Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 17 Fjölskyldu- leikrit með jólaboðskap FURÐULEIKHÚ SIÐ frumsýnir á sunnudag íj'ölskylduleikritið „Jólin hennar Ómmu“ í Möguleikhúsinu við Hlemm klukkan 16. Leikarar eru: Margrét Kr. Pétursdóttir, Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir. Hand- ritið er eftir Margréti Kr. Pétursdótt- ur og tónlistin er eftir Valgeir Skag- íjorð. Leikmynd er í höndum Kristín- ar Björgvinsdóttur og um lýsingu sér Geir Magnússon. Leikstjóri er Gunn- ar Gunnsteinsson. í leikritinu segir Sigríður amma okkur frá því þegar hún var ung stúlka og Grýla tók Óiaf, besta vin hennar og ætlaði að éta hann. Sigríð- ur þarf að hraða sér upp í fjöll til að reyna að bjarga honum. Á leiðinni hittir hún Stekkjarstaur sem er á leiðinni til byggða til að hrella bónd- ans fé. Stekkjarstaur bjargar Sigríði fýrir tilviljun og fær að launum rauða skotthúfu, en í gamla daga voru jóla- sveinarnir öðruvísi klæddir en þeir eru í dag. Sigríður fræðir Stekkjar- staur um Jesú og af hveiju við höld- um upp á jóiin og í sameiningu reyna þau að fá Grýlu ofan af því að éta börn á jólunum. Kannski getur Grýla iært að fyrirgefa? I þessu leikriti er leitast við að blanda saman þjóðtrúnni um jóla- sveinana og kristilegum boðskap jól- anna. Um fyrirgefninguna og hvernig jólasveinarnir eignast jólasveina- spariföt. Leikritið er um þijátíu mín- útur í flutningi. » ♦ ♦----- Tímarit • ÚTJERkominn 17. árgangur Sagna, Tímarits um söguleg efni. Sagnir innihalda að vanda rannsókn- ir af sagn- fræðilegum toga mest- megnis gerðar af nemendum i sagnfræði við Háskóla ís- lands auk þess sem fræði- menn birta niðurstöður forsiða biaðs rannsókna breska setuliðsins sinna. Markm- 194°' iðiðmeðút- gáfu Sagna er að gefa innsýn í það sem ungir fræðimenn eru að fást við. Það er komið víða við í 17. ár- gangi Sagna. Jón Jónsson ræðir um trú á vættir og vofur í upphafi 19. aldar. Hugmyndir um stofnun varn- arliðs á 19. öld eru til umfjöllunar í grein Þrastar Sverrissonar. Tvær greinar eftir þær Kristrúnu Höllu Helgadóttur og Sigrúnu Sigurðar- dóttur gefa mynd af því hvernig notst megi við einkabréf frá 19. öld í sagnfræðilegum rannsóknum. Ár- mann Guðmundsson kannar undir- stöðu tónlistarlífs Islendinga í byijun 19. aldar og Davíð Logi Sigurðsson telur sig hafa fundið fyrsta íslenska frímúrarann. Á erlendum vettvangi 19. aldar veltir Dagfinnur Svein- björnsson fyrir sér eldskírn marx- ismans í byltingunum árið 1848. Dr. Vilborg Auður Isleifsdóttir flytur nokkur orð um siðbreytinguna og kirkjuordinanzíuna frá 1537 og Egg- ert Þór Bernharðsson fjallar um samskipti íslenskra kvenna og er- lendra hermanna á stríðsárunum. Ristjórar eru Skarphéðinn Guð- mundsson og Davíð Logi Sigurðsson. Sagnir eru 92 blaðsíður og gefnar út af Félagi sagnfræðinema. Krist- ján Guy Burgess sá um hönnun en Steindórsprent/Gutenberg prentaði. iwp im I94Qif:np<«in Söngkvartettinn Rúdolf í Gerðarsafni SÖNGKVARTETTINN Rúdolf verður með tónleika í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, þriðju- daginn 10. desember kl. 20.30. Rúdolf-kvartettinn var stofn- aður árið 1992 og er þetta 5. starfsár hans. Rúdolf sérhæfir sig í flutningi á jólalögum án undir- leiks, bæði íslenskum og erlend- um og starfar eingöngu um jóla- hátíðina. Söngstíli kvartettsins er fjöl- breyttur, allt frá hefðbundnum fimmunda söng, sem einkennt hefur íslenska söngtónlist, til flókinna fjórradda útsetninga. Stór hluti efnisskrárinnar er sér- útsettur af Skarphéðni Hjartar- syni, einum af meðlimum Rúdolfs. Rúdolf hefur komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi og hefur einnig sungið jolatónlist fyrir matargesti á veitingastöðum borgarinnar. Kvartettinn skipa; Skarphéðinn Hjartarson, Jóhanna Halldórsdóttir, Þór Ásgeirsson og Sigrún Þorgeirsdóttir. Verð aðgöngumiða er 1.000 kr. og verða þeir seldir við inngang- inn. Inniseríur 10 Ijósa kr. - -99 40 Ijósa kr. - -869 20 Ijósa kr. - 1 89 tilboí 80 Ijósa kr. - -1299 35 Ijósa kr. - -340 120 Ijósa kr. — -2125 50 Ijósa kr. - -449 240 Ijósa kr. — -4190 100 Ijósa kr. - -865 480 Ijósa kr. — -7990 35 Ijósa 40 Ijósa stærri skrúfperur (kúluperur) kr. - -689 m. straumbreyti kr. - -2550 20 Ijósa 20 Ijósa stærri stærri perur kr. - —1239 perur kr. — -2995 35 Ijósa 120 Ijósa stærri perur kr. - -1890 blikksería kr. — -3780 'BláMOm / - lá Utíseríur Sérfilboð fimmtudag til sunnudags Grenilengja (2,75m) kr. 499 20 ljósa innisería kr. 189 Ljósahringur í glugga (49 ljósa) kr. 799 Sogskálar fyrir gluggaseríur kr. 199 ÚÁ/ Enn meira úrval - enn betra verö HÖNNUN OÐDI HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.