Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Formaður Verzlunarráðs um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Hægt að fjármagna stækkun með leigu verzlunarrýmis KOLBEINN Kristinsson, formaður Verzlunar- ráðs íslands, segist telja að hægt sé að fjár- magna viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar með því að koma til móts við verzlunar- og þjónustufyrirtæki, sem vilji greiða háa leigu fyr- ir rými í flugstöðinni. Mál þetta hafi verið rætt við þau þijú ráðuneyti, sem eigi hlut að fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Aformað er að byggja við Leifsstöð, einkum vegna aukinnar umferðar um Keflavíkurflug- völl. Einnig þarf að gera breytingar á flugstöð- inni vegna fyrirhugaðrar aðildar íslands að Schengen-vegabréfasamkomulaginu. Fram- kvæmdir munu hefjast með vorinu. Stofnað verði rekstrarfélag „Við höfum rætt málið í Verzlunarráðinu og teljum að verzlunarrekstri og þjónustu í Leifs- stöð eigi að koma í hendur einkaaðila. Við höfum verið með tillögur um að stofnað verði rekstrarfé- lag um það húsnæði, sem fer undir þennan rekst- ur, og það myndi skipuleggja reksturinn og leigja út einingar,“ segir Kolbeinn. Hann segir að hugmyndin sé ekki að byggja einhvers konar Kringlu á Keflavíkurflugvelli, eins og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir í Morgunblaðinu í gær, heldur sé hugmynd- in um rekstrarfélag sambærileg við rekstrarfélag Kringlunnar. Rekstrarfélagið myndi leigja verzl- unarhúsnæðið af ríkinu og endurleigja til einka- fyrirtækja. Ekki fjárhagslegt vandamál að stækka flugstöðina „Það er hvergi borguð hærri leiga fyrir verzl- unarhúsnæði en í Leifsstöð," segir Kolbeinn. „Það er alveg ljóst að margir aðilar eru tilbúnir að borga þessa háu leigu og þá er ekkert mál að byggja þessa flugstöð og leigja út á þessum kjörum. Við teljum að það sé ekkert fjárhags- legt vandamál að stækka flugstöðina og leigja hana út. Það hafa það margir sýnt áhuga á að vera þar með rekstur.“ Kolbeinn segir að bæði vilji verzlunarmenn að fýrirhuguð viðbygging við Leifsstöð verði stærri en nú er fyrirhugað, þannig að þar verði meira pláss fyrir verzlun og þjónustu, og að meira rými fari til þeirra hluta í núverandi flug- stöð. „Hún er mjög illa nýtt. Þarna eru 1.000 fermetra mötuneyti og skrifstofur, sem væri líka hægt að breyta í verzlunarhúsnæði,“ segir hann. Kolbeinn segir að verzlunarmenn hafi fært áhuga sinn í tal við viðkomandi ráðuneyti. „Þetta mál er hins vegar allt í sjálfheldu vegna þess hvað mörg ráðuneyti hafa um það að segja, samgönguráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið," segir hann. Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar um hljóðritanir á verkum Jóns Leifs Framhaldið í höndum BIS Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir DAGNÝ Haraldsdóttir starfsmaður í HÞ innheimtir fargjaldið lyá rússneska flugvélaverkfræðingnum Vladimír Kaschentev, en hann hefur starfað við fiskvinnslu hjá Hraðfrystistöðinni i nokkur ár. Fokkervél á Þórshöfn í fyrsta sinn Fjölmenntu í höfuðstað- inn eftir vinnutöm Þórshöfn. Morgunblaðið. RUNÓLFUR Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Islands, segir að framhald á samstarfi hljómsveit- arinnar og sænsku BlS-útgáfunn- ar um útgáfu á tónverkum Jóns Leifs sé í höndum útgefandans, Roberts von Bahr. Hann hafi tví- vegis sent von Bahr fyrirspurnir um framhaldið. Robert von Bahr sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann væri tilbúinn að taka upp meira af verkum Jóns Leifs en væri bara að bíða eftir Sinfóníuhljóm- sveit íslands. „Við höfum mjög mikinn áhuga á að vinna áfram í samvinnu við BIS,“ sagði Runólfur Birgir Leifs- son. Hljómsveitin hefur þegar gefið út Sögusinfóníu Jóns Leifs á geisladiski frá BIS og einnig hljóðritað verk Jóns Leifs fyrir Chandos-útgáfuna, en Runólfur Birgir segir að hljómsveitin hafí reynt að geyma sér hljóðritanir á verkum Jóns Leifs fyrir BIS- útgáfuna, ekki síst vegna áhuga von Bahr á málinu. „Ég hef í raun verið að bíða eftir svari frá BIS um hvenær von Bahr sé tilbúinn og hvemig við MEÐ blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá versluninni Hreysti. munum halda áfram með þetta samstarf. Það hefur ekki staðið á okkur og við höfum mikinn áhuga og munum taka frá þann tíma sem þörf er á, en hins vegar verð- um við að skipuleggja þetta með 1-2 ára fyrirvara. Samstarf okkar von Bahr hefur alltaf verið mjög gott og hann hefur aldrei nefnt við mig að það stæði á hljómsveit- inni.