Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 8

Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 8
8 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri USS þetta var ósköp klént, óttaleg óværa komin í þetta. Ég gef því enga stjörnu, bara þrjá krossa... Halldór Asgrímsson á ráðstefnu framsóknarmanna Byggðastefnan hefur ekkí skílað árangri HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði á ráðstefnu Framsóknar- flokksins um byggðamál, sem haldin var á föstudag, að byggðastefnan sem hefði verið rekin af stjómvöldum á undanfömum áratugum hefði ekki skilað þeim árangri sem stefnt hefði verið að. „Þróunin er í þá átt að það hlýtur að vekja hvert mannsbam í landinu til umhugsunar,“ sagði Hall- dór. Halldór vitnaði til erinda sem flutt vom á ráðstefnunni. Þar hefði komið fram að 8,5% íslendinga byggju í sveitum. Þetta hlutfall væri 26% í Noregi og hvergi lægra en 15% á öðram Norðurlöndum. Um 60% ís- lendinga byggju í höfuðborginni og í nágrannabyggðum en á hinum Norð- urlöndunum væri þetta hlutfall yfír- leitt í kringum 40%. Um 20% byggju í bæjum með íbúafjölda frá 2.000 til 10.000 manns en á Islandi væri þetta hlutfall undir 10%. „Ástæðan fyrir þessu er að mínu mati sú að byggð er mun þéttari í þessum löndum og styttra á milli staða. Það vekur okkur líka til um- hugsunar að 40% af vexti höfuðborg- arsvæðisins hafi frá 1981 orðið vegna innanlandsflutninga,“ sagði Halldór. Alþjóðavæðing atvinnulífsins Hann sagði að sjávarútvegsfyrir- tæki hefðu verið að styrkjast úti á landi og þau ekki flutt í þéttbýlið. Færð hefðu verið fyrir því rök á ráð- stefnunni að meiri líkur væra á því að fyrirtæki í sjávarútvegi héldust í heimabyggð ef þau sameinuðust öðr- um fyrirtækjum og stækkuðu. Eigna- raðildin yrði með því dreifðari og erf- iðara að ná samkomulagi um flutning. „Fram kom að það vantar fjármagn til vöraþróunar og markaðsstarfs í sjávarútvegi. Alþjóðavæðing greinar- innar skiptir máli fyrir byggðina í landinu. Hún kæmi til með að styrkja atvinnugreinina. Samstarf við útlönd skiptir miklu máli og mörgum þykir það e.t.v. undarlegt að alþjóðlegt sam- starf yrði til þess að styrkja lands- byggðina," sagði Halldór. Hann sagði að það væri e.t.v. einn veikasti þátturinn í okkar umhverfí þegar erlendir íjárfestar mætu fjár- festingarkosti hérlendis að alþjóða- væðing íslensks atvinnulífs væri ekki komin nægilega langt áleiðis. „Við eigum að halda áfram að tengjast alþjóðlegum mörkuðum og samstarfí í þeim tilgangi að styrkja okkar byggð,“ sagði Halldór. -------♦ ♦ ♦ Dagsbrún Einn listi kom fram AÐEINS eitt framboð barst í stjórn- arkjöri í Verkamannafélaginu Dags- brún og eru þeir sem uppstillingar- nefnd og trúnaðarráð félagsins gera tillögu um í trúnaðarstöður réttkjörn- ir. Þær breytingar verða á stjórn Dagsbrúnar að úr stjóminni ganga Árni H. Kristjánsson og Gunnar Þor- kelsson _en nýir menn í stjórn era Þráinn Ómar Svansson og Þorsteinn M. Kristjánsson. Ný stjóm Dags- brúnar tekur við á aðalfundi félags- ins í mars en hana skipa Halldór G. Bjömsson formaður, Sigríður Ól- afsdóttir varaformaður, Sigurður Bessason ritari, Ágúst Þorláksson gjaldkeri, Snorri Ársælsscn íjármála- ritari og meðstjómendur eru Ólafur Ólafsson og Albert Ingason. Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir y steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskílyrði FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 • fax 562 1365 Sagnfræðinemar á Norðurlöndum Er enskan að taka við í nor- rænu samstarfi? Björn Ingi Hrafnsson Nordsaga, ráðstefna norrænna sagnfræði- nema, verður haldin hérlendis í október á þessu ári. Félag_ sagnfræðinema við Háskóla íslands stendur að ráðstefnunni í þetta sinn og hlýtur til þess styrk frá Nor- rænu ráðherranefndinni og ýmsum norrænum sjóðum. