Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Yerkefnin næg hjá NATO
HERIR NATO, Rússa og fleiri þjóða framfylgja Dayton-friðarsamkomulaginu í Bosníu. Hér
eru sveitir frá Norðurlöndunum og Póllandi undir merkjum IFOR í Bosníu.
FULLTRÚAR Finnlands og Þýskalands á fundi NATO-ríkja
og þeirra landa sem aðild eiga að Friðarsamstarfi NATO.
Atlantshafsbandalagið
hefur mörgjárn í eldin-
um enda verið að
aðlaga starfsemi þess
að breyttum þörfum
eftir lok kalda stríðs-
ins. Urður Gunnars-
dóttir var í höfuð-
stöðvum NATO í
Brussel og kynnti sér
það sem efst ber nú
um stundir í starfsem-
inni, fyrirhugaða
stækkun þess og fram-
tíðarhugmyndir.
A TLANTSHAFSBANDA-
/\ LAGIÐ, NATO, hefur
mörg jám í eldinum.
Hemaðarbandalagið
sem var stofnað til þess að tryggja
vamir á Vesturlöndum hefur nú
með höndum friðargæslu, á viðræð-
ur um öryggismál við Japani og ríki
á Miðjarðarhafssvæðinu, styrkir
rannsókna- og vísindastarf, stendur
fyrir friðarsamstarfi við 25 Evrópu-
ríki og ræðir hvort og hvemig eigi
að stækka bandalagið. Eitt af því
fáa sem ekki hefur breyst, er að
enn er fylgst grannt með þróun
mála í Kreml.
Spurningamar sem aðildarríki
NATO þurfa að glíma við em stór-
ar. Grundvallarspumingin er hvort
veita eigi ríkjunum sem aðild eiga
að Friðarsamstarfi (PfP) NATO,
fulla aðild að bandalaginu, þar með
talið fimmtu grein stofnsáttmála
NATO sem kveður á um gagn-
kvæma varnarskyldu aðildarríkja.
Hefur það staðið í nokkrum NATO-
ríkjanna að veita fulla aðild að
bandalaginu.
Þá er rætt hvernig samskiptin
eigi að vera við þau ríki sem ekki
fái aðild í fyrstu lotu. Verður Frið-
arsamstarfið ekkert annað en bið-
salur fyrir þau ríki sem sækjast
eftir aðild að NATO eða verður um
fullgilt hernaðarsamstarf að ræða?
Rætt er hvemig þau ríki sem ekki
fá aðild, muni taka þeim fréttum.
Hvort það kunni að draga úr vægi
friðarsamstarfsins og þess sem það
hefur áorkað, m.a. samningum
Ungveija og Rúmena um réttindi
ungverska minnihlutans í Rúmeníu?
Þeirri spumingu hefur verið velt upp
hvort um einhvers konar sárabót
verði að ræða.
Þá er rætt hvemig taka eigi á
málum á borð við frekari afvopnum,
efnavopn og kjarnorkuvopn? Verður
slíkum vopnum komið fyrir í nýjum
aðildarríkjum NATO og verða settar
upp einhvers konar höfuðstöðvar í
þeim?
Þessar spumingar og ótal fleiri
verða á dagskrá leiðtogafundar
NATO sem haldinn verður á næsta
ári en þá verður tekin ákvörðun um
stækkun. A fundi utanríkisráðherra
NATO, sem haldinn verður í Bmss-
el 10. desember nk. verða lagðar
línur fyrir leiðtogafundinn.
Þrettán lönd hafa óskað inn-
göngu í NATO en þau lönd sem
oftast hafa verið nefnd em Pólland,
Tékkland og Ungveijaland. Nú hafa
tvö lönd bæst í þennan hóp, Slóven-
ía, þar sem efnahagsframfarir hafa
verið miklar, og Rúmenía, sem þyk-
ir hafa tekið stórstígum framföram
innan Friðarsamstarfsins.
Þegar ákvörðun hefur verið tekin
um stækkun má gera ráð fyrir að
allt að tvö ár líði áður en af henni
getur orðið. Helgast það fyrst og
fremst af því að þing aðildarríkja
NATO verða að greiða atkvæði um
stækkun og þar getur ýmislegt sett
strik í reikninginn, t.d. á bandaríska
þinginu en nokkrir þingmenn Repú-
blikanaflokksins vilja að Banda-
ríkjamenn dragi sig að einhveiju
eða öllu leyti út úr NATO og kunna
að sýna andstöðu sína við bandalag-
ið með ýmsu móti.
