Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 56
Póstleggið
jólabögglana
tímanlega til
fjarlœgra ;
lanaa. póstur og sími
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆH 1
<e>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
<n> NYHF.RJI
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Auknar
vinsæld-
ir vetrar-
ferða
ÁRAMÓTAFERÐIR hingað til lands
njóta aukinna vinsælda og er að
verða uppselt í ferðir Flugleiða frá
Bandaríkjunum um komandi áramót.
Undanfarnar tvær helgar hefur verið
birt hálfsíðuauglýsing frá Flugleiðum
í ferðablaði The New York Times,
þar sem auglýstar eru femskonar
vetrarferðir til íslands.
Auglýsingin var birt í samvinnu
við Liberty Travel, sem er stærsta
____ ferðaskrifstofukeðjan á austurströnd
: Bandaríkjanna. Einar Sigurðsson,
aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða,
segir tilgang auglýsingarinnar þrí-
þættan; að halda nafni Flugleiða á
lofti, að markaðssetja vetrarferðir
hingað til lands og að styrkja tengsl-
in við ferðaskrifstofukeðjuna Liberty
Travel.
Góð svörun við auglýsingum
Birting auglýsingarinnar kostaði
um 35 þúsund dollara í hvort skipti
eða alls rúmar 4,6 milljónir íslenskra
— króna. „Við höfum nú þegar orðið
varir við mjög góða svörun og það
má heita uppselt í áramótaferðina.
Það hefur líka verið heilmikið um
hringingar og fyrirspumir vegna
hinna ferðanna en við vitum ekki enn
hvað það verður í bókunum talið,“
segir Einar.
Meðal þess sem boðið er upp á í
áramótaferðinni er hátíðarkvöldverð-
ur á gamlárskvöld og akstur með
ieiðsögn á milli brenna og flugelda-
sýninga í borginni. Einar tekur fram
að nú bjóði Flugleiðahótelin upp á
fulla þjónustu um áramót, þannig
að allir ættu að geta fengið að borða.
Ferðaþjónustan að vakna
Á Hótel Sögu hefur allt verið full-
' bókað síðastliðin fimm áramót, að
sögn Friðriku Hjörleifsdóttur, mót-
tökustjóra í gestamóttöku.
Hún segir fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu hafa verið að vakna og að þjón-
ustan yfir jól og áramót hafí batnað
mikið að undanfömu. „Veitingastað-
imir eru að átta sig á því að við
erum með ferðamenn í landinu sem
þurfa að borða - líka á hátíðum,"
segir Friðrika að lokum.
Morgunblaðið/RAX
KOBBI útselskópur virtist
ánægður með lífið og tilveruna
með Denna fóstra sínum í Vík
í Mýrdal. Þar hefur hann dvalið
frá því í Skeiðarárhlaupi. Kóp-
Kobbi kópur
í Vík
urinn fékk að synda í læknum,
en þoldi stutt við þar sem hann
var enn þá í fæðingarhárunum.
■ Um kópinn Kobba/16-17B
*
I gæsluvarðhaldi vegna alvarlegs kynferðisbrots á Akureyri
Misnotaði og tók myndir
af þremur stúlkubörnum
MAÐUR á sextugsaldri sem setið
hefur í gæsluvarðhaldi á Akureyri
síðustu daga hefur játað að hafa
miðlað klámefni af börnum til ann-
arra um alnetið. Við húsleit á heim-
ili hans fannst myndband þar sem
maðurinn hefur kynferðismök við
stúlkubörn á Akureyri. Hann hefur
játað að hafa gælt kynferðislega við
þrjár ungar stúlkur á Akureyri.
Maðurinn var handtekinn 19. nóv-
ember síðastliðinn, grunaður um
kynferðislega misnotkun á stúlku-
börnum og tveimur dögum síðar var
hann úrskurðaður í 10 daga gæslu-
varðhald í héraðsdómi Norðurlands
eystra. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn
var framlengdur um 45 daga eða til
13. janúar nú á föstudag.
