Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 2
2 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sól hækk-
ar á lofti
SÓLIN er smátt og smátt að
hækka á lofti. Samspil sólar og
skýjabakka skiiuðu sér í mikilli
litadýrð á himni í gær á sunnan-
verðu landinu. Menn og dýr
nutu sköpunarverksins í veður-
blíðunni i miðborg Reykjavíkur.
Sólarupprás í Reylgavík var
kl. 10.45 í gær og sól settist kl.
16.29. Þegar sól var lægst á
lofti í desember kom hún upp í
borginni kl. 11.19 og settist kl.
15.30. Dagurinn hefur því
lengst um eina klukkustund og
33 mínútur á tæpum einum
mánuði.
Sól er skemur á lofti um norð-
anvert landið. Þannig kemur sól
upp við ísafjörð kl. 11.16 ogkl.
10.58 á Siglufirði.
Mál skipstjórans á TIA tekið fyrir í rétti á írlandi
Trygging lækkuð o g slak-
að á skilyrðum réttarins
ÍSLENSKUR skipstjóri skipsins
TIA, sem írsk yfirvöld hafa ákært
fyrir ráðagerðir um að flytja kókaín
inn til landsins, kom fyrir rétt í
bænum Bandon í Cork á föstudag.
í réttarhaldinu var frestur ákæru-
valdsins til þess að leggja fram gögn
í málinu framlengdur til 7. mars
næstkomandi. Jafnframt var trygg-
ing sú sem skipstjóranum hefur ver-
ið gert að leggja fram lækkuð úr
20 þúsund írskum pundum í 5 þús-
und írsk pund. Tryggingin er tekin
með veði í skipinu. Ennfremur var
slakað á öðrum skilyrðum sem rétt-
urinn setti þegar maðurinn var leyst-
ur úr haldi.
Þannig þarf hann fram til 7. mars
nk. að gefa sig fram við lögregiu
einu sinni í viku en ekki þrisvar í
viku eins og verið hefur frá því rétt-
að var í máli mannsins síðast, þann
27. nóvember.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins verður endanieg dagsetning
réttarhalda ákveðin þann 7. mars
og er þess vænst að þau hefjist inn-
an fárra vikna frá þeim tíma.
Skipið TIA, sem er skráð í Belize,
var fært til hafnar af toll- og strand-
gæslu á írlandi þann 6. nóvember
og næstu daga var gerð ítarleg en
árangurslaus leit að flkniefnum í
skipinu, sem er í eigu skipstjórans.
Aðrir úr fjögurra manna áhöfn
skipsins voru síðan látnir lausir en
skipstjórinn, sem er 65 ára gamall
íslenskur ríkisborgari, búsettur í
Svíþjóð, var hafður í haldi og síðan
ákærður fyrir að hafa sammælst við
nafngreindan mann um að hafa
ætlað að flytja inn verulegt magn
af kókaíni til írlands. Skipstjórinn,
sem kom fyrir rétt í gær, hefur neit-
að öllum ákærum. Fram kom í réttin-
um í gær að hann býr í Dublin fram
að réttarhöldunum, í um 200 mílna
fjarlægð frá Bandon.
Skipið TIA er hins vegar sem fyrr
bundið við bryggju í bænum Cast-
letownbere þar sem það er tii sölu.
■............................-.........................................................................:............:.........................
Morgunblaðið/RAX
Metumferð á íslenska út-
hafsflugsljómarsvæðinu
FLUGUMFERÐ um íslenska út-
hafsflustjómarsvæðið jókst um
8,1% prósent á síðasta ári og er
það 1,1% yfir meðaltalsaukningu
á flugumferðinni yfir Norður-Atl-
antshaf árið 1996. 71.631 flugvél
fór um flugstjórnarsvæðið en það
meira en nokkru sinni fyrr.
Áætlað er að á yfirstandandi
ári verði gjaldeyristekjur íslend-
Knattspyrnu-
samband Islands
Geir fram-
kvæmdastjóri
STJÓRN Knattspymusambands ís-
lands ákvað á fundi í gærmorgun
að ráða Geir Þorsteinsson sem
framkvæmdastjóra.
Geir hefur verið skrifstofustjóri
sambandsins sl. 5 ár. Hann tekur
við af Snorra Finnlaugssyni, sem
verið hefur framkvæmdastjóri KSÍ
sl. 6 ár.
inga af flugumferðinni um 800
milljónir króna en íslendingar
þjóna henni samkvæmt sérstökum
samningi við Alþjóðaflugmála-
stofnunina (ICAO).
Aukin umferð á íslenska svæð-
inu á síðasta ári skýrist fyrst og
fremst af aukinni flugumferð í
kjölfar batnandi efnahagsástands
í heiminum og stefnu háloftavinda
yfír Norður-Atlantshafi.
Flugleiðir stærsti
viðskiptavinurinn
íslenska úthafsflugstjórnar-
svæðið er það næststærsta í heim-
inum, samtals 5,2 milljónir ferkíló-
metra, en það svarar til helmings-
ins af meginlandi Norður-Amer-
íku. Svæðið nær frá norðurpól
suður undir Skotland og frá
ströndum Kanada í vestri að Nor-
egsströndum í austri. Það tekur
Boeing 747 risaþotu rúmar þijár
klukkustundir að meðaltali að
fljúga þvert yfir svæðið frá austri
til vesturs.
