Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 17 Fjölskyldu- leikrit með jólaboðskap FURÐULEIKHÚ SIÐ frumsýnir á sunnudag íj'ölskylduleikritið „Jólin hennar Ómmu“ í Möguleikhúsinu við Hlemm klukkan 16. Leikarar eru: Margrét Kr. Pétursdóttir, Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir. Hand- ritið er eftir Margréti Kr. Pétursdótt- ur og tónlistin er eftir Valgeir Skag- íjorð. Leikmynd er í höndum Kristín- ar Björgvinsdóttur og um lýsingu sér Geir Magnússon. Leikstjóri er Gunn- ar Gunnsteinsson. í leikritinu segir Sigríður amma okkur frá því þegar hún var ung stúlka og Grýla tók Óiaf, besta vin hennar og ætlaði að éta hann. Sigríð- ur þarf að hraða sér upp í fjöll til að reyna að bjarga honum. Á leiðinni hittir hún Stekkjarstaur sem er á leiðinni til byggða til að hrella bónd- ans fé. Stekkjarstaur bjargar Sigríði fýrir tilviljun og fær að launum rauða skotthúfu, en í gamla daga voru jóla- sveinarnir öðruvísi klæddir en þeir eru í dag. Sigríður fræðir Stekkjar- staur um Jesú og af hveiju við höld- um upp á jóiin og í sameiningu reyna þau að fá Grýlu ofan af því að éta börn á jólunum. Kannski getur Grýla iært að fyrirgefa? I þessu leikriti er leitast við að blanda saman þjóðtrúnni um jóla- sveinana og kristilegum boðskap jól- anna. Um fyrirgefninguna og hvernig jólasveinarnir eignast jólasveina- spariföt. Leikritið er um þijátíu mín- útur í flutningi. » ♦ ♦----- Tímarit • ÚTJERkominn 17. árgangur Sagna, Tímarits um söguleg efni. Sagnir innihalda að vanda rannsókn- ir af sagn- fræðilegum toga mest- megnis gerðar af nemendum i sagnfræði við Háskóla ís- lands auk þess sem fræði- menn birta niðurstöður forsiða biaðs rannsókna breska setuliðsins sinna. Markm- 194°' iðiðmeðút- gáfu Sagna er að gefa innsýn í það sem ungir fræðimenn eru að fást við. Það er komið víða við í 17. ár- gangi Sagna. Jón Jónsson ræðir um trú á vættir og vofur í upphafi 19. aldar. Hugmyndir um stofnun varn- arliðs á 19. öld eru til umfjöllunar í grein Þrastar Sverrissonar. Tvær greinar eftir þær Kristrúnu Höllu Helgadóttur og Sigrúnu Sigurðar- dóttur gefa mynd af því hvernig notst megi við einkabréf frá 19. öld í sagnfræðilegum rannsóknum. Ár- mann Guðmundsson kannar undir- stöðu tónlistarlífs Islendinga í byijun 19. aldar og Davíð Logi Sigurðsson telur sig hafa fundið fyrsta íslenska frímúrarann. Á erlendum vettvangi 19. aldar veltir Dagfinnur Svein- björnsson fyrir sér eldskírn marx- ismans í byltingunum árið 1848. Dr. Vilborg Auður Isleifsdóttir flytur nokkur orð um siðbreytinguna og kirkjuordinanzíuna frá 1537 og Egg- ert Þór Bernharðsson fjallar um samskipti íslenskra kvenna og er- lendra hermanna á stríðsárunum. Ristjórar eru Skarphéðinn Guð- mundsson og Davíð Logi Sigurðsson. Sagnir eru 92 blaðsíður og gefnar út af Félagi sagnfræðinema. Krist- ján Guy Burgess sá um hönnun en Steindórsprent/Gutenberg prentaði. iwp im I94Qif:np<«in Söngkvartettinn Rúdolf í Gerðarsafni SÖNGKVARTETTINN Rúdolf verður með tónleika í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, þriðju- daginn 10. desember kl. 20.30. Rúdolf-kvartettinn var stofn- aður árið 1992 og er þetta 5. starfsár hans. Rúdolf sérhæfir sig í flutningi á jólalögum án undir- leiks, bæði íslenskum og erlend- um og starfar eingöngu um jóla- hátíðina. Söngstíli kvartettsins er fjöl- breyttur, allt frá hefðbundnum fimmunda söng, sem einkennt hefur íslenska söngtónlist, til flókinna fjórradda útsetninga. Stór hluti efnisskrárinnar er sér- útsettur af Skarphéðni Hjartar- syni, einum af meðlimum Rúdolfs. Rúdolf hefur komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi og hefur einnig sungið jolatónlist fyrir matargesti á veitingastöðum borgarinnar. Kvartettinn skipa; Skarphéðinn Hjartarson, Jóhanna Halldórsdóttir, Þór Ásgeirsson og Sigrún Þorgeirsdóttir. Verð aðgöngumiða er 1.000 kr. og verða þeir seldir við inngang- inn. Inniseríur 10 Ijósa kr. - -99 40 Ijósa kr. - -869 20 Ijósa kr. - 1 89 tilboí 80 Ijósa kr. - -1299 35 Ijósa kr. - -340 120 Ijósa kr. — -2125 50 Ijósa kr. - -449 240 Ijósa kr. — -4190 100 Ijósa kr. - -865 480 Ijósa kr. — -7990 35 Ijósa 40 Ijósa stærri skrúfperur (kúluperur) kr. - -689 m. straumbreyti kr. - -2550 20 Ijósa 20 Ijósa stærri stærri perur kr. - —1239 perur kr. — -2995 35 Ijósa 120 Ijósa stærri perur kr. - -1890 blikksería kr. — -3780 'BláMOm / - lá Utíseríur Sérfilboð fimmtudag til sunnudags Grenilengja (2,75m) kr. 499 20 ljósa innisería kr. 189 Ljósahringur í glugga (49 ljósa) kr. 799 Sogskálar fyrir gluggaseríur kr. 199 ÚÁ/ Enn meira úrval - enn betra verö HÖNNUN OÐDI HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.