekki á óvart að elsta barn þeirra hjóna, Guðmundur, væri mikill höfðingi og þekkti ég sögur þar um frá heim- ili hans í Neskaupstað. Kynni okkar hjóna af Gumma en svo var hann nefndur af ættfólki og vinum, eru öll á einn veg, hann jafnan sá sem var gefandinn, en við vorum þau sem svo sannarlega fengum að njóta af lífsvisku Gumma. Afar oft ræddum við vinirnir um trúmál og kom þar berlega í Ijós að Gummi hafði haft með sér úr foreldrahúsum sanna og virka trú á almættið og veit ég þegar ég skrifa þessi fátæk- legu orð að Gummi er í dag sæll og glaður í dýrðarheimi Guðs, laus við raunir og sorgir þessa fallvalta jarðlífs. Ég hef í þessari minningargrein aðeins stiklað á stóru og lítt eða ekkert rætt um daga Guðmundar á Akranesi en þar lifði hann gefandi lífí sem sjómaður í útgerð föður síns, sem verkstjóri og um langt árabil sem kaupmaður. í öllum þessum störfum var hann farsæll og einkar vel látinn. Guðmundur var að lífsskoðun ákveðinn og fylgj- andi hins fíjálsa framtaks og var m.a. virkur í stjórnmálastarfi og sat m.a. í stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Enda þótt ég geri mér Ijóst að þessi fá- tæklegu minningarorð séu um margt ófullkomin, en ég hef sett niður í þessi fáu orð mín það sem mér er efst í huga á þessari stundu. Systrum Gumma, Gullu, Ellu og Möggu, sem og bömum hans og barnabörnum flytjum ég og kona mín innilegustu samúðarkveðjur. Gummi, vinur minn, ég bið þig að fyrirgefa þessi fátæklegu kveðjuorð og veit að þú tekur viljann fyrir verkið. Blessuð sé minningin um kærleiksríkan og góðan vin. Þorvaldur Sigurðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR ÁGÚSTSSON fyrrv. yfirvélstjóri, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, sem lést sunnudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Oddssjóð á Reykjalundi. Áslaug Ásgeirsdóttir, Ásgerður Höskuldsdóttir, Ólafur Haraldsson, Anna M. Höskuldsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Helga Höskuldsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Áslaug Höskuldsdóttir, Albína Thordarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁKON ÞORKELSSON, Arahólum 4, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. nóvember. Guðný Svandís Guðjónsdóttir, HörðurSmóri Hákonarson, Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir, Guðjón Þorkell Hákonarson, Helga ívarsdóttir, Hrafnkell Gauti Hákonarson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Hákon Svanur Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. Vertu tímanlega með jólabögglana til útlanda Það er styttra til jóla en við höldum, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að senda jólaböggla út í heim. Póstur og sími hvetur alla til að koma íslenskri jólagleði til skila með því að senda jóla- bögglana tímanlega til ættingja og vina hvar sem þeir búa í heiminum. Pósturinn er á hraðferð fyrir jólin með jólagjafirnar, nætur og daga um allan heim. Tekið er við bögglum á yfir 90 póst- og símstöðvum um allt land. Síðasti skiladagur bögglapósts til útlanda nieð flugi: Norðurlönd 06.12 Evrópa (önnur en Norðurlönd) 05.12 USA (austurfylkin) 05.12 USA (vesturfylkin) og Kanada 05.12 önnur lönd 04.12 Þeir sem ekki ná að senda jólabögglana fyrir þennan tíma eiga möguleika á að bjarga jólunum með því að nota þjónustu EMS Forgangspósts og alþjóðlegt dreifikerfi TNT hrað- þjónustunnar í meira en 200 löndum. Bögglar eru þá bornir heim til viðtakenda. Slíkar sendingar taka aðeins 1-2 daga til flestra Evrópulanda en 2-4 daga til annarra landa. Til að tryggja örugg skil á bögglum borgar sig að vera tímanlega á ferðinni, helst fyrir 16. desember. FOHBANesróSTUH J Express Worldwide PÓSTUR OG SÍIVII

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.