Árið 1996 voru Flugleiðir hf.
stærsti viðskiptavinurinn á úthafs-
flugstjórnarsvæðinu með um 12%
umferðarinnar en næst koma SAS,
British Airways, NATO, þýska
félagið Lufthansa og bandarísku
flugfélögin American Airlines og
United Airlines.
Tíu algengustu flugleiðir flug-
véla sem fóru um svæðið á árinu
voru í eftirfarandi röð: London -
Los Angeles, London - San Franc-
isco, Keflavík - Kaupmannahöfn,
Los Agneles - London, Kaup-
mannahöfn - Keflavík, Frankfurt
- Los Angeles, London - Vancou-
ver, Vancouver - London og Vog-
ar í Færeyjum - Kaupmannahöfn.
Árið 1996 var hver flugvél að
meðaltali tæpar tvær klukku-
stundir á lofti á úthafsflugstjórn-
arsvæðinu og 88% flugvélanna
voru þotur. Tveggja hreyfla þotur
af gerðinni Boeing 767 voru tíð-
ustu gestirnir eða 22% allra flug-
véla. I kjölfarið fylgdu Boeing 747
risaþotur, eða 21%, og tveggja
hreyfla Boeing 757 þotur lentu í
þriðja sæti en umferð flugvéla af
þeirri gerð var 8% af heildarum-
ferð ársins.
Hermann
til Crystal
Palace
HERMANN Hreiðarsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu hjá ÍBV,
fer til enska félagsins Crystal
Palace á mánudag og æfír hjá því
a.m.k. út vikuna en félagið hefur
sýnt áhuga á að kaupa miðvörðinn.
Að sögn Jóhannesar Ólafssonar,
formanns ÍBV, hafa mörg félög
haft samband vegna Hermanns en
formaður Palace hringdi á föstu-
dag og sagðist vilja fá Hermann
út með kaup í huga. Liðið er í
hópi þeirra efstu í 1. deild og
stefnir að sæti í úrvalsdeildinni en
þarf að styrkja vömina.
Jóhannes sagði að ekki væri
beint búið að bjóða i Hermann en
formaður Palace hefði talað laus-
lega um hugmyndir félagsins og
nánari viðræður færu fram innan
skamms stæði Hermann undir
væntingum ytra.
Eyjamaðurinn Bjarnólfur Lárus-
son er einnig á leiðinni út í næstu
viku en hann fer til Hibernian í
Skotlandi í sama tilgangi. Her-
mann ogJBjarnólfur eru samnings-
bundnir ÍBV.
► 1-56
Gálgahraun í lífshættu
►Tiilögur að nýju aðalskipulagi
Garðabæjar hafa valdið nokkrum
deilum og m.a. er fullyrt að nýr
þjóðvegur út á Álftanes valdi veru-
legum spjöllum á þeim náttúru-
minjum sem hraunið er. /10
Prófessorinn breyttist
pólitískt kameljón
► Zoran Djindjic, sem hefur verið
í fylkingarbijósti í mótmælunum i
Belgrad, á sér talsvert skrautlega
fortíð. /12
Geðsjúkdóma og
hellabilun
þarf að finna fyrr
► Fjórðungur aldraðra þjáist af
þunglyndi á einhveiju stigi, en lít-
ið brot fær viðhlítandi meðferð. /20
Skammt stórra
högga á milli
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er rætt við Einar Sig-
fússon kaupmann í Sportkringl-
unni. /24
B
►l-32
IMepal - Mekka
straumsiglinganna
►Fjallalandið í Himalaya er okkur
æði framandi. Þar hefur þó Har-
aldurÞórmundsson síðan 1994
verið í bátaleiðöngrum með ferða-
fólk niður ámar. /1-4
Grátfóstra mín
►Guðmundur Páll Ólafsson segir
það skyldu okkar að skila landinu
óspilitu til komandi kynslóða. /10
Að undirstrika per-
sónuleikann
►Danski skartgripahönnuðurinn
Gerda Lynggaard nýtur stöðugt
aukinna vinsælda meðal kvenna
hér á landi - sem erlendis. /14
C
FERÐALÖG
► 1-4
Kanaríeyjar
►Um þrönga dali og pínulítil þorp.
/2
Heimilisleg
ferðaskrifstofa
►I grænni ferðamennsku felst
ákveðin siðfræði sem á erindi við
alla. /4
D
BÍLAR
► 1-4
Bylting í bílamálum
►Því er spáð að unnt verði að
smíða bíla sem eru 1.000% spar-
neytnari en hefðbundnir bílar era
í dag. /1
Reynsluakstur
►Snarpur Suzuki Vitara með dís-
ilvél. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 42
Leiðari 28 Fðlk í fréttum 44
Heigispjall 28 Bió/dans 45
Reykjavikurbréf 28 Útvarp/sjónvarp 50
Minningar 30 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Dægurtónl. 6b
Bréf til blaðsins 40 Gárur 8b
ídag 42 Mannlifsstr. 8b
Brids 42 Skoðun 10bog31b
Stjömuspá 42 Kvikmyndir 12b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6