Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 15. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gekk einn yfir Suður- skautsland NORSKUR landkönnuður, Borge Ous- land, vann það afrek á miðnætti í fyrrakvöld að íslenskum tíma að ljúka 2.880 kílómetra göngu þvert yfir Suðurskautslandið, frá Berkner-eyju í Weddellhafi til Scotts-stöðvar. Var hann 63 daga á leiðinni. Er það lengsta heimskautaganga sem maður hefur lagt að baki einn síns liðs. Þá er hann eini maðurinn sem gengið hefur á bæði heimskautin einsamall en hann komst á norðurpólinn eftir 52 daga göngu í apríl 1994. „Mér líð- ur eins og ég sé endurborinn,“ sagði Ousland í gær. Dró hann á eftir sér sleða með tjaldi og vistum, 165 kílóa byrði. Flýtti hann stundum fyrir sér með því að fanga vind í sérstaka hlíf er dró hann áfram. Skilyrði til lífs á Evrópu NÝJAR myndir sem borist hafa frá rannsóknarfarinu Galileo af Evrópu, fylgihnetti Júpíters, sýna, að þar er að finna vatn, hita og lífræn sam- bönd; skilyrði til þess að líf geti þró- ast þar, að sögn bandarískra vísinda- manna. Myndirnar, sem teknar voru úr 692 kílómetra fjarlægð 19. desem- ber, sýna mörg hundruð ferkílómetra ísfláka og merki í þeim um eldsum- brot. Bíða vísindamenn þess í ofvæni að Galileó fari öðru sinni fram hjá Evrópu 20. febrúar og sendi enn skýr- ari myndir til jarðar, en þá verður hann 105 kílómetrum nær en í fyrra skiptið. Límband olli þotuslysi RANNSÓKN á orsökum brotlending- ar Boeing-757 þotu perúska flugfé- lagsins Aeroperu undan ströndum landsins 5. október sl. er lokið. Niður- staðan er sú að Iímbönd, sem hrein- gerningarmenn límdu yfir hraða- og hæðarmælisnema á síðu flugvélarinn- ar er þeir þvoðu þotuna og gleymdu að fjarlægja að því loknu, hafi Ieitt til þess að mælitæki gáfu kolrangar upplýsingar um hæð og hraða. Flug- menn flugfélagsins hafna þessari skýringu og segja að væri hún rétt hefði þotan farist strax í flugtaki en ekki hálftíma seinna. FYRIRGEFÐU Morgunblaðið/Ásdís Herforittgjarnir í Búrma fangelsa lýðræðissinna Rangoon. Reuter. HERSTJÓRNIN í Búrma skýrði frá því í gær, að hún hefði fengið 20 lýðræðissinna dæmda til sjö ára fangavistar hvern fyrir aðild þeirra að mótmælum í desember. Sex mannanna eru flokksmenn Lýðræðissam- bandsins, sem Aung San Suu Kyi, hand- hafi friðarverðlauna Nóbels, veitir forystu. í yfirlýsingu herstjórnarinnar sagði að mennirnir 20 hefðu hvatt til stúdentamót- mæla í höfuðborginni Rangoon í síðasta mánuði. Þeir væru hins vegar ekki náms- menn sjálfir og því bæri að refsa þeim. Mannskætt til- ræði í Lahore Lahore. Reuter. TÓLF manns a.m.k. biðu bana í sprengjutil- ræði í gær fyrir utan dómhús í Lahore í Pakistan og 68 særðust. Meðal þeirra sem fórust var Zia-ur-Rahman Faruqi leiðtogi herskárra samtaka sunníta. Annað sagði ekki í yfirlýsingunni og vildi Suu Kyi ekkert láta eftir sér hafa um að- gerðirnar f gærmorgun þar sem hún væri að afla sér frekari upplýsinga. „Við höfum rétt heyrt af þessu og erum að sannreyna málið,“ sagði talsmaður Suu Kyi í gær. Mennirnir 20 voru teknir fastir í kjölfar vikulangra mótmæla þúsunda stúd- enta gegn herforingjastjórninni í Rangoon. Er það síðasta aðgerð lýðræðissinna gegn stjórnvöldum af mörgum frá því friðsamlegt andóf lýðræðissinna um land allt 1988 var brotið á bak aftur af her landsins. Þúsund- ir manna týndu þá lífi eða voru hnepptar í fangelsi. Herstjórnin hefur sakað Suu Kyi um að hafa lagt á ráðin um mótmælin og hefur hún nánast verið í stofufangelsi í kjölfar þeirra. Hefur hún vísað ásökununum alfar- ið á bug en sagt flokk sinn þó styðja kröf- ur stúdenta um réttlæti og lýðræðisumbæt- ur. Búrmastjórn hefur látið handtaka á ann- að þúsund liðsmanna Lýðræðissambandsins í aðgerðum gegn samtökunum frá í maí í fyrra og er a.m.k. 100 þeirra enn haldið sem pólitískum föngum. Kemur flugheim- ildin of seint? Chicago. Reuter. BELGFARINN Steve Fossett hafði næstum sneitt fram hjá Líbýu í gær- morgun er þarlend yfírvöld skiptu um skoðun og veittu honum heimild til þess að fljúga í lofthelgi landsins. Kann það að hafa komið of seint til þess að tilraun hans til að fljúga fyrstur manna um- hverfis jörðina í loftbelg rætist. Vegna lykkjunnar, sem Fossett varð að leggja á leið sína, var óttast í gær að honum tækist ekki að komast aftur í hagstæða loftstrauma sem blésu honum yfir Atl- antshaf á þremur dögum og kynni ferða- lagið því að enda í Indlandi. GÁLGAHRAUN í LÍFSHÆTTU? GEÐS JÚKDÓMA OG HEILABILUN ÞARF AÐ FINNA FYRR SEGIR AAARlA ÓLAFSDÓTTIR HEIMILISIÆKNIR 20 Ncpal 1 Himal- ayafjiMlum er okkur *ð i fnun- andi. I>ar er Har- aUlur I'órmumU- haKvanur. Hefur tíðan 19!M veriðþarl báU- leiðöngrum með fcrðafðlk nlður irnaroKer áaamt ððrum NEPALSS MEKKA STRAUAASIGLINGANNA lalendingi að komið heun, farið Tibet til mynda- að heyra og sji i koma þar upp aem sjðmaður til tðku. 1 aamtali myndum að þetta fyrirtirki. Þeaa i SV-Gnenlanda viðhannfékk Uf han. i Nepal ei milli hefur hann eða haldið upp I Elín Pilmadéttir mikið levintýrt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.