Neitunarvaldið
Eitt lykilatriðanna í starfsemi
Atlantshafsbandalagsins er neit-
unarvaldið, allar ákvarðanir þess
era teknar samhljóða. Vegna
stækkunar bandalagsins hafa óhjá-
kvæmilega komið upp spurningar
um hvort breytingar verði gerðar
á atkvæðagreiðslunni innan NATO,
þannig að meirihlutaákvarðanir,
eða aukinn meirihluti, nægi til sam-
þykkis. Hafa menn horft til Evr-
ópusambandsins og stækkunar
þess í því sambandi, en þar er hart
deilt um hvernig staðið skuli að
atkvæðagreiðslu innan sambands-
ins.
Háttsettir embættismenn NATO
viðurkenna að vissulega kunni að
verða að gera breytingar á at-
kvæðagreiðslum innan þess, þegar
það verður stækkað. Það er þó
ekki til umræðu enn, enda ekki ljóst
hvar mörkin liggja, hversu mörg
ríki geta verið aðilar áður en neit-
unarvaldið fer að lama starfsemi
þess, eða gera hana þyngri í vöfum.
Lögð er á það áhersla innan
NATO að nýjar aðildarþjóðir tak-
marki ekki aðild sína. Hafa menn
enda slæma reynslu af því, er
Frakkar drógu sig út úr hernar-
samstarfínu fyrir um þremur ára-
tugum. Þeir hafa ákveðið að heíja
þátttöku í því að nýju en það hefur
enn sem komið er strandað á kröfu
þeirra um að fá í hendur yfirstjóm
suðurheija NATO. Það vilja Banda-
ríkjamenn ekki fallast á, enda heyr-
ir hinn öflugi 6. floti Bandaríkja-
hers á Miðjarðarhafi undir þá.
Ánægja með sam-
starfið í Bosníu
Atlantshafsbandalagið hefur
ásamt Rússum og fleiri þjóðum
framfylgt Dayton-friðarsamning-
unum í Bosníu í eitt ár. Embættis-
menn og yfirmenn í heijum aðild-
arlandanna era óþreytandi við að
benda á hversu vel samstarfið þar
hefur gengið, ekki síst við Rússa,
en rússneskur herforingi er undir
yfirstjórn NATO og hefur raunar
aðsetur í höfuðstöðvum herafla
bandalagsins í Mons í Belgíu.
Hefur það dregið úr ótta manna
við það hvemig Rússar kunni að
bregðast við stækkun NATO og
áframhaldandi samstarfi innan
Friðarsamstarfsins en þeir hafa
sýnt því takmarkaðan áhuga, þrátt
fyrir að þeir taki þátt í því.
En er Rússland mesta ógn
NATO? Nei, er svar embættis-
mannanna, sem draga seiminn
engu að síður þegar þeir svara
spurningunni. Segja að vissulega
sé landið stórt og stjórnmála-
ástandið óstöðugt en svo lengi sem
menn vinni saman, beijist þeir ekki.
Margir Rússar líta enn á NATO
sem óvin sinn, byggja það mat á
úreitum og óljósum hugmyndum
um bandalagið. „Nú ríður á að
auka og bæta samskiptin við
Rússa. Takist það ekki, eram við
að missa af gullnu tækifæri. Óvíst
er hvort okkur tekst að taka það
upp síðar,“ sagði háttsettur emb-
ættismaður hjá NATO, sem þekkir
vel til aðstæðna í Austur-Evrópu.
Efast um hernaðarmáttinn
Rússar eru andvígir stækkun
NATO og hafa m.a. lagt til að
gerður verði sáttmáli við NATO,
sem geri stækkun óþarfa. Þetta og
krafa Rússa um neitunarvald i
samskiptunum við NATO, hefur
vakið litla hrifningu innan banda-
Iagsins.
En hvað gera Rússar ef NATO
verður stækkað gegn þeirra vilja?
Áðurnefndur embættismaður telur
ekki ástæðu til að óttast viðbrögð
þeirra. Hafa verði í huga að Rúss-
ar geti ekki mikið gert, herinn sé
í fjársvelti, illa vopnum og tækjum
búinn og geta hans takmörkuð. í
raun megi efast um að Rússland
sé hemaðarstórveldi lengur.
