Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 40
4CT SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
GKemtZ, e/nhver kastabh
sreim hjh u*\ gluúgann '
( pA£> ER. /MIE>I BUi
\___ iNN VlÐHANN/
MéfZ SVNJST t>0 ' VlÐ VEREKIM
VE^LEIPINL-EG * AE> MUWA AP
þAKKAJZ
Tommi og Jenni
Sjáðu, Sámur, ég fékk Góður, ha? Líkar þér Sámur ... Sámur ... Sámur ... ég verð að
kokkmnokkar til að búa hann, ha? skila skáiinni...
til vanillubuðing handa
þér!
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Var Heródes
listunnandi?
Frá Ólöfu I. Davíðsdóttur:
ÞEIRRI speki er oft haldið á lofti
að þeir sem þekki ekki söguna séu
dæmdir til að endurtaka hana. Ekki
þarf ég að dæma um hvort ráðherr-
ar okkar séu svo
lítt lærðir, því þeir
virðast einfærir
um að afhjúpa
dómgreindarskort
sinn. Það vekur
furðu mína að
hver bendi á ann-
an þegar málefni
nektarsýninga
eru rædd. Þeim til
fróðleiks sem af vilja læra, vil ég
rifja upp söguna í þeirri von að
menn megi mannast af því.
Eitt sinn hélt hátt settur embætt-
ismaður, Heródes að nafni, upp á
afmæli sitt. Hann bauð til veislu
gæðingum sínum, hershöfðingjum
og fyrirmönnum. I veislunni sté
bróðurdóttir hans magnaðan dans.
í hrifningu sinni hét frændinn henni
að launum hveiju því sem hún vildi,
allt að helmingi ríkis hans. Það var
kannski ekki svo ósanngjarnt ef um
var að ræða þvílíkt ódauðlegt lista-
verk og menningarverðmæti að ég,
2000 árum síðar, skuli gera það að
umtalsefni. Fæstir telja að þetta
hafi verið þjóðdans. Listræn mærin
leitaði ráða hjá móður sinni. Þeim
mægðum kom saman um að dansinn
væri ekki minna verður en höfuðs
manns. Heródesi fannst það nú ekki
mikið og var snöggur að borga fyrir
einkadansinn, enda þurfti hann ekki
að fórna eigin höfði.
Það er einkennilegt að öllum
spurningum er svarað með spuming-
unni: Er þetta list? Og þó, ráðherrum
er kannski eins farið og keisaranum
sem fékk sér ný föt. Það var bamið
sem sagði eins og var: Hann er ekki
í neinu! Það eru dansararnir, sem
hér um ræðir, ekki heldur ef sýnis-
horn fréttastofu sjónvarpsins var
dæmigert „listaverk".
Ég tel þetta mál ósköp einfalt.
Nektarsýningar eru ekki afþreying
sem ég kysi fýrir syni mína. Ég
kæri mig ekki heldur um að tengda-
dætur mínar giftist mönnum sem
hafa slíkan „listasmekk". Nektar-
sýningar eru ekki menningararfleifð
sem við getum hreykin afhent barna-
börnum okkar. Ég bara spyr: Eiga
ráðherrar ekki dætur eða syni?
Þetta er ekki spurning um Iist.
Þetta er siðgæðismál. Nektarsýning-
ar misbjóða siðferðiskennd minni.
Ég skammast mín ekkert fyrir að
segja það. Það eru aðrir sem mættu
skammast sín. Það skyldi þó ekki
vera að einhveijir gæðingar njóti
góðs af eða telji hag sínum betur
borgið með undanbrögðum? Eru ráð-
herrar hræddir um að missa höfuð-
ið? Eftir höfðinu dansa limirnir.
Ég er hrædd um að fleiri höfuð
fái að fjúka ef ráðamenn reynast
ekki vandanum vaxnir. Þeir komast
kannski á spjöld sögunnar fyrir vik-
ið.
ÓLÖFI. DAVÍÐSDÓTTIR,
Skipasundi 9, Reykjavík.
Sparar landlæknir sann-
leikann um mjólk?
Frá Samtökunum Lífsvog:
HVERS vegna er mjólkin geril-
sneydd. Gegnumsneytt er ástæðan
sú, að hætta á fjöldaútbreiðslu sjúk-
dóma gegnum neyslu mjólkur var
fyrir hendi og er reyndar enn.
Tímarnir hafa hins vegar breyst og
þekkingin aukist. í dag eigum við
meðul til þess að meðhöndla sjúk-
dóma hvers konar, sem við áttum
ekki einu sinni. Við eigum einnig
hámenntaða mjólkurfræðinga, er
fylgjast vel með því, að gerlafjöldi
frá hveiju framleiðslubúi fari ekki
yfir ákveðin mörk auk þess sem
bóndinn er sérfræðingur í sjúkdóm
seinkennum eigin kúa. Mjólk úr
kúm með júgurbólgu er ekki send
í mjólkurbú. Það gefur enda auga-
leið að kerfi þetta virkar vel, því
mjólk framleiðanda er verðfelld fari
gerlafjöldi yfir ákveðin mörk.
Það má því í raun varpa þeirri
spurningu fram hvort það sé Iengur
nauðsynlegt að gerilsneyða mjólk.
Samkvæmt reglugerð um lífræna
landbúnaðarframleiðslu, er tók gildi
í mars 1995, kafla V, gr. 38, er
nú heimilt að selja lífræna mjólk,
að vísu frosna, að uppfylltum skil-
yrðum til lífrænnar framleiðslu.
Lífrænn landbúnaður er gífurleg-
ur framtíðarmöguleiki fyrir okkur
Íslendinga, ef við stígum skrefið til
fulls og hvetjum hluta bænda til
þess að taka alfarið upp búskapar-
hætti sem þessa. Það er nefnilega
ekki nóg að tala um vistvæna eða
vistræna framleiðslu, ef ekki á að
breyta neinu í því ferli sem hefur
viðgengist. Tilbúinn áburður er til
dæmis ekki á dagskrá í hinu líf-
ræna ferli. Menn verða að gjöra svo
vel að bera sinn haug á sín tún og
láta sér nægja grassprettu af slíku,
svo dæmi sé tekið.
Það er slæmt að landlæknir skuli
ekki láta getið tilkomu lífrænnar
framleiðslu, því hann er mótandi
afl í umræðu um þessi mál, eðli
málsins samkvæmt.
Framtíð lífríkis á jörðinni veltur
á því að við hugum að öllum þáttum
í umhverfi okkar, er geta fjölgað
og styrkt hlekkina í lífkeðjunni.
Lífræn framleiðsla er einn þeirra,
því hollusta þeirra afurða kann að
geta sparað rándýra heilbrigðis-
þjónustu. Lífræn framleiðsla er sú
besta umhverfisvernd er talist get-
ur, þar sem mengunarvaldandi efni
eru einfaldlega ekki leyfileg.
Vonandi taka yfirvöld heilbrigð-
ismála höndum saman við landbún-
aðar- og umhverfisyfirvöld varðandi
hvatningu til lífrænna búskapar-
hátta sem og rannsóknir. Menntun
og þekking er alltént til staðar í
landinu á öll um þessum sviðum.
F.h. Samtakanna Lífsvogar,
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.