Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 37
t MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 37 i i i fl fl I i í i i i í i i i < < < < < < < < < < < MINNINGAR VALDIMAR RUNÓLFUR HALLDÓRSSON ■+■ Valdimar Runólfur Hall- 1 dórsson fæddist á Bakka í Skeggjastaðahreppi 26. maí 1924. Hann lést í Reykjavík 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 29. nóvember. Höfðingi er fallinn frá. Valdimar Runólfur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri og yfirmaður minn í meira en 14 ár er látinn og vil ég fá að heiðra minningu hans í fáum orðum. Kynni okkar hófust í byijun árs 1972 er Runólfur réð mig til sín í Börk hf., sem þá nýlega hafði reist 750 fm iðnaðarhús í Hafnar- fírði. Það var mikil upplifun að vinna með Runólfi, hann var mikill atorkumaður og smitaði mig og aðra samstarfsmenn með krafti sín- um og útgeislun. Það var sjaldan logn þar sem Runólfur var nærri, hann talaði hreint út og var virkur í samtölum og honum var alla tíð mikið í mun að koma hlutunum strax í verk. Þótt hann vildi fara hratt í hlutina, þá var hann samt skemmtilega íhaldssamur í aðgerð- um og skoðunum. Runólfur var kröfuharður en mjög sanngjarn sem vinnuveit- andi, og mestu kröfurnar gerði hann til sjálfs sín. Sem stjórnandi nutu kraftur hans og dugnaður sín vel í hinum mikla og öra vexti sem fyrirtækið Börkur hf. upplifði á árunum 1972-1987. Húsnæði fyr- irtækisins stækkaði í 4.200 fm og starfsmannafjöldinn margfaldað- ist. Það snerist allt um pólýúreþan hjá okkur á þessum árum. Við unnum mjög náið saman og upp- lifðum bæði þröngan og rúman kost á þessum árum. Aldrei barst Runólfur mikið á þrátt fyrir þá stöðu að stýra jafn öflugu fyrir- tæki og Börkur hf. var á þessum árum. Nægjusemi Runólfs, hóf- semi og fórnfýsi gæti margur stjórnandinn tekið sér til fyrir- myndar. Þótt gustaði oft af Run- ólfí, fann maður fljótt að hann var heill í samstarfi. Ekki man ég þá tíð, þrátt fyrir ágreining eða ólíkar skoðanir stundum, að gagnkvæm virðing hafi ekki alltaf staðið heil eftir hjá okkur Runólfi, enda hefði samstarf okkar ekki verið jafn langlíft og raun bar vitni. Það var alveg saman þótt brúnirnar frægu sigu stundum og yfírborðið sýndist hart, jafnan var örstutt í mannvin- inn og kærleikann hjá Runa. Og einnig var stutt í húmorinn hjá Runa, enda var andinn á skrifstof- unni í Berki hf. alla tíð mjög góður. Þótt leiðir okkar Runa hafí ekki legið oft saman síðustu árin, þá hitt- umst við stundum í bankanum og það voru jafnan fagnaðarfundir. Og alltaf sá ég glitta í gamla góða neist- ann hjá Runa og sama framkvæm- dagleðin virtist sífellt vera fyrir hendi. Og fram á síðasta fund okk- ar fann ég ennþá fyrir hans ríkasta mannkosti, sem einkenndi hann alla tíð, sem var hjálpsemi við vini og vandamenn. Ég vil þakka Runólfi fyrir langa og góða samfylgd og ég veit að ég mæli einnig fyrir munn fyrrum vinnufélaga okkar í Berki hf. Fjöl- skyldu Runólfs, bömum og barna- börnum og þá sérstaklega eftirlif- andi eiginkonu hans Huldu Matthí- asdóttur, sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Björn Eysteinsson. ÓLAFUR ANDRÉS- SON + Ólafur Andrésson fæddist í Reykjavík hinn 17. nóvem- ber 1949. Hann lést á Landspít- alanum 24. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 5. desember. Við Óli kynntumst fyrir u.þ.b. 26 árum í gegnum sameiginlega vin- konu okkar. Á þessum tíma vann ég með móður hans, Halldóru, á Elliheimilinu Grund, en hún starfaði þar í mörg ár en ég um nokkurra mánaða skeið. Dóra varð góð vin- kona okkar sem yngri vorum, mikið spjallað og ekkert kynslóðabil. Henni varð tíðrætt um drengina sína þijá, og var hin stoltasta og umhyggju- samasta mamma sem hægt er að hugsa sér. Ég votta þeim foreldrun- um og bræðrunum mína dýpstu sam- úð. En lífið er fullt af tilviljunum eða er hægt að kalla það forlög? Nokkrum árum síðar kynntist ég eiginmanni mínum og Óli kynntist fyrri konu hans, Hildi_ Leifsdóttur. Þar af leiðandi varð Óli stjúpfaðir stjúpbarna minna. Og hann var góð- ur stjúpi, sem börnunum þótti vænt um, og samband hans við þau rofn- aði ekki þó leiðir þeirra Hildar skild- ust. Þau eignuðust dótturina Berg- lindi, sem er lifandi eftirmynd hans, falleg og góð og mikil pabbastelpa og bjó hjá honum síðustu árin. Eftir að Óli og Hildur skildu hitt- um við Óla sjaldan, enda hann alltaf á sjónum. En seinnipart október s.l. greindumst við Óli með svipaðan sjúkdóm og við lágum á sama sjúkrahúsi nokkra daga. Ég leit inn til hans á þeim dögum og við rædd- um mikið saman. Það var eins og öll árin sem við sáumst lítið, væru ekki til. Hann var sami rólegi og góði Óli sem ég kynntist svo mörgum árum áður. Við ræddum sjúkdóma okkar eins og gengur, veltum fyrir okkur rannsóknum og niðurstöðum sem þá lágu fyrir o.s.frv. Við ákváð- um að taka einn dag fyrir í einu og umfram allt að vera jákvæð. En hann hafði áhyggjur af Beggu sinni, og hennar vegna ætlaði hann að beijast, sem hann og gerði af mik- illi karlmennsku. Eg ætlaði að hringja til hans eftir að við vorum komin heim, en það dróst og síðan var það of seint. En ég frétti þó af honum í gegnum stjúpdóttur okkar Huldu og Hildi, sem reyndist honum vel og studdi hann á þessum vikum sem voru honum erfiðar. Elsku Begga mín og aðrir ástvinir, við samhryggjumst ykkur af öllu hjarta. í lokin lítið ljóð sem minnir mig á síðasta samtal okkar Óla: „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hveit ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf.ók.) Nína og Guðmundur. Splunkunýr enn glæsilegri og betur búinn en áður Svo ef þú átt þér draum um að eignast eðalvagn, stóran bfl með virðulegu yfirbragði, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum, þá er Hyundai Sonata bfllinn. Og þér er óhætt að vakna upp af draumnum og láta hann rætast því verðið er í engu samræmi við gæði þessa glæsilega bíls. Hyundai Sonata ...ekki bara draumur! HYUnDHI til framtídar Vél búin: QT 2.0 lítra rúmmáli ZD 16 ventlum O tölvustýrðri fjölinnsprautun < 140 hestöflum ...........o rvn Loftpúðar _j Rafknúnar rúöur <£ Rafknúnir hliðarspeglar (£$ Samlæsing í huröum <£ Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í hurðum Útvarp/kassettutæki meö 6 hátölurum Rafknúið loftnet < Litaö gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta ^ Stafræn klukka ^ Snúningshraöamælir —I o.m.fl. < Verð frá 1.778.000 kr. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.