Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRAMTIÐARSTOFNUN, svonefnd, var sett á fót 28. febrúar sl. af tólf ein- staklingum. Ég hef verið beðinn að segja frá því fyrirbæri. Áður en ég ræði um stofnunina sjálfa þykir mér nauðsynlegt að hafa nokkurn inngang. Umhverfið Okkur mönnunum hættir til að líta á sem sjálfgefið það um- hverfi, sem við búum við á jörðu. Ef við gefum okkur tíma til að skoða það nánar opnast þó hinn mesti furðuheimur. Staðreyndin er, að það umhverfi, sem tug- ef ekki hundruð milljóna ára þróun hefur skapað lífi á jörðu, er ein- stakt að því er við best vitum. Á engum öðrum hnetti í alheiminum hafa a.m.k. fundist aðstæður, sem líkjast þeim sem við búum við. Lítum til dæmis á andrúmsloftið. Andrúmsloft jarðar er í mörg- um lögum og gegnir margbreyti- legu hlutverki. Ozonlagið skýlir lífi á jörðu gegn banvænum ultra- fjólubláum geislum sólar. Ef þess nyti ekki væri ekki líf á jörðu a.m.k. eins og við þekkjum það nú. Þótt andrúmsloftið haldi þann- ig frá okkur banvænum geislum sólar sér það til þess að hleypa í gegn nauðsynlegum ljós- og yl- geislum hennar og önnur lög sjá til þess að ylurinn hverfi ekki jafn- harðan út í geiminn. Meðalhiti jarðar er því um 15 gráður, sem er hæfilegt fyrir það líf sem hér er. Loks geyma neðstu lögin það eldsneyti, súrefnið, sem er lífinu nauðsynlegt. Svipað má segja um aðra þætti umhverfisins, hafið og gróður jarðar og reyndar lífverurnar sjálfar. Allir þessi þættir gegna mjög mikilvægum hlutverkum. Með margþættu samspili hefur skapast hárfínt jafnvægi á jörðu, sem er nauðsynlegt því lífi sem þar hefur þróast í þess skjóli. Hin- ir mörgu þættir umhverfisins eru hlekkir í einni stórri keðju. Eins og allir vita verður keðja aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Maðurinn er mjög nýlega kom- inn til sögunnar á jörðunni. Hann hefur ekki verið hér nema, við skulum segja, nokkur hundruð þúsund ár: Hann fer ekki á skipu- lagðan máta að hafa áhrif á sitt umhverfi fyrr en fyrir u.þ.b. 10-20 þúsund árum og það er ekki fyrr en á síðustu 5 þúsund árum eða svo, að áhrifanna fer eitthvað að gæta. Þau áhrif voru þó hverfandi og ollu litlum eða engum skaða, en áhrif mannsins fóru stig vax- andi og fara enn. Mikið stökk er tekið með iðnbyltingunni. Síðan hafa breytingarnar, framfarir eins og við gjarnan nefnum þær, orðið með vaxandi hraða og áhrifin á umhverfið í samræmi við það. Þar sem ég var í háskóla í Banda- ríkjunum fullyrti einn merkur stærðfræðikennari, að hraði breytinganna tvöfaldaðist á hveij- um 7 árum, þ.e.a.s. að hverjum 7 árum liðnum hefði jafn mikið nýtt verið skapað og til var samtals áður. Ekki skal ég fullyrða, að þetta sé nákvæmlega rétt, enda mjög erfitt að meta. Hitt er vafa- laust, að inngrip mannsins í um- hverfi sitt hefur farið mjög hratt vaxandi. Nú er svo komið að fjölmargir fræðimenn eru farnir að óttast að maðurinn með aðgerðum sínum setji úr skorðum það hárfína jafn- vægi í umhverfinu, sem lífi á jörðu er nauðsynlegt. Hin „ódásamlegu" nýju efni Árið 1962 gaf Rachel Carson út bókina „Silent Spring", sem þýdd var á íslensku og gefið nafn- ið „Vorið þagnar“. Þar varaði Rachel Carson mjög við hinum fjölmörgu nýju efnum og efna- samböndum, sem maðurinn hafði þá þegar þróað og sett í notkun án þess í raun að vita um áhrif þeirra, þegar til lengri tíma er lit- ið. Sem dæmi má nefna ýmis skor- dýraeitur eins og DDT. Mörg þessi efni hafa mjög langan líftíma og safnast þvi saman í lífverum sem Framtíðarstofnun og umhverfismál Tólf einstaklingar komu saman fyrr á árínu til að setja á fót svo- nefnda Framtíðarstofnun. í samþykktum stofnunarinnar er tilgang- inum lýst svo að hlutverk hennar sé að vera vettvangur umræðna um málefni framtíðar, vistvæna þróun og stöðu íslands í samfé- lagi þjóðanna. Steingrímur Hermannsson, einn tólfmenninganna, gerir hér nánari grein fyrir stofnuninni og tilurð hennar. 