Klám á alnetinu
Ábendingar um athæfi mannsins
höfðu borist til lögreglu á Akureyri
en ungt par í bænum sem hafði
haft samskipti við hann í gegnum
spjallrás á alnetinu tók eftir að hann
var alloft inni á rás þar sem hægt
er að nálgast barnaklám. Þau færðu
þetta í tal við kunningjakonu sína
sem kannaðist við manninn og vissi
af því að hann hafði á stundum
gætt barna fyrir fólk í nágrenninu.
Lögreglu var gert aðvart og maður-
inn í kjölfarið færður til yfirheyrslu.
í framhaldi af handtöku var gerð
húsrannsókn á heimili hins grunaða
þar sem fannst mikið magn af mynd-
bandsspólum með klámefni svo og
tölvudisklingar með klámmyndum,
þar á meðal barnaklámi.
Kynferðismök á myndband
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknardeildar lögreglunnar á Akur-
eyri hefur maðurinn við yfirheyrslur
játað að hafa miðlað klámefni af
börnum til annarra á alnetinu og er
sá framburður hans studdur fram-
burði vitna í málinu. í þeim gögnum
sem lögregla lagði hald á við rann-
sókn málsins fannst myndband þar
sem maðurinn hefur kynferðismök
við stúlkubörn. Hann hefur við yfir-
heyrslur játað að hafa „gælt“ kyn-
ferðislega við þijár stúlkur sem eru
á aldrinum 7, 8 og 9 ára.
Það efni sem lögregla lagði hald
á í íbúð mannsins er mjög mikið og
tímafrekt að fara yfir það, en rann-
sókn þessa máls stendur enn yfir.
Járnblendifélagið
Stjórn-
arfundi
frestað
STJÓRNARFUNDI í íslenska járn-
blendifélaginu hf. um hugsanlega
stækkun verksmiðjunnar, sem boð-
aður hafði verið 5. desember nk.,
hefur verið frestað um nokkrar vik-
ur. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði að ástæðan væri sú að
eigendur fyrirtækisins þyrftu lengri
tíma til að ræða saman. Ekki hefði
þótt rétt að halda fund fyrr en allir
þættir málsins lægju fyrir.
Finnur sagði að þessi frestun
hefði engin áhrif á efnislega niður-
stöðu málsins. Unnið hefði verið
mjög vel af hálfu stjórnar og fram-
kvæmdastjóra að því að undirbúa
hugsanlega stækkun verksmiðjunn-
ar og sú vinna væri að komast á
lokastig. Endanleg ákvörðun um
stækkun verksmiðjunnar hefði hins
vegar ekki verið tekin.
„Afstaða íslenskra stjórnvalda er
alveg skýr. Við leggjum höfuð-
áherslu á að það verði tekin ákvörð-
un um stækkun verksmiðjunnar.
Ástæðan er sú að hagkvæmni fyrir-
tækisins eykst mjög mikið við
stækkun. Það verður miklu sam-
keppnishæfara eftir slíka breytingu
en fyrir hana. Að auki þýðir stækk-
unin að við erum að auka hér út-
flutningsverðmæti,“ sagði Finnur.
Finnur sagðist ekki geta svarað
því hvenær ákvörðun yrði tekin.
--------♦ ♦ ♦---
Milljónatjón
í eldsvoða
á Akranesi
ELDUR kom upp við gamla kæli-
geymslu HB á Akranesi í gærmorg-
un. Að sögn Haraldar Sturlaugsson-
ar framkvæmdastjóra er tjónið talið
nema nokkrum milljónum króna.
Vindátt var hagstæð þannig að eld-
urinn náði ekki í nýtt frystihús sem
þar stendur nærri.
Kæligeymslan sem brann var áður
í eigu Krossvíkur en það fyrirtæki
sameinaðist Haraldi Böðvarssyni hf.
fyrr á árinu. Við hlið geymslunnar
var bifreiðaverkstæði sem einnig
brann en mestur varð eldurinn í á
þriðja þúsund fiskikörum sem stóðu
utan við húsið. Var þar mikið bál
þegar komið var að kl. 6 í gærmorg-
un. í kæligeymslunni var saltfisk-
marningur.