Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 6

Morgunblaðið - 19.01.1997, Side 6
J 6 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 i MORGUNBLAÐIÐ _________________ERLENT Einangrastheitti’ú- armenn í Israel? ísraelum og Palestínumönnum tókst í vik- unni að ná samkomulagi um Hebron eftir mikið þref. Ekki eru allir sáttir við samkomu- lagið og er óánægjan sennilega mest meðal strangtrúaðra gyðinga. Sumir ísraelar eru orðnir langþreyttir á kröfum strangtrúaðra gyðinga og teljatímabært að ræða hvort þeir eigi að fá sérstakt heimaland svo þeir geti verið út af fyrir sig. STRANGTRÚAÐUR gyðingur á gangi í Jerúsalem. Á veggnum stendur letrað á hebresku: „Bibi er svikari." Bibi er gælunafn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels. Raddir um að strangtrúaðir gyðingar fái heimaland í Júdeu YFIRBORÐINU kann samkomulagið um að ísra- elar afhendi Palestínu- mönnum borgina Hebron að fjór- um fimmtu hlutum ekki að virðast ýkja merkilegt. Það hafði verið samið um brottflutninginn 1995 og hann hafði tafist um tíu_ mán- uði vegna stjórnarskipta í ísrael. Þegar þar að kom tók það ísraela aðeins nokkra tíma að víkja fyrir Palestínumönnum. Þetta sam- komulag markar hins vegar tíma- mót í ísraelskum stjórnmálum. Hægri vængurinn hefur nú viður- kennt það, sem miðju- og vinstri- menn hafa vitað um nokkurt skeið. Friður mun ekki nást nema með einum hætti og hann er settur fram í Óslóarsamkomulaginu. Um leið blasir emangrun við heittrúar- mönnum í ísrael, sem eru farnir að fara svo í taugarnar á öðrum ísraelum að kröfur heyrast um aðskilnað — þeir fái sitt eigið hei- maland. Yitzhak Rabin kom Óslóarferl- inu af stað, Shimon Peres þokaði því áleiðis og nú hefur Benjamin Netanyahu viðurkennt það. Leið- togar ísraelska Verkamanna- flokksins segja að samkomulagið um Hebron sé aðeins frábrugðið því samkomulagi, sem þeir gerðu, í smáatriðum. Thomas L. Fried- man, blaðamaður dagblaðsins The New York Times, segir að þeim skjátlist: „Þessi samningur er miklu betri af einni ástæðu: Net- anyahu undirritaði hann. Þar með gerði hann hinn helming ísraela (eða að minnsta kosti helming hins helmingsins sem gerir allt í allt 75% þjóðarinnar) að þátttakendum í Óslóarsamkomulaginu." Netanyahu verður talsmaður Óslóarsamkomulagsins Netanyahu hefur hingað til lagt allt kapp á að draga fram galla Óslóarsamkomulagsins. Sjö mán- uðum eftir að hann tók við emb- ætti hefur hann ákveðið að fylgja stefnu andstæðinga sinna. Hans þöglu samheijar voru áður þeir Israelar, bandarísku gyðingar og arabar, sem vildu Óslóarsam- komulagið feigt. Nú eru þeir ein- angraðir. Héðan i frá má búa: við að Netanyahu hampi sam- komulaginu, sem flokkur hans, Likud-bandalagið, lét í þijú ár eins og hefði aldrei verið gert. Likud-bandalagið skiptist nú í tvennt. Annars vegar eru þeir, sem ekki vilja semja frið, og hins vegar þeir, sem eru ómissandi, eigi að semja frið, svo aftur sé vitnað í Friedman. Það hefur kostað miklar blóðsúthellingar undanfarna átat- ugi og þrotlausa samninga að koma á friðarferlinu og sætta flesta ísraela og Palestínumenn við skiptingu landsins helga í tvennt. Vilja aðskilnað við hina strangtrúuðu Nú er hins vegar kominn fram hópur ísraela, sem krefst þess að landinu _ verði skipt í þrennt. ísraelar, sem ekki leggja áherslu á trú, fengju eitt ríki, strangtrú- aðir gyðingar annað og Palestínumenn það þriðja. Þess hugmynd kann að virðast langsótt, en um hana eru hafnar alvarlegar umræður. Það hefur meira að segja verið bent á for- dæmi úr Biblíunni. Þegar erfingjar Davíðs og Salómons gátu ekki komist að samkomulagi árið 993 fyrir Krist stofnuðu þeir ríki gyð- inga í ísrael og Júdeu og deildu landinu helga með Filisteum. Það eru hins vegar ekki trúaðir gyðingar, sem nú hefja upp raust sína af rómantískri þrá eftir löngu liðinni tíð, heldur hinir, sem hafa fengið nóg af ofbeldi og skorti rétttrúnaðarmanna á umburðar- lyndi. Helstu talsmenn aðskilnaðar við strangtrúaða gyðinga koma af vinstri væng ísraelskra stjórn- mála. Rithöfundurinn Yoram Kaniuk og dálkahöfundurinn Zeev Chafets halda því fram að trúarofstækis- mönnum í ísrael hafi tekist að móta stefnu landsins þannig að hún gangi á skjön við hagsmuni Israels og vilja þorra íbúa og sé beinlínis hættuleg. Að þeirra hyggju er aðeins um eitt svar að