2. mynd. Hitastig á yfirborði jarðar 0,6 0,4 0,2 Frðvlk samelnaðs meðalhitastigs jarðaryfirborðs (yflrborð lands, yllrborð sjávar og lolt við ytlrborð) frá samskonar meðalhitastigi árabllsins 1961-1990 (0,0)-------------------------------------- 1 -°’2 £ ■0,6 l ,t . m'Ái íi vi ■0,8 W Súlurnar sýna frávik hverð árs frá meðaltalinu 1961-1990 Línan sýnir frávik meðalfráviks nokkurra ára („hiaupandi meðaltal") 1860 1880 1900 1920 £,1940 1960 1980 2000 eru hæst í fæðukeðjunni. Carson taldi að í slíkum efnum gæti verið um dulda tímasprengju að ræða, sem reynst gæti lífi á jörðu mjög hættuleg. Efnaframleiðendur deildu á Car- son af miklu offorsi. Hún var talin andstæðingur framfara og lítið úr henni gert, en bókin fór eins og eldur um sinu og hefur nú komið út i þrettánda sinn í Bandaríkjun- um. Nýlega kom út í Bandaríkjun- um einskonar framhaldssaga af bók Carsons, sem nefnist. „Our Stolen Future“ (Okkar stolna framtíð). Sú bók er skrifuð af tveimur vísindamönnum ásamt blaðamanni. Þar eru rakin hin ótrúlegustu dæm; um skaðleg áhrif þessara efna mannsins í umhverfinu. Til dæmis hafa vís- indamenn í Noregi nú uppgötvað að ísbirnir á Svalbarða kunna að vera í útrýmingarhættu. ísbirnir borða selinn, selurinn fiskinn og fiskurinn svifin o.fl., sem berst með hafstraumum frá suðrænum löndum og flytur skordýraeitur og önnur eiturefni til íshafsins. Þessi efni eru flest uppleysanleg í fitu og safnast saman í hinu mikla fitulagi ísbjarnarins. Það drepur ekki fullorðna dýrið, en ruglar hormónastarfsemina og drepur afkvæmin. Um þessar tvær bækur var ítar- lega fjallað í ágætri grein í Morg- unblaðinu fyrir skömmu. Við skulum líta á dæmi um áhrif mannsins á andrúmsloftið. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja nokkrar myndir um breyt- ingar, sem eru að verða á and- rúmsloftinu fyrir áhrif mannsins. Þær eru allar frá alþjóðlegum stofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta myndin er af þynningu ozonlagsins yfir suður- heimskautinu. Ózonlagið Árið 1974 birtu tveir vísinda- menn grein um þynningu ozon- lagsins yfir suðurheimskautinu. Eins og áður er sagt, er það þetta lag, sem heldur banvænum geisl- um sólar frá jörðu. Þeir töldu að fluorefni leituðu upp í ozonlagið og eyddu því smám saman. Notk- un flúorefna hófst í kringum 1930 og hefur vaxið gífurlega á síðustu áratugum, enda þessi efni talin meðal mestu dásemda í efnaheim- inum. Þau eru bæði notuð til kæl- ingar i frystivélum, t.d. í frysti- húsum, kæliskápum og frystum almennt, en einnig í einangrunar- plötur, í úðabrúsa o.s.frv. Margar milljónir tonna af þessu efni hafa farið út í andrúmsloftið. Framleiðendur á fluor tóku skýrslu vísindamanna fálega. Milljónum dollara var varið til þess að afsanna þeirra kenningu. Nokkrum árum síðar upplýstist að Geimferðastofnun Bandaríkj- anna hafði sent gervihnetti í gegn- um andrúmsloftið og mælt sam- setningu þess í áratug. Hins vegar hafði tölvan, sem úr þessum upp- lýsingum vann, ætíð kastað í ruslakistuna tölum um ozonlagið, þvi þær voru taldar utan skynsam- legra marka og því rangar. Sem betur fór geymdi tölvan þær þó í ruslakistu sinni. Þegar þær voru dregnar fram kom í ljós, að þétt- leiki ozonlagsins hafði hrunið á þessu tíu ára tímabili. Þetta varð til þess, að á alþjóðafundi árið 1992 náðist loks samkomulag um að stöðva notkun á fluorefnum innan tíu ára. Þessari samþykkt ber að sjálf- sögðu að fagna. Hún gefur von um að þjóðirnar geti sameinast um að afstýra voða, þegar nauð- syn krefur. Því miður er þessi samþykkt þó víða enn virt að vett- ugi og fluor jafnvel selt á svörtum markaði. Talið er, að það muni taka a.m.k. öld fyrir ozonlagið að ná fyrri þéttleika, enda verði banninu framfylgt. Hækkun hitastigs á jörðu Mynd 2 sýnir breytingar á með- alhita á yfirbori lands og sjávar frá 1861-1994. Núllið er meðalhit- inn frá 1961-1990. Súlurnar sýna árlegt hitastig, en línuritið meðal- tal. Þótt miklar sveiflur séu á hita- stigi fer það augljóslega hækk- andi. Af því hafa vísindamenn haft vaxandi áhyggjur. Þessi þró- un er rakin til svonefndra gróður- húsaáhrifa, sem stafa af ýmsum lofttegundum, einkum koltvísýrl- ingi, sem myndast við bruna öllu kolaefni. Um áhrif hinna ýmsu lofttegunda hefur hins vegar verið deilt. Sumar þeirra draga úr út- geislun hitans frá jörðu og valda því hækkun hitastigs eins og gler- ið á gróðurhúsunum, en aðrar loft- tegundir koma í veg fyrir að hita- geislarnir komist til jarðar og valda því kólnun. Mynd 3 sýnir aukningu á koltví- i l I > > > f \ ► t [ > \-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.