Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 15. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gekk einn yfir Suður- skautsland NORSKUR landkönnuður, Borge Ous- land, vann það afrek á miðnætti í fyrrakvöld að íslenskum tíma að ljúka 2.880 kílómetra göngu þvert yfir Suðurskautslandið, frá Berkner-eyju í Weddellhafi til Scotts-stöðvar. Var hann 63 daga á leiðinni. Er það lengsta heimskautaganga sem maður hefur lagt að baki einn síns liðs. Þá er hann eini maðurinn sem gengið hefur á bæði heimskautin einsamall en hann komst á norðurpólinn eftir 52 daga göngu í apríl 1994. „Mér líð- ur eins og ég sé endurborinn,“ sagði Ousland í gær. Dró hann á eftir sér sleða með tjaldi og vistum, 165 kílóa byrði. Flýtti hann stundum fyrir sér með því að fanga vind í sérstaka hlíf er dró hann áfram. Skilyrði til lífs á Evrópu NÝJAR myndir sem borist hafa frá rannsóknarfarinu Galileo af Evrópu, fylgihnetti Júpíters, sýna, að þar er að finna vatn, hita og lífræn sam- bönd; skilyrði til þess að líf geti þró- ast þar, að sögn bandarískra vísinda- manna. Myndirnar, sem teknar voru úr 692 kílómetra fjarlægð 19. desem- ber, sýna mörg hundruð ferkílómetra ísfláka og merki í þeim um eldsum- brot. Bíða vísindamenn þess í ofvæni að Galileó fari öðru sinni fram hjá Evrópu 20. febrúar og sendi enn skýr- ari myndir til jarðar, en þá verður hann 105 kílómetrum nær en í fyrra skiptið. Límband olli þotuslysi RANNSÓKN á orsökum brotlending- ar Boeing-757 þotu perúska flugfé- lagsins Aeroperu undan ströndum landsins 5. október sl. er lokið. Niður- staðan er sú að Iímbönd, sem hrein- gerningarmenn límdu yfir hraða- og hæðarmælisnema á síðu flugvélarinn- ar er þeir þvoðu þotuna og gleymdu að fjarlægja að því loknu, hafi Ieitt til þess að mælitæki gáfu kolrangar upplýsingar um hæð og hraða. Flug- menn flugfélagsins hafna þessari skýringu og segja að væri hún rétt hefði þotan farist strax í flugtaki en ekki hálftíma seinna. FYRIRGEFÐU Morgunblaðið/Ásdís Herforittgjarnir í Búrma fangelsa lýðræðissinna Rangoon. Reuter. HERSTJÓRNIN í Búrma skýrði frá því í gær, að hún hefði fengið 20 lýðræðissinna dæmda til sjö ára fangavistar hvern fyrir aðild þeirra að mótmælum í desember. Sex mannanna eru flokksmenn Lýðræðissam- bandsins, sem Aung San Suu Kyi, hand- hafi friðarverðlauna Nóbels, veitir forystu. í yfirlýsingu herstjórnarinnar sagði að mennirnir 20 hefðu hvatt til stúdentamót- mæla í höfuðborginni Rangoon í síðasta mánuði. Þeir væru hins vegar ekki náms- menn sjálfir og því bæri að refsa þeim. Mannskætt til- ræði í Lahore Lahore. Reuter. TÓLF manns a.m.k. biðu bana í sprengjutil- ræði í gær fyrir utan dómhús í Lahore í Pakistan og 68 særðust. Meðal þeirra sem fórust var Zia-ur-Rahman Faruqi leiðtogi herskárra samtaka sunníta. Annað sagði ekki í yfirlýsingunni og vildi Suu Kyi ekkert láta eftir sér hafa um að- gerðirnar f gærmorgun þar sem hún væri að afla sér frekari upplýsinga. „Við höfum rétt heyrt af þessu og erum að sannreyna málið,“ sagði talsmaður Suu Kyi í gær. Mennirnir 20 voru teknir fastir í kjölfar vikulangra mótmæla þúsunda stúd- enta gegn herforingjastjórninni í Rangoon. Er það síðasta aðgerð lýðræðissinna gegn stjórnvöldum af mörgum frá því friðsamlegt andóf lýðræðissinna um land allt 1988 var brotið á bak aftur af her landsins. Þúsund- ir manna týndu þá lífi eða voru hnepptar í fangelsi. Herstjórnin hefur sakað Suu Kyi um að hafa lagt á ráðin um mótmælin og hefur hún nánast verið í stofufangelsi í kjölfar þeirra. Hefur hún vísað ásökununum alfar- ið á bug en sagt flokk sinn þó styðja kröf- ur stúdenta um réttlæti og lýðræðisumbæt- ur. Búrmastjórn hefur látið handtaka á ann- að þúsund liðsmanna Lýðræðissambandsins í aðgerðum gegn samtökunum frá í maí í fyrra og er a.m.k. 100 þeirra enn haldið sem pólitískum föngum. Kemur flugheim- ildin of seint? Chicago. Reuter. BELGFARINN Steve Fossett hafði næstum sneitt fram hjá Líbýu í gær- morgun er þarlend yfírvöld skiptu um skoðun og veittu honum heimild til þess að fljúga í lofthelgi landsins. Kann það að hafa komið of seint til þess að tilraun hans til að fljúga fyrstur manna um- hverfis jörðina í loftbelg rætist. Vegna lykkjunnar, sem Fossett varð að leggja á leið sína, var óttast í gær að honum tækist ekki að komast aftur í hagstæða loftstrauma sem blésu honum yfir Atl- antshaf á þremur dögum og kynni ferða- lagið því að enda í Indlandi. GÁLGAHRAUN í LÍFSHÆTTU? GEÐS JÚKDÓMA OG HEILABILUN ÞARF AÐ FINNA FYRR SEGIR AAARlA ÓLAFSDÓTTIR HEIMILISIÆKNIR 20 Ncpal 1 Himal- ayafjiMlum er okkur *ð i fnun- andi. I>ar er Har- aUlur I'órmumU- haKvanur. Hefur tíðan 19!M veriðþarl báU- leiðöngrum með fcrðafðlk nlður irnaroKer áaamt ððrum NEPALSS MEKKA STRAUAASIGLINGANNA lalendingi að komið heun, farið Tibet til mynda- að heyra og sji i koma þar upp aem sjðmaður til tðku. 1 aamtali myndum að þetta fyrirtirki. Þeaa i SV-Gnenlanda viðhannfékk Uf han. i Nepal ei milli hefur hann eða haldið upp I Elín Pilmadéttir mikið levintýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.