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur félags sagnfræðinema, vinnur að skipulagningu ráð- stefnunnar. - Hvers konar ráðstefna er Nordsaga? Hún er vettvangur fyrir sagnfræðinema á Norðurlönd- unum og í Eystrasaltsríkjun- um til að hittast og ræða við- fangsefni sín. Ráðstefnuhald þetta er nýlunda í norrænu samstarfi en ráðherranefndin samþykkti að styrkja þrjár ráðstefnur til reynslu. Tvær hafy þegar verið haldnar og við vonum að ráðstefnan í haust heppnist svo vel að ráðstefnuhaldið fái fastan styrk frá norrænum stofnunum. - Hver er reynslan af ráðstefn- unum tveimur, sem þegar hafa verið haldnar? Hún var að mörgu leyti mjög góð. Við sendum átta fulltrúa á ráðstefnuna í fyrra, sem haldin var í Árósum í Danmörku en hana sóttu rúmlega eitt hundrað fulltrú- ar frá öllum Norðurlöndunum. Reyndar var mjög ójöfn skipting á milli landa. Fleiri sagnfræðinem- ar komu frá íslandi en Noregi og Svíþjóð samanlagt. Finnarnir vora langfjölmennastir eða um sjötíu talsins. - Eru hlutföllin til marks um það að Svíar og Norðmenn séu að missa áhugann á Norðurlandasam- starfi en beini kröftum sínum í auknum mæli að Evrópustarfi? Ég tel að svo sé ekki. Ráðstefnu- haldið hefur enn ekki náð að festa sig í sessi sem skyldi og af ýmsum ástæðum áttu þessar þjóðir erfítt með að sækja ráðstefnuna í fyrra. Ég tel engan vafa leika á því að þeir muni mæta fjölmennari til leiks í haust og leggja sitt af mörk- um til að efla Norðurlandasam- starfið á þessu sviði. Annars heppnaðist ráðstefnan í Árósum vel og hún var ekki síst athyglisverð fyrir þá sök að þar var ekki síður fjallað um framtíð- ina en sagnfræðileg viðfangsefni úr fortíðinni. Miklar umræður urðu um norrænt samstarf, Evrópus- amranann og áhrif Évrópusam- bandsins á norrænt samstarf og þjóðerni. Það segir ef til vill sína sögu að tungumál ráðstefnunnar var enska, líklega af tillitssemi við Finna og gesti frá Eystrasaltsþjóð- unum. Almenn ánægja var með það enda virðast Islendingar og Finnar af ungu kynslóðinni al- mennt skilja og tala ensku mun betur en dönsku, norsku eða sænsku. Ráðstefnan nýttist ís- lensku sagnfræðinem- unum vel, ekki síst vegna þess að allt fór fram á ensku. Á síðasta degi var ráðstefn- an síðan „gerð upp“ í sameiginleg- um umræðum allra ráðstefnu- gesta. Þá brá svo við að tilkynnt var að nú væri mönnum frjálst að tala sitt mál en með því var átt við að Danir, Svíar og Norðmenn þyrftu ekki lengur að tala ensku. Okkur íslendingunum fannst að þarna færi tillitssemin við Finna og íslendinga fyrir lítið og gerðum athugasemd á íslensku, sem er ► Björn Ingi Hrafnsson fædd- ist 5. ágúst 1973. Hann er stúd- ent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundar nú BA- nám í sagnfræði við Háskóla íslands. Hann er formaður fé- lags sagnfræðinema og gjald- keri Röskvu. Meðfram námi sinnir hann starfi upplýsinga- fulltrúa SAM-bíóanna. auðvitað okkar mál. Það skildu auðvitað fæstir þannig að við skýrðum okkar mál á ensku. - Hvernig brugðust menn við? Mjög misjafnlega svo vægt sé til orða tekið. T.d. var einn fram- mælenda norskur þingmaður um fímmtugt. Hann brást ókvæða við og sagðist aldrei hafa heyrt annað eins. Hann hefði tekið þátt í nor- rænu samstarfi í áratugi og alltaf talað sína norsku og það myndi hann gera áfram. Hann stóð við það og svaraði t.d. spurningum á norsku, þótt þeim væri beint til hans á ensku. Sem betur fer var viðhorf flestra dönsku, norsku og sænsku sagnfræðinemanna allt annað. Sjónarmið þeirra var hið sama og okkar; að ekki skipti mestu máli hvaða mál væri talað heldur að menn skildu hver annan. Þeir vora tilbúnir að koma til móts við okkur með því að tala ensku eða að tala skandinavískuna hæg- ar og velja orðin þannig að hún skildist betur. - Ilvert verður tungumál ráð- stefnunnar sem haldin verður hér- lendis í október? Opinbera málið verður skandin- avíska en auk þess verður tekið fram að heimilt verði að tala ensku. Frummælendur geta þannig búið sig undir það að þurfa að skýra einstök atriði á báðum þessum málum. Annars leggjum við lítið upp úr því hvaða mál verður talað. Aðalatriðið er gagnkvæmur skiln- ingur en ekki viður- kenning á enskunni. - Er búist við sæmi- legri þátttöku? Við búumst við 60-70 erlendum gestum og vonum að þátttakan verði jafnari af Norðurlöndunum en hún var á hinum ráðstefnunum. Tekin verða fyrir þrjú meginefni og þau krafín til mergjar; Norrænn maður á víkingaöld og miðöldum, skandinavisminn á 19. öld og að síðustu verður fjallað um þá spurn- ingu hvað Norðurlöndin séu í raun- inni mörg. Við ætlum að gera okk- ar besta til að gera þessa daga eftirminnilega fyrir erlendu gestina og nota tímann til að kynna land og þjóð. Ekki síður fjallað um framtíðina en fortíðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.