Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 5
Hönnun: Gísli B. / Tðlvuvinnsla: Gunnar Steinþórsson / FÍT /1996 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 5 Góðar bækur Sígild verk um valin efni ÍSLBNSK, HÓMILÍUBOK FORNA.R STOUVIDI'I' Söiaeo íSKjitr Maríukver Sögur og kvæði af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð Maríu saga er lífssaga Maríu guðsmóður og hefur lengi verið rómuð fyrir stíl og lærdóm. Inn í frásögnina af ævi Maríu er ofið heimspekilegum og guðfræðilegum skýringum sem gerir söguna einstaka innan evrópskrar Maríuhefðar. Sagan er í fyrsta skipti prentuð á íslandi, ásamt úrvali jarteina, nokkrum hómilíum um Maríu, gömlum Maríu- bænum og úrvali Maríukvæða. Útgáfan er aðgengileg almenningi og fylgt úr hlaði með ítarlegum formála. Maríukver er gefin út í sama búningi og íslensk hómilíubók. Þessi rit eru góðir erfðagripir íslenskrar menningar. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Þessi vinsæli bókaflokkur hefur að geyma 32 sígild bókmenntaverk, m.a. um hagfræði, skáldskap, sögu, heimspeki, bókmenntir, stjórnmál, líffræði, siðfræði, sálarfræði, stærðfræði og eðlisfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Ritin eru í aðgengilegri útgáfu, með inngangi og skýringum, þar sem leitast er við að gera grein fyrir áhrifum hvers og eins þeirra á íslenska menningu og setja þau að öðru leyti í samhengi við íslenskar aðstæður. Vakin er sérstök athygli á ritunum: Síðustu dagar Sókratesar, Mennt og máttur, Birtíngur, Lof heimskunnar, Um vináttuna og Siðfræði Níkomakkosar. SLENSK I • I K I IS T Samhengi og samtíð Fjórði og síðasti flokkur heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals. Þrjú bindi í öskju. Meginviðfangsefnið nú er samhengi íslenskrar menningar frá fornbók- menntum og til vorra daga, þ.m.t. áður óprentaðir og víðkunnir háskóla- fyrirlestrar Sigurðar um íslenska bókmenntasögu 1350-1750, ritgerðir um þjóðsögur, alþingi hið forna, bókmenntir síðari alda og menningu almennt. Rækilegar nafna- og bókmenntaskrár yfir öll 12 bindi ritsafnsins eru í lokabindinu. Bókmenntafélagið hefur nú tekið við sölu á fyrri flokkunum þremur í heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals. Ritsafnið er eitt hið viðamesta um íslenskar bókmenntir og listir og er nauðsynlegt á hvert menningarheimili. jO '• í Ki aa > T RF i K f* A Dómkirkjan í Reykjavík 200 ára Saga húss og safnaðar Hluti I: Byggingarsaga Hluti II: í iðu þjóðlífs Höf.: Sr. Þórir Stephensen Glæsilegt rit, þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum um helgisetur í Reykjavík frá upphafi íslandsbyggðar og rakin saga kirkju- bygginga, einkum núverandi húss sem er 200 ára. Sagt frá kirkjugripum, messunni, sætaskipan, söng- og tónlistarlífi í kirkjunni, sem er vettvangur hátíðar- og sorgarstunda, helsta jarðarfararkirkjan, kirkja biskupa, konunga og forseta. Islensk leiklist II Höf.: Sveinn Einarsson Hér birtist framhald ritsins íslensk leiklist I, sem út kom 1991 og er nú rakin saga íslenskrar leiklistar á árunum 1890-1920, en á þeim árum var lagður grundvöllur að listrænu starfi á íslensku leiksviði. Sagt er frá frumherjum íslenskrar leiklistar, vinsælum leikstjömum þessara ára, leikskáldunum sem gerðu garðinn frægan - líka erlendis. Þetta er bók fyrir alla leiklistarunnendur. Hugm\ndaheimur Magniísar Stephen>.en: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen Höf.: Ingi Sigurðsson Magnús Stephensen dómstjóri (1762-1833) var helsti leiðtogi upplýsingarstefnunnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmyndastefnu, á íslandi. Upplýsingin markaði þáttaskil í hugmynda- og menningarsögu á Vesturlöndum. Magnús gegndi forystuhlutverki í íslenskri menningu í heilan mannsaldur. Kannað er hvemig viðhorf Magnúsar tengjast hugmyndum síðari kyn- slóða. Þetta er bók handa áhugamönnum um sagnfræði - og öllum hinum. __ / / _________________ _/ HIÐISLENSKA BOKMENNTAFEIAG ÍSTOFNAÐ^ SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.