Þá verði menn að hafa í huga
andstöðu margra fyrrverandi Sov-
étlýðvelda við allt það sem minni
á endurvakningu gamla Sovét-
risans, telji menn að hann sé farinn
að ramska. Unga kynslóðin í Rúss-
landi sé mun opnari fyrir samvinnu
við Vesturlönd en sú eldri. Ótal-
margt fleira megi tína til en niður-
staða sín sé sú að ráðamenn í
Rússlandi séu í raun búnir að gefa
andstöðu sína við stækkun NATO
upp á bátinn, þeir séu einfaldlega
að leita leiðar til að fallast á hana,
treglega, til að þeim verði unnt að
veija ákvörðunina fyrir harðlínu-
mönnum.
Spumingunni um hvort Rússland
muni nokkum tíma ganga í NATO
er hins vegar ótímabært að svara.
Ljóst er að ekki era allir hrifnir af
hugmyndinni og nægir að nefna það
að marga innan NATO óar við því
að landamæri bandalagsins í austur
verði við Kína.
Viðræður við Japani
og Miðjarðarhafslöndin
Fyrir um tveimur árum hóf
NATO viðræður við sex ríki við
Miðjarðarhaf; Jórdaníu, ísrael,
Egyptaland, Túnis, Máretaníu og
Marokkó. Var þetta fyrst og fremst
fyrir tilstilli aðildarríkja NATO í
Suður-Evrópu, sem segja má að
eigi nokkurs konar landamæri að
þessum ríkjum, þar sem er Miðjarð-
arhafið.
Viðræður NATO og ríkjanna
snúast þó ekki um hernaðarsam-
starf, heldur er um að ræða gagn-
kvæmar upplýsingar um stöðu
mála í viðkomandi ríkjum og kynn-
ingu á starfsemi NATO. Heyrst
hafa þær raddir að með þessu sé
NATO einnig að bæta fyrir óvarleg
ummæli Willy Claes, fyrrverandi
framkvæmdastjóra bandalagsins,
um að NATO stafaði mest hætta
af múslimskum ríkjum.
Þá á NATO í viðræðum við Jap-
ani um öryggismál. Meðal þess sem
þar er rætt, er nábýlið við Rúss-
land, auk þess sem varnir við
Kyrrahaf ber á góma. Öllum spurn-
ingum um hvort Japan og Miðjarð-
arhafsríkin séu á leið inn i NATO
er svarað neitandi. Hins vegar er
deilt um það innan NATO hvort
koma eigi á Friðarsamstarfi við
Miðjarðarhafslöndin líkt og ríkin í
Mið- og Austur-Evrópu. Mörgum
er enn í minni hvinur Scud-flaug-
anna yfir Jerúsalem og era Suður-
Evrópuþjóðirnar fylgjandi friðar-
samstarfi en norðar í álfunni eru
menn efíns um nauðsyn þess.
Gjörbreytt staða
Gjörbreytt staða í heimsmálum
á þessum áratug hefur orðið til
þess að margir hafa sett spuminga-
merki við hlutverk NATO. Sumir
telja hlutverki þess lokið, aðrir
spyija sig hvort bandalagið sé að
verða að yfírstjóm vel þjálfaðra
hermanna sem taki að sér ýmis
erfið sérverkefni, svo sem að koma
á friði í Bosníu? Svar embættis-
manna og herforingja NATO er
skýrt, það er varnarbandalag og
hættan á stríði er enn fyrir hendi,
áðumefnd Bosnía er skýrasta
dæmið um það.
/Q) SILFURBÚÐIN
v*-/ Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066
- Þarfœrðu gjöfina -
Hyggjast
útrýma
bamalömun
INDVERSKUR læknir lætur
bóiuefni gegn barnalömun
drjúpa í munn barns í Nýju Del-
hi. Indvcrjar ætla að bólusetja
um 125 milljónir barna og er
markmiðið að útrýma sjúkdómn-
um fyrir árið 2000. Um tvær
milljónir manna taka þátt í átak-
inu sem talið er hið umfangs-
mesta sem einstakt ríki hefur
staðið fyrir í heilbrigðismálum
fyrr og síðar.
Reuter
Yfirmaður SÞ
Fjórir í boði
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
NÖFN fjögurra Afríkumanna voru
afhent forseta öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna á föstudag og er lagt
til að einhver þeirra taki við af Boutr-
os Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra
stofnunarinnar.
Þeir era Ghanabúinn Kofí Annan,
núverandi aðstoðarframkvæmda-
stjóri, Ahmedou Ould Abdallah frá
Máritaníu, áður sendimaður SÞ í
Búrúndí, Amara Essy, utanríkisráð-
herra Fílabeinsstrandarinnar, og
Hamid Algabid frá Níger, yfirmaður
Samtaka ráðstefnu íslams.