“ Runólfur Birgir segir að um tíma hafi kjarasamningar hljóð- færaleikara komið í veg fyrir að hægt væri að vera með tvær hljóð- ritunarlotur á dag, en þeirri hindr- un hafi verið eytt í síðustu samn- ingum. Eins hafi von Bahr ekki sætt sig við önnur húsakynni til hljóðritunar en Hallgrímskirkju og því hafi fylgt nokkur vand- kvæði. Osmo Vánská í veginum „Það sem hefur kannski helst komið í veg fyrir þetta núna er að sá hljómsveitarstjóri sem bæði við og BIS höfum viljað að héldi áfram með þessar upptökur, Osmo Vanská, hefur sagt að hann ýmist vilji ekki eða hafi a.m.k. ekki tíma til að taka upp Jón Leifs með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. í umræðum okkar von Bahr hefur komið upp sá mögu- leiki að gera þetta með öðrum hljómsveitarstjóra en við ákváð- um að von Bahr myndi fyrst reyna til hins ítrasta að fá Vánská tii að halda áfram þessum hljóðrit- unum. Þetta hefur tafið málið.“ ----------» » «--- Davíð ræðumaður í KVÖLD klukkan 20.30 verður aðventuhátíð í Grafarvogskirkju. Dagskrá hátíðarinnar verður fjöl- breytt og aðalræðumaður verður Davíð Oddsson forsætisráðherra. Nafn hans féll niður í frétt um hátíðina í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á þeim mistök- um. ÞAÐ þótti nokkur viðburður hér í plássinu þegar Sigdís, Fokkervél Flugleiða, lenti á Þórshafnarflug- velli hinum nýja á f östudag en það er í fyrsta sinn sem slík vél lendir á vellinum. Þórshnfnarflugvöllur var tek- inn I notkun sl. sumar með við- höfn en hefur enn sem komið er lítið verið notaður þar sem öll Ijós vantar enn og eina fjarskiptatæk- ið er sími í flugstöðvarbygging- unni. Tækin eru þó komin til landsins svo ástæða er til að ætla að völlurinn verði fullbúinn innan tíðar, að sögn Jóns Gunnþórsson- ar flugvallarvarðar. Flugstjórinn á Sigdísi, Jóhann- es Helgason, sagði að gott hefði verið í lofti en vildi drífa sig til baka í dagsbirtunni vegna Ijós- leysis á vellinum. Fjarskipti við vélina fóru fram á gamla flugvell- inum við Sauðanes að sögn Jóns flugvallarvarðar, en aðstoðar- maður hans var í flugstöð nýja vallarins á meðan. Auk flugstjór- ans voru með í för flugmaðurinn Kári Kárason og Þórdís Lárus- dóttir flugfreyja. Helgarferð eftir langa vinnutörn Um fjörutíu farþegar fóru í loftið með Sigdísi en það voru starfsmenn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar á leið í helgarferð til Reykjavíkur, eins konar árshátíð á vegum starfsmannafélagsins. Leið þeirra lá beint á Hótel ísland í kvöldverð og skemmtun og kem- ur hópurinn til baka á sunnudag. Þessir fjörutíu farþegar eru um helmingur starfsmanna í HÞ og nærri 10 prósent íbúa hér á Þórs- höfn voru samankomnir í einni og sömu flugvélinni. Fólkið kunni vel að meta beint flug til Reykjavíkur en það er nokkuð sem Þórshafnarbúar hafa ' ekki átt kost á hingað til. Hópur- inn ætlaði að njóta helgarinnar í botn eftir langa vinnutörn hjá Hraðfrystistöðinni hér á Þórshöfn og á það sannarlega skilið - að eigin sögn. Atvinnulíf og skóli ganga ekki í takt ►Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað hvernig menntun nýtist atvinnulífinu.Hann telur að há- skólamenn vinni í of miklum mæli við að eyða þjóðartekjum en í of litlum mæli við að afla þeirra /10 Gamall draumur um tunglstöðvar vakinn ►Því hefur löngum verið haldið fram að fyndist vatn á tunglinu mundi það skipta sköpum fyrir þá, sem vilja stofna þar nýlendur. /12 Framtíðarstofnun og umhverfismál ►Tólf einstaklingar komu saman fyrr á árinu til að setja á fót svo- nefnda Framtíðarstofnun. Hlut- verk hennar er að vera vettvangur umræðna um málefni framtíðar, vistvæna þróun og stöðu íslands í samfélagi þjóðanna. /18 Kúnninn kjaftar frá ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Sigurð Páls- son í Smiðsbúð í Garðabæ. /24 B ► 1-32 Háski á Kólaskaga ►Hvergi í heiminum eru jafn- margir kjarnakljúfar og við Múr- mansk á Kólaskaga. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti þessar eiturslóðir í Rússlandi. /1 og 2-5 Ég er minningasjúk ►Leikkonan Margrét Vilhjálms- dóttir er ung að árum, en hefur engu að síður skilið eftir sig spor á leiksviðinu. /6 íslands er það lag ►Jóhann ísberg og Kjartan P. Sigurðsson eru þessa dagana að gefa út Islandsbókina, og leggja áherslu á myndir með upplýsing- um. /18 FERÐALÖG ► 1-4 ítölsk kynning á landi íss og elda ►Eldgosið undir Vatnajökli, stærsta jökli í Evrópu, og magn- þrungið Skeiðarárhlaup í kjölfarið vöktu mikla athygli ítölsku þjóðar- innar. /2 Kína ►Eftirminnileg dvöl í framandi borg. /2 13 BÍLAR_________________ ► 1-4 Vegur íslenskrar torfæru vex ►Eurosport-þættirnir hafa vakið áhuga stórra bifreiðaframleiðenda á smíði keppnisbíla. /1 Reynsluakstur ►Ánægja af akstri í Volvo S40. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 42 Leiðari 28 Fóik i fréttum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 Iþróttir 51 Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 52 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Gárur 8b Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 8b ídag 42 Kvikmyndir 14b Brids 42 Dægurtónlist 16b Stjörnuspá 42 INNLENDAR FRÉTTIR; 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.