ræða. Skilnað og skipt- ingu eigna. Gyðingar, sem séu veraldlega þenkjandi, geti búið í ísrael og hinir strangtrúuðu verði í Júdeu. „Þeir neita að borða með ÚTSALA 10-70% afsláttur Ljós og lampar Rafkaup Ármúla 24 - sími 568 1518 Ég veit ekki hvor er að sigra . .. Reuter RABBINI hjálpar manni úr gyðingabyggðunum á Vesturbakkanum að rífa skyrtu hans til merkis um að hann harmi að ísraelar af- hentu Palestínumönnum yfirráð í borginni Hebron að fjórum fimmtu hlutum. íbúar úr gyðingabyggðunum mótmæltu í Hebron mér, þeir vilja ekki giftast mér,“ sagði Kaniuk. „Þegar bókstafstrú- armennirnir eru annars vegar koma málamiðlanir ekki til greina. Leyfum þeim því að fá hinar fögru hæðir, búa í Jerúsalem og Hebron og gera það, sem þeim sýnist, á meðan við höldum áfram að reisa okkar gyðingaríki í Ashdod og Tel Aviv og Galíleu." Dauðasök að aka bíl á hvíldardeginum Þetta mál er nú rætt af meiri alvöru vegna þess að hinir strang- trúuðu eru orðnir herskárri. Heit- trúaðir gyðingar stóðu að baki morðinu á Yitzhak Rabin, morði 29 manna í mosku í Hebron árið 1994 og árás á Palestínumenn á markaði í Hebron fyrr í þessum mánuði þegar sex Palestínumenn særðust. Ovadia Yosef, andlegur leiðtogi heit- trúarflokksins Shas, sem situr í samsteypu- stjórn Netanyahus, lýsti til dæmis yfir því að gyðingar, sem ekki héldu hvíld- ardaginn heilagan, yrðu drepnir. í huga Yosefs er það dauðasök að aka bifreið á hvíldardeginum. Stuðningur við skoðanir af þessu tagi er undarlega víðtækur. Skoðanasystkini Baruchs Gold- steins, sem var barinn til bana eftir að hann framdi fjöldamorðið í moskunni í Hebron, fara í viku hverri að leiði hans. í hugum þeirra er hann píslarvottur. Stofn- aðir hafa verið óformlegir aðdá- endaklúbbar Goldsteins og Yigals Amirs, launmorðingja Rabins, í guðfræðiskólum. Kennari í einum slíkum skóla kallaði saman nem- endur sína eftir skotárásina á markaðinum í Hebron til að for- dæma athæfið. Hann sagði að maðurinn væri skapaður í ímynd Guðs og það ætti einnig við um araba. Hálfur bekkurinn gekk út í mótmælaskyni. Gyðingur eða ekki gyðingur Gyðingar, sem ekki leggja áherslu á trúarbrögðin, er uppsig- að við hina trúræknari af mörgum öðrum ástæðum. Sumir rabbínar hafa neitað að grafa rússneska innflytjendur í kirkjugörðum gyð- inga vegna þess að ekki sé opin- berlega viðurkennt að mæður þeirra séu gyðingar, en í lögum gyðinga er það skilyrði fyrir því að fá inngöngu í trúfélag þeirra. Það hefur vakið reiði margra ísraela að innflytjandi, sem var hermaður og lét lífið í átökum á Vesturbakkanum 1993, var graf- inn utan veggja kirkjugarðsins heima hjá honum af þessari ástæðu. Shimon Shitrit, lagapró- fessor og fyrirverandi ráðherra trúmála, sagði að 150 þúsund ísra- elar, sem héldu því fram að þeir væru gyðingar, væru ekki nógu miklir gyðingar til að ganga í hjónaband. í ísrael er ekki gert ráð fyrir borgaralegum hjóna- böndum og hefur borið á því að ísraelskir borgarar hafí gert með sér lagalegan sáttmála í stað trú- arlegs hjónabands. Fólk, sem binst með þeim hætti, fer hins vegar á mis við ýmis hlunnindi, sem ríkið veitir giftum hjónum. Ýmsir trúaðir gyðingar hafa reyndar samúð með þeim meðborgurum sínum, sem ekki eru jafn trúræknir. Michael Melchior, sem er frálslyndur rétt- trúnaðarrabbíni, segir að aðskiln- aður væri „fráleitur", en viður- kennir að oft sé fótur fyrir þeirri gagnrýni, sem hefur komið fram. Sem dæmi má nefna að hægrisinn- aðir rabbínar hafa ráðlagt her- mönnum að hlýða ekki skipunum um að hverfa brott frá Vestur- bakkanum. „Að segja að trúrækn- ir hermenn eigi ekki að gera það, sem yfirmenn þeirra segja þeim heldur hlýða rabbínum þeirra, grefur undan undirstöðu sameig- inlegrar tilveru trúaðra gyðinga og hinna, sem eru veraldlega þenkjandi," sagði Melchior. Þeir eru einnig til, sem segja að hinir veraldlega þenkjandi séu að ná yfirhöndinni í ísrael. Avra- ham B. Yehoshua rithöfundur er einn þeirra. Hann bendir á að verslunum, kvikmyndahúsum, veitingastöðum og krám, sem hafí opið á laugardögum, hvíldardegin- um, íjölgi stöðugt, máli sínu til stuðnings. „Ég veit ekki hvor er að sigra,“ segir Yoram Kaniuk. „En ég veit að það ríkir styrjöld." IiyPKt á The New York Times og Time. en ég veit að það ríkir styrjöld ; I I I I